17.2.2008 | 10:23
Brennum skólana !
Að sögn yfirvalda í Danmörku hafa að minnsta kosti 10 skólar orðið eldi að bráð síðustu daga. Í gærkvöldi og í nótt hefur Tingbjerg Skole í Kaupmannahöfn brunnið og dagheimili í Árósum, svo eitthvað sé nefnt. Svo var líka kveikt í handan við hornið, þar sem ég bý.
Myndin hér að ofan er frá Tingbjerg Skole í Brønshøj. Börnin er greinilega flest innflytjendabörn.
Hér getið þið séð kynningarmynd nemendanna um skólann. Bakgrunnstónlistinn er gangsterrap innflytjendahljómsveitar sem kallar sig Block 27. Meðlimirnir hljómsveitarinnar eru allir fæddir í Danmörku og hafa verið í Tingbjerg Skole. Lagið sem þeir syngja "Nu er det min tur at kommet til tops" inniheldur t.d. þetta: "for os er der ikke nogen lov" (engin lög gilda fyrir okkur), "det er os der har magten" (það erum við sem erum við völd) og "vi er på vej til tops" (við erum á leið á toppinn). Hvaða aðferðir ætla þessir ungu menn að nota til þess að komast á toppinn. Menntun eða lögleysu?
Danska sjónvarpið sýndi í gær bókasafn í dönskum skóla. Brotist hafði verið inn í bókasafnið og bensíni hellt yfir þorra bókanna. Reynt var að kveikja í, en eldurinn var slökktur áður en hann náði að breiðast út. Fjöldi bóka var eyðilagður með bensíni. Þegar bækur eru brenndar, hugsa ég til bókabrenna nasista.
Múhameðsteikningar, lélegt uppeldi, danska þjóðfélagið eða eiturlyfjastríð? Mér er alveg sama hver ástæðan er. Bókabrennur og skólabrennur eru verk villimanna, sem ekki vilja skóla, menntun og lýðræði.
Gyðingar voru einu sinni flóttamenn/innflytjendur í Danmörku. Ekki fóru þeir um og kveiktu í. Víetnamar voru fyrir skemmstu flóttamenn í Danmörku. Ekki fara þeir um og brenna. Ungverjar voru til friðs og það sama er hægt að segja um Tamíla, og svo framvegis. Íslam er samnefnari þeirra sem nú brenna skóla í Danmörku. Ekki útiloka ég að aðrir þættir séu fyrir hendi. En meginástæðan sem nú er gefin, þótt hún hafi verið önnur í byrjun, er birting mynda af Múhameð.
Þegar gyðingar voru flóttamenn í Danmörku á 4. og 5. áratug síðustu aldar voru ekki einu sinni til stjórnmálaflokkar sem heils hugar reyndu að koma í veg fyrir að þeim yrði vísað úr landi.
Nú er hins vegar öldin önnur. Allt ætlar að verða vitlaust þegar tveir Túnismenn eru handsamaðir. Handtaka þeirra er vegna meintrar tilraunar til að myrða skopmyndateiknara. Konur þeirra sem þeir hafa klætt í svarta poka í nafni trúarinnar, segja að þeir séu alsaklausir. En þær vissu víst ekki að þeir lifðu tvöföldu lífi meðan að útsýnið þeirra var skert undir kuflinum. .
Radikale Venstre, sá flokkur sem á heiðurinn að samvinnu Dana við nasista í síðari heimsstyrjöld, berst nú fyrir því að mennirnir frá Túnis fáið að vera áfram í Danmörku. Hryðjuverkamenn nasista voru líka boðnir velkomnir af Radikale Venstre.
Gyðingar hafa reyndar á síðustu árum verið lagðir i einelti í þeim hverfum þar sem óeirðirnar eru verstar nú. Mig minnir að stjórnmálamaður í flokki Radikale Ventre hafi mælt með því að gyðingar "ættu ekki að ögra með því að ganga með kollhúfur sínar" um götur borgarinnar. Er einhver sem leggur til múslíma með hnífi vegna þess að þeir ganga í fötum sem sýna trú þeirra?
Er verið að brenna danska skóla fyrir tvo vafasama karaktera frá Túnis eða ásjónu Múhameðs?
Hvað mynduð þið Íslendingar góðir, sem eruð svo skilningsríkir og eruð að eigin sögn svo góðir við útlendinga, gera ef skólarnir ykkar væru brenndir til kaldra kola vegna teikninga í dagblaði - eða bara einhvers annars????
HVAÐ MYNDUÐ ÞIÐ GERA?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 18:51 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 8
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 223
- Frá upphafi: 1353034
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sæll Vilhjálmur
Mér finnst nú full hart í árina tekið að fara að líkja ástandinu í DK við múgæsingarástand ofstækisfólks í síðari heimstyrjöldinni þar sem nasistar töldu devianta réttdræpa og framkvæmdu blóðsúthellingar og manndráp eftir velbefindende. Ég minni á að það er langt síðan að það fór að verða órólegt í ýmsum skólum ytri Norðurbrúr, Nordvest hverfisins og í Brönshöj. Það var ekki að gerast í síðustu viku að gengin í kringum Mjölnerparken urðu til. Ég minni á að hluti Christianshavns gymnasium var rústað í sumar vegna óeirða um ungdomshuset. Þannig að hæpið er að hægt sé að yfirfæra íkveikjutilraunir (sem ég ætla alls ekki að fara að hampa svo það sé á hreinu) á túnismennina sem á að vísa úr landi eða teikningum Múhameðs. Jú, jú - það er örugglega something rotten in Denmark eins og Amlóði sagði forðum daga, en það má allt eins líkja ástandinu í DK við stemninguna í París. Fullt af bitrum innflytjendum og tortryggnum heimóttalingum - þetta tvennt fer frekar illa saman eins og hefur sýnt sig í báðum borgum.
Anna Karlsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:31
ætla að bæta við...samþykki hinsvegar að óeirðaseggir hafi notað tilefnið - þó það eitt sé varla einasta ástæða ástandsins.
Anna Karlsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:33
Vilhjálmur, getur þú útskýrt fyrir mér misvísunina sem mér finnst koma fram í þessari frétt, þar sem mér heyrist annars vegar talað um að það sé ófært að hægt sé að vísa fólki úr landi án undanfarandi réttarhalda og dóms, og hins vegar að teiknarinn óttist að eiga á hættu að mæta "hóturunum" á götu. En hvernig gæti það gerst, ef búið er að henda þeim úr landi?
http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=caca7fbc-98ef-4ed2-8061-7a985f13ef5f&mediaClipID=6802ac07-812f-4c74-ab92-30bf3267793a
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:40
Æ, ég ætla að endurtaka tengilinn:
Kvöldfréttir stöðvar 2 16.febrúar
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:41
"Fullt af bitrum innflytjendum og tortryggnum heimóttalingum - þetta tvennt fer frekar illa saman eins og hefur sýnt sig í báðum borgum."
Vel orðað, Anna.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:43
Greta, það er að því er ég best veit ekki búið að senda Túnismennina úr landi. Þeir eru í öryggisfangelsi í Kaupmannahöfn og voru leiddir fyrir dómara á föstudag í borgardómi í Kaupmannahöfn. Lögmenn þeirra tjáðu sig þegar það gerðist. Blaðamenn voru viðstaddir og var sagt frá því að annar sakborninganna hafi borið því við að hann væri truflaður að geði.
Ég held að íslenskir blaðamenn og fréttamenn séu dálítið aftarlega á merinni, þegar kemur að öflun frétta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2008 kl. 14:52
Anna, það er alveg rétt. Ólga er ekki nýtt fyrirbæri í Kaupmannahöfn og ég er ekki að segja að teikningar af Múhameð séu ástæðan. Þvert á móti. Ég hef reynt að skýra það, t.d. vegna spurningar Gretu við síðustu færslu mína frá því í gær um brunann í bakgarðinum hjá mér; Að óeirðirnar í síðustu viku voru byrjaðar áður en Túnisbúarnir voru fangelsaðir og blöðin birtu myndir af Múhameð.
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að líkja ástandinu nú við Danmörku í hers höndum fyrir 65 árum. Ungir múslímar eru ekki frelsishetjur og andspyrnumenn. Þeir láta hins vegar stjórnast af öfgaöflum í útlöndum, líkt og þeir Danir sem gengu í raðir SS 1940-44.
Mér þykir óréttlátt að líkja ástandinu við París og Frakkland. Innflytjendur í Danmörku hafa miklu betri kjör og fleiri réttindi en "kollegar" þeirra í Frakklandi. Það fer ofsögum af "útlendingahatri" Dana í Evrópu og flestum öðrum löndum væri nær að líta í eigin barm áður en þeir tuða á ástandinu í Danmörku. Þar með talið á Íslandi.
Leyfi ég mér í því sambandi að benda á Holland, þar sem tvískinnungurinn hefur aldrei yfirgefið "ekta" Hollendinga sem hafa logið sjálfa sig fulla um meðferð sína á gyðingum og sem nú halda að þeir séu betri en aðrir þegar staða innflytjenda er rædd.
Danir hafa boðið til sín fólki, menntað það, hjálpað því, greitt götu þess á allan mögulegan hátt. Það er því ljótt að sjá hvernig viðbrögðin eru. Er ekkert þakklæti. Vildi þetta fólk heldur deyja drottni sínum í eymd heimalandsins.
Skólabrennur finnast mér eitt af því villimannlegasta sem hægt er að hugsa sér í menningarþjóðfélögum.
Jú, þetta er margslungið dæmi. Og örugglega ekki ein skýring á því sem er að gerast. En túlkun Íslams er mjög mikilvægur þáttur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2008 kl. 15:14
"Þetta lið er allt kol ruglað frá toppi til tár hvar sem það er í heiminum og ætti helst að gera það útlægt úr Evrópu og sópa því aftur til þeirra landa sem það kom upphaflega frá.."
Skúli, hvernig ætlar þú að fara að því að sópa fólkinu út úr Evrópu, fyrst það er komið, og margt af því meira að segja fætt og uppalið hér?
Með hervaldi? Yrði þá ekki fyrst heitt í konunum? Eða mælir þú með einhvers konar nútímalegri útgáfu af helförinni þar sem fólki væri smalað upp í lestir og sturtað út á lestarstöðvum einhvers staðar úti í rassgati?
Ekki vilt þú láta fljúga með það á haf út og svo versogú að hoppa, eins og Pinochet-liðar leystu málin gagnvart "óæskilegu" fólki í sínum tíma í Chile?
Víggirða síðan Evrópu og byggja varnarhjálm yfir álfuna, svona à la varnarhjálminn sem byggð var yfir bæinn hans Simpsons í myndinni?
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 17:48
Ég viðurkenni fúslega að ég er alls ekkert yfir mig hrifin af Íslam eins og trúin er ástunduð í dag af öfga-múslimum, og að ég hef áhyggjur af þróun þessara mála, en það kemur ekki í veg fyrir að ég telji þá hina sömu eiga að njóta þeirra mannréttinda sem almennt er talið að ríki verði að uppfylla til þess að geta kallað sig lýðræðisríki.
Annars erum við komin niður á þeirra stig (level), þeirra hatrömmu þjóðfélagsskipan og lagakerfi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 18:04
Ég held að við sigrumst ekki á fáfræði, öfgunum og fordómum með ögrunum, þær séu ekki rétta leiðin til þess, þess vegna er ég á móti myndbirtingunum. Við sigrumst heldur ekki á fordómum með því að mæta þeim með öðrum fordómum, heldur með góðu fordæmi og menntun. Þess vegna get ég tekið undir það með Vilhjálmi að skólar eru mikilvægustu stofnanir þjóðfélagsins og að með því að brenna þá eru innflytjendaunglingarnir að skjóta sjálfa sig í fótinn.
En ég held að unglingarnir gera sér engan grein fyrir afleiðingum þess sem þeir aðhafast þessa dagana fyrir þá sjálfa, því get ég ekki trúað, heldur eru þeir uppfullir af ungæðislegum uppreisnaranda, sem frekar er kynt undir af hinum eldri, sem ættu þó að hafa meira vit, þó aldur segi víst ekki allt um það, vit til að reyna að hafa hemil á þeim frekar en að æsa þá upp. Maður spyr sig hvers konar annarleg sjónarmið ráði þarna ferðinni, til dæmis hjá Jyllandsposten, sem á að vera fullkunnugt um þetta ástand. Og sjálfsagt öfgamúslimum, þó imamanir virðist reyna að prédika á móti óreirðunum. Að þessu leyti má líta á þessa krakka sem fórnarlömb, þó, eftir því sem Vilhjálmur segir, danskt þjóðfélag hafi hingað til borið þá á höndum sér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 18:16
"Með hervaldi? Yrði þá ekki fyrst heitt í konunum?"
Ha, ha, hér átti auðvitað að standa KOLUNUM!
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 18:42
Og svo gleymdi ég auðvitað að taka inn í dæmi glæpagengið sem stjórnar ferðinni og hrærir í krökkunum, þó Vilhjálmur sé búinn að útskýra það vandlega fyrir mér í athugsemd við fyrri færslu. Svona er maður orðinn heilaþveginn á þessari einsleitu tilraun til að búa til úr þessu trúarbragða-stríð eingöngu. Sorrý!
Svo ætla ég nú heldur ekki að fara að halda út netdagbók hér í kommentakerfinu þínu, Villi minn, svo ég segi gott að sinni.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 18:45
Hvað ertu að segja, Einar, eru múslimar farnir að koma á tröppurnar hjá þér til að prédika yfir þér, rétt eins og hverjir aðrir Vottar Jehóva? Í hvað hverfi byrð þú? Því ég hef aldrei orðið vör við íslamskt trúboð í mínu hverfi (heldur ekki V.J., blessunarlega!).
Ef svo er þá er svo sannarlega ansi langt gengið.
Auðvitað verða múslimar að aðlagast þeim þjóðfélögum sem þeir setjast að hér á Vesturlöndum. Við getum þó ekki ætlast til að þeir leggi af trú sína og taki alfarið upp okkar siði, eða afleggi sína eigin siði algjörlega, slíkt finnst mér ekki sanngjarnt. Það væri svona álíka og að fólki af íslenskum ættum væri bannað að halda Íslendingadag í Kanada. En það hlýtur að vera hægt að fara bil beggja. Til dæmis skil ég ekki af hverju þarf að agnúast út í það að komur gangi með klúta á höfði, eins og sjá má hér á landi, sem tákn um trú sína, hins vegar líst mér alls ekki vel á að konur gangi um með blæjur fyrir andliti. Hvernig sem svo ætti að rökstyðja muninn á þessu tvennu. Eða muninn á því að kona gangi í gallabuxum, dragt eða pilsi, eða karlar með bindi eða í kuldagöllum, til dæmis við athafnir og á skemmtistöðum. Svo nefnt "dress-code".
Í seinustu setningunni finnst mér þú einfalda ástandið mjög mikið með því að segja sem svo - sveiattan, svona gerir maður ekki, eins og Davíð sagði hér um árið. Það er ekki hægt að leysa mál einfaldlega með því að hneykslast þegar ástandið hefur skapast.
Er samt ekki að mæla íkveikjum bót, eða morðum, heldur finnst mér það bara billega sloppið, að sitja hér uppi á Íslandi og sveia og hneykslast. Það er til dæmis líka skammarlegt ástand oft í miðbæ Reykjavíkur um helgar, en leysir það einhvern vanda að tala um hvað slíkt sé skammarlegt? Nei, auðvitað ekki, fólk hættir ekki að drekka sig útútfullt og skandalisera og berja mann og annan þó við sitjum heima í stofu full vandlætingar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 20:15
Þetta er skelfilegt ástand og sér ekki fyrir endan á því.
Eyþór Laxdal Arnalds, 17.2.2008 kl. 22:39
Hefðu Evrópumenn sagt nei við fósturdeyðingum frá því um 1965, hefði það gert gæfumuninn til að fólksfjölgun hér hefði verið með svo jákvæðu móti, að lítil þörf hefði verið á innflytjendum. Þeir taki til sín sneiðina, sem eiga hana – svikarar við þjóðerni okkar og samfélagsverfuleika á þeirri öld, sem nýhafin er, en umfram allt við þá milljónatugi ófæddra barna, sem 'fórnað' hefur verið og enn er haldið áfram að senda í dauðann, sjálfum okkur til bölvunar.
Jón Valur Jensson, 17.2.2008 kl. 23:00
Að einblína á meintar syndir fortíðarinnar leysir ekki þann vanda sem Evrópubúar standa frammi fyrir í dag, Jón Valur.
Það er álíka raunhæft að draga slíka speki um fósturdeyðingar fram hér, í þessu samhengi, eins og þegar trúleysingjar vitna stöðugt í illar gjörðir miðaldakirkjunnar í málflutningi sínum gegn kristni í nútímanum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 23:22
Ég er sammála þér Vilhjálmur að danir hafa gert margt fyrir innflytjendur síðan að svokallaðir gestaverkamenn fluttu umvörpum frá um 1960 til landsins þegar að mikil vöntun var á vinnuafli í Danmörku. Síðan breyttist staðan og á meðan á kartöflukúrnum svokallaða stóð voru margir annars kynslóðar innflytjendur á sósíalnum eða kanaliserað inn í menntakerfið. Raunin varð hinsvegar sú að aðgangur margra innflytjenda að atvinnumarkaði var takmarkaður vegna þess að mörgum dönskum vinnuveitendum þótti betra að ráða Mette en Suhail. Þannig mynduðust gettó sumstaðar, sem sumir borgarstjórar, t.d í Ishöj reyndu að stemma stigu við með innflytjendakvótum í stigaganga fjölbýlishúsa við misgóðar undirtektir. Í þau tólf ár sem ég bjó í landinu varð ég vitni að meiri og meiri gjá milli innflytjenda og dana. Hvort það var aðalfarvegur fyrir það ástand sem nú er, eða hvort að heimsstraumar höfðu meira að segja skal ég ekki gera mig klóka um. Veit bara að það hlýtur að vera ömurlegt að senda barnið sitt í skóla í augnablikinu. Einhver reiði, biturð og öfgablindni hlýtur að vera undiralda í samfélagi meðal þeirra sem grípa til svo óverjandi aðgerða.
Anna Karlsdóttir, 18.2.2008 kl. 00:10
Syndir fortíðar, syndagjöld nútíðar, ætli það sé ekki æðimikið samband þar á milli, Greta Björg? Reyndu að hugsa með þinni rökhugsun um orsök og afleiðingu, ef þér finnst það ekki of óþægilegt.
Þar að auki er þetta ekki bara fortíðarvandamál, sem er að spilla og skemma fyrir okkur, heldur erum við, eins og sagði í lok innleggs míns, ennþá að senda ófædd börn í dauðann, sjálfum okkur og komandi kynslóðum til bölvunar. Mæltu því ekki bót! Þá er nú betra að hefjast handa við að bæta heiminn í þessu veigamikla máli.
Jón Valur Jensson, 18.2.2008 kl. 00:34
bloginga, ert þú ólæs, eða fáviti?
Ekki var ég að jafna saman lögbrotum, íkveikjum og óeirðum í Danmörku og Íslendingadegi í Kanada, heldur var ég að tala um siði og venjur þjóða, svo sem í klæðaburði, matarræði og umgengni hvert við annað og þar fram eftir götum; heiðursmorð, misþyrmingar á konum og innilokun á þeim og fleira í þeim dúr, sem telst lögbrot hér á Vesturlöndum, þar undanskilið, ef þú skyldir æskja að misskilja þessi orð mín sem svo að ég sé með þeim að lýsa ánægju minni með þess háttar viðurstyggð.
Ef þú vilt fræðast um ætterni mitt þá vísast hér með á bókina um Vigurættina um föðurættina mína á Íslandi, en ég skal með ánægju upplýsa þig um að meðal ættmenna minna er einstaklingur sem á sínum tíma var treyst til að gegna því sem telst vera æðsta embætti þjóðarinnar. Í móðurætt var faðir minn kominn af góðu og gegnu dönsku bændafólki í móðurætt, en faðir ömmu minnar rak um tíma mjólkurbú á Jótlandi, en keypti síðar krá og sneri sér að veitngarrekstri.
Í móðurætt er ég komin af norðlenskum bændum, grandvöru og góðu fólki í hvívetna.
Hvað með þínar ættir og uppruna? Hvernig væri að upplýsa þær, fyrst við erum komnar út í þessa sálma?
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 04:23
Og hvernig væri að upplýsa um hver þú ert, svona yfirhöfuð, sem tjáir þig um menn og málefni og hendir fram vanhugsuðum sleggjudómi um mig, sem ber engu öður vitni en þínum eigin andlega sljóleika, undir nafninu "bloginga", en gefur að öðru leyti engar uppýsingar um sjálfa þig?
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 04:30
Það sem ég á við, Jón Valur, í þeim orðum sem ég beindi til þín, er það sem hin danskættaða amma mín kenndi mér ungri, sem sé það að það þýðir lítið að naga sig í handabökin og segja "ef þetta hefði nú bara verið svona, þá hefði þetta orðið hinsegin", þar sem allt sem liggur í fortíðinni eru hlutir sem við fáum engu um breytt, og þess vegna eigum við frekar að beina sjónum að framtíðinni og huga að því hvað við getum lagt af mörkum til að hún verði betri en sú fortíð sem við ef til vill sýtum.
Amma mín átti að ýnsu leyti mjög erfiða lífsreynslu að baki þegar hún kynntist afa mínum, yfirgaf föðurland sitt, sem í byrjun 19. aldar var mun meira mál en í dag, og flutti til Íslands með honum til að hefja þar með honum nýtt líf. Sem varð báðum gæfuríkt, það er mér alveg óhætt að fullyrða,
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 04:43
" Hversu sneidd er þessi kona???? "
Æ, ég ætlaði að láta kyrrt liggja, en fæ ekki orða bundist, þetta er alltof góður brandari til að láta hann fram hjá sér fara...
Kannki ég hafi lent fyrir saxi einhvers hrottfengins múslimakarls, sem sneiddi mig í spað, eins og jólatertu eða rúllupylsu?
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 05:01
Ég er einmitt að beina augum þínum að framtíðinni, Greta Björg, í innleggjum mínum. Framtíðin er að hefjast, raunar hafin, og hún er ekki eitthvað tilviljunarkennt og heldur ekki tómar framfarir, við erum nú að sjá einna fyrstu ávextina af því, sem við höfum "gróðursett" í samfélögum okkar. Af bölvun hinna ófæddu sprettur bölvun okkar sjálfra, umfram allt barnleysi Evrópu og áframhaldandi úrkynjun, þar sem efnishyggjan á sterkari tök í mönnum en kristin trú og virðing fyrir lífi barna.
Þar að auki: Ef svo fer sem horfir, með margfaldri fjölgun múslima í álfunni miðað við hina kristnu og fyrrverandi kristnu, þá eiga vandræðin í París og Danmörku eftir að verða barnaleikur miðað við það, sem síðar getur orðið í flestum löndum álfunnar, og endirinn getur reyndar hæglega orðið afturhvarf álfunnar til lífsverndar – en þá vegna þess, að siðferði múslimanna fer að taka þar yfir, sem og þeir sjálfir í löggjafarsamkundum Evrópu. Öðrum verður þannig arfleifðin gefin, sem við héldum að við ættum! (Þetta er algengt ferli skv. Ritningunni.)
Við getum engum um kennt nema sjálfum okkur – passífum þjóðum, sem horfðu aðgerðalitlar á sína "ábyrgu" stjórnmálamenn stefna samfélagi sínu út í kviksyndi eigin tortímingar með miskunnarlausum fjöldadrápum hinna ófæddu.
Jón Valur Jensson, 18.2.2008 kl. 07:24
Ég held að þessi teikning sem er nú orðin svo fræg sé notuð til æsa upp múslima í öðrum tilgangi. Þeir múslimar sem ég þekki í Danmörku (og víðar) eru nú ekki það æstir yfir því að sjá einhverja djók-teikningu af Múhameð að þeir fari og kveiki í húsum eða mæti með mótmælaspjöld út á götur. Þeir fletta bara yfir á næstu síðu, rétt eins og við mundum gera ef við sjáum einhverja skrítlu um Jesú sem okkur mislíkar.
Ég held að þetta trúarstríð sé ekki lengur trúarstríð. Þetta er pólitískt stríð herjað undir merkjum trúarinnar. Held að margir sem taki þátt í þessum mótmælum séu ekki einu sinni svo trúaðir. Er allavega 100% viss um að þetta fólk sem er að kveikja í er ekki að gera það guði sínum til dýrðar heldur er önnur ólga sem brennur í þeirra hjarta og er það minnimátt og óréttlæti sem það finnur fyrir sem er kannski skiljanlegt.
Haukur J., 18.2.2008 kl. 09:58
mjög töff grein, nenni ekki að lesa kommentin ;)
halkatla, 18.2.2008 kl. 10:05
Það er ljóst að erlent vinnuafl er efnahag okkar bráðnauðsynlegt, og yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda og gestaverkamanna eru fyrirmyndarfólk. En það þýðir ekki að það eigi að sýna "skemmdu eplunum" linkind.
Mikill misbrestur hefur verið á því að hart sé tekið á afbrotum innflytjenda í Evrópu allri. Ég tel að fara eigi þá leið að gera samninga við önnur lönd um að erlendir fangar skuli afplána dóma sína í heimalandinu. Hvort sem það er í Litháen, Rússlandi, Íran, Saudi-Arabíu eða bara í Svíþjóð yrði svo að vera. Þetta er svar mitt við spurningu Vilhjálms í færslunni.
Hvað varðar tengingu Jóns Vals Jenssonar á innflytjendavandamálum við fóstureyðingar er ég því ósammála, á þeim forsendum að þetta snúist mun fremur um stéttir en fólksfjölda. Íslendingar eru sl. 60 ár búnir að búa til mjög stóra millistétt, en að sama skapi búnir að minnka áherslu á iðnnám og verkamannavinnu. Þjóðfélagsþróun á Íslandi hefur verið sú að foreldrar hefi meiri metnað fyrir hönd barna sinna en svo að það vilji að þau skúri, vinni á kassa í Bónus eða þræli í byggingarvinnu.
Nú þegar er ekki vinnandi vegur að halda samfélaginu gangandi ef ekki er ódýrt (erlent) vinnuafl fyrir hendi. Þar sem Íslendingar eru svona "metnaðarfullir" (setjið inn "snobbaðir" ef þið viljið það frekar) hefði aukin fólksfjölgun þvert á móti magnað upp þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi.
Úlfur (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:55
Ég er viss um að þetta er alveg hárrétt athugað hjá þér, Haukur, og stemmir við það sem Vilhjálmur hefur sagt hér á undan. Það eru hægri öflin (sem kallast víst vinstir í Danmörku?) sem blása að glæðum útlendingahaturs með birtingu myndanna.
Það er fyrst og fremst í löndum heittrúar-múslima sem myndunum er mótmælt á forsendum trúar. Undirrót óspektanna í Danmörku álít ég vera þær sem þú nefnir, minnimáttarkennd og tilfinning um óréttlæti, sem er til komin vegna þeirrar togstreitu sem afkomendur innflytjendanna bera í brjósti vegna núningsins á milli hugmyndaheims foreldra þeirra og þess vestræna samfélags sem þeir hafa alist upp í. Í mínum augum er mjög skiljanlegt að þessi staða skuli koma upp, þar sem þessir tveir hugmyndaheimar stangast svo á, og ekki heiglum hent að finna jafnvægi þar á milli. Það getur verið fullorðnu fólki erfitt verkefni, hvað þá unglingum.
Ég held að ekki þurfi að teljast undarlegt að slík staða skapast frekar meða afkomenda fólks af Íslamstrú, sem er (oft og tíðum) aggressív eingyðistrú, heldur en t.d. afkomenda fólks sem er alið upp í hugsunarhætti Austur-Asíubúa, sem gengur mikið út á að sætta sig við aðstæður sínar og sem væntanlega reyna að innprenta afkomendum sínum það sama.
Ég vil í þessu sambandi benda fólki á að lesa athugasemd númer 27 við þessa færslu , þar kemur ýmislegt athyglisvert fram í því sem íslenskur barnakennari af erlendu bergi brotinn reynir að gera fyrir sína nemendur til þess að hjálpa þeim við að finna sitt "identitet", þær áherslur sem hann leggur og það sem hann hefur orðið áskynja í kennslu barna sem eiga eftir að verða unglingar í álíka stöðu og þeir unglingar sem nú láta leiðast til að taka þátt í óspektum viðlíka þeim sem nú herja í Danaveldi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 13:07
Þarna í seinustu málsgrein er orðinu "viðlíka þeim" ofaukið.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 13:17
Góðir púnktar hjá Úlfi.
Ég er sammála því sem hann segir afbrot innflytjenda og afplánun í heimalandi. Við þurfum að taka á þeim málum af festu, ef erlend glæpagengi eiga ekki að spilla góðri vinnu sem unnin hefur verið hér hjá okkur í þessum málaflokki og skapa andrúmsloft sem er öllum innflytjendum fjandsamlegt - fyrir utan það að auðvitað viljum við ekki afbrot, hvort sem þau eru framin af Íslendingu eða erlendu fólki.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.2.2008 kl. 22:25
Greta, hvað segirðu kona, eru íslenskir bófar ekki betri en útlendir?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2008 kl. 11:25
Gallinn við innlenda bófa er að það er ekki lengur hægt að reka þá úr landi.
Úlfur (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 12:10
Dæmdir skóvargangsmenn á Íslandi eru aðeins þeir sem þora að segja sannleikann. Bófar, glæponar og bandítar geta jafnvel stigið til metsorða. Líttu í kringum þig, Úlfur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2008 kl. 13:52
"Ein Volk, ein Reich, ein Führer"
þetta er smekkleg samkoma hjá ykkur.
Matthías Ásgeirsson, 19.2.2008 kl. 14:32
Matti kemur inn eins og skrattinn úr sauðaleggnum, les Jón Val og fær innspýtingu sem endist honum það sem eftir er dags. Ég held að honum langi í einvígi við Jón Val. En ef þeir fara að rífast hér, mun ég bregða mér í líki reiðiguðs og eyða hugarfóstrum þeirra. Það er tilgangslaust að ata saman Guðsmanni eins og Jóni, sem líkast til er harðari á bókstafnum og betur að sér í Biblíunni en Guð sjálfur og vantrúarmanni eins og Matta, sem búinn er að gera fyrirlitningu sína að bókstafstrú. Í raun eru Jón og Matti mjög líkir karakterar. Er einhver skyldleiki?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2008 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.