5.10.2008 | 08:33
Íslendingar eru kaupóðir fíklar
Lengi er síðan að ég sá eins áhugaverða fréttaútsendingu í sjónvarpinu eins þá sem var í gær klukkan 19.
Siggi í Kaupþingi iðraðist einskis og telur mistökin færri en góðan árangur. Hann sagði, eins og hann hefur alltaf sagt, að 12 næstu mánuðir yrðu góðir. Siggi Einars er enginn spámaður. Þetta er bara hann Siggi, sonur framsóknarráðherra. Ég slóst við hann Sigga í barnaskóla. Segðu mér hve margar ferðatöskur Siggi er búinn að pakka í, og þá skal ég segja þér hvort 12 næstu mánuðirnir verði góðir.
Aumingjarnir vilja í ESB en Geir sagði það ekki til umræðu. Ríkisútvarpið er greinilega orðið að fremsta talsmanni þeirra, sem eins og smákrakkar krefjast þess að komast í ESB. Svo virðist að boðskapurinn hjá þessu fólki sé, að ef við sækjum ekki um fyrir mánudaginn, þá fari þau öll í fýlu.
ESB metur auðvitað slíka umsókn, ef hún kemur. Það tekur tíma og ESB hleypir, eins og allir vita, ekki hverjum sem er inn í sínar raðir. Halda menn á Íslandi, að allt sé í sómanum í ESB? Fóru menn út að pissa, þegar fréttin um G-4 fundinn kom?
Lífeyrissjóðirnir ætla að kasta fé í glapkistuna. Þeir um það. Ég hélt að Kaupþing gæti kannski frekar gert það. Þar gengur svo vel næstu 12 mánuðina. Eða er sú velgengni háð því að við verðum leidd inn í ESB til slátrunar?
Svo kom Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor, og talaði eins og félagsráðgjafi á meðferðaheimili fyrir fíkla. Ég hefði haft meira gagn og gaman af því að sjá hvað Gylfi hefur fyrir sér í stöndugheitum þjóðarinnar. Þjóðin er ekki gjaldþrota sagði Gylfi. Á ég að vera sammála honum? Að mínu mati eru þeir gjaldþrota, sem tekið hafa þjóðina í gíslingu og tala um um ESB og Evrur sem lausn á vanda þjóðar, sem virðist upp til hópa vera alvarlega veruleikafirrt.
Já, ég endurtek veruleikafirrt, því svo var farið í verslunarferð í nýja risaverslun, og það var eins og við manninn mælt, og Gylfi Zoëga hefur greinilega rétt fyrir sér, þjóðin er ekkert gjaldþrota. Við opnun nýju þursaverslunarinnar á Krepputorgi virtust þúsundir manna vera að eyða, eyða, eyða, eyða og eyða. Er þetta lúxuskreppa?
Það var loks ein góð frétt, svona til að bæta skapið eftir allt krepputalið og sigur KR í bikarnum. O.J. Simpson er loksins að fara í fangelsi. En hann er auðvitað líka veruleikafirrtur.
Þessi færsla var í boði Andy Rooneys, sem ekki skilur neitt í Íslendingum og leyfði mér því að nota blöðruhálskirtilsstíl sinn. Hann á 20 sparibauka, sem fólk hefur sent honum og hann hefur fyllt þá alla. Hann telur það vera þjóðráð fyrir Íslendinga að fylla sparibauka sína.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt 6.10.2008 kl. 06:59 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352110
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Auðvitað fórum við öll að kaupa í nýju búðunum. Verðum að klára krónurnar áður en þær brenna allar upp. Gera pláss fyrir evrurnar.
Aumasta skran er meira virði en krónur núna. Svo við kaupum og kaupum meðan eitthvað er til að kaupa. Við eigum fullt af góðum hlutum en krónan er ekki meðal þeirra. Krónan er orðin aumkunarvert skran. Það hefur gerst sem svartsýnismenn um framtíð krónunnar hafa spáð. Allir sem eiga þess kost hætta að nota hana. Fólkið treystir henni ekki. Fólkið forðast hana. Það er af fenginni reynslu. Fólkið er ekki fífl. Og svona er þetta. Ekkert öðruvísi.
Bið að heilsa Andy Rooney.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 10:35
Þurfum við ekki að taka þjóðina áfallahjálp. Eitthvað hefur farið úr böndunum, stór hluti fólksins í landinu er alltaf í búðum, alveg ótrúlegt. Það virðist ekki skipta máli hver staða þjóðarinnar er. Fólk er með búðarfíkn.
Var Sigurður Einarsson "sterkur" í barnaskóla ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.10.2008 kl. 22:38
"Við opnun nýju þursaverslunarinnar á Krepputorgi virtust þúsundir manna vera að eyða, eyða, eyða, eyða og eyða. Er þetta lúxuskreppa?"
Þegar krónan verður einskis virði, verður að eyða henni um leið og hún kemur í hús, það lærðum við þegar við vorum í Menntaskóla, Vilhjálmur. Það er nú einu sinni ekki hægt að éta fljótandi gengið - eða ylja sér við það þegar það fuðrar upp.
Nei, í alvöru, ég hef horft upp á fólk á barmi hungurs vegna skulda reykja út í eitt og rúnta á bílnum í kringum sjálft sig. Þegar fólk er svo skuldugt að það er sama hvað það tekur til bragðs, endar ná samt ekki saman, kemur yfir það einhverskonar klikkun og þá virðist það eingöngu höndla það sem hönd á festir.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:35
Jú, Carlos ég get vel skilið það sem þú segir. Ég sit auðvitað í rólegheitunum í Danmörku, en hef haldið í við mig vegna atvinnuleysis og annars mótgangs, lifað eftir efni og tók út síðustu peningana mína í Kaupþing-banka í apríl/maí, fyrir fyrsta verulega hrunið.
En, ég held samt að fólk hafi farið í verslunarferð að gömlum vana.
Guðrún, áfallahjálp er kannski nauðsynleg. En hér fyrr á öldum í hamförum, hjálpaði fólk hvert öðru ef það gat. Það verður líka gert nú. Íslendingar eru ekki nema ca. 300.000. Fiskur í sjónum, sauðir á landi, hiti í jörðinni, vatn í fossunum. Allt bruðl Ingibjargar Sólrúnar (sem ætti að segja af sér hið fyrsta), öll flottheit í byggingum og stofnanabruðli, hjálp til "þurfandi landa" verður hins vegar að hætta í að minnsta kosti 4-5 ár. Nokkrir bílasalar verða að fara á hausinn. Menn verða að láta sér nægja það sem þeir hafa nú.
Nei, Sigurður var ekki sterkur, en hann beitti bellibrögðum. Hann átti það til að slá menn á veika staði. Hann var ágætur í handboltanum sem unglingur, en þar sá maður líka hvers konar fauti hann var. Hann var meistari í því að bregða fyrir menn fæti án þess að dómarinn sæi nokkuð. Það gekk sú saga af honum að hann væri nískur. Fór með út í sjoppu til að sníkja og keypti aldrei neitt sjálfur. Annars var hann góður drengur, sem hjálpaði þeim sem lágu í valnum, og það gerir hann líklega líka nú, ef hann á eitthvað eftir.
Kristján, Evran á líka í vandræðum. Það er staðreynd. Staðreyndin er líka sú, að umsókn Íslendinga í ESB tekur tíma og jafnvel svo langan, að Íslendingar verða líklega komnir upp á kjölinn áður en það gerist.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.10.2008 kl. 04:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.