1.7.2008 | 15:50
Ljóshærði drengurinn frá Haifa
Asaf Zur var ósköp venjulegur ísraelskur unglingsstrákur, langur sláni sem hafði áhuga á sjóbrettum, íþróttum, ferðalögum, partíum og stelpum. Hann var ljóshærður, sem er ekki algengasti háraliturinn í Ísrael. Vinir hans kölluðu hann þess vegna Blondi. Það var líf í þessum dreng.
5. mars árið 2003 rann blóð um hár Asafs, þar sem hann lá líflaus í braki strætisvagns í Haifa. Hann varð aðeins 17 ára. 17 aðrir voru myrtir í þessari fólskulegu árás á saklaust fólk. Því réð ein af þessum rómuðu frelsishetjum frá Palestínu, sem eiga fullt af stuðningsmönnum á Íslandi. Eftir sátu unnusta Asafs, móðir hans Lea, faðir hans Yossi, og bróðir hans Almog sem var aðeins var 7 ára þegar hann missti bróður sinn.
Þessi auma lýsing mín á lífi og örlögum Asaf Zur er hægt að endursegja um hundruð annarra fórnarlamba raggeitanna, sem drepa saklaust fólk, vegna þess að þessir hryðjuverkamenn vilja stofna ríki á ísraelskri jörð, þar sem þeir ætla sér að troða mannréttindum og lýðræði fótum líkt og venjan er í flestum ríkjum sem umlykja Ísrael.
Fjölskylda Asafs kemst aldrei yfir missinn. Faðir hans vill ekki að neinn gleymi syni sínum og ég leyfi mér að minna Íslendinga á Asaf með honum. Ef Asaf hefði lifað, hefði hann ferðast um heiminn að lokinni herskyldu eins og margir jafnaldrar hans frá Ísrael. Faðir Asafs langar til að Asafs verði minnst á eins mörgum stöðum og mögulegt er.
Pabbi Asafs biður alla sem vettlingi geta valdið um að prenta mynd af syni sínum og taka svo mynd af sér og/eða fjölskyldunni með myndina af Asaf; Líka að taka mynd af sér og myndinni hvar maður er staddur í heiminum, t.d. á Þingvöllum, Geysi og Gullfoss. Faðir Asafs vill gjarna fá myndirnar sendar og mun safna þeim öllum saman og birtir þær á minningarsíðu Asafs.
Þetta gæti allt eins hafa verið sonur ÞINN, og þinn og þinn.......
Hér er hægt að nálgast myndina af Asaf og upplýsingar um það sem gera skal og hér fyrir neðan skýrir faðir Asafs fyrir ykkur hvað þið getið gert.
Meginflokkur: Kynning | Aukaflokkar: Gyðingdómur, Helförin, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 1352296
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Svona árásir á saklaust fólk eru ömurlegar. Þetta er sorglegt.
Svartagall, 1.7.2008 kl. 20:48
Sæll, Og ég.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 1.7.2008 kl. 22:59
Þyngra en tárum taki að lesa bæði innleggið og lista yfir alla óbreytta borgara sem hafa verið myrtir með köldu blóði. Heilar fjölskyldur eða því sem næst drepnar, slíkt minnir óhugnanlega á lista yfir fórnarlömb nazista. Furðar nokkurn á að ísraelar byggðu aðskilnaðar”múrinn”?
Hamas og Hizbolla eiga margt sameiginlegt með nazistum. Áhangendur þeirra vilja útrýma Gyðingum af því þeir eru eimitt - Gyðingar.
S.H. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:51
Ísraelar lærðu vel af nasistum.
Auðvitað er morð á saklausu fólki sorgleg. En það má ekki gleyma því að Ísraelar eru líka hryðjuverkamenn.
Eftir seinna stríð fengu þeir land til að búa á og þökkuðu fyrir sig með því að ráðast inn á land palestínumanna á 7. árastugnum og hafa æ síðan verið að taka undir sig meira og meira land. Svoleiðis aðferðir þekkjast ekki í hinum siðmentaða heimi lengur.
Þeir sem kalla sig kristna menn gleyma stundum kærleiksboðorðunum sem eru í Biflíunni og telja það réttlætanlegt að ísraelar gjaldi auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 11:28
Það er rétt að þetta var óafsakanlegt hryðjuverk og engin leið að réttlæta það. Það breytir samt engu um það að Ísraelsher hefur drepið miklu fleiri araba heldur en þann fjölda Ísraelsmanna sem fallið hefur fyrir hendi arabískra hryðjuverkamanna. Ísrael viðheldur ástandinu á Vesturbakkanum og Gaza með því að halda þessum svæðum í algjörri herkví (atvinnuleysi er 70% og aðgengi að brýnustu nauðsynjum, t.d. vatni, mjög takmarkað, þetta tryggir öfgamönnum fylgi því enginn getur snúið sér neitt annað). Það hefði allt eins verið hægt að nefna dæmi um börn skotin af ísraelskum leyniskyttum til þess að sýna fram á grimmd ísraelskra ráðamanna. Ísrael hefur þverbrotið alþjóðalög með því að leyfa ekki hundruðum þúsunda arabískra flóttamanna að snúa aftur til heimila sinna eftir sex daga stríðið 1967. Þeir halda fast í þýfið. Hvernig réttlætir þú til dæmis landnemabyggðirnar á hernámssvæðunum sem eru þannig til orðnar að ísraelskir gyðingar ræna fasteignum og landi af aröbum með ofbeldi og setjast þar að, undir verndarvæng ísraelska hersins. Ísraelska ríkið hefur (með nánast skilyrðislausum stuðningi Bandaríkjanna) gert meira en nokkur annar til þess að skapa Palestínuvandamálið. Ef líkja á atburðum á þessu svæði við ríki nasista þá hlýtur analógían að vera fyrst og fremst milli Þriðja ríkisins og Ísraelsríkis (þó sú líking sé mjög ófullkomin) enda í báðum tilfellum um að ástand þar sem ríkisvald beitir varnarlítinn hóp rasísku ofbeldi. Palestínumenn hafa varla nokkuð ríkisvald til þess að tala um og þar með er getan til þess að skipuleggja og framkvæma grimmdarverk margfalt minni en hjá öflugasta herveldi í Mið-Austurlöndum.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 14:59
Þorgeir Ragnarsson, ég tek þetta hatursskítkast þannig að þú viljir ekki verða við ósk föður Asafs, vegna þess að þú telur Ísraelsmenn nasista, sem eru að fremja helför á Palestínumönnum.
Þú er stór strákur og tilfinninganæmur, en þú rökræðir eins og krakki í sandkassa og veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala.
Styddu bara í staðinn palestínska forelda, sem hafa sett sprengjubelti á barn sitt. Láttu taka mynd af þér með mynd sjálfsmorðssprengjuunglingi ef það fullnægir réttlætiskennd þinni.
Samlíking þín á Ísraelsríki og böðlum gyðinga, sem fjölmargir Íslendingar studdu líka á sínum tíma, eins og þú veist, sýnir þína manngerð.
Það voru gyðingar sem voru ofsóttir í gegnum aldirnar af múslímum. Það var múftínn í Jerúsalem sem gerði bandalag við Hitler gegn sameiginlegum fjandmanni.
Þú heldur því fram að Palestínumenn megi ekki búa í Ísrael og að Ísrael sé ekki til. Ísrael er til en gyðingar mega ekki búa í Palestínu og eru hataðir af þér, öfgamúslímum og nasistum. Það segir mér allt sem ég þarf að vita um þig.
Leyniskytturnar sem þú tala um eru hermann og börnin sem þeir hafa því miður orðið að bana hafa verið notuð af hryðjuverkamönnum (þú lest frelsishetjum) Palestínu. Börn hafa verið send með sprengjur til Ísrael til að fremja sjálfsmorð. Ef þú styður slíkt kenni ég í brjósti um þig.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.7.2008 kl. 16:46
Og svo var fólk að mótmæla því að Ísraels menn reistu múrinn á sínum tíma til þess eins að fá að lifa í friði frá svona möðkum sem skriðu inn um saklaust á veitingastöðum og í strætisvagna og sprengdu sig svo í loft upp.
Reyndar hefur mér fundist sum svokölluð mannréttindasamtök vera meira umhugað um réttindi fjöldamorðingja og glæpamanna í fangelsum en réttindi fólks til að fá að lifa í friði fyrir þeim.
Með glöðu gleði skal ég leggja mitt af mörkum svo Asaf gleymist ekki.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:43
Svona árásir eiga eftir að aukast á komandi áratugum um allan heim á meðan fjölmiðlarnir víðast hvar bregðast algjörlega hlutverki sínu og Bandaríska og Breska elítan sýgur Arabíska olíuspenann.
Við þurfum ekki annað en að líta á suma bloggarana hér á Moggabloggi í dag í algjöru rugli út af Heiðursmorðunum á Danskri stúlku í Pakistan. Það er allt afsakað af halelújakór fjölmenningarsinnanna.
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 21:19
Sæll Vilhjálmur. Ég mun prenta út myndina af Asaf og taka aðra fyrir pabba hans. Það að viðhalda minningu hans sem myrtur var af þessum hryðjuverkamönnum er sjálfsagt.
Kveðja Sif
Sif Gylfadóttir, 2.7.2008 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.