Leita í fréttum mbl.is

Danski veruleikaflóttinn og PET detectives

 
PET detective

 

PET eða Politiets Efterretningstjeneste, leynilöggan í Danmörku, sem varð til á rústum lögregluyfirvalds sem á stríðsárunum gekk of erinda nasista og sendi t.d. gyðinga og aðra flóttamenn í greipar þýsku morðmaskínunnar, er nú aftur farin að senda mikilvæg skilaboð til danskra stjórnvalda til að þjónkast einhverju öðru yfirvaldi. Samkvæmt PET ættu yfirvöld að vanda málfar sitt. Þetta er ekki spurning um að kunna danska mál-, og setningafræði. PET vill að yfirvöld noti ekki ákveðin orð.

Hvaða orð skyldu það nú vera? Jú, danskir spæjarar vilja ekki að yfirvöld noti orð eins og "jihad", "íslamismi", "öfgamenn (fundmentailster)" eða "Mujahedin". Ekki má heldur tala um "ilsamíska hryðjuverkamenn" eða "heilaga stíðsmenn" (hellige krigere/holy warriors) en mælt er með því að aðeins sé talað um "hryðjuverkamenn".  Salafaismi og Wahabismi eru líka orð sem dönskum yfirvöldum er sagt að varast.

Ætli megi segja "Búh"?

Þetta eru nú ráð sem Anja Dalgaard-Nielsen (f. 1972)  yfirmaður deildar hjá PET sem sér um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hryðjuverkum mælir með. Þessi málhreinsun og sniðganga orða á að varna því að múslímskir borgarar í Danmörku finnist þeir liggja undir grun! Svo telur Anja, sem upphaflega var sérfræðingur í málefnum Þýskalands eftir 1992, áður en hún hellti sér út í hryðjur, að maður gefi öfgamönnum vind undir vængi með því að nota orðanotkun þeirra sjálfra. Allan þennan fróðleik mé lesa í 8 bls. skýrslu sem heitir: "Sprogbrug og Terrorbekæmpelse".  Ekki sérstaklega gáfulegt, eins og flest sem frá þessari ljósku hefur komið. Að mínu mati hefur hún stundum troðið upp í sjónvarpi og talað um hluti sem hún veit ekkert meira um en þeir sem fara á internetið í hálftíma og slá upp einhverju sem rætt er um.

Hinn frábæri fræðimaður Mehdi Mozzafari, Írani á flótta, sem stjórnar Center for Forskning i Islamisme og Radikaliceringsprocesser við Árósarháskóla segir þetta um skýrsluna: "Það er hætta á því að maður loki augunum fyrir veruleikanum, ef maður getur ekki kallað Osama bin Laden íslamistískan hryðjuverkamann. Það stenst ekki. Íslamisminn þróaðist jú út úr Íslam".

Ráðherrar dönsku ríkisstjórnarinnar neita að svara spurningum um skýrsluna. Danski þjóðarflokkurinn (Dansk Folkeparti), hefur mælt með því að skýrslan verði dregin til baka og bloggarar og leiðaraskrifarar nokkurra blaða kalla þetta tilburði hugsunarlögreglu. Radikale Venstre, flokkur sem einna mest stundaði samstarf við nasista fyrir 60 árum, telur hins vegar að þetta sé hið besta mál.

Eru Danir nú allt í einu orðnir hræddir við að kalla "en spade for en spade". Lesið skýrslu PET hér . Ef þið hlægið ykkur máttlaus við lestur hennar eins og ég gerði, látið mig vita. Ef þið eruð sammála henni, þá stingið bara höfðinu í sandinn og bíðið eftir fyllingu tímans.

 

Strútar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er erfitt að lesa þennann texta PET, ekki vegna þess að hann sé beinlínis illa skrifaður eða þá það að hann sé á dönsku. Það er erfitt vegna þess að hann er svo firrtur veruleikanum að manni verður illt þegar maður hugsar til þess að svo illa gefið fólk eins og Anja Dalgaard-Nielsen komist til einhverra metorða í upplýstu samfélagi - og það sem verra er: hún er í stöðu til þess að ná til eyrna ráðamanna Danmerkur.

Hún reynir máttlítið og áhugalítið að slá ryki í augu lesandans með því að bera því fyrir sig að með því að forðast ákveðin orð geti fólk barist gegn íslamistum og hryðjuverkamönnum þeim tengdum, en afskaplega þyrfti maður að vera mikill afglapi til að trúa því.

Hér er á ferðinni ósmekklegur og ósæmilegur pólitískur rétttrúnaður (e. political correctness) sem kyndir ekki einungis undir þessum sósíópötum sem stunda hryðjuverk í nafni barnaníðingsins, heldur svertir þetta minningu allra þeirra sem látist hafa í slíkum árásum.

Þessi Anja Dalgaard-Nielsen ætti best skilið að vera kaghýdd á almannafæri fyrir að hafa prumpað þessari ritgerð úr iðrum sínum.

---

Þess ber að geta að undirritaður lítur á pólitískan rétttrúnað sem villutrú og stundar því ekki svoleiðis bull.

uni Gislason (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 17:44

2 identicon

Ég rak einmitt augun í tetta sama ... bý í DK eins og Vilhjálmur.   Ég skil alveg hugsunina á bak vid tessa hvatningu PET til ad breyta málfarinu. 

Ef endalaust er talad um jihad og islamska terrorista, tá taka allir islamskrar trúar tad til sín og samsama sig med teim sem er ásakadur.  Eins myndum vid gera ef talad væri um íslenska terrorista.  Tad er enginn hérbúandi Íslendingur sem ekki hefur turft ad standa í varnarrædum fyrir íslensku útrásina í DK ... alveg sama hvort vid erum henni medmælt eda ekki.  Allt í einu er madur ordinn partur af einhverju bandalagi sem madur hafdi engan áhuga á ad taka afstödu til.  Hid sama gerist hjá múslimum.

Svona ordbragd tjappar tví múslimum saman og eykur á adskilnad í samfélaginu. Og tad er ekki beinlínis tad sem vid turfum á ad halda. 

Svo mér finnst tillagan ekki svo galin.

Elfa (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband