19.12.2008 | 09:19
Maðurinn sem þeir vildu að væri gyðingur
Sláum því strax fast. Mark Felt var ekki gyðingur. En þegar hann lá undir grun um að hafa verið heimildamaður í Watergate-málinu, virtist það greinilega skipta sumt fólk í Bandaríkjunum og víðar miklu máli, að hann væri gyðingur. Það átti að sýni að eðli hans eins og einhvers Shylock í Feneyjum sem krafðist punds af kjöti úr síðu hins gjaldþrota herra.
Þegar grunur beindist að Felt í fyrsta skipti árið 1972, spurði Nixon Haldemann: "er hann kaþólikki?". Þegar Haldeman sagði Nixon að Felt væri gyðingur, svaraði Nixon. "Setti FBI gyðing í málið?" Og Haldeman svaraði, "Ja, það gæti skýrt málið".
Fordómar gegn kaþólskum og gyðingum var greinilega líka eiginleiki hjá hinum siðblinda Nixon.
En siðblinduna og skítlegt eðli, sem var eins og hrákinn sem spýtt var í gyðinginn Shylock í Feneyjum var að finna víðar. Postuli nokkur, sem hafði sinn daglega dálk í Mogganum í áratugi hafði sömu kenndir og Nixon og t.d. einn kennari minn í menntaskóla, sem skal þó ekki nefndur á nafn:
- Rev. Billy Graham: "The [Jewish] stranglehold has got to be broken, or the country's going to go down the drain."
- President Nixon: "You believe that?"
- Graham: "Yes, sir."
- Nixon: "So do I. I can't ever say that, but I believe it."
- Graham: "No, but if you get elected a second time, then we might be able to do something."
Þetta samtal er nú að finna á einum af mörgum spólum frá ferli Nixons í Hvíta húsinu.
Hvað fór á milli íslenskra leiðtoga og eistneskra hér um árið, þegar þeir unnu saman að því að koma í veg fyrir að morðingi gyðinga sem bjó í vellystingum á Íslandi yrði sóttur til saka? Af því ættum við kannski einhvern tíma að heyra upptökur.
Þegar Felt tilkynnti heiminum árið 2004, að hann væri uppljóstrarinn í Watergate hneykslinu, fór gyðingahatursmaskínan í gang aftur. Leit á netinu gefur til kynna að meintur gyðingdómur Felts sé mikið áhugamál ýmissa öfgaafla um allan heim.
Deep Throat" látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Gyðingdómur, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 1352109
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þetta eru skemmtilegar vangaveltur. En sjaldan er reykur án elds og mér dettur í hug hvort það sé ekki tilfelli að Gyðingar og Kaþólikkar líti gjarnan á sig í aðra röndina sem hálfgildings utangarðsmenn (í samfélögum mótmælenda) og hafi þess vegna það hugmyndaflug og kjark sem þarf til að fara ótroðnar slóðir, ögra almenningsálitinu, bjóða birginn hefðbundnum viðhorfum, fara á skjön við almennar siðareglur? Sjálfur er ég Kaþólikki og kannast vel við slíkar hugrenningar.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 09:28
"Hvað fór á milli íslenskra leiðtoga og eistneskra hér um árið, þegar þeir unnu saman að því að koma í veg fyrir að morðingi gyðinga sem bjó í vellystingum á Íslandi yrði sóttur til saka?"
Þetta finnst mér afar ósmekklegt hjá þér Vilhjálmur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 10:31
Gunnar Th. Gunnarsson, hvað er ósmekklegt við það?? Viltu sjá mynd af einu af fórnarlömbum morðingjans. Eistnesk-alþjóðleg nefnd hefur skilað því áliti, að hann hafi verið morðingi og stríðsglæpamaður. Hefur þú aðrar upplýsingar, Gunnar?
Ruth Rubin, fórnarlamb íslensks stríðsglæpamanns. Les hér.
Ég skrifaði líka um þig nýlega, Gunnar. Sjá hér. Var það líka ósmekklegt.
Óska ég þér gleðilegrar hátíðar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.12.2008 kl. 11:07
Ef þú vilt vita hvað er ósmekklegt Gunnar, þá skaltu lesa bók sem heitir ODESSA skjölin. ummæli þín bera ekkert annað en vott um vanþekkingu.
Sigurður Dagsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 11:29
Þetta er því miður allt satt og rétt hjá þér. Í litlu samfélagi , eins og Íslandi, er því miður alltaf stutt í öfgarnar, gegn minnihlutum. Þarf varla , að minnast allra skrifa um erlenda ríkisborgara, sem voru hér og eru enn, að einhverju leiti., t.d. Pólverjar og aðrir. Það sama hef ég orðið var við , í Danmörku. Minnihlutinn verður alltaf fyrir árásum, jafnvel í Danmörku frá hinu opinbera og má t.d. minnast á, að það er dýrara að deyja í Danmörku sem Kaþólskur, eða t.d. Gyðingur, en t.d. fyrir þjóðkirkumeðlimi þar.
Friðjón G. Steinarsson (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 14:14
Takk fyrir þessar upplýsingar, Friðjón, eins gott fyrir mig að drepast ekki þar, staurblankan manninn.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 14:29
Ég var unglingur þegar mál Eðvalds kom upp á yfirborðið. Í þá daga hélt ég með Mogganum og Val. Óvinir mínir voru Þjóðviljinn og KR. En ég man hve mér hnykkti við þegar það rann upp fyrir mér að kommarnir höfðu rétt fyrir sér. Þetta var ægilegt mál. Ég hef aldrei skilið hvers vegna Mogginn tók svo eindregna afstöðu með Eðvaldi. Kannski vegna þess að hann var vænsti karl, eins og reyndar margir morðingjar eru. Ég kynntist honum lítillega og ber honum vel söguna. Þegar Wiesenthal-stofnunin gekk í málið síðar meir og lagði fram órækar sannanir um sekt hans, tel ég að Íslendingar hefðu átt að framselja hann. Við eigum ekki að skjóta skjólshúsi yfir útlendan glæpalýð.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 16:31
"Maður sem er leigubílstjóri á Reyðarfirði, hlýtur sjálfur að vera gyðingur". Það er nebblega það.
Nei.... ég móðgast ekki út af svona bulli.
Ég sé nú engar sannanir gagnvart Mikson í þessum vísunum þínum. Það voru auðvitað voðaverk framin í stríðinu, af öllum held ég, en ef dæma ætti alla fyrir verk sín þá væru fáir saklausir. Það er ekkert sem sannar sekt á Mikson, aðeins sögusagnir. En sú staðreynd að hann var á staðnum þegar atburðir áttu sér stað þarna, sannar ekkert. Illvilja og hefndarþorsta gyðinganna eru engin takmörk sett í þessum efnum, sem er svo sem alveg skiljanlegt. Og Wiesenthal-stofnunin er bara fyrirtæki sem einungis er rekið í hagnaðarskyni, sl. ca. 30 ár. Engin hugsjón, bara alið á hatri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 17:01
Afsakaðu framíkallið, Gunnar, en ég get ekki annað en gert athugasemd við orðið "gyðingur". Mér finnst kórrétt að kenna þetta ágætis fólk við Júdeu og kalla þá júða, rétt eins og allar aðrar þjóðir gera: jew, jöde, jude, juif, osfrv. Orðið "gyðingur" vísar til trúar þeirra á Jahve, en það er alls ekki svo að allir júðar trúi á hann. En það voru lagðar fram óyggjandi sannanir um sekt Eðvalds (Mikson). Sérstakur dómstóll þarna í Eystrasaltsríkjum tók af öll tvímæli um það fyrir nokkrum árum. Hitt er svo allt annar handleggur að júðar voru ekki barnanna bestir. Þeir frömdu þarna ægileg hermdarverk undir handarjaðri Rússa, og þegar Eystrasaltsríkin vildu fá einhverja þeirra framselda frá Ísrael, þá ætlaði allt af göflunum að ganga. Þetta er harður heimur.
Baldur Hermannsson, 19.12.2008 kl. 17:19
Ég heimsótti Auschwitz sumarið 2007 og bloggaði um það. Sjá HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 17:44
Þakka þér fyrir að greina mér frá þessari færslu þinni um Auschwitz, Gunnar.
Þar hef ég líka komið. En þú virðist því miður ekki hafa fengið mikið út úr veru þinni þar, þegar þú getur sagt þetta og meinað: "Illvilja og hefndarþorsta gyðinganna eru engin takmörk sett í þessum efnum, sem er svo sem alveg skiljanlegt. Og Wiesenthal-stofnunin er bara fyrirtæki sem einungis er rekið í hagnaðarskyni, sl. ca. 30 ár. Engin hugsjón, bara alið á hatri".
Ég vann fyrir Simon Wiesenthal stofnunina á 10. áratug síðustu aldar og rétt eftir 2000. Hatur er ekki leiðarljós stofnunarinnar, heldur réttlæti og stofnunin veltur minni upphæðum en flestir hatursmenn hennar halda fram, og fer mest allur arður í byggingu safns í Jerúsalem.
Hvaðan færðu þessar klisjur þínar um Wiesenthal stofnunina Gunnar? Þetta hljómar eins og hatursáróður svæsnustu gyðingahatara á borð við Irving.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.12.2008 kl. 17:59
Ef þú hefur lesið færsluna um Auschwitz, þá sérðu að hún hafði mikil áhrif á mig.
Eitthvað hefurðu þegið í laun Vilhjálmur, fyrir störf þín hjá stofnuninni og ég er nokkuð viss um að velta fyrirtækisins er töluverð, eða hefurðu upplýsingar um það?
Ég sé ekkert réttlæti í því að eltast við gamalmenni út í það óendanlega. Menn sem voru á röngum stað á röngum tíma. Stríðið var mikil ógæfa og þau voru mörg fórnarlömbin. Stundum voru gerendur voðaverkanna fórnarlömb.
Wiesenthal-stofnunin gerir út á mannréttindi. Hefur hún "hjarta" í sé til að fordæma mannréttindabrot á Palestínumönnum?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 18:52
Og þetta: "Illvilja og hefndarþorsta gyðinganna eru engin takmörk sett í þessum efnum, sem er svo sem alveg skiljanlegt.
Þá á ég við að glæpirnir gegn gyðingum voru náttúrulega hrikalegir og ef fjölskylda mín hefði lent í einhverju viðlíka, þá væri ég eflaust fullur af hatri líka. Illvilji var kannski fullmikið í lagt hjá mér.
En þar sem nánast allir sem tengjast þessum atburðum eru komnir undir græna torfu og komið á 7. áratuginn frá því atburðirnir gerðust, þá er löngu tímabært fyrir ykkur að hætta þessu. Reynið frekar að finna fyrirgefningu í hjarta ykkar. Ef þið getið það, þá líður ykkur miklu betur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 19:05
Nei, Gunnar, gerendur voru ekki fórnarlömb og tilraunir til að gera sakleysingja úr morðingjum og segja þá hafa verið á röngum stað á rögnum tíma er vanvirðing við alla, ekki bara fórnarlömbin. Morð er morð. Mikson gat valið og valdi rangt.
Þeir sem berjast á Gaza, hafa heitið útrýmingu gyðinga. Það verða víst að vera aðrar stofnanir en Wiesenthal stofnunin, sem tala máli slíkra manna. Þær stofnanir hafa reyndar miklu fleiri peninga en Stofnun Simons Wiesenthal, svo mikla, að sumir gera út á þá í hatursárásum sínum á Ísraelsríki.
Um leið og Palestínumenn fengu Gazasvæðið, fylgdu með hundruð gróðurhúsa og annarra atvinnutækja fyrir Palestínuþjóðina. Þakkað var fyrir það með því að eyðileggja gróðurhúsin. Afurðirnar og atvinnumöguleikarnir, sem áður voru á Gaza voru eyðilagðar vegna haturs í garð Ísraelsríkis og Ísraelsmanna. Þjóð sem ætlar sér að útrýma ríki Gyðinga, eyðileggur mest fyrir sjálfri sér og þeir útlendingar sem vilja hjálpa til eyðaleggja mest fyrir Palestínuþjóðinni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.12.2008 kl. 19:35
Hvenær ætla Ísraelar að skila landinu sem þeir tóku í óþökk alþjóðasamfélagsins?
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 21:43
Gerðu þeir það? Tóku Rómverjar, forn-Assýríumenn, forn-Egyptar og aðrir það ekki líka í óþökk alþjóðasamfélagsins? Nú er Rómarríkið fallið í allri sinni dýrð, Forn-Assýríumenn og forn-Egyptar heyra sögunni til og íslömsk ríki berjast á banaspjót. en Gyðingar eru enn þjóð. Eina lýðræðisríkið í hafi landa sem dýrka einræði, kvalræði, harðræði og trúaræði.
Landi sem rænt var af Gyðingum og þeir hafa náð aftur, verður ekki skilað. Afhending Gaza voru greinilega mikil mistök, nógu margir Gyðingar voru á sínum tíma myrtir í Gaza vegna yfirgangs Íslam. Sínaí voru líka mistök. Þú verður bara að sætta þig við orðinn hlut Gunnar minn. Gyðingar eiga land, alveg eins og Íslendingar.
En Gunnar, allt þetta vandamal í gyðinga, Gyðinga og Ísraels, fjallaði færsla mín ekki um. Heldur hatur á gyðingum og Ísraelsríki, sem birtist í ýmsum myndum, og greinilega einnig hjá leigubílsstjóra austur á Reyðarfirði, sem hefur heimsótt Auschwitz.
Þér er velkomið að koma með komment á það sem færsla mín fjallaði um, en fleiri illindum út í Ísrael og gyðinga svara ég ekki að sinni.
Komdu þér í jólaskapið.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.12.2008 kl. 09:41
Þetta er undarleg samlíking hjá þér, að vitna í atburði í fornöld.
Og ekki gera mér upp skoðanir á Gyðingum Vilhjálmur. Ég hef oft bloggað um viðbjóðinn sem viðgengst í múslimskum ríkjum. En þér er greinilega ekki sjálfrátt, frekar en Snorra Bergs, þegar kemur að umfjöllun um Ísrael og Gyðinga. Lítið skárra en ofstækið í múslimunum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.12.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.