Leita í fréttum mbl.is

Hátt upp í himininn, fljúga skal ... belgurinn

Le Tomate Reykjavík 1957

 

Í fyrra voru liđin 50 ár síđan flugbelg var fyrst flogiđ yfir Íslandi. Fyrsta lofbelgsflugiđ á Íslandi fór fram 23. júní 1957.

Loftbelgir hafa ekki orđiđ stór dilla međal Íslendinga.  Sennilega er mjög erfitt ađ fljúga loftbelg á Íslandi vegna óstöđugleika í veđri. Ţađ er líklega ástćđan fyrir ţví ađ Ómar Ragnarsson valdi ađ fljúga flugvél og flýta ţannig fyrir heimshitnuninni margumtöluđu.

Ég her aldrei flogiđ í loftbelg og mun aldrei gera ţađ til neyddur, vegna ţess ađ ég er lofthrćddur og lafhrćddur ef mér er lyft hćrra en tvo metra frá jörđu. 

Ţó svo ađ ég hafi ekki einu sinni veriđ fćddur áriđ 1957, hef ég nú samt sagt frá fyrsta ballónfluginu á Íslandi í máli og myndum. Ţađ geri ég í febrúarheftinu af hinu ágćta tímariti Sagan Öll sem er nýútkomiđ ađ ţví er Illugi ritstjóri sagđi mér í dag.

Allir flugáhugamenn, sem og frímerkjasafnarar og fagrar konur verđa ađ kaupa Söguna Alla, ef ţau vilja vita allt um belgflugiđ áriđ 1957. Ţar er víst ađ finna ýmis konar annan fróđleik sem ćtti ađ höfđa til allra hinna.

Sagan Öll, í bomsurnar og út í nćstu búđ og kaupa, kaupa, kaupa....


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ţórđarson

Er mig ađ misminna eitthvađ en kom ekki Zeppelin viđ á Íslandi á 4. áratug? Ţá á ég ekki viđ hljómsveitina, heldur loftfariđ stóra. Er ţađ ekki flugbelgur eđa kallast ţađ eitthvađ annađ?

Svo ţarftu ekki ađ vera flughrćddur, en öll erum viđ međ einhverjar fóbíur svo sem. Sjálfur treysti ég ekki fasteignasölum eđa lögfrćđingum! Nema ég ţekki ţá ađ fyrra bragđi.

Ólafur Ţórđarson, 23.2.2008 kl. 05:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Zeppelínar,  Zeppelín loftför eđa Zeppelín loftskip hefur veriđ notađ yfir stóru "bjúgflaugarnar" eđa "SS-förin", svo stungiđ sé upp á nýyrđum sem tengjast einhverju sem Íslendingar éta.

Zeppelín loftskip er strangt tiltekiđ ekki flugbelgur. Ferlíkiđ er byggt yfir mikla og létta grind og hefur "utanborđsmótor".

Led Zeppelin hét svo hljómsveitin.

Ég er lofthrćddur en ekki flughrćddur. Lofthrćđslan tengist ţví ađ vera í opnu umhverfi og mikilli hćđ, en í flugvél líđur mér afar vel, ef ég sit ekki viđ hliđina á 200 kg. manni međ verstu svitalykt sem ég hef fundiđ, sem fer ađ bera sig vegna flughrćđslu, eins og eitt sinn gerđist. Ég held ađ mađurinn hafi gert ţetta til ađ fá ţrjú sćti fyrir sig einan.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.2.2008 kl. 07:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband