10.6.2008 | 19:40
Bless Johnny
Leiðinlegur skratti, sem kallaði sig "Johnny Rebel", hefur nú verið fjarlægður af stjórnarmönnum bloggsins eftir að þeir höfðu samband við lögmann sinn, enda voru skrif hans brot á 233. grein a í hegningarlögum nr. 19/1940, aukinheldur sem þau voru brot á reglum blog.is.
Johnny þessi, sem setti fram nasistaáróður í sífellu, en átti samt bloggvini meðal frelsuðustu vinstri manna á blogginu, sem höfðu sameiginlegar skoðanir á málefnum Miðausturlanda. Gyðingar og Ísraelsmenn voru líka verstu óvinir "nýnasistans" Johnny, sem mig grunar nú frekast að sé vinstrimaður.
Í einni af síðustu færslum Johnnys útúðaði hann Barack Obama fyrir að sýna Ísraelsríki stuðning. Annar bloggari kallaði hann "litla" og utanríkisráðherra Bandaríkjanna var kölluð "skjáta". Gyðingum var kennt um allt annað sem miður fer.
Ég blandaði mér í umræðuna, eins og ég gerði t.d. líka hjá Jóhannesi Ragnarssyni sem einnig hafði brugðist illa við frétt Morgunblaðsins um Obama og Ísrael. Meðan að kommar æstu sig yfir Obama og mér hjá Jóhannesi í Ólafsvík, kom einhver Skúli, sem felur sig á bak við IP-tölu, við hjá Johnny Rebel og skrifaði m.a.:
"Þú ert ágætur, Villi littli, og einhvern tímann munu hendur mínar umlykkja þig
Skúli (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 21:35 "
Hvað hótunina frá "Skúla" varðar þá er hann falinn á bak við IP-tölu og samkvæmt nýlegum dómi Hæstaréttar gæti reynst erfitt að fá það upp gefið hver sé með þá IP-tölu eða hafi verið með hana þegar þessi hótun var skrifuð enda þarf víst dómsúrskurð til.
En sjúkleikinn hjá sumum hér á blogginu er greinilega kominn á alvarlegt stig. Kannski svo alvarlegt, að dómskerfið og lögregluyfirvöld ættu að fara að hafa eftirlit með verstu vitleysingunum og þeim sem lýsa yfir stuðningi við hryðjuverkasamtök.
Ég hef oft skrifað það, og endurtek það hér, að margt er líkt með frændum. Kommar og nasistar hafa ákveðin gildi og skoðanir sem falla vel saman. Við getum öll lifað vel án þessara gilda, sem aðeins hafa leitt af sér dauða og hörmungar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352580
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Mér er reyndar löngu nóg boðið með lofsöng um Ísrael, kristnir alveg lofa dæmið í bak og fyrir bara vegna þess að áróðursrit gyðinga sagði að guddi hafi gefið þeim landið og að þeir væru bestir.
Ég sé litla von á lausn á þessu svæði þegar 2 hópar manna með sitthvora bókina berjast eins og vitleysingar út og suður... þetta er trúarbókastríð hjá þessu liði öllu saman.
Þessir hópar verða að fara að þroskast og henda gömlum ævintýrum, þá fyrst mun eitthvað vitrænt gerast
DoctorE (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 19:50
Það hafa allir rétt á sinni skoðun sama hversu heimskuleg manni kann að finnast hún. Það versta sem hægt er að gera er að koma umræðunni neðanjarðar miklu betra að hafa hana ofanjarðar.
Ef einhver er að verja slæman málstað þá er euðvelt að hrekja hann með rökum.
Skattborgari, 10.6.2008 kl. 20:06
"Skattborgari" með andlit Osómans.
Það var einmitt Skattborgari sem var einn besti bloggvinur Johnny heitins Rebels og alveg sammála honum í gyðingahatrinu.
Þið félagar voruð, eruð og verðið alltaf neðanjarðar. Haldið ykkur þar, helvítis nafnleysingjar og bleyður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2008 kl. 20:25
Hvað kemur myndin sem ég er með málinu við? Er ekki betra að hafa umræðuna ofanjarðar þar sem er hægt að benda okkur á hversu vitlaus skoðun okkar er?
Skattborgari, 10.6.2008 kl. 20:32
DoctorE, þú ert fyrir löngu búinn að sýna að þekking þín á stöðunni í Miðausturlöndum er nær engin.
Trú er ekki aðalatriðið í deilum fyrir botni Miðjarðarhafs. Trú bætir ekki málin, en trú er svo sannarlega hægt að misnota, eins og þú misnotar oft staðreyndir.
Hatur er mesta vandamál mannsins og Miðausturlanda. Fólk eins og "Skúli" vinur Johnnys og aðrir huldumenn á Íslandi eru einnig fullir af hatri og hafa þeir ekki sótt það í Biblíur eða Kórana.
Vasi eins stærsta vasaheimspekings Íslands, DoktorsE, er bæði lítill og götóttur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2008 kl. 20:33
Skattborgari, sýndu hið rétta andlit öfgamannsins og segðu okkur hver þú ert. Ertu háskólamenntaður eða bara lélegt skáld? Um daginn hélt ég að þú værir geðklofi.
Ég er lítið gefinn fyrir að deila við "menn" sem ekki geta sagt til nafns og þurfa að fela sig á bak við mynd af einum versta ofbeldismanni nútímans. Farðu nú aftur niður í holuna þína og haltu þig þar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2008 kl. 20:37
Vilhjálmur hvaða rétt hefur þú til að hafa þínar skoðanir og halda þeim frammi? Er það vegna þess að þær eru réttar? Það er örugglega hægt að finna fjölfa fólks sem er ósammála þér. Það telur sig hafa rétt fyrir sér og þú rangt. Eru þínar skoðanir þá ekki orðnar rangar?
Hver á að ákveða hvaða skoðun er rétt og hver röng?
Þú, frændi þinn, ég? Ég verð að afþakka því að ég er þess ekki umkominn að segja að einhverjar skoðanir séu rangar þótt ég sé í hjarta mínu algerlega ósammála þeim.
Mál- og ritfrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis. Hvernig á að framkvæma þetta frelsi án frelsis? Með boðum og bönnum? Með ritstýringu, með því að fjarlægja verk manna falli þau ekki einhverjum í geð?
Enginn er ég aðdáandi nasisma, fasisma, síonisma eða hvað þeir heita nú allir þessir sora ismar en þetta eru skoðanir rétt eins og mínar og jafnréttháar hversu ógeðfelldar þær kunna að þykja.
Ert þú ekki að setja þig á sama plan og J.R. með því að fagna brotthvarfi hans, eða hefur þú kannski alltaf verið þar?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2008 kl. 20:44
Axel, eins og þú kem ég fram undir nafni og mynd. Hef ekkert að fela og hóta ekki mönnum lífláti eins og Johnny Rebel og vinir hans.
Finnst þér í lagi að fá líflátshótanir á bloggi einhvers nýnasista?
Mér finnst heldur ógeðfellt hvernig þú telur upp nasisma, fasisma og síonisma. Þú, sem kallar sjálfan þig krata! Kratar byggðu upp Ísrael með síonisma og "kratar" í Ísrael myndu varla trúa því að þú værir krati.
Þú mátt vera krati mín vegna, en þú ert ekki lýðræðissinni ef þú telur allt í lagi að halda úti síðu eins og "Johnny Rebel", þar sem t.d. mér var hótað hengingu.
Nýlega var hér bannaður maður, sem heitir Skúli Skúlason, vegna þess að hann hafði of beittar skoðanir á Íslam. Fólk eins og JR og vinir hans, sem vilja myrða landsmenn sína eru ekki í húsum hæfir og það ætti "krati" að skilja. En fólk sem telur allt í lagi að myrt sé í nafni Íslam og fá klígju ef menn skrifa um það, finnst örugglega allt í lagi að Íslendingum sé hótað hengingu á opinberum miðli af sjúklingi sem kallar sig Johnny Rebel.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2008 kl. 21:08
Þessi Rebel var mjög iðinn við kolann. Hann birtist sífellt og virkaði mikill besservisser. Hann er einn af þessum lélegum bloggurum sem koma ekki fram undir nafni. Það einkennir líka marga þeirra að þaðan kemur mesti hroðinn.
Ég tel það ekki vera í anda tjáningarfrelsis að misnota það með skotum úr launsátri.
Um þetta erum við kanski sammála Vilhjálmur.
Skúli kom fram undir nafni - en var með leiðinda slagsíðu. Var hann ekki stoppaður af vegna þess að hann var kominn með annan fótinn vitleysu megin við lögin?
Hjálmtýr V Heiðdal, 10.6.2008 kl. 23:04
Ég er sammála að menn eiga að skrifa undir nafni.
Þó ég sé krati skrifa ég ekki upp á það sem "kratar" í Ísrael gera. Á ég að sjá morð framið af krata öðrum augum en fasista? Ég samþykki ekki ofbeldi, morð hryðjuverk o.s.f.v. sama hver framkvæmir þau. Það er engin munur á sjálfsmorðssprengju araba í verslunarhverfum í Ísrael eða sprengjum kastað úr Ísraelskum flugvélum á íbúa Palestínu. Þú hefur væntanlega aðra skoðun á því og ekki unt að banna þér það.
"Þú ert ágætur, Villi littli, og einhvern tímann munu hendur mínar umlykkja þig".
Er þetta líflátshótun? Mér finnst þetta frekar vera yfirlýsing um faðmlag.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.6.2008 kl. 23:11
Sorry þótt ég var algjörlega ósammála Rebel(sérstkalega þar sem ég er pro-israel)á hann rétt á sínum skoðunum.
Alexander Kristófer Gústafsson, 10.6.2008 kl. 23:26
Sæll Hjálmtýr, ég veit ekki alveg af hverju Skúli Skúlason var bannaður. Ég tel þó ekki að hann hafi verið með morðhótanir eða síða hans hafi verið notuð til þess.
Axel, samhengisins vegna var ekki hægt að misskilja það sem "Skúli" (er ég viss um að ekki er það Skúli Skúlason) skrifaði. Hann vildi umlykkja mig (með 2 káum = með snöru) enn ekki umlykja mig. Ég er af stærri gerðinni og sama hve krumlur Skúla eru stórar mun honum aldrei takast að umlykja mig með höndum sínum og hvað þá örmum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2008 kl. 23:37
Alexander, kannski á hann rétt á sínum skoðunum, en ekki hér á blogginu, þar sem eru leikreglur og þar sem menn virða hegningarlög.
Það er alveg hægt að skrifa ádeilu á annan hátt en "Johnny Rebel" og samt koma málstað sínum fram.
Þakka þér fyrir stuðninginn við Ísrael, sem reyndar hefur verið gerður glæpsamlegur af uþb tíunda hverjum manni sem eyðir tíma sínum í að skrifa blogg á Íslandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.6.2008 kl. 23:41
Sæll Vilhjálmur.
Ég átti alltaf eftir að svara þessum "Djonní Rebel", en þegar ég sá að hann var í alvörunni Nasisti, þá nennti ég ekki að eiga við hann samræður, og hætti einfaldlega. Hann fullyrti að 70-80% af fjármagni því sem Demókratar hefðu úr að moði kæmi frá Gyðingum, og byggði það á bók gefinni út árið 1974, þar sem segir að Gyðingar áttu að hafa fjármagnað Demókrata um 80% af tekjum flokksins. (Jews in American Politics, eftir blaðamann Washington Post Stephen Isaacs). Ég fullyrti strax að þætti væru bull og della. (Mjög ótrúlegar tölur, auk þess sem þær koma frá nýnasista). Ég er orðinn svo vanur svona ofur yfirlýsingum (allir þingmenn USA eru gyðingar, engir gyðingar voru í WTC þegar flugvélarnar flugu á þær. o.s.frv.) að mér datt ekki einu sinni til hugar að þetta gæti verið rétt. Ég gúglaði aðeins til að finna eitthvað um þetta mál, en fann ekki neitt, nema greinar sem fullyrtu að þetta væri rétt. Veist þú eitthvað um þetta mál?
Ég verð annars að segja, að sé þetta rétt, og komi fjármagnið ekki allt frá einum "Bill Gates" náunga, þé eru Gyðingar augljóslega afar örlátir. Ég veit annars að ég fæ greiddar margar milljónir frá CIA í hvert sinn sem ég skrifa athugasemd eða bloggfærslu til að hygla Ísrael eða Gyðingum. (ég lenti í alvörunni í því að viðmælandi á einu bloggi taldi mig (í fúlustu alvöru) vera á launum hjá CIA til að verja málstað USA stjórnar og Ísraels!)
Sindri Guðjónsson, 11.6.2008 kl. 01:19
Heill og sæll; Vilhjálmur Örn, og aðrir skrifarar !
Vilhjálmur Örn ! Oftsinnis; er ég sammála þér, sem viðhorfum þínum mörgum, en dapurlegar þykja mér, hnúturnar, í Jhonny Rebel - Skúla Skúlason og Skattborgara, t.d. Þótt svo Skattborgari sýni okkur ásjónu Bin Laden´s, þá verður sérvizka hans, að ráða.
Við Hjálmtýr V Heiðdal; auk fjölda annarra, erum fjarri því, að vera sammála, í ýmsum greinum, en, ................. fráleitt væri, að ég fagnaði lokun síðu hans, fremur en annarra, svo ég tali nú ekki um síður Skúla og Rebel´s, þótt Mbl. menn hafi gefið mér til kynna, að Rebel sjálfur, hafi lokað sinni síðu.
Minnumst orða Voltaire´s gamla, piltar, um tjáningarfrelsið. Okkur má ekki hlaupa það kapp í kinn, að heilu og hálfu síðunum sé lokað, þar sem viðkomandi síðuhafar séu á öndverðum meiði, við okkar skoðanir, Vilhjálmur minn.
Það er jú; komið 3. árþúsund, og mál til komið, að einhver lágmarks framþróun eigi sér stað, í samtíma okkar, ekki satt ?
Með beztu kveðjum, sem jafnan / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 12:06
Ég hef verið spurður af múslima af netinu hvort ég væri mossad agent, gyðingasamsæriskenningar geta verið ótrulega heimskulega.
Alexander Kristófer Gústafsson, 11.6.2008 kl. 14:00
Postdoc ég mæli með að þú horfir á þessa heimilamynd um falsaðir fréttar sem eru framleiddar í palestínu og sýndar af fjölmiðlum um allan heim.
http://youtube.com/watch?v=t_B1H-1opys
Alexander Kristófer Gústafsson, 11.6.2008 kl. 14:11
Ágætu bloggarar,
Þó að nafn mitt hafi komið fyrir þarna í undirskrift, þá eru skrifin ekki mín, enda vona ég að enginn hafi grunað mig um aðkomu að þessu máli. Ég mundi aldrei láta svona út úr mér eins og þessi einstaklingur gerir og notar mitt nafn af einhverri græsku.
Ég er hins vegar algjörlega á móti því að það sé verið að loka síðum nema þær séu þeim mun klámfengnari og dónalegri. Ef mönnum leiðist umfjöllun þeirra, þá þurfa þeir einfaldlega ekkert að fara inn á þær.
Bestu kveðjur,
Skúli Skúlason.
Sk. ... Sk... (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.