Leita í fréttum mbl.is

Ofsunginn fangi eigin hugsjóna

 
Fangi eigin hugsjóna

 

Alekandr Solzhenitsyn geispaði golunni í síðustu viku. Hann var hermaður sem lenti í fangabúðum þeirrar skítahugsjónar sem hann barðist fyrir. Hann var nefnilega upphaflega Lenínisti. Athugið það gott fólk, að vera Lenínisti var alla tíð miklu fínna, betra og göfugra en að vera Stalínisti. En fórnalömbin fundu nú víst engan mun.

Solzhenitsyn, sem átti þýskættaða mömmu, lenti í Gúlaginu vegna þess að hann talaði óbeint og illa um skeggið á yfirmanni sínum, Stalín, í bréfum til vinar síns. Eða var það vegna þess að móðir hans hét Scherbach? Þegar hann losnaði úr Gúlaginu, sem var ekki öllum hetjum kleift, var hann ekki lengur hermaður, heldur skrifandi herforingi. Hann gangrýndi og gagnrýndi þangað til hann fékk Nóbelinn. Gagnrýni er góð, líka á bloggi.

Solzhenitzyn var, eins og allir góðir rússneskir pólitíkusar fyrr og síðar, meistari í að misnota veikleika annarra. Þegar hann var sendur í útlegðina var hann happafengur fyrir BNA Kaldastríðsins. Fólk féll flatt fyrir honum á Vesturlöndum um leið og hann hataði skeggleysið á Frelsisgyðjunni og önnur vestræn gildi. Hetja varð hann að lokum hjá glæponunum sem tóku við Sovétinu þegar það varð að fyrirtæki í eigu fyrrverandi KGB foringja. Í ríki þeirra leið honum vel þangað til heilinn gaf sig fyrir fullt og allt síðastliðinn laugardag.

Helsta iðja Solzhenitzyns eftir hann sneri aftur til heimalands síns, var að skrifa tvo doðranta um gyðinga og meint illvirki þeirra gagnvart rússnesku þjóðinni síðastliðin 200 ár. Ekki var það neitt sem kom á óvart. Hann hafði fyrir utan að tala um skegg Stalíns í bréfum til vinar síns, kallað Jósef "balabos", sem er lánsorð í jiddísku, sem notað var um "stjóra" og yfirmenn gyðinga á meðal. Í þessum verkum, sem aldrei voru gefin út á ensku, sýndi þetta Nóbelmenni, hvernig hann að hentugleika vinsaði úr sögunni eitt og annað til að framreiða hreinræktað hatur sitt og sjúklega öfund á gyðingum. Þetta gerði hann að eigin sögn með réttlætingu Guðs, því nú var hann ekki lengur herforingi gangrýninnar, heldur þess í stað krýndur patríarki hjá Guði almáttugum Rétttrúnaðarkirkjunnar rússnesku, sem ekki faldi gyðingahatur sitt frekar en fyrri daginn.

Ekkert af þjóðarbrotum Rússnesku víðáttunnar þurfti að líða eins mikið fyrir duttlunga Keisara, Kósakka, preláta, morðingja og þjófa Risaveldisins. Allir kenndu þeir gyðingum um. Aleksandr Solzhenitsyn, hinn mikli andhófsmaður, kórónaði sögu gyðingahaturs Rússa með bókum sínum. Í dag búa enn þúsundir gyðinga í Rússlandi og fyrrverandi sovétríkjum og eru ofsóttir af æ stærri skara nasista og harðlínu-Pútínista. Rússneskir nasistar kenna, eins og sönnum lítilmennum sæmir, öðrum en sjálfum sér um ófarir þjóðar sinnar. Gyðingar eru hentugir til þess. 

Það er alltaf auðveldast að kenna öðrum um, eins og þeir vita sem kenna erlendum spekúlöntum um ófarir íslenskrar ómenningar í efnahagsmálum.

Gott dæmi um hve mikill og agaður hermaður og trúmaður Sozhenitsyn var, sést á því að þegar hann var aftur komin til ættjarðarinnar ásakaði hann gjarnan NATO um að reyna að knésetja Rússland. Hann hataði Vesturlönd og frelsi þeirra jafnvel meira en þá ógnarstjórn sem tók hans eigið frelsi frá honum og sendi hann í Gúlagið  og útlegðina.

Aleksandr Solzhenizyn var skrítinn og sorglegur maður sem ég ætla mér ekki að lofsyngja með öllum hinum. Ég sé enga ástæðu til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sumum virðist ganga ver að hrista af sér hlekki uppeldis, menningar og þjóðenrnis en öðrum. Ætli Alekandr Solzhenitsyn sé ekki eins og hinn dæmigerði (og þar með ófundni) Íslendingu í þeim efnum? Með heimþrá erlendis, og með allt á hornum sér heima?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:01

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Alltaf gaman þegar einhver sér "mikilmenni" sem lítilmenni! Vanahugsun er verst!.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Gulli litli

Fródlegt...

Gulli litli, 6.8.2008 kl. 20:40

4 identicon

Nýlega las ég að 300 Gyðingar eru drepnir hatursglæpum í Rússlandi á ári. Það er, Gyðinga sem ráðist er á vegna uppruna þeirra eingöngu.

Jakob (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband