16.2.2008 | 20:28
Kaupmannahöfn brennur
Og nú er bálið komið svo að segja heim til mín. Meðan ég sat við skriftir fann ég allt í einu brunalykt. Ég þefaði að öllu innandyra, en þar var allt með kyrrum kjörum. Svo opnaði ég hurð og sá ég þá fimm slökkviliðsbíla, lögreglu, eldtungur og reykhaf. Reykurinn og fnykurinn barst beint að húsinu okkar. Þegar ég skrifa þessi orð brennur hús umsjónarmanns hverfisins og endurnýtingarstöð handan við hornið minna en 100 metra í burtu. Það verður líklega ekki hægt að fara með pappa í endurvinnslu á morgun.
Var þessi íkveikja framin í nafni hins ófrýnilega Múhameðs, sem enginn má sjá, en sem allir sjá hvort sem er - ef þeir vilja? Eða var bálið kynt vegna þess að innflytjendagengi eru reið yfir því að danska lögreglan vill herða á löggæslu út af eiturlyfjasölu? Eldurinn er sá sami. Þeir sem kveikja hann gera það í nafni spámannsins sem ekki má sjást. En eldurinn sést.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 217
- Frá upphafi: 1353028
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 166
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það fylgir ekki friður þessum Múhammeð, er Danmark for alle eller er Danmark for Allah? Spyr sá sem ekki veit.
Vilhjálmur hafðu þökk fyrir greinar þínar um Gyðinga, Guð blessi þig.
Aðalbjörn Leifsson, 16.2.2008 kl. 20:43
Aðalbjörn, ég held að Danmörk sér fyrir alla. Allah hefur alltaf verið velkominn enda Danir mjög gestrisin þjóð, þótt öðru sé haldið fram. En fylgismenn hans og stríðsherrans Múhameðs eiga það til að draga þá inn í allt sem þeir gera, bæði gott og vont. Guð á ekki að vera afsökun fyrir gerðum mannanna og ég held að það standi líka í Kóraninum. Menn eru hins vegar misjafnlega vel læsir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.2.2008 kl. 21:08
Þú ert nú sá fyrsti sem ég sé setja málið í þennan eiturlyfjagengis-vínkil, hér á landi hefur að minnsta kosti ekki frést um hann, aðeins haldið fram að þetta sé allt út af myndunum alræmdu.
Jón Arnar, sem býr í sömu borg og þú, vill meina að vandamálið sé fyrst og fremst unglingavandamál...það er að segja annarar-kynslóðar-innflytjenda-unglinga???
Einhvern veginn sé ég það ekki fyrir mér sem stíl eiturlyfjagengja að fara um og brenna bíla og kveikja í húsum...
Sem betur fer virðast þó íbúðarhús látin í friði í þessum róstum. Því miður ekki svo vel sunnar í álfunni, þar sem nýnasistar hafa brennt fólk inni sem þeir höfðu ekki mætur á.
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 03:47
Horfðu á þetta Greta:
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397836/1
Fréttirnar eru mataðar niður í ykkur á Íslandi. Og það á uppsprengdu verði eins og allt annað. Og þið segið ekki neitt. Alveg eins og þegar þar er óskýranleg hækkun á nauðsynjavöru í Bónus.
Aðeins einu sinni, í byrjun sjónvarpsfrétta RÚV, þann 14. febrúar, var hin eiginlega ástæða fyrir uppþotunum nefnd. Kannski vegna þess að RÚV hafði varla sagt frá málinu áður. Síðan hafa íslenskar fréttastofur sniðgengið þá ástæðu og nú er það atburður sem átti sér stað 4 dögum eftir að róstur byrjaði sem er kennt um.
Líklega er Jón Arnar, sem þú nefnir, ekki búinn að læra dönskuna nógu vel til að lesa það sem gerist hér í landi. Ég hef búið hér í meira eða minna í 27 ár og hef séð hvað er að gerast. Danir eiga að sjálfsögðu sök á ýmsu, en Íslamofasisminn er auðveld afsökun sem þessi ungmenni nota til hefja sig upp. Fyrirmyndina hafa þau úr heimi trúar sinnar, en aðferðirnar eru að hluta til sóttar til smiðju vinstri manna af 68 kynslóðinni. Ég kenni, sem sagt, ekki neinu einu um. Það eru margar skýringar.
En eitt er víst. Óöldin byrjaði ekki vegna múhameðsteikninga, og eins og einn múftinn í Kbh. reyndi að segja við ungmennin: "Múhameð segir ekki að menn eigi að brenna bíla".
Þegar ungmennin sjálf segja ástæðuna fyrir því að þau gengu berserksgang fyrir rúmri viku séu eyturlyfjaeftirlitið og mótmæli við lögreglu, þá verð ég að taka það trúanlega.
Vandamál ungra innflytjenda eru ekki sköpuð af Dönum eða þeirri ríkisstjórn sem nú eru við völd. Þeir hafa fengið sömu skólagöngu og aðrir (sem reyndar er léleg, því danskt skólakerfi er lélegt), þeir fengu og fá sérkennslu, þeir fá og hafa fengið sérhjálp; Alla aðstoð sem eitt besta velferðaþjóðfélag heims getur gefið. Þeir tala betri dönsku en margir Íslendingar, en þeir geta greinilega ekki stýrt lífi sínu. Annað fólk sem er atvinnulaust, gengur ekki um og kveikir í. (Kannski ætti ég að fara að gera það).
Nú er þetta orðin blanda, sem byrjaði með því að mjög valdamiklar og öfgafullar mafíur hér í landi (sem sumar hverjar selja dauðann í nafni Allah), hófu skipulagðar óeirðir og skemmdaverk. Þessar mafíur er mjög öflugar og eru búnar að vinna baraáttuna um eiturlyfjamarkaðinn við mótorhjólamafíurnar. Svo er Múhameð blessuðum, nauðugum viljugum, blandað í kokteillinn og hann verður bitur.
Sumt fólk sem þarf að horfa upp á þetta er haldið escapisma, veruleikaflótta, og setur fram allar aðrar skýringar en þær sem eru handbærar. Maður sér meira segja fólk sem kennir fjölmiðlum um og heimtar að danskir fjölmiðlar hætti að segja frá því sem gerist í þjóðfélaginu. Það fólk heimtar ekki aðeins að það megi ekki birta myndir af Múhameð, heldur krefst þessa að hætt verði segja frá glæpum innflytjenda, sem eru nú í miklum meirihluta í Danmörku.
Horfðu svo á þessa RÚV frétt frá því í gær : http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4397838/4
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2008 kl. 07:48
Nú skil ég betur hvað þú átt við þegar þú segir: En eldurinn sést!
Hvernig eigum við hér uppi á Íslandi að geta skilið hvað er að gerast út frá þeim endemis fréttaskýringum (eða skorti á þeim) sem við fáum hér í fjölmiðlum? Það væri kapituli út af fyrir sig að skrifa um það.
Það er ekki ofsögum sagt af einfölduninni í fréttaflutningi hér á landi, það segirðu satt. Þú skilur kannski hvers vegna mér fannst erfitt að sífellt var ætlast til að maður væri að diskútera innflytjendamál í Danmörku hér um árið í dönskunáminu mínu - þar sem mér fannst ég ekki hafi neinar forsendur til þess og allt sem ég segði yrði meira og minna innhaldslaust blaður byggt á vanþekkingu og misskilningi. Kannski var ég bara svona neikvæð, vegna þess að ég hélt ekki að slíkt væri innifalið í tungumálanámi. En það að fræðast um málefni þjóðarinnar er víst innifalið í slíku námi og "indvandrerproblemerne" tekur greinilega sífellt stærri skerf í umræðunni um þjóðmál í Danaveldi.
Vilhjálmur, þaka þér fyrir þessan fróðleik. Ég þarf að horfa á þetta sem þú gefur tengla á og melta þetta betur, áður en ég segi meira.
Augljóslega er þó hér um að ræða ungt fólk sem lendir í klemmu milli tveggja hugmyndaheima, rótlaust og veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga og útkoman er þessi, íkveikjur og "ballade". Guð og Allah (og Jahve, því þessir þrír eru einn) veri oss og öllum náðugur!
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 13:25
Sæl Greta, ekkert í heiminum hefur eina ástæðu. En sumar ástæður geta verið þyngri á vogaskálunum en aðrar.
Hljómaði þetta ekki eins og Konfutse.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2008 kl. 15:19
Jú, spakur ertu, Vilhjálmur!
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 17:51
Vilhjálmur, af því að efaðist hér að framan um að Jón Arnar skilji dönsku nógu vel til að skilja hvað er að gerast í kringum hann vil ég koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. Þetta skrifaði hann mér þegar ég spurði hann að því hvernig stæði á því að Dani (af því hann sagði alltaf "við" í athugasemdum sínum þegar hann talaði um Dani) héti íslensku nafni og skrifað svona góða íslensku:
"Er fæddur á Íslandi og hef búið erlendis í bráðum 50% af mínu lífi + að ég átti pabba sem bjó hér frá því ég var 13ára því tel ég mig Dana nú er ég bý í DK Nordmann er ég bjó í Norge og Ísl er ég bjó á Íslandi"
Greta Björg Úlfsdóttir, 17.2.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.