6.8.2008 | 06:00
Ofsunginn fangi eigin hugsjóna
Alekandr Solzhenitsyn geispaði golunni í síðustu viku. Hann var hermaður sem lenti í fangabúðum þeirrar skítahugsjónar sem hann barðist fyrir. Hann var nefnilega upphaflega Lenínisti. Athugið það gott fólk, að vera Lenínisti var alla tíð miklu fínna, betra og göfugra en að vera Stalínisti. En fórnalömbin fundu nú víst engan mun.
Solzhenitsyn, sem átti þýskættaða mömmu, lenti í Gúlaginu vegna þess að hann talaði óbeint og illa um skeggið á yfirmanni sínum, Stalín, í bréfum til vinar síns. Eða var það vegna þess að móðir hans hét Scherbach? Þegar hann losnaði úr Gúlaginu, sem var ekki öllum hetjum kleift, var hann ekki lengur hermaður, heldur skrifandi herforingi. Hann gangrýndi og gagnrýndi þangað til hann fékk Nóbelinn. Gagnrýni er góð, líka á bloggi.
Solzhenitzyn var, eins og allir góðir rússneskir pólitíkusar fyrr og síðar, meistari í að misnota veikleika annarra. Þegar hann var sendur í útlegðina var hann happafengur fyrir BNA Kaldastríðsins. Fólk féll flatt fyrir honum á Vesturlöndum um leið og hann hataði skeggleysið á Frelsisgyðjunni og önnur vestræn gildi. Hetja varð hann að lokum hjá glæponunum sem tóku við Sovétinu þegar það varð að fyrirtæki í eigu fyrrverandi KGB foringja. Í ríki þeirra leið honum vel þangað til heilinn gaf sig fyrir fullt og allt síðastliðinn laugardag.
Helsta iðja Solzhenitzyns eftir hann sneri aftur til heimalands síns, var að skrifa tvo doðranta um gyðinga og meint illvirki þeirra gagnvart rússnesku þjóðinni síðastliðin 200 ár. Ekki var það neitt sem kom á óvart. Hann hafði fyrir utan að tala um skegg Stalíns í bréfum til vinar síns, kallað Jósef "balabos", sem er lánsorð í jiddísku, sem notað var um "stjóra" og yfirmenn gyðinga á meðal. Í þessum verkum, sem aldrei voru gefin út á ensku, sýndi þetta Nóbelmenni, hvernig hann að hentugleika vinsaði úr sögunni eitt og annað til að framreiða hreinræktað hatur sitt og sjúklega öfund á gyðingum. Þetta gerði hann að eigin sögn með réttlætingu Guðs, því nú var hann ekki lengur herforingi gangrýninnar, heldur þess í stað krýndur patríarki hjá Guði almáttugum Rétttrúnaðarkirkjunnar rússnesku, sem ekki faldi gyðingahatur sitt frekar en fyrri daginn.
Ekkert af þjóðarbrotum Rússnesku víðáttunnar þurfti að líða eins mikið fyrir duttlunga Keisara, Kósakka, preláta, morðingja og þjófa Risaveldisins. Allir kenndu þeir gyðingum um. Aleksandr Solzhenitsyn, hinn mikli andhófsmaður, kórónaði sögu gyðingahaturs Rússa með bókum sínum. Í dag búa enn þúsundir gyðinga í Rússlandi og fyrrverandi sovétríkjum og eru ofsóttir af æ stærri skara nasista og harðlínu-Pútínista. Rússneskir nasistar kenna, eins og sönnum lítilmennum sæmir, öðrum en sjálfum sér um ófarir þjóðar sinnar. Gyðingar eru hentugir til þess.
Það er alltaf auðveldast að kenna öðrum um, eins og þeir vita sem kenna erlendum spekúlöntum um ófarir íslenskrar ómenningar í efnahagsmálum.
Gott dæmi um hve mikill og agaður hermaður og trúmaður Sozhenitsyn var, sést á því að þegar hann var aftur komin til ættjarðarinnar ásakaði hann gjarnan NATO um að reyna að knésetja Rússland. Hann hataði Vesturlönd og frelsi þeirra jafnvel meira en þá ógnarstjórn sem tók hans eigið frelsi frá honum og sendi hann í Gúlagið og útlegðina.
Aleksandr Solzhenizyn var skrítinn og sorglegur maður sem ég ætla mér ekki að lofsyngja með öllum hinum. Ég sé enga ástæðu til þess.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 7.8.2008 kl. 05:28 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sumum virðist ganga ver að hrista af sér hlekki uppeldis, menningar og þjóðenrnis en öðrum. Ætli Alekandr Solzhenitsyn sé ekki eins og hinn dæmigerði (og þar með ófundni) Íslendingu í þeim efnum? Með heimþrá erlendis, og með allt á hornum sér heima?
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:01
Alltaf gaman þegar einhver sér "mikilmenni" sem lítilmenni! Vanahugsun er verst!.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.8.2008 kl. 15:46
Fródlegt...
Gulli litli, 6.8.2008 kl. 20:40
Nýlega las ég að 300 Gyðingar eru drepnir hatursglæpum í Rússlandi á ári. Það er, Gyðinga sem ráðist er á vegna uppruna þeirra eingöngu.
Jakob (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.