Leita í fréttum mbl.is

Íslendingur leitar hćlis í Danmörku

 

Löggubox

Ég las áđan frétt á vísir.is um íslenskan mann á fertugsaldri, sem greinilega á ţađ til ađ berja mann og annan, en segir hins vegar ekki farir sínar sléttar af viđskiptum viđ íslenska embćttismenn og yfirvöld.

Viđskiptum hans viđ lögregluyfirvöld á Íslandi er líka lýst hér á vef Lögreglufélags Reykjavíkur (afsakiđ, en ég sé bara ekki neina haldbćra ástćđu til ţess ađ Lögreglufélagiđ í Reykjavík sé međ ţetta mál á sinni kynningarsíđu, ţar sem félagiđ er greinilega ekki málsađili).

Íslendingurinn höggstóri hefur leitađ á náđir Dana og býr á flóttamannastofnun í Kaupmannahöfn međ öđrum sem ekki segja farir sínar sléttar og sótt hafa til Danmerkur fyrir ýmsar ástćđur, eđa ef til vill vegna ţess ađ hér er hćgt ađ gera grín af Múhameđ.

Ekki ćtla ég ađ leggja dóm á ţetta mál Íslendingsins, en ţađ er eitt atriđi sem ég hnaut um í fréttinni á vísir.is

Ţar er ţetta haft eftir Hildi Dungal, sem telur fráleitt ađ hugsa sér ađ Danir muni veita íslenska flóttamanninum hćli: „Nema Danir hafi orđiđ ţeim mun meiri áhyggjur af íslenskum efnahagsmálum."

Ţetta er nú skrítiđ tilsvar hjá forstöđumanni Útlendingastofnunar. Í fyrsta lagi hefur stofnun Dungals ekki ekki neina lögsögu í máli Íslendingsins í Kaupmannahöfn. Í öđru lagi er Íslendingurinn ekki ađ flýja af efnahagslegum ástćđum, í ţriđja lagi er Hildur Dungal ađ láta í ljós skođanir sínar á Dönum og áliti ţeirra á íslenskum efnahagsmálum, sem er langt fyrir utan starfssviđ hennar.

Ef ţetta gerđist í Danmörku, hefđi Hildi Dungal veriđ skipađ samdćgurs í samtal hjá yfirmanni sínum og fengiđ viđvörun, og viđ annađ brot vćri hún komin út í rađir atvinnulausra. En viđ erum auđvitađ ađ tala um Ísland, ţar sem lögin eru bara til fyrir ţá sem kunna ađ fara kringum ţau.

Gćti veriđ ađ Íslendingurinn, sem ţví miđur á ţađ til ađ beita handalögmálinu, hafi lent í embćttismönnum međ sams konar stjórnsýsluvit og yfirmađur Útlendingastofnunar?  Ţá gćti nú hugsanlega veriđ sannleikskorn í frásögn aumingja mannsins ţrátt fyrir allt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ţór Strand

Ć ţetta er ekki skrítiđ ađ hún segi ţetta ţví danir hafa veriđ međ skipulegum hćtti ađ reyna ađ tala niđur íslensk fyrirtćki og ţá er spurning hvoert ekki eigi ađ tala niđur íslenska löggćslu líka fyrir ađ vara ekki nógu skilningsrík í garđ manna sem ţurfa ađ vera leiđinlegir.

Einar Ţór Strand, 9.3.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Einar Ţór, ţađ sem Danir eru hugsanlega ađ gera kemur starfssviđi Hildar og  máli mannsins í Kaupmannahöfn ekki skapađan hlut viđ. Svo einfalt er ţađ! 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2008 kl. 11:14

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Ég ţekki ţetta yfirvald, og ég hef ekki góđa reynslu af embćttisfćrslum hans, gagnvart mínum syni, og var hann aldrei ofbeldissinnađur, en lenti í ţví ađ vera handtekinn inn á heimil sínu, svo illa ađ ţađ sá á honum.  Ţađ var leitađ í 6 klst. ađ eiturlyfjum, ástćđan, jú dyrnar voru opnar, og hann ţekktur fíkill.  Ţađ fannt o.oeitthvađ grömm í gamalli pípu.  Ţetta var orsök fangelsunarinnar, nú heyrđi ég reyndar bara söguna frá annari hliđinni.  En ţetta var ekki eina skiptiđ međan ţessi yfirmađur var hér.  Og furđulegt nokk, ţá snarbreyttist allt attetute hér eftir ađ hann fór.  Er ekki sagt ađ eftir höfđinu dansi limirnir.  Og ég stađhćfi ađ sonur minn hefđi aldrei náđ sér upp, ef hann hefđi ekki flutt sig um set. 

Mér finnst allt í lagi ađ fariđ sé ofan í embćttisfćrslur ţessa mann.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 9.3.2008 kl. 11:22

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sćl Ásthildur, ég tel nauđsynlegt ađ haft sé mjög gott eftirlit međ valdstjórninni í öllum lýđrćđisríkjum. Ef ţađ er ađeins valdstjórnin sjálf sem fćr ađ rannsaka sjálfa sig í vafamálum, er brotalöm sem ţarf ađ laga.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.3.2008 kl. 12:00

5 Smámynd: Guđbjörn Guđbjörnsson

Ég er algjörlega sammála ţér, ađ mér fannst ekki mjög viđeigandi fyrir forstöđumann ríkisstofnunar ađ láta hafa eftir sér ţessi orđ.

Til ađ mynda myndi ég ekki láta hafa ţetta eftir mér í fjölmiđlum.

Guđbjörn Guđbjörnsson

Guđbjörn Guđbjörnsson, 9.3.2008 kl. 12:21

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sćll kćri dr. Vilhjálmur Örn.

Ég furđa mig, allt eins og ţú, á ţví ađ lögreglufélagiđ skuli birta ţennan dóm yfir manninum áheimasíđu lögreglufélagsins.

Ţađ er nú ţannig ađ allt of margir lögvörslumenn fara offari í störfum sínum allt of oft. Lögreglufélaginu vćri nćr ađ sinna rannsókn á ţví hvers vegna svo sé og reyna ađ setja eitthvert starf međal lögvörsluembćttanna og lögreglufélagsins međ forvörn í ţeim efnum. Sömuleiđis mćtti vera í gangi símenntun lögreglufélaginu ţannig ađ félagsmennirnir geti sinnt starfi sínu eftir lögunum sem og ađ vera í stakk búnir ađ svara ţeim sem handteknir eru viđ hin ýmsu tilefni, viđ hverju veriđ sé ađ handtaka ţá og hvađa lagagrein rennir stođum undir valdbođiđ.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.3.2008 kl. 13:45

7 Smámynd: Gestur Halldórsson

Ekki viđeigandi ummćli hjá Hildi Dungal, en ađ sjá ţennan dóm á heimasíđu lögreglufélagsins sćtir ekki furđu hjá mér, enda birta ţeir dómsniđurstöđur af málum er tengjast valdstjórninni (ţ.a. störfum og starfsvettvangi er tengist embćttisstörfum ţeirra).

Gestur Halldórsson, 9.3.2008 kl. 20:39

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sammála Gesti halldórssyni!

Hildur Dungal er heilsteypt  manneskja og er framúrskarandi í ţví embćtti sem hún gegnir.

Ég ţekki engan sem hefur ekki nema allt gott ađ segja um ţá manneskju. Eg hún gerir ekki greinarmun á fólki, hvrki háum né lágum, sama hvađa ţjóđum ţeir koma frá.

Hildur Dungal er embćtti sínu til mikillar sóma og vinnur verk sín eftir lögum, tekur tillit til mannúđarsjónarmiđa og allir sem ég ţekki, ađ mér sjálfum međtöldum, geta veriđ stoltir af störfum hennar sem ekki eru öfundsverđ.

Góđ manneskja međ hlýtt hjarta í MJÖG erfiđu starfi sem hún vinnur eftir bestu samvisku sem margir mćttu taka sér til fyrirmyndar!!

Óskar Arnórsson, 9.3.2008 kl. 22:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband