Leita í fréttum mbl.is

Enn um hatrið á blogginu

Hatur

 

Hið ljóta andlit hatursins er fyrirbæri sem ég hef áhuga á. Hatur er ljótasta kennd mannsins fyrir utan systur þess öfundina. Allir hafa þessar kenndir en flestir kunna að stýra þeim. Aðrir nota þær við hentugleika en einstæka menn verða greinilega að bera á borð ólýsanlegt hatur sitt á hópum manna og trúarbrögðum. Hatrið gýs ekki sjaldan upp á blog.is og síðast í gær, þegar Baldur Fjölnisson sletti enn einu sinni svartagalli sínu á gyðinga.

Mín skoðun er sú, að þeir sem t.d. hata trúarbrögð og trúflokk á öfgafullan hátt hafi orðið einhvers á mis í æsku. Einhver hefur verið vondur við þetta fólk (oftast eru þetta karlar). Þeim finnst að gengið hafi verið á rétt þeirra gegnum tíðina, eitthvað hefur líka gerst í skólakerfinu með tilheyrandi sektartilfinningu; vinirnir hafa kannski uppnefnt þá eða móðir þeirra yfirgefið þá í æsku og gifst manni sem var vondur við þá; Fjölskyldan hefur jafnvel snúið við þeim baki og þeir ekki verið nefndir í minningargreininni um foreldrana. Hatrinu, sem er upplyfting þeirra frá samfélagslegri eymdinni, er síðan beint að öðrum hópi, gjarnan að hópi sem ekki getur varið sig eins vel og meirihlutinn, jafnvel að hópi sem ekki er til í þjóðfélagi svona manna.

Baldur Fjölnisson, sem er maður kominn vel yfir fimmtugt, heldur því fram í umræðu á bloggi sínu að Talmud gyðinga hvetji til barnaníðs. Þetta er ekki nein ný ásökun og á skylt við ásakanir í garð gyðinga á miðöldum um að þeir myrtu börn til að nota blóðið úr þeim í ósýrð brauð fyrir Páskahátíðina.

Baldur skrifar m.a.:

En aftur að þessu síonistahyski þá hafa almennir gyðingar í gegnum tíðina mikið reynt að fjarlægja sig þeim ruglanda og trúarofstæki enda Talmud, trúarbók þeirra, ógeðslegur viðbjóður sem engin leið er að lýsa og því getið þið ekki fundið hana á bókasafninu. Skólakerfið er einskis virði enda hver heimskinginn skipulega settur yfir rústun þess og ruslveiturnar eru heiladrepandi af sömu ástæðum og því halda flestir að munurinn á kristni og gyðingdómi sé á milli gamla og nýja testamentisins en því fer fjarri.

Þegar eftir þennan lestur er ljóst, að ofangreind greining mín er kannski ekki fjarri lagi.

Þegar hatursmenn gyðinga og Ísraelsríkis, eins og hann Baldur Fjölnisson, setur fram rök sín gegn gyðingum og trú þeirra, Ísraelsríki og zíonisma, og hann ásakar gyðinga um að dýrka barnaníð, vitnar hann í Justinas Bonaventura Pranaitis, litháískan prest (rómv. kaþ.) er starfaði um tíma sem prófessor í St. Pétursborg í byrjun síðustu aldar, þegar gyðingahatur var ein helsta dægradvöl lýðsins í Rússlandi. Þessi prestur birti árið 1892 rit sem hann kallaði Christianus in Talmude Iudaeorum, sem hefur reynst kynþáttahöturum, nasistum og nýnasistum mikil opinberun. Reyndar er það nú svo að Pranaitis þess sigldi undir fölsku flaggi sem prófessor í hebresku og Gamla Testamentisfræðum í St. Pétursborg. Hann kunni varla orð í  hebresku og þegar hann var kallaður sem vitni gegn gyðingnum Menahem Mendel Beilis, sem dæma átti fyrir að myrða ungan dreng til að nota blóð hans, kom í ljós að hvaða mann kirkjan hafði í röðum sínum. Pranaitis var afhjúpaður og hrökklaðist til Turkistan og dó. Beilis var sýknaður og settist að í Bandaríkjunum. 

Ég tel að hatur manna eins og hans Baldurs Fjölnissonar sé eitthvað aftan úr forneskju, þegar men notuðu steinverkfæri. Tæki eins og bloggið er ekki öruggt í höndum hans. Því miður er þetta leiðgjarna hatur sameiginleg dægradvöl ýmissa vinstri manna, öfgamanna á hægri vængnum sem og skoðanabræðra þeirra í mörgu, íslamístanna. Samkvæmt þessum hópum öfgamanna er gyðingurinn, gyðingdómurinn og Ísrael hættulegasti óvinur þeirra.

Gyðingahatur og hatur á gyðingdómi og öðrum trúarbrögðum varðar við íslensk hegningarlög og Baldur Fjölnisson hefur greinilega gerst brotlegur geng þeim lögum. Hann á ekkert erindi í siðmenntaðri umræðu þeirri sem alla jafnan fer fram hér á blogginu.

Rétt eftir miðnætti í gærkvöld klikkaði Baldur Fjölnisson svo aftur út í einhverju ofsóknarbrjálæði í færslu sem var svona:

Óeðlilegt að ég þurfi að liggja undir einelti bilaðs hyskis undir verndarvæng brenglaðs hyskis

Það leitar ávallt saman sem deilir sameiginlegum gildum viðhorfum, vinnubrögðum og hugmyndafræði. Það er augljóst.

Ég á ekki að þurfa að sitja undir einelti frá einhverju biluðu liði hérna og þegar liggur fyrir að þetta bilaða lið hefur lengi verið í sérstöku uppáhaldi hjá einhverju álíka brengluðu dóti sem sér um þetta blogg ja hvað á maður að halda. Það leitar að sjálfsögðu saman sem deilir sameiginlegri skítafýlu og viðhorfum. 

Maður gæti farið að ímynda sér að Morgunblaðið hafi haft samband við karlinn. Enginn hafði sagt neitt við hann í umræðunni þannig að vænta mátti þessarar yfirlýsingar.

Ég vona að Baldur Fjölnisson hugsi sinn gang. Ég leyfi mér hins vegar að mæla með því að hið hatramma blogg vinstri mannsins Baldurs Fjölnissonar verði lokað eins og blogg nasistans Johnnys. Ég veit ekki hvor þeirra þeirra er öfgakenndari. Baldur fer sér að voða á blogginu.

Hatred

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Afar athyglisvert og vel skrifað. Ég hef bara eina athugasemd. Ég tel varhugavert að kenna æskunni og uppeldi um hvernig fullorðið fólk hagar sér. Vissulega hefur æskan áhrif en bara ákveðið lengi og einhverjum tímapunkti hlýtur skynsemin að taka yfir.

kv. Gulli litli 

Gulli litli, 8.8.2008 kl. 10:33

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Varla eru gyðingar yfir gagnrýni hafnir frekar en aðrir. Þú ættir að benda á þá grein hegningarlaganna sem fjallar um bann við gyðingahatri. Tjáningarfrelsi manna eru þó takmörk sett. Það er einfaldlega ekki bannað að hata gyðinga, palestínubúa, múslima eða bara hvern sem er. Mennt verða bara að gæta tungu sinnar

Sigurður Sveinsson, 8.8.2008 kl. 10:53

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að ástæður mikils haturs séu flóknar og ekki megi gera of mikip úr erfiðri bernsku. Margir sem áttu hroðalega bersnku leggjast ekki í hatur. Er svo nokkur ástæða til að láta einhvern mesta rugludall bloggsins hleypa sér upp?   

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.8.2008 kl. 11:32

4 Smámynd: Snorri Bergz

Þú ert vísast ennþá með emailið hjá löggunni Villi? En ef til vill væri nær lagi að emaila á góðan geðlækni?

Snorri Bergz, 8.8.2008 kl. 14:35

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Máke kveður Baldur heldur sterkt að, en hann er að ráðast að samkrulli bronzaldartrúar og stjórnmála, sem Zionisminn er jú. Hættuleeg blanda. Ef hann fer með rangt mál um Talmúð, þá er einfaldast að hrekja það eins og gert er í öðru trúarbragðaþrátti hér.

Heilög hneykslan þín kemur annars algerlega fyrir skoðanaskipti rétt eins og hjá Hallelújaliðinu. Er það kannski mergurinn málsins að loka á slíkt og banna skoðair, sem ofbjóða þér?

Ekki skal ég vitna um hatur Baldurs á nokkrum manni, en mér finnst þú annars vera að kasta grjóti úr glerhúsi hér. Með fullri virðingu.  Það þarf ekki annað en a fletta hér niður bloggið hjá þér.

Vona að þú bannir mig ekki fyrir þá skoðun.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 19:11

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Myndin er annars góð og fellur vel að textanum.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 19:13

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil annars deila með þér skemmtilegri reynslu.  Ég skrifaði einhverjar athugasemdir á síðu Vina Tíbets, þar sem ég benti á að frelsisbaráttan mætti snúast um frjálsa lýðræðisríkið tíbet, en ekki að koma Lamanaum aftur að og steinrunnu trúræði hans, sem lagði ekki síður þjáninar á þá þjóð og bælingu. Ég var afar kurteis og dipló enda málið mér hugleikið.

Allar athugasemdir mínar voru strikaðar út og bara skilin eftir athugasemd Jennýar, sem var hjarta.

Ekki nóg með það. Ég er bannaður á síðu þeirra!

Skyldu þeir reka þetta á Kínversku módeli?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 19:36

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón, ef Jung gamli hefði fengið þig í meðferð, hefði hann ekki vitað sitt rjúkandi ráð. Ég held samt að þú sért nálægt Baldri Fjölnissyni smkv. tegundasálfræði Jungs. Þið eru andlega skyldir, þótt Baldur sé langt frá því  að vera eins fluggreindur og þú ert. Freud hefði haft afar gaman af þér.

Þú getur sjálfur vart þverfótað þig fyrir glerbrotum í húsum þínum (öllum bloggunum þínum), eins og þú stælir við trúað fólk og alla þá sem þú telur vera óæðri en þú vegna þess að þeir hafa ekki séð ljósið sem þú heldur þig vera búinn að sjá.  Ég skil ekkert þessa áráttu í þér. Þú segist vera svo umburðarlyndur, opinn og nútímalegur.

Hagaðu þér þá eftir því! Það er mjög ómerkileg hegðun að vera að gera lítið úr trúuðu fólki og trú heilla þjóða, eins og þú gerir næstum með heilögu trúarofstæki þínu.

Ég held eftir lengri athugun, að þú sért einnig haldinn Jew-envy. Dómur þinn yfir gyðingdómi og Talmud er sleggjudómur og þú munt vonandi uppgötva það áður en það er um seinan. Gerðu það fyrir mig að hætta þessari tvífeldni sem líka einkennir oft skrif þín.

Skoðanir sem varða við lög, skoðanir sem menn geta ekki hamið vegna haturs, fordóma og oflætingar, eiga venjulega ekki heima, þar sem menn eru að ræða hlutina vitsmunalega. Þú hefur margoft gert þig sekan um að vanvirða skoðanir annarra á mjög niðrandi hátt.

Við erum bara ekki öll komin eins langt og þú Jón Steinar. Þú verður að bíða eftir okkur, þessum vanþróuðu, vitlausu og einföldu, snillingurinn minn.

Slappaðu svo meira af! Lífið er meira en blogg.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2008 kl. 20:38

9 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Vilhjálmur þessi hatursáróður kemur frá satan, þetta eru opinberanir úr helvíti. Sjáðu bara "I am mad" foringjann í Íran, hinir sleikja síðan hrákana hans upp og kjamsa á þessu.

Guð  Abrahams, Ísaks og Jakobs blessi þig. Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 8.8.2008 kl. 20:41

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður Þór, þetta með æskuna var ekki alhæfing, aðeins tilraun til skýringar. Eyðilögð eða erfið æska hlýtur að hafa mjög slæm áhrif á fólk og hlýtur að gera því afar illt síðar á lífsleiðinni.

Besta vopnið gegn slíku óláni er að hefja sig upp úr því, ef það er mögulegt, og gleyma því liðna eða setja rækilega til hliðar, en það er ekki öllum kleift og þjóðfélagið leggst stundum á eitt að halda ólánsömu fólki í sama farinu.

Gulli litli er inni á því rétta.

Ég vona að Baldur Fjölnisson hati mig ekki of mikið fyrir að vaða svona yfir hann með sálfræðinni. Hatur hans fannst mér bara svo yfirgengilegt að ég varð að ræða um það. Ekki býst ég við því að hann taki sönsum, því hann er andlega skyldur Jóni Steinari. Þetta eru menn með skoðanir sem vilja fyrir alla muni koma þeim yfir á aðra. Predíkarar, já ekta trúmenn, sem samt hatast út í trú annarra.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2008 kl. 20:51

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ, Villi. Hvað á maður að gera. Hér ligg ég heima í glerbrotunum með hita og hef fátt annað að gera.  Einhver verður að sjá um að klappa kettinum rangsælis, annars lærir hann ekki að meta réttsælisklappið er það?

Aldrei hef ég sagst umburðarlyndur. Umburðarlyndi er ekki skilyrðalaust.  Mér finnst það t.d. abnormal að skoðanir varði við lög. Sumar athafnir ættu að gera það, en skoðunum er ekki hægt að slökkva á með valdi. Skoðanir á að ræða og setja niður með rökræðu. Annað er bara ómur frá miðöldum. Elur á biturð og enn svæsnari ranghumyndum og samsæriskenningum, eins og þú verður kannski var við.

Skoðanir eru flíkur og umræðan mátunarklefi. Fólk getur skipt um skoðun, ef þú sýnir þeim fram á að þær klæði það ekki eða séu bara lummó.

Annars hefði ég viljað fá Freud og Jung á bekkinn hjá mér. Það voru nú menn, sem kynokuðu sér ekki við að hrapa að ályktunum, sem síðar hafa verið höndlaðar sem staðreyndir öllum til ógagns.

En...what the heck.

Takk fyrir mæringuna. Manni líður strax betur.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 21:11

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Aðalbjörn, blessun sé mér þér líka. Sá sem ekki skammast sín fyrir stuðninginn við Ísrael er Aðalbjörn, Dov Dovim.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.8.2008 kl. 21:25

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars varðandi trúleysi mitt og óþreytandi áhuga mínum á að skýra það, þá er ekkert hatur í mínu brjósti gagnvart trúuðu fólki, en ég vil absolútt láta það vita að það er önnur og máske vitrænni nálgun við málið. 

 Þú gætir jafnvel verið sammála mér ef þú hugleiðir Kristin evangelísk heimsendakölt, sem hlakka yfir undirgangi Ísraels, byggingu musterisins og endureyðingu þess, sem á að vera svona forboði endurkomu teiknimyndapersónunar Jesú. Þar sjá menn silfurlíningu í kjarnorkusveppnum og vilja endilega ýta Ísraelsmönnum út í það forað. Þið sjáið kannski úlfinn þann í sauðagærunni.

Annars ætla ég ekki að fara að þvarga um þetta við þig. Ég ber allavega virðingu fyrir þér sem persónu, þótt oft finnist mér þú missa þig í hita leiksins, svo erfitt er að sjá markmiðið með upphlaupinu.

Ég læt vitnisburð Kristna Zíonistans, með umskorna hjartað, standa sem vegvísi hér að því, sem mér hugnast illa í þessu samhengi. Fáfræði, veruleikafirring og mannfyrirlitning, með dassi af meglómaníu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.8.2008 kl. 21:28

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég sagði nú reyndar ekki að þú væri með alhæfingar. En ég er að meina það að oft er alltof mikið gert úr áhrifum  bernskureynslu þegar menn eru vondir og andstyggilegir. Erfið reynsla getur sannarlega staðið mönnum fyrir þrifum á annan hátt en að hún komi út í hatri þó það geti auðvitað líka gerrst. Þú talar um Freud. Ég held með honum að það sé mjög vont að "gleyma" erfiðum hlutum úr bernskunni. Það er einmitt það versta sem hægt er að gera. Menn verða að vinna sig frá henni á einhvern hátt og það tekst sumum. En nú erum við komnir út í aðra pælingu en þú lagðir upp með - en merkilega samt. Ef ég má hafa auðmjúka skoðun á því finnst mér  þið Jón Steinar vera keimlíkir um ýmislegt: báðir mjög afdráttarlausir í skoðunum og með ríka réttlætiskennd - já, og báðir jafn bandbrjálaðir!!   

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.8.2008 kl. 23:45

15 Smámynd: Beturvitringur

Hatur (annarra?) er hættulegt ef það nær að smita út frá sér, s.s. mann sjálfan.

Þekki ekki umræddan - BF - en sé umsögn um hann rétt, fæ ég ekki séð að hann sé margra orða virði, hvað þá rafrænna síðna virði.

Slíkir "dómarar" dæma sig oftast sjálfir og það hart.

Besta "hegningin" á rotna hausa, hugsun þeirra og framreiðslu hennar.... er að HUNDSA þá. Ekki gera þeim það til geðs að hugsa um þá, skrifa, býsnast eða á nokkurn hátt hleypa þeim inn í eigin huga.

Beturvitringur, 9.8.2008 kl. 03:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband