Leita í fréttum mbl.is

Það jafnast á við morð, að senda menn til Íran

 

edam-tehran-5

Mehdi Pour lendir í fangelsi ef hann verður sendur úr landi. Þar verður hann pyntaður. Íran er sjúkt land og ef mönnum sem flýja þaðan er ekki hjálpað, er það viðurkenning á þessu versta böðlaríki Íslamismans.

Ísland verður að hætta að fara að ráðum Dana, helstu ráðgjöfum sínum varðandi íranska flóttamenn. Danir halda úti verslun og stórfelldum samskiptum við Íran og hafa gert það lengi í óþökk ESB. Danir hafa ávallt talið hagsmuni danskra fyrirtækja koma á undan mannréttindum. Hengingar koma ekki í veg fyrir góðan díl. Danir eru kaupahéðnaþjóð, sem m.a. hefur á sakaskránni að hafa sent börn í dauðann í síðustu heimsstyrjöld. Danir voru með framkvæmdir um alla Evrópu nasismans frá 1940 til 1944. Þeir græddu heilmikið á því. Í dag eru þeir enn með framkvæmdir í Íran, þar sem fólk er hengt á götum úti. Slík þjóð er ekki dómhæf á hve hættuleg írönsk stjórnvöld eru.

Sumir Íslendingar eru auðvitað spenntir fyrir að því eltast við morðingja í Íran og ef peningar yrðu bornir í skuldahylinn íslenska af Írönum, Þá yrði örugglega gjammað glaðlátlega um "vini í raun", sest upp á afturfæturna og bitið slefandi í bein morðingjanna.

Ég hjálpaði árið 2005 feðgum frá Íran, sem dönsk yfirvöld vildu senda til þess lands sem þeir höfðu flúið frá. Þeir heita Reza og Ramiar. Ég skrifaði stóra grein í Politiken og málið fór í fyrirspurn á danska þinginu. Hér getið þið lesið fyrirspurn og svar. Danski utanríkisráðherrann laug alla fulla. Skömmu síður var feðgunum leyft að vera, eftir að ráðherrann fékk viðbótarbréf frá mér. Ég taldi það ekki persónulegan sigur fyrir mig, að feðgunum var leyft að vera áfram í Danmörku, heldur smá sigur fyrir danskt lýðræði. Því miður halda Danir þó áfram að reyna að senda fólk í dauðann vegna eiginhagsmunastefnu og græðgi.

Hvað fær Íslendinga til að halda manni í óvissu í fjögur ár? Slavnesk glæpagengi koma til Íslands á vegum græðgisverktaka. Í versta falli nauðga þeir, limlesta, rupla eða drepa. En maður sem flúið hefur eitt versta hryðjuverkabæli heimsins er geymdur í limbó suður í Njarðvíkum.

Skammist ykkar, Björn Bjarnason og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þið sem eyðilagt hafið líf Mehdi Kavyan Pours í fjögur ár. Þið eruð ekki fólk með hlutverk á meðal þjóðanna.

Hér er stutt mynd sem þið ættuð að horfa á hróin mín. Lesið einnig www.iranfocus.com.


mbl.is Vill frekar deyja en snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nefnilega það, kæri vinur Vilhjálmur Örn !.!.  Við á norðurhjaranum höldum að þessir kumpánar séu allt englanna börn.  þeir séu að flýja undan böðlum sínum. Í 95% tilfellum eru þetta glæpamenn að komast undan réttvísinni í þeirra heimalandi. Við á norðurlöndum höfum nú ekki sömu augu á því hvað er rétt eða rangt þar, en það er ekki þar með sagt að við eigum að taka á móti öllum þeim sem eru upp á kant við sitt heimland.  Við höfum nóg að gera við okkar peninga hér heima.  T.d.  læknaþjónusta mætti vera ódýrari.  Ellistyrkur mætti vera hærri.(Það hafa ekki allir verið þingmenn, með 830 þúsun á mán.)  Gleymum Mehdi ef hann vill svelta sig í hel, þá hann um það. Það finnst líka fólk á Íslandi sem hefur ekki efni á því að borða hollan mat.

Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Án þess að verja aðgerðir Dana eða Íslendinga, þarf samt ekki einhverja stranga löggjöf varðandi óheft flæði flóttamanna? Mér finnst persónulega allt í lagi að hafa löggjögina tiltölulega stranga.

Varðandi málið, ekki get ég skilið af hverju ákvörðunin fyrir þennan blessaða Írana þarf að taka fjögur ár, það er hrein mannvonska. Hvar er flöskuhálsinn?

Garðar Valur Hallfreðsson, 18.11.2008 kl. 09:37

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jóhanna Þórkatla. Mikið ertu hörð. Er engin samúð til hjá þér? Eða ertu ein af þessum Íslendingum, sem er sokkin í sjálfmeðaumkvun vegna skíthælana sem settu okkur á hausinn.

Garðar Valur, það er greinilega líka eittvað að, varðandi málefni flóttamanna. Það getur aldrei orðið óheft flæði flóttamanna til Íslands. En túlkun laganna er greinilega óskaplega erfið fyrir fólkið sem á að túlka þau.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.11.2008 kl. 11:26

4 identicon

Kæri V.Ö.   Ég hef búið erlendis  í  áratugi,  og það hefur kennt mér að sjá í gegnum  þetta svo kallað "flóttafólk". S.b.  þennan "flóttamann sem gripinn var í Keflavík nýlega með falsað vegabréf ,. hann að sjálfsögðu sótti um pólitískst hæli.   Þetta hefur ekkert með mitt innræti að gera.  Íslendingar eiga ekki að falla í sömu gryfjuna og Danir ,Svíar og Norðmenn. Útrásarvíkingar á Íslandi fóru ekki illa með mig persónulega, en með mitt skyldfólk og þitt skyldfólk líka. Eða er það ekki?

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:09

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jóhanna, ég veit vel að til er fólk sem misnotar góðsemi annarra. En oftast er hægt að sjá í gegnum loddarana á meðal þeirra sem eiga bágt.

Ekki veit ég til þess að Útrásavíkingarnir hafi farið illa með mitt skyldfólk. Þessir drengir fóru illa með alla.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.11.2008 kl. 12:21

6 identicon

Mikið er gott að við erum sammála. hafðu það gott í danaveldi.

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:33

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sammála er of mikið sagt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.11.2008 kl. 14:30

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er um að ræða örlög tiltekins einstaklings sem á dauðann yfir höfði sér en reynt er að gera tortryggilegan með almennu hjali um ekki engla. Hann er hér og taka verður á máli hans með raunverulegum aðgerðum en ekki almenum yfirlýsingum um vafasama flóttamenn. "Gleymum Mehdi ef hann vill svelta sig í hel, þá hann um það". Ef  þetta er ekki harðneskja þá veit ég ekki hvað harðneskja er.

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.11.2008 kl. 14:43

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður minn, þetta batnar örugglega allt saman þegar við komumst í ESB og höfum evrur í vasanum. Þá verða örugglega nokkur cent handa Mehdi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.11.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband