10.1.2008 | 19:02
Þurrkaðar döðlur
Ég heyri, og sé, að Ingibjörg Sólrún er skærasta stjarnan á Egyptalandi þessa dagana. Þar hitti hún meðal annars starfsbróður sinn sem heitir Geit. Þau hafa örugglega um margt að ræða. Í dag tjáði hún sig um friðarferlið í Miðausturlöndum í hádegisfréttum á RÚV. Al Jasíra var líka með hálftíma frétt um heimsókn Ingibjargar Sólrúnar, sem varð til þess að nýjasta ræða Osoma Bin Ladens var frestað.
Ég hef oft velt fyrir mér, af hverju friðarferli séu svo mikilvæg fyrir Ingibjörgu og almenning á Íslandi? Er ekki nær að leysa hnútinn sem er kominn á slaufuna hans Þorsteins Davíðssonar eftir greiðann sem Matthiesen gerði honum.
Af hverju tuðar konan á "landnemabyggðum" gyðinga sem aðalvandamálinu á svæðinu, meðan hún segir lítið sem ekkert um árásir öfgafullra íslamista á saklausa íbúa Ísraelsríkis og annarra landa.
Er ekki nóg af vandamálum á Íslandi sem væri nærri lagi fyrir Ingibjörgu og samráðherra hennar að leysa, í stað þess að þeysast um á drómedara og upp á pýramída og ætla sér að leysa vandamál sem engar líkur eru á að leyst verði meðan að nær allur heimur Íslams, og vinstrimenn á Vesturlöndum þar að auki, leggja fæð á Ísraelsríki og hata lýðræði?
Myndin að ofan er af fararskjóta ráðherrans, sem er af gerðinni Jassir. Þetta er rykþétt lúxorbikkja með leðursætum, innbyggðu kælikerfi og vatnstanki. Sú neðri er bara lík Abdul Geit, utanríkisráðherra Egyptalands.
P.s. gleymdi Imba nokkuð að mótmæla mannréttindabrotum í Egyptalandi?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Spaugilegt | Breytt 13.1.2008 kl. 18:10 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Ekki dreg ég í efa að samfundir þeirra Ingibjargar Sólrúnar og Ahmed Ali Abdoul Gheit hafa verið ánægjulegir. Þarna hefur Ingibjörg haft tækifæri til að lýsa aðdáun sinni á afrekum Mujahideen (Mu-Jihad-een) víða um heim. Fátt gleður múslimi meira en heimsóknir stuðningsmanna úr norðri, sérstaklega ef þeir sýna hæfilega undirgefni (Islam) og aðdáun á útrás (Jihad) múslima.
Mig grunar að einnig hafi verið rætt um að múslimir á Íslandi kæmu sér upp mosku í Reykjavík og útnefndur yrði fljótlega stór-mufti fyrir Ísland, svo að Sharia lögin fái rétta túlkun.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.1.2008 kl. 22:48
Að ríða á Drómedara já. Væri betra að hún geystist um á Geit?
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.1.2008 kl. 00:43
Þarna ert þú að rugla saman orsök og afleiðingu. Sjálfsmorðsárásir Palestínumanna eru afleiðing af ólöglegu hernámi Ísraela og landráni þeirra í formi landránsbyggða sinna. Landránsbyggðir Ísraela eru því hluti af orsök átakanna fyrir botni Miðjaraðhafs en sjálfsmorðsárásirnar eru eðeins ein af byrtingarmyndurm ástandsins.
Ef maður vill leysa vandamál þá ræðst maður á orsakir þess en ekki byrtingarmynd þess.
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 03:22
Sjálfsmorðsárásir eru mjög sjaldgæfar nú orðið, þar sem búið er að byggja ljóta varnarvegginn. Hann er afleiðing árása inn í Ísrael og stuðnings fólks eins og þín, Sigurður, við hryðjuverk. Sjálfsmorðsárásir, sem eru orsökin, eru því léleg lausn á vanda Palestínumanna og er ekki góður kostur fyrir umhverfið.
Morðárásir gegn gyðingum voru líka algengar fyrir 1948. Morðárásir Palestínumanna hafa einnig verið framdar í öðrum löndum en Ísrael.
Ekkert er óalgengt að þjóðir missi land sem deilt er um, en sjaldan til þeirra sem ráðist var á. Stríð Ísraelsríkis eru varnarstríð. Flest löndin umhverfis ríkið hafa haft fyrir stefnu að ryðja íbúum Ísraels út á sjó, svo notuð sé slagorð þeirra sjálfra. Gyðingar líta á land þetta sem sitt land. Það er ekkert sem getur breytt því, og þaðan að síður þú, Sigurður M. Grétarsson, nema að þú segir upp störfum þínum hjá ríkinu og sláist í hóp Hamas. Ég held þó að þú ættir ekki að gera það. Kópavogur er aðeins skárri en Gaza.
Þegar fólk getur haldið afrám að tuða um rétt þjóðar, sem getur ekki hangið saman vegna spillingar og innbyrðis skálmaldar, ætti það að minnast þess að Ísraelsríki var byggt á líkhrúgu þeirra gyðinga sem Evrópumenn og einnig múslímar skildu eftir sig í gegnum aldanna rás. Nú síðast voru það 6 milljónir í Evrópu. Orsakir og afleiðingar. Bretar skiluðu Palestínu af sér og hlóðu vopnum á Palestínumenn. Gyðingar sigruðu. Orsakir og afleiðing. Palestínumenn studdu Saddam og yfir 20% þeirra telja Osama bin Laden hetju. Samt styrður BNA þessa þjóð. Orsakir og afleiðingar?
Ef Palestínumenn ætla að láta taka sig alvarlega, verða þeir að geta sætt sig við að gyðingar (landnemar) búi í landi þeirra, alveg eins og Íslendingar sætta sig við að Pólverjar búi í þúsundatali á Íslandi. Ef landnemarnir vilja það ekki (eða telja líf sitt vera í hættu vegna haturs Palestínumanna á þeim) verða þeir auðvitað að flytja aftur til Ísrael. Ef Pólverjar á Íslandi fylgja ei lögum skulu þeir land flýja. En hver verða lögin í Stórpalestínu? Sharía, hengingar, grýtingar og múgæsing? Er lýðræði útópía í múslímsku landi?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.1.2008 kl. 08:15
Sigurður Þór, geiturnar voru í verkfalli og samningar hafa verið lausir lengi, reyndar allt síðan á dögum Ramses II. Nú voru þær búnar að fá nóg.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.1.2008 kl. 08:22
Vilhjálmur, þú metur mannslíf og frið út frá trúarforsendum, ef ég skil þig rétt. Ef arabi drepur Gyðing þá er það hryðjuverk eða jihad, en ef að Gyðingur skítur araba þá er það afskaplega eðlilegar varnir. Þú vilt halda milljónum manns í fátækt, landlausum undir hæl her- og kjarnorkuveldis. Á kristin trú að koma í veg fyrir samúð og skilning á erfiðum aðstæðum fólks, eins og virðist í þínu tilfelli?
Þú segir; "Af hverju tuðar konan á "landnemabyggðum" gyðinga sem aðalvandamálinu á svæðinu, meðan hún segir lítið sem ekkert um árásir öfgafullra íslamista á saklausa íbúa Ísraelsríkis og annarra landa". Fyrsta lagi er bæði hroki og að því er virðist kvenfyrirlitning í þessu. Þitt vandamál er að sjá ekki þann vanda sem að landnámið hefur gefið af sér.
Gunnlaugur B Ólafsson, 11.1.2008 kl. 10:43
Sammála síðasta ræðumanni. Einstrengingslegur málflutningur síðuhaldara er ekki vænlegur til árangurs, síst í jafn flóknu máli og honum er svo tíðrætt um.
Jón Agnar Ólason, 11.1.2008 kl. 15:29
Gunnlaugur B. Ólafsson, mér er fyrirmunað að sjá kvenfyrirlitningu í orðum mínum varðandi "tuð" ráðherrans. Palestínumenn eru ekki undir hæl Ísraelsríkis að mínu mati. Þeirra versti vandi og fjandi er óstjórn og öfgar. Ef arabi drepur saklausan gyðing, vegna þess að hann hefur útrýmingu þeirra á dagskránni (t.d. Hamas), já þá er það hryðjuverk. Ef Gyðingur skýtur (ekki "skítur" eins og þú skrifar) araba, er það því oftast sjálfsvörn. Ég verð hins vegar alltaf jafnsorgmæddur þegar ég sé saklausa Palestínumenn og Ísraela verða fyrir barðinu á frelsisbaráttu eða sjálfsvörn og einfalt fólk á vesturlönd sem skítur Ísraelsmenn út, líkt og það sé orðin einhver hefð; eitthvað sem maður verður að gera til að vera með í klúbbnum.
Ég vildi óska þess að Ísraelsmenn og Palestínumenn gætur lifað í sátt og samlyndi. Landnámið er vandi sem blásinn er upp og tekinn úr samhengi. Eins og mál voru leyst á Gaza, þaðan sem Ísraelsmenn voru gerðir brottrækir af Ísraelskum yfirvöldum, er ég fullviss um að margar byggðir Ísraela á Vesturbakkanum munu hverfa. En því miður sýndu Palestínumenn ekki neitt "þakklæti" í verki eftir að þeir fengu yfirráðin yfir Gaza. Þeir kusu yfir sig öfgamenn (vegna spillingarinnar hjá PLO og PFLP) og halda áfram árásum á íbúðarhverfi í Ísrael. Flestir íbúar Ísraelsríkis óttast um afleiðingar þess að gefa nýbyggðirnar upp á bátinn.
Ég biðst afsökunar, ef þér þykir ég sýna hroka með skoðunum mínum, en því miður er ekki smá hroki hjá þér þegar þú spyrð "hvort kristin trú á að koma í veg fyrir samúð og skilning á erfiðum aðstæðum fólks". Þér til upplýsingar hef ég ekkert með kristna trú að gera. Ég hef grafið upp kirkju og er með háskólapróf í sögu miðaldakirkjunnar og klaustra (sem fornleifafræðingur), en ég er ekki kristinn og ekki í þjóðkirkjunni. Ég ber hins vegar mikila virðingu fyrir trúuðu fólki sem þorir að sýna Ísraelsríki trúnað og stuðning.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.1.2008 kl. 15:37
Jón Agnar Ólason, þakka þér fyrir skoðun þína. Við leysum örugglega ekki málin í Miðausturlöndum hér á mínum síðum. Við innlit hjá þér skilst mér að þú sért frankófíll. Fransmenn eru líka ólíklegastir til að leysa neitt í Miðausturlöndum. Það treystir enginn þeim þar. Mjög margt fyrir botni Miðjarðarhafs fór reyndar í steik út af Frökkum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.1.2008 kl. 15:44
Gunnlaugur virðist hafa fremur "einfaldan smekk" þegar kemur að flóknu máli eins og Jihad (úrás) múslimanna vissulega er. Þeir hafa stundað Jihad allt frá dögum Múhammeds og þetta er þeirra lífsstíll. Stundum hafa þeir litið mildum augum til þeirra sem þeir nefna "fólk bókarinnar", en það eru Gyðingar, Kristnir og fylgismenn Zaraþústra. Oftast hafa múslimir þó ofsótt þetta fólk eins og aðra og talið til sæluvistar að drepa það.
Ef Gunnlaugur hefði vitglætu á þessu umræðuefni, myndi hann ekki viðhafa þau ummæli sem hann lætur frá sér fara. Skilur maðurinn ekki, að Ísrael hefur allt frá stofnun verið í útrýmingarhættu og að það er eingöngu fyrir fádæma seiglu Gyðinga að ríki þeirra er enn á kortinu. Veit maðurinn ekki, að stríðsmönnum Al-ilah hefur nær tekist að útrýma Kristnum og Gyðingum á svæðinu frá Atlandshafi til Svartahafs og raunar mun víðar. Múslimir voru til dæmis á tímabili langt komnir með að leggja undir sig alla Evrópu.
Annað hvort er Gunnlaugur ákaflega vitgrannur eða hann er dyggur þjónn (abd) Múhammeds. Hvor ástæðan sem er, getur útskýrt fylgisspekt hans við Ingibjörgu og Samfylkinguna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.1.2008 kl. 16:24
Þakka þér fyrir hnitmiðaðar athugasemdir, Loftur. Rétt mælir þú að vanda. Ég held að vandamálið með fólk, sem sér rautt þegar öfgar Íslams eru gagnrýndar, sé að það hefur ekki nennt að sitja sig inn í söguna og velur frekar múgæsinguna.
Hver ætli sér orðinn kostnaðurinn af öllum þessum Arabíureisum Sólrúnar eða Indíaferðum forsetans? Það er náttúrulega ekki ókeypis að leita litla Íslandi hlutverki meðal þjóðanna. En að vera í hlutverki einfeldningsins er frekar neyðarlegt.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.1.2008 kl. 16:57
Takk fyrir að minna mig á að það að skjóta og skíta er yfirleitt ekki sami hluturinn :) Maður er auðvitað smeykur við skytterí út af málefnum Miðausturlanda við heittrúaðar vitsmunabrekkur. Vilhjálmur er dok og með öflugan aðstoðarman, Loft, sem að er jú þéttvaxinn af viti, miðað við þann stall sem að hann hefur tyllt sér á með skrifum sínum.
Hér eru greinilega menn sem að þurfa að komast í ráðgjafahóp Bush, en hann ku víst hitta vikulega á forystumenn í kristnum trúfélögum og fá ráðleggingar, hvernig hægt er að útfæra stefnu Guðs í pólitík bæði heima fyrir og alþjóðlega. Bush hefur þó ákveðið að gyrða upp um sig buxurnar í málefnum Ísraels og Palestínu. Láta af allri skítlegri hyggju um eðlismun milli þessara hópa. Í stað þess að líta á aðra sem the chosen ones og hina sem the frozen ones, þá er hann loksins farinn að gera sér grein fyrir því að samræður og málamiðlanir eru forsendur samkomulags.
Umfjöllun um áhersluatriði hans má sjá á forsíðu og síðu tvö í Fréttablaðinu í dag. Forsetinn segir friðarsamkomulag muni fela í sér "sársaukafullar málamiðlanir" af beggja hálfu. Síðar kemur fram að "Bush gerði sér far um að nota orðið "hernám" til að lýsa stjórn Ísraela á landi sem ætti að tilheyra sjálfstæðu ríki Palestínu".
Á þessu má sjá að trúarmennirnir hér eru orðnir kaþólskari en páfinn. Þar að auki telst Bush sennilega til þess hóps sem þeir flokka sem "tuðara" miðað við sameiginlega sýn Bush og Ingibjargar um að Ísraelsmenn þurfi að láta af "hernámi" eða "landnámi" til þess að árangur náist í friðarviðræðum.
Ég trúi vart að dok og maður digur til vitsins tali með þessum hætti; "Annað hvort er Gunnlaugur ákaflega vitgrannur eða hann er dyggur þjónn (abd) Múhammeds. Hvor ástæðan sem er, getur útskýrt fylgisspekt hans við Ingibjörgu og Samfylkinguna". Vilhjálmur þakkar honum "hnitmiðuð" skrif.
Miðað við þetta er e.t.v. ekki allur munur á því að skíta og skjóta, í skrifum Lofts og Vilhjálms.
Gunnlaugur B Ólafsson, 11.1.2008 kl. 22:46
Heldur þykir mér það langsótt lufsa hjá þér, Vilhjálmur, að ætla mig hallan undir arabasjónarmið alfarið, aðeins ef því að ég lauk háskólagráðu í frönsku áður en ég nam viðskiptafræði. Mér er akkúrat ekkert um nýlendustefnu, hvort sem hún skrifast á Frakka í Norður-Afríku eða á Ísraelsmenn í Palestínu. Það eina sem ég segi er að viðhorf þín, værir þú í aðstöðu til eins eða neins í þessum efnum, væru lítt til þess fallin að auka líkur á friði þar eð þau draga alfarið taum gyðinga.
Mér persónulega þykir jafn lítt til koma, landnáms og yfirgangs Ísraela og svo auvirðilegra hryðjuverka Palestínumanna. Ég hef samúð með málstað arabanna í þessu samhengi, en býður við meðölum þeirra í baráttunni, rétt eins og mér býður við ofríki og yfirgangi Ísraelsmanna.
Að því sögðu tek ég undir þá ósk þína, að þessar tvær þjóðir gætu lifað saman í sátt og samlyndi. Eigum við að virða skoðanir hvors annars þaðan í frá, þó ekki nema til þess að vera sammála um að vera ósammála?
Jón Agnar Ólason, 12.1.2008 kl. 03:15
Gunnlaugi virðist vera eitthvað í nöp við George W. Bush forseta Bandaríkjanna. Hann getur samt ekki leynt ánægju sinni með að Bush er farinn að nota sama orðalag og átrúnargoðið Ingibjörg. Gunnlaugur heldur því meira að segja fram að Bush og Ingibjörg hafi "sameiginlega sýn" á umsátrið um Ísrael. Ég verð að leyfa mér að draga í efa að svo sé.
Hverjum hefði dottið í hug að Gunnlaugur byggi yfir skáldgáfu ? Núna er engu líkara en hann sé með munnræpu, en áherðsla hans á "hið skítlega" stafar líklega af hinu trúarlega samhengi hlutanna, sem hann virðist sjá víða. Þannig nefnir hann mig "trúarmann" sem er álíka gáfulegt og að snúa Faðirvorinu upp á andskotann. Gunnlaugur er að villast í eigin hugarheimi.
Gunnlaugur gengur svo langt í skálskapar-draumum sínum, að hann er farinn að ríma erlenda setningarhluta. Þannig mælir skáld-mæringurinn:
Eins og margir aðrir virðist Gunnlaugur einkum halla sér að siðferðilegri afstæðishyggju. Að allt skuli lagt að jöfnu og engin opinber afstaða tekin. Hver er afstaða Gunnlaugs til útþenslu múslimanna ? Hvað finnst honum um morðæði þeirra, sem beinist jafnvel að eigin dætrum og systrum ? Eru hryðjuverk múslima eðlileg og sjálfsögð ? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem Gunnlaugur "mannræktandi" ætti að velta fyrir sér.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.1.2008 kl. 12:29
Hverjum er nú ekki örlítið í nöp við áherslur Bush í heimsmálunum, Loftur? Persónulega finnst mér ekki skynsamlegt að halda áfram umræðu við mann sem að hefur svona mikið frelsi til að dæma. Sennilega af því að hann aðhyllist ekki "siðferðilega afstæðishyggju". En gangi þér hið besta í þínum verkum og hugðarefnum.
Gunnlaugur B Ólafsson, 12.1.2008 kl. 13:39
Loftur, Gunnlaugur "vinnur við kennslu, að sameiningu sálar og líkama og síðast en ekki síst að efla frelsi, jafnrétti og kærleika í mannlífinu". Ég mæli líka með að hann fari á kvöldnámskeið í að fara rétt með. Rökhugsun er líka kennd, en almenn skynsemi er ég hrædd um að sé búið að taka út úr kennslukerfinu.
Gunnlaugur er líka búinn að negla mig við krossinn. Þær eru annars skrítnar þessar öfgar hans í garð kristinna, þegar hann er í svipuðum bransa; Þ.e.a.s. að pússa saman sál og líkama.
Á sínu eigin bloggi er Gunnlaugur líka með stóryrði um þá sem spyrja spurninga. Hann er hálfgerður öfgamaður þegar að því kemur. Hér er athugasemd mín við hana:
Gerðu mér vinsamlegast ekki upp skoðanir Gunnlaugur. Ég hef aldrei talað eða skrifað um neitt allsherjarstríð kristinna og múslíma, sem þú skrifar um. Þú ert kannski einn af þessum bloggurum sem heyrir sýnir og sér raddir? Ég er hvorki kristinn né múslími. Það er heldur ekkert hægt að lesa um þetta "stríð" í færslu minni sem þú vísar í eða athugasemdirnar þar. Þú hefur greinilega ekki lesið stafkrók á síðum mínum. Hroki í nafni trúar, er eitthvað sem þú verður að eiga við sjálfan þig eða aðra en mig.
Trúað fólk, kristið, skrifar á síður mínar vegna þess að það styður Ísraelsríki eins og ég og stuðningur þess er undirbyggður. Mér á hins vegar afar erfitt með að skilja hvernig fólk getur lýst stuðningi við fólk og þjóðir sem lítilsvirðir öll þau gildi sem lýðræðið á Íslandi byggir á.
Ég var að skrifa um ferð utanríkisráðherra okkar til Egyptaland, sem mér finnst fásinna og eyðsla á skattpeningum. Það sem þú kallar rökræður þínar, eru að mestu eintal við sjáflan þig um eitthvað sem ég hafði ekki sagt.
Ég hef áhyggjur af öfgamönnum sem nota orð Kóransins til að réttlæta glæpi sína og áform um heimsyfirráð Íslams, þar sem mannréttindi eru fótum troðin, konur eru einskis virtar og mannslíf eru einskis virði. Maður þarf ekki að vera kristinn til að hafa áhyggjur af því. Ég þekki fjölda múlsíma og fólk sem aðhyllist önnur trúarbrögð og þeir deila með mér þessum áhyggjum. Blindur stuðningur við öfga-Íslam er skipbrot lýðræðis. Og ef þú veist ekki að slíkir öfgamenn stefna að heimsyfirráðum með aðferðum nasista, ættir þú að kynna þér arfaflóruna aðeins betur.
Ef eitthvað er, sýnir þú með þessari færslu þinni hroka í nafni fávisku. En viskuorð þín í lokin ættir þú að senda til t.d. Hamas á Gaza og sjá hvað þeir geta fengið út úr þeim.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.1.2008 kl. 13:30
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.1.2008 kl. 13:50
Vilhjálmur. Í fyrsta lagi hafa Ísraelar ekki háð nein varnarstríð við nágranna sína. Þeir hafa verið árasaraðilinn í nánast öllum stríðum sínum við nágranna sína. Þessi stríð hafa verið háð til að ræna landi af þeim og það hafa Ísraelar einmitt gert í ríku mæli. Það er ólöglegt hernám þeirra og sú villimannslega grimmd, sem þeir hafa sýnt Palestínumönnum, sem eru orsök sjálfsmorðsárása Palestínumanna. Það merkir þó ekki að sjálfsmorðsárásir þeirra séu réttlætanlegar, heldur er aðeins helsta skýringin á þeim.
Það er engin ástæða til þess að fara frá Íslandi til að styðja sjálfsaða kröfu Palestínumanna um að fá land sitt aftur. Það, sem við Íslendingar getum fyrst og fremst gert er að reyna að fá okkar stjórnvöld til að styðja við hina kúguðu þjóð Palestínumanna og fá aðrar þjóðir til að styðja við það að alþjóðasamfélagið þvingi Ísraela til að virða alþjóðalög og skila aftur stolnu landi auk þess að þvinga fram ályktur 194 hjá Sameinuðu þjóðunum um rétt palestínskra flóttamanna til að snúa aftur heim. Slíkt er eina réttláta lausnin og því eina lausnin, sem getur stuðlað að varanlegum friði á þessu svæði.
Sú fullyrðing þín að þegar Ísraeli drepur araaba sér það oftast í sjálfsvörn er þvæla. Flest dráp Ísraelshers á Palestínumönnum eru hluti af fjöldamorðum þeirra á Palestínumönnum frömdum með því markmiði að ræna ladi þeirra. Enda er það svo að það er ísraelski herinn, sem er verstu og blóði drifnustu hriðjuverkasamtök Miðausturlanda. Þegar þið stuðningsmenn Ísraela eruð að væna okkur, sem samúð höfum með hinni kúguðu þjóð Pelstínumanna, um stuðning við hryðjuverkasaamtök, þá eruðb þið svo sannarlega að kasta steini úr glerhúsi.
Þó Gyðingar telji þetta land vera sitt þá breytir það ekki þeirri staðreynd að það er ekki svo. Þeir eiga nákvæmlega ekkert tilkall til þessa lands.
Sigurður M. Grétarsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 12:05
Sigurður M. Grétarsson, rífðu kjaft einhvers staðar annars staðar en hér. Þú ert margyfirlýstur stuðningsmaður hryðjuverka og ert greinilega einnig hlynntur ætlunarverki Hitlers. Orðagjálfur þitt gagnar engum Palestínumanni og síst af öllu friði. Finndu þér eitthvað annað at hata en gyðinga og Ísrael.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.1.2008 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.