Leita í fréttum mbl.is

Dagbók Debóru

 
bighiwis06

 

Dagbókarbrot ungrar stúlku, Debóru, hafa nú veriđ birt. Enginn veit hver Debóra var, en hún var enn á lífi í gettóinu í Varsjá í janúar áriđ 1943. Ţá hafđi flestum föngum í gettóinu veriđ smalađ í dauđann í útrýmingarbúđum.

Dagbókarbrotin fundust í rústum Varsjár áriđ 1945 og voru geymd í áratugi af annarri stúlku sem komst lífs af. Dagbókin var ekkert annađ en brenndar og samanlímdar tćtlur, sem varla var hćgt ađ lesa stafkrók í. Áriđ 1998 var dagbókin afhent United States Holocaust Memorial Museum í Washington til varđveislu. Forvörđur viđ safniđ í Washington uppgötvađi, ţegar hún var ađ leysa í sundur brenndar og samanlímdar síđur međ vatni, ađ hćgt var ađ lesa textann ađ einhverju leyti ţegar blađsíđurnar voru blautar. Hún tók ţví myndir af vatnsósa blađsíđunum og kom ţeim til ţýđenda.

dagbókin

Hér hćgt ađ lesa textann á ensku. Hér og hér eru blađafréttir um dagbókina.

Eigiđ ţađ viđ ykkur sjálf, ykkur sem finnst ţessi dagbókarbrot eitthvađ sem ţiđ ţurfiđ ađ líkja saman viđ "ástandiđ" á Gaza. Mikiđ eigiđ ţiđ ţá bágt.

Ghetto Börn

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ţakka ţér, Vilhjálmur, fyrir ađ miđla ţessum minningabrotum til okkar; ég er byrjađur ađ fara í gegnum ţau, og svo sannarlega er ţetta hrikalegt ađ lesa um svona eftir á – níđangurslegt framferđi ţeirra nazistanna og eymd varnarlauss fólksins. Vonandi verđur hćgt ađ finna út, hver Debóra ţessi var, ţarna eru ţó nöfn ćttingja o.fl. viđ ađ miđa. Ţú heldur okkur upplýstum, ef ég ţekki ţig rétt. – Međ góđri kveđju,

Jón Valur Jensson, 26.2.2008 kl. 13:46

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ţakka ţér fyrir ţetta, Vilhjálmur, ég ćtla ađ fara í ađ lesa ţetta núna á eftir.

Sjálfsagt er ekki rétt af fólki ađ draga beinar samlíkingar af helförinn og ástandinu á Gaza, ţó rétt sé ađ í báđum tilvikum er um ađ rćđa mannlega ţjáningu. Alltaf er ţađ stór spurning hvort hćgt sé, eđa rétt, ađ leggja mćlistiku á hana, og ţá einnig álitamál hver sú mćlistika eigi ađ vera (?). 

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.2.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Greta, hvađ eru eldflaugar Hamas langar? Gćtum viđ notađ ţćr sem mćlistiku?

Ég man ekki eftir eldflaugum gyđinga í gettóunum. Ţví miđur.

Hverjir vildu útrýma gyđingum áriđ 1943 og hverjir vilja gera ţá nú? Er ţađ betri mćlistika? 

Ég sé akkúrat ekki neitt sem getur réttlćtt ađ tala um gasalegt ástand og sjálfskaparvíti öfgamanna á Gaza og hörmungar gyđinga í sömu andránni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.2.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held nefnilega ađ ţađ sé engin sanngjörn mćlistika til, ţví ofbeldi er aldrei sanngjarnt, í hvađa mynd sem ţađ sýnir andlit sitt.

En fyrir mér ađ sjá er ţađ stađreynd ađ alltaf eru ţađ saklausir borgarar, sem gera ekki ađrar kröfur til lífsins en ađ fá ađ lifa ţví í friđi og spekt, sem verđa fórnarlömb öfgamanna, hvort sem flokkur ţeirra heitir Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei eđa Harakat al-Muqawama al-Islamiyya (Hamas), eđa eitthvađ annađ.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.2.2008 kl. 14:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband