Leita í fréttum mbl.is

Imba styður Hamas - eitthvað nýtt?

 
Imbu Hamas

Sumir eiga hund, en Imba á uppeldisson á Gaza. Hann Hamas. Imba okkar sendir peninga til hans og uppeldis hans. Er velmeinandi Íslendingar henda peningum sínum í barnahjálp í Afríku, vitandi að aðeins lítil prósentuhluti þeirra gagnast öðrum en því apparati sem er kringum barnahjálpina, þá nýtast peningarnir sem Imba sendir syni sínum á Gaza 110%. Ekki nóg með að hún hjálpar til við eyðingu Ísraels, heldur borgar hún líka til að ljúka ætlunarverki Hitlers, sem frændur hennar í Evrópu klúðruðu á síðustu öld. Hamas nýtir allar milljónirnar frá Íslandi vel. Það kostar mikið að útrýma frænda Hamas, honum Ísrael.

Imba er gömul byltingarkona og veit vel að peningar þeir sem hún eys í Hamas eru ekki notaðir til skólamála, velferðamála eða í sælgæti. Þeir eru notaðir til að smygla vopnum með hjálp Írans frænda í Teheran, til framleiðslu flugskeyta og til að gera lífið sætt fyrir yfirmenn Hamas, sem aka um Gaza á Range Rover.

12 milljónir (ísl. he, he) eru kannski ekki miklir peningar fyrir svallliðið í Gazaborg, eða handa frískum strák eins og Hamas sem þarf margar byssur. Kjötið í brúhlaupi Jóns Ásgeirs kostaði víst næstum því meira. En þessir aurar nýtast þó ágætlega í sprengjugerð Hamas og áróðursvélina sem hann hefur komið sér upp.

IMF skrifaði víst hvergi í skilmála til íslenska þrotabúsins, að ekki mætti senda gott í poka til hans Hamas. Barnahjálp Imbu gefur mikli betri kjör en aðrar hjálparstofnanir. Syndaaflausn per excellence, og þessi syndaflausn hreinsar auðvitað minnið þegar það er fullt af íslensku kreppukjaftæði.

Imba póstkona, örlæti þitt er annálað og mun gangast þér síðar, en passaðu þig að fá ekki of mikið blóð á hendurnar. Það er auðvitað gott fyrir kosningarnar, að vera örlát við Hamas og vini hans, sem líka ætla að sigra menningarheim okkar og setja kvennalistakonur heimsins í vafninga. Hann er mikill mektarmaður hann Hamas þinn í Gaza, Ingibjörg Sólrún Gíslatökukona.


mbl.is Tólf milljónir til Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sendi hún raunverulega peninga til Hamas eða ertu að grínast? Það væri þá nær að senda þessu vesalings fólki lyf eða matvæli, jafnvel klæðnað. Það veit það hver maður að peningar fara bara til þess að útvega eldflaugar og sprengjur.

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Vilhjálmur og gleðilegt ár.

Þetta er líkt og Íslendingar hefðu seint peninga til að fjármagna helförina.

Nær væti að senda lyf matvæli og föt til þeirra er þjást, Hamarsamtökin hafa einungis leitt hörmungar og dauða yfir fólk í Gaza og Ísrael.

Að styðja glæpa og morðsamtök sæmir ekki hinni Íslensku þjóð.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 2.1.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hmmmm, háttvirta Rauða Ljón - er þetta nú alveg sambærilegt?

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Lyf og matvæli hefur ekki vantað á Gaza síðan í janúar á 2008. Það vantar bara í áróðursherferðinni, sem allir gleypa hrátt á Íslandi.

Eins mikið og Hamas notar helförina til að skora samúðarstig í áróðri sínum, þá sé ég ekkert athugavert við það að Sigurjón beri hér saman aðgerðir Hamas við aðgerðir Hitlers. Hamas ætlar sér að útrýma Ísraelsríki, og Hitler ætlaði að kála Ísraelsþjóðinni.

Spurningin sem enn er ósvarað: Sendi ISG peninga til Hamas á síðasta ári?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.1.2009 kl. 22:19

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Jæja strákar, ég ætla ekki að rífast við ykkur. Mér sýnist ansi margir hér á blogginu snúa dæminu á hinn veginn - líkja Ísrael við Þýskaland Hitlers - og mér finnst það jafn fráleitt.

Baldur Hermannsson, 2.1.2009 kl. 22:25

6 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Baldur tel mig vera nokkuð vel lesin í mannkynsögunni og þeim hörmungum sem þar má finna, Hamssamtökin eru morð og hryðjuverkasamtök og þeim er alveg sama hvern þeir myrða hvort að er sitt eigið fólk eða Ísraelsmenn svo lengi sem það þjónar tilgangi sínum.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 2.1.2009 kl. 22:50

7 identicon

Það vill nú svo til að það sama má segja bæði um bandaríkjamenn, sem hafa líklega drepið mest af konum og börnum í heiminum, og ísraelsmenn, sem gætu verið næstir í röðinni. Þið eruð væntanlega sammála mér um það að þeir eru líka morð og hriðjuverkasamtök.

þor (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 00:49

8 identicon

Sælir allir.

Hvað þýðir yfirlýsing sem er gefin út fyri að vera markmið samtaka HAMAS.

Hamas samtökin HAFA MARGOFT OG MINNA ALLTAF Á ÞAÐ ÞEGAR ÞEIR GETA  AÐ ÞEIR ÆTLI AÐ GEREYÐA  ÍSRAEL.

ER EITTHVAÐ HEILBRIGT AÐ STYÐJA SVONA SAMTÖK SEM HAMAS ER. ?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 07:26

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þór IP, hryðjuverk, með y. Þú ert með alvarlegar ásakanir hér. Ýmsar arabaþjóðir hafa myrt fleiri börn og konur en Ísrael og ég held bara að Sovétið og þýskararnir eigi vinninginn með Japönum og Ghengis Khan. Áður en maður slær svona út með rugli, væri ef til vill hægt að lesa sér til t.d. á Netinu. Svo eru líka örugglega til bækur í skólanum þínum. Hamas eru hryðjuverkasamtök. Ef þú aðhyllist þau, farðu og berstu fyrir þá, þetta eru svoddan öðlinga. Nokkrir Íslendingar börðust fyrir Hitler.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.1.2009 kl. 07:29

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þórarinn, ég get ekki sé heila brú í fólki sem styður Hamas.

Stríð eru ljót, en stríð sem er startað af hryðjuverkasamtökum sem halda börnum og konum í gíslingu og nota þau til að fela sig á bak við, eru ljótust.

Hamas er ljótur blettur á menningu araba í Miðausturlöndum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.1.2009 kl. 07:33

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er enginn sérstakur aðdáandi ISG, en var ríkisstjórnin ekki að styðja mannúðarstarf á Gasa? Annars er þetta nú meira hörmungarástandið Villi og maður getur ekki annað en haft samúð með öllu fólkinu báðu megin víggirðingar. Ég er búinn að lesa heilmikið um helförina, þvílíkur viðbjóður, vonandi verður hún mankyninu víti til varnaðar.   Ég skil vel tilfinningar sem bærast með gyðingum en menn mættu varast að jafna aðstoð til nauðstadda við mesta illvirki síðustu aldar. Með þessum orðum mínum er ég ekki að réttlæta Hamas á nokkurn hátt.  En hvernig væri nú að allir trúarhópar þarna á svæðinu myndu  í alvöru fara að vinna að friði?

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 10:23

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður, ég er innst inni sammála þér. Ég á börn og veit að þeir sem missa börnin sín á Gaza eru ekki öfundsverðir. Stríð er hræðilegasti viðbjóður sem hægt er að bjóða fólki.

Hvað er hægt að gera, þegar enginn vilji er fyrir hendi og einn aðilinn ætlar sér að koma manni fyrir kattarnef? Ég vona að þessari hrinu ljúki sem fyrst og að Hamas missi töglin og hagldirnar. Þá er kannski von fyrir komandi kynslóðir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.1.2009 kl. 11:41

13 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar málefni Ísraela og Palestínumanna hafa borið á góma á sviði Sameinuðu þjóðanna, hefur það einkum verið í formi fordæmingar á vettvangi Öryggisráðsins. Skyldi þetta vera rétta leiðin?

Þessi harðnandi hernaðarátök lykta mjög af lýðskrumi og múgæsingu vegna kosninga eftir nokkrar vikur í Ísrael. Svo virðist sem enginn frambjóðandi þar sé vart með mönnum nema hafa látið frá sérfara glæfralegar yfirlýsingar gagnvart Palestínumönnum enkum á Gaza.

Spurning er hvort ekki þurfi að nálgast þessi mál með nýjum og öðrum áherslum:

1. sett verði vopnasölubann við Hamas og Ísrael. Ljóst er að hvorugur þessara aðila hefur hag af algjörum hernaðarlegum sigri fremur en úrslitum stríðsins í Írak. Enginn græðir meir en framleiðendur og seljendur vopna.

2. Sameinuðu þjóðirnar hefji þegar undirbúning alþjóðlegrar ráðstefnu um framtíð landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Meginmarkmiðin sé að draga úr tortryggni og hatri milli deiluaðila og hvernig megi efla menntun og lýðræði í þessum löndum ásamt eflingu atvinnuveganna á þessum svæðum. Möguleikarnir eru mjög margir en brjóta þarf upp þessa stöðnun í samskiptum milli mismunandi menningarhópa.

Sjálfsagt mætti bjóða Ísland fram sem vettvang þessarar ráðstefnu. Þegar Noregur átti frumkvæði að vissri lausn á stríðsástandi milli Ísraela og Palestínumanna, þá komu ný viðhorf inn í þessi mál. Minnisstætt er þegar Arafat forseti Palestínu og Rabin forsætisráðherra Ísrael lýstu yfir friðsamlegri sambúð. Báðir deildu þeir friðarverðlaunum Nóbels í framhaldi af því og máttu báðir vel við una. Síðan voru það ofstækismenn meðal beggja aðila sem grófu undan þessari mikilsverðu tilraun.

Ofbeldi borgar sig aldrei! Það snýst fyrr eða síðar beint að  þeim sem því beitir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2009 kl. 13:38

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað með að gera eins og sáttasemjari gerði í gamla daga að læsa deilendur inni þangað til þeir voru búnir að finna lausn? Fólkið þarna á svæðinu hlýtur að vilja frið. Gyðingar og múslimar áttu friðsamleg samskipti í margar aldir jafnvel mun betri en kristnir og gyðingar. Það verður sjálfsagt að finna einhverja lausn á flóttamannavandanum og alþjóðasamfélagið þarf að koma til hjálpar. Það er ekkert betra að draga þetta á langinn, þá versnar þetta bara.  Annars hef ég svo sem ekkert vit á þessu.

Sigurður Þórðarson, 3.1.2009 kl. 14:12

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mosi, þú setur ekki vopnasölubann á þjóð sem framleiðir "bestu skriðdreka í heimi" og sem eru umkringdir 10 ríkjum, sem helst vildu útrýma Ísrael, gæfist tækifæri til þess.

Ég efast um að Ísland og Íslendingar eigi erindi í sáttagerð á milli Ísraela og Hamas. Hamas mun aldrei sætta sig við Ísrael og Ísrael og stór meirihluti Ísraela lítur á Hamas sem dauðasveitir, sem hafa útrýmingu þeirra efst á verkefnalista sínum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.1.2009 kl. 16:08

16 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður, þú hefur alveg eins mikið vit á þessu og allir aðrir. Þín tillaga er alveg eins góð og mín. Kannski hlustar einhver, einhvern tíma. Í Hamas gætu hugsanlega leynst menn sem vilja aðrar leiðir en leiðtogar þeirra nú???

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.1.2009 kl. 16:10

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég efast um að margir sem blogga hér um ástandið eigi eftir að lifa þann dag að friður ríki í Ísrael, það væri þá helst ég sjálfur. Og ég veit hvernig sá friður verður. Júðarnir sitja í landinu sínu og grenja við grátmúrinn, arabarnir verða komnir til Egyptalands og Jórdaníu og hrósa happi að vera lausir úr þessari voðalegu prísund. Þetta er eina lausnin, það er ekki til nein önnur. Og þetta er reyndar nokkuð góð lausn ef grannt er skoðað.

Baldur Hermannsson, 3.1.2009 kl. 18:40

18 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Eftir að Saddam var hengdur þá hurfu peningagreiðslur fyrir sjálfsmorðin, en Saddam sálugi borgaði 10.000$ til handa ættingjum þess sem útrýmdi sér, og sprengdi sig og aðra upp, aðallega sakleysingja í Israel. Nú kannski er Ingibjörg að taka að sér greiðslurrnar í staðinn fyrir Saddam, aðeins minni upphæð vegna kreppunnar á Íslandi, hver veit?

IDF mun útrýma Hamas, síðan taka þeir "I am mad" forseta, Sýrland osfrv. Lengi lifi Ísrael.

Aðalbjörn Leifsson, 3.1.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband