Leita í fréttum mbl.is

Hin nýju alheimstrúarbrögð

The essence of the new Religion

Nú er víst alveg óhætt að halda því fram, að nýr sértrúarsöfnuður sé orðinn til. Hann nær til heimbyggðarinnar allrar og slær brátt við kaþólsku. Strax í upphafi þessarar löngu ræðu, og til að fjarlægja allan misskilning, ætla ég að leyfa mér að undirstrika að hér er ekki um að ræða trúarbrögð í hefðbundnum skilningi þess orðs. Félagar í þessum sértrúarhóp eru ekki mikið fyrir helgihald og seremoníur og víst oft yfirlýstir og hatrammir guðleysingar, sem gera gys að venjulegu trúuðu fólki. Mantra þeirra er hins vegar auðskilin: Allt vont sem gerist í heiminum hefur aðrar skýringar en þær sem virðast liggja í augum uppi.

Trúarbrögð þessi greinast í tvær megingreinar. Annars vegar hreinræktaða vantrúarmenn og afneitara. Hér í flokki eru t.d. það fólk sem ekki trúir að helför gyðinga hafi átt sér stað og afneitar henni.

Hins vegar eru  þeir, sem hafa séð ósköp eiga sér stað í beinni útsendingu í sjónvarpinu og geta því ekki afneitað tilvist atburðarins. En þeir vilja ekki fyrir neina muni setja það sem þeir sáu í neitt samhengi, án þess að sjá samsæri og þveröfuga greiningu á við það sem flestir telja. Stór hópur fylgir nú þeirri kirkju sem heldur því fram og trúir, að Bush og Bandaríkjastjórn hafi komið ósköpunum þann 11. september 2001 af stað; að þeir hafi dáleitt hóp múslima, sett þá í flugvélar og komið fyrir sprengjum í háhýsum á Manhattan.

Vantrúarmenn, sem geta t.d. ekki trúað að þjóðarmorð hafi átt sér stað, án þess að kenna fórnarlömbunum um, eru upp til hópa sjúkt fólk, haldið þunglund og hatri. Hinir, sem ekki geta sætt sig við orðinn hlut, t.d. að ofstækismen geti grandað sumum af hæstu byggingum heims og þúsundum manna í nafni Allah, eru oftast tilbúnir að fullvissa aðra um að þeir séu hinir mestu mannvinir og friðarsinnar. Margir nýir liðsmenn þessa safnaðar eru gamlir og garfaðir vinstri menn. Þeir nota það jafnvel sem eins konar áreiðanleikavottorð þegar þeir kenna Bush, Bandaríkjunum og zíonistunum um stóra samsærið á bak við 9/11.

Ekki býst ég við því að margir landa minna séu svo forheimskaðir, að þeir aðhyllist þessi trúarbrögð samsæriskenninganna. Á einstaka bloggi hef ég þó séð nokkra furðukalla, (því þetta leggst mest á karlpening eins og Aspargers heilkenni), sem aðhyllast þessi trúarbrögð. Maður gæti haldið að sumir þeirra hafi nýverið brugðuð sér í flugferð með fljúgandi furðuhlut og ekki borið barr sitt eftir það.  

Hér í Danmörku er ástandið orðið slæmt. Hér er t.d. rekin vefsíðan http://www.911truth.dk/, stæling á www.911truth.org, sem með þekktum lýðskrumsaðferðum reynir að telja fólki trú um að vondi kallinn sé fluttur úr neðra upp í Hvíta Húsið í Washington til að angra saklaust fólk. Þetta trúfólk hefur ekki ímyndunarafl til að trúa öðru en að Bush og kumpánar hans séu á bak við hryðjuverkin árið 2001 og allt annað sem miður fer í heiminum, þó svo að yfirlýsing Bin Ladens í kjölfar 9/11 hryðjuverkanna sé bókfest.

Þetta er afar líkt og þegar menn á miðöldum, sem og Hitler og nokkrir arftakar hans síðan, kenndu gyðingum um allt sem miður fer í heiminum. Það er einnig bókfest að þeir sem flugu inn í World Trade Center trúðu því. En samt eru þúsundir manna um heim allan sem telja sér trú um að gyðingar hafi staðið á bak við árásirnar á Bandaríkin árið 2001. Þeir álíta að farþegar, sem voru í flugvélunum sem flogið var á turnana í New York og Pentagon, séu á lífi eða hafi aldrei verið til. Sams konar rök nota afneitunarmenn Helfararinnar. Samkvæmt þeim búa fórnarlömb Holocaust í Florida.

Varnarmálaráðherra Súdans kenndi sumarið 2007 gyðingum um þjóðarmorðin í Darfur. Nasistar kenndu gyðingum um kommúnisma og rússnesku byltinguna og helfararafneitendur kenna gyðingum um Helförina. Sjáið http://www.youtube.com/watch?v=w8tfhqmGkSw  Samsærismenn hata gyðinga.

Hvergi eru þessi afbrigðilegu nýtrúarbrögð eins sterk og í Bandaríkjunum, föðurlandi samsæriskenninganna. Það er margt víst margt sjúkara þar en húsbóndinn í Hvíta Húsinu, sem mér er bara farið að þykja vænt um þegar maður sér alla vitleysingana sem ganga lausir í BNA og trúa því að Al Quaeda hafi verið búið til af CIA.

Eitt gott dæmi til sönnunar kenningar minnar um að fylgjendur samsæriskenninga séu þunglyndissjúklingar, sem þyrftu á meðferð að halda, er þessi síða : Biblía samsæriskenninganna. Þar sem sérstök áhersla er lögð á að hata yfirvöldin í Washington

Mannskepnan á oft erfitt með að trúa. En það skrýtna er að VANTRÚ getur hæglegu orðið að sterkustu trúarbrögðunum. Af hverju vilja þúsundir manna um heim allan ekki trúa því að vitlausir Íslamistar hafi sprengt upp World Trade Towers hjálparlaust? Alveg hjálparlaust erum við víst öll á góðri leið með að bræða báða pólana og drukka í eigin skít. Er það kannski líka Bush að kenna?

Því miður er einn elsti veikleiki mannsins ástæða þess að við sjáum nú svo marga fylgismenn samsæristrúarbragðanna. Að kenna öðrum um og útnefna blóraböggul fyrir sameiginlegar syndir er frumstæð og leiðigjörn árátta. Því miður er sú kennd mjög sterk meðal íslamista og margra vinstri manna, og t.d. nasista. Þess vegna sjáum við svo margt sameiginlegt með fylgisfólki  Hitlers, Stalíns og þeim fylgismönnum Múhameðs, sem gert hafa Íslam að heimsyfirráðastefnu. Hitler, Stalín og Múhameð áttu sér líka eitt sameiginlegt. Þeir sáu alls staðar samsæri geng sér og drápu mismunarlaust alla þá sem þeir ímynduðu sér að stæðu í vegi sínum.

Ég læt Penn & Teller að skýra þetta betur út. Horfið á þetta.  Myndin efst er frá mótmælum afneitunartrúarmanna fyrir framan sendiráð BNA í London. Hún skýrir sig sjálf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Páll, þetta er vissulega magnað helvíti og verður líka erfitt að berjast við.

Efahyggja á ekkert skylt við vafa fólks sem er með samsæriskenningar á heilanum. Röksemdir þeirra eru ekki í anda efahyggju og aðferðafræðin oft sú að maður skoðar aðeins það sem maður hefur áhuga á og ekki mótrök. Oft ímyndar þetta fólk sér að það noti vísindalegar aðferðir. Því miður er þessu oft eins varið á meðal sumra (náttúru)vísindamanna, sem eru orðnir fastir í kreddum. Þeir gætu lært ýmislegt af lögfræðinni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 02:40

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef fullvissa yðar og vitneskja er svo afgerandi, hvernig væri þá að hrekja þessa "vitleysu" á málefnalegan hátt og svara þeim spurningum, sem þetta fólk setur fram í stað þess að hella hér fordæmingu og hroka yfir meðbræður þína.  Þetta er aldeilis ótrúlega sjálfumglaður málflutningur og hlýtur að byggjast á betri vitnesku.  Lát oss heyra.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2007 kl. 03:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil svo benda á að Penn og Teller eru yfirlýstir trúleysingjar og hafa atvinnu af því að auki að drulla yfir fólk í víðu samhengi. Eru þeir aðalheimild þín?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2007 kl. 03:19

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Aðal samsæriskenningin var upphaflega sú að einhverjir hryðjuverkamenn hefðu staðið að því að sprengja turnana. Sú kenning virðist vera uppspuni þeirra sem vildu ólmir ráðast inn í Írak, þetta hefur komið betur og betur í ljós eftir því sem frá líður. Maður á að fara varlega í að trúa svona samsæriskenningum, sérstaklega þeim sem greinilega eru settar fram í svona annarlegum tilgangi.

Sigurður Þórðarson, 7.12.2007 kl. 04:21

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ship o Hoj, tveir stórþorskar þegar komnir á land og ég held að það séu fleiri í djúpinu. Páll Jónson lenti með fjórum í herbergi. Sjá hér að ofan.

Für Jón Steinar:Eins og þú veist eru Ray Joseph Teller og Penn Jillette  af gyðingaættum, en yfirlýstir trúleysingjar, þó ég hafi reyndar séð þá við Grátmúrinn í Jerúsalem. 

Trúleysi manna þýðir ekki að þeir trúi því að Bandaríkjastjórn, CIA, FBI, NYPD, Bush og gyðingarnir hafi grandað 2750 manns í World Trade Center.  Það, að aðeins hafi fundist leifar 59 % þeirra einstaklinga, þýðir ekki að 41 % séu flutt til Flórída.   

Þú getur fundið allar upplýsingar, réttar og rangar, um árásir Íslamískra hryðjuverkamanna á Bandaríkin árið 2001 á www og víðar. Val þitt er próf, sem sýnir líklega þinn innri mann best.

Mig langar ekkert að vita meira um skoðanir þínar, enda hefur þú alloft sýnt mér og lesendum mínum, að þú ert líka veikur fyrir alls kyns afneitunum á t.d. helförinni og greinilega nú á því sem gerðist í Bandaríkjunum árið 2001. Um daginn settir þú hér inn krók á síðu sem er haldið úti af yfirlýstum gyðingahöturum, sem t.d. geta aðeins skrifað Jewish með littlum bókstaf "jewish" á ensku. Þér þótti greinilega boðskapur þeirra afar merkilegur. 

Þú ert kannski málsvari 80 % íslensku þjóðarinnar, ef dæma má út frá fjölda vina Páls Jónssonar, hér að ofan. Ef  80 % Íslendinga eru eins auðtrúa og trúgjarnir og þú á slúður og slef, get ég alveg lifað án þess að fá heimsóknir frá ykkur og tel ekki að mitt hlutverk sé að ala ykkur upp og segja ykkur hvar þið eigið að ná í haldbærar upplýsingar.  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 09:37

6 identicon

Mér finnst Siðmennt vera versti trúarhópurinn hér á landi í dag. Þessi örsamtök virðast trúa því að þau eigi að stjórna skoðunum yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Siðmennt minnir á lítinn kött sem heldur að hann sé stórt ljón. 

Stefán (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 10:21

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þrír þorskar á land. Það veiðist svei mér vel í dag.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 10:42

8 Smámynd: Mofi

Ég er kristinn og er í engum vafa um að helförin átti sér stað og að menn lentu á tunglinu. Þótt ég sé líklegast sá aðili sem er mest á öndverðu meiði við skoðanir Vantrúar þá get ég engann veginn kvittað upp á það sem þú segir um þá. Þeir eru mjög skeptískir á allar samsæris kenningar, pólitískur réttrúnaður virðist vera í miklu uppáhaldi hjá þeim.

Ég veit ekki allann sannleikann varðandi 9/11 dæmið en augljóst þykir mér að þetta er stórfurðulegt dæmi. Frekar ódýrt og ómerkilegt að afgreiða svona spurningar og pælingar með þeim hætti sem þú gerir Vilhjálmur; ætlarðu að afgreiða mig með "enn annar þorskur á land" og láta þig dreyma að það sé málefnaleg afgreiðsla?

Mofi, 7.12.2007 kl. 11:11

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Erlingur, hefur þú spurt samkennara þinn um 9/11 eða Helför gyðinga? Fannst honum hún vera uppspuni þeirra sem höfðu sterka stöðu eða unnu í stríði?

Þeir sem myrtir voru í Helförinni höfðu ekki sterka stöðu. Þeir sem myrtu þá fengu hins vegar Marshall hjálp frá BNA. Margir líta á morðingjana sem fórnarlömb, líkt og þeir gera í tengslum við 9/11.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 11:17

10 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mofi, segðu frekar ættingjum þeirra sem myrtir voru 11.9. 2001 upp í opið geðið hvað þér finns og gerðu það endilega eins kristilega og þú getur.

Fæstir ættingjar þeirra sem létust, fylgja rausinu og ruglinu í fólki sem sér samsæri Bandaríkjastjórnar. Þeir geta verið ósáttir með ýmislegt en sorgin er örugglega nóg til þess að vera ekki að eitra hana með spekúlasjónum um ríki í ríkinu og alls kyns ofsóknarbrjálæði.

Fjórði fiskurinn var ekki þorskur, heldur heljarins heilagfiski.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 11:27

11 identicon

Örfáar staðreyndir um 11. september 2001. 

1. Larry Silverstein, eigandi WTC, tryggði byggingarnar sérstaklega gegn hryðjuverkaárásum innan við 2 mánuðum fyrir 11. September.


2. Larry Silverstein sagði sjálfur að þeir hefðu ákveðið að sprengja byggingu 7 niður vegna þess að af henni stafaði mikil hætta vegna þess að hún hafði skemmst í eldi. Stuttu síðar neitaði hann því alfarið að byggingin hefði verið sprengd og sagði að um misskilning væri að ræða.


3. Þess má geta að Larry Silverstein fékk síðar 4.3 milljarða bandaríkjadala greidda út frá mestmegnis þýskum tryggingafélögum.


4. Það er vonandi rétt hjá Larry Silverstein að um einhverskonar misskilning hafi verið að ræða, að hann hafi meint einhverja allt aðra byggingu í öðru landi þegar hann talaði um að þeir hefðu ákveðið að sprengja niður WTC7, því að samkvæmt framburði sérfræðinga í faginu, þá tekur margar vikur að undirbúa slíkann gjörning sem þennann. Sem eitt og sér ætti að sanna að menn vissu í hvað stefndi þarna.


5. Merkilegt nokk, þá voru WTC byggingarnar komnar vel til ára sinna og voru stútfullar af asbesti. Heilbrigðisreglugerðir kröfðust þess að asbestið yrði fjarlægt úr byggingunum, en slíkt hefði kostað stjarnfræðilegar upphæðir.


6. Samkvæmt framburði sérfræðinga, þá er allt sem bendir til þess að útskýringar yfirvalda séu einhverskonar yfirvarp. Þeirra samsæriskenningar halda hvorki vatni né vindi þegar kemur að gagnrýni.

7. Allt bendir til þess að byggingarnar hafi verið sprengdar niður af sérfræðiþekkingu, en ekki hrunið vegna þess að burðarbitar hafi ofhitnað vegna bruna flugvélaeldsneytis.


8. Flugvélaeldsneyti brennur þar að auki mjög hratt og megnið af því hefur brunnið í stórum eldhnetti á fyrstu mínútunni eftir að flugvélarnar lentu á turnunum.


9. Sú kenning að eldsneytið hafi brunnið ofan í lyftugöngum í byggingunni og þannig brætt burðarbitana stenst varla, þar sem flugvélaeldsneyti þarf súrefni til þess að brenna. Á augabragði hefði eldsneytið klárað allt súrefni sem hefði verið inni í slíkum lyftugöngum og þarmeð hefði lítill eldur verið eftir fyrstu sekúndurnar.


10. Annars er óþarfi að spá mikið í þeirri kenningu að flugvélaeldsneytið hafi valdið hruninu, einfaldlega vegna þess að sá hiti sem flugvélaeldsneyti brennur við nægir engannvegin til þess að bræða stál. Flugvélaeldsneyti brennur á um 650°c, en það þarf yfir 2000°c til þess að bræða stál, og það þarf einnig að viðhalda þeim hita í langann tíma til þess að það gerist. Einhverra hluta vegna bráðna flugvélahreyflar ekki við það að steinolían brenni inni í þeim, frekar en að bílvél bráðnar við það að bensín brenni inni í henni.


11. Allar þrjár byggingarnar falla nánast á hraða frjáls falls. Bygging 7 fellur td. Á 6.6 sekúndum. Ef hlut er sleppt úr sömu hæð í frjálsu falli, þá tekur það hann 6.0 sekúndur að ná jörðu. Það eitt og sér útilokar „pönnukökukenninguna“ svokölluðu, því hver einasta hæð hefði hægt á falli byggingarinnar að mati sérfræðinga.


12. Þegar byggingarnar falla, sjást sprengistrókar skjótast út úr þeim mörgum hæðum fyrir neðan, jafnvel tugum hæða í sumum tilfellum. Þetta er vel þekkt fyrirbæri þar sem um stjórnaða eyðileggingu er að ræða. Það sem gerist er að einstaka sprengihleðsla springur ekki á réttum tíma.


13. Einnig er vert að minnast þess að ALDREI áður í sögu mannkyns hefur háhýsi hrunið sökum elds. Byggingar hafa brunnið í sólarhring án þess að hrynja. En á þessum degi gerðist það þrisvar sinnum að mati hins opinbera.


14. Þegar byggingar hrynja vegna einhverra hamfara, annara en stjórnaðrar eyðileggingar, þá hrynja þær ekki beint niður. Líkurnar á því að allir burðarbitar byggingar gefi sig á nákvæmlega sama augnablikinu er stjarnfræðilega litlar. Samt gerðist það þennann dag, ekki einusinni, heldur þrisvar.


15. Viku eftir fall bygginganna er verið að moka upp bráðnu málmgumsi sem er enn svo heitt að það glóir. Þetta er vel þekkt fyrirbæri þar sem Þermít er notað til að skera stálbita, en er algjörlega óþekkt þegar byggingar hrynja vegna náttúruhamfara eða annara orsaka.

Þú getur haldið áfram að hæðast að skoðunum þeirra sem nota rökhugsun og staðreyndir til þess að móta sér skoðun á því hvað er sannleikur í gríðarlega ritskoðuðum áróðursfjölmiðlum vestan hafs. Enda er ég sannarlega ekki að biðja þig um að trúa mér. Hinsvegar ættirðu kannski að kíkja betur á hlutina áður í stað þess að trúa öllu sem þú lest í mogganum og sérð á Fox news.

Thinktank (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:29

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Meira Mofi, þegar ég skrifa um Vantrúarmenn hér að ofan á ég ekki við litla söfnuðinn á Íslandi sem hafnar allri andargift og trúarþörf manna. Ég hef álíka lítið álit á þeim söfnuði og sparðatíningi þeirra og þú. Ég held ekki að þeir afneiti Helförinni. Kannski hefur þú ekki lesið taðið mitt nógu vel.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 11:34

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú keyra meira segja hugsuðir í tönkum inn á bloggið mitt. Thinktank er greinilega enginn þyrsklingur þegar að afneitunum og rugli kemur. Hann kennir auðvitað líka gyðingi um hrun World Trade Center.

Með svona stórlax verð ég að fara að hafa samband við eitthvað frystihús. Aflinn er allverulegur.

Æji, þetta eru bara fimm fiskar. Varla geta verið fleiri Íslendingar, sem vita allt um sprengjurnar sem settar voru í World Trade Center áður en flogið var á þær.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 11:41

14 identicon

Vilhjálmur minn. Svar þitt við athugasemdum ThinkTank eru einar og sér nóg til að ég hafi myndað mér skoðun á þér. Þú segir að hann sé í afneitun og komi með rugl, þegar í raun ert það þú sem ert í afneitun.

Ef þú ætlar að hunsa allar vísindalegar staðreyndir (já ég segi staðreyndir, þar sem bræðslumark stáls og fallhraði eru sannaðar staðreyndir) þá ættir þú að leita þér aðstoðar.

Náðu þér í stærri fötu karlinn, því að að þínu mati varstu að ná þér í annan "fisk", þegar í raun og veru varstu bara að fá rökrétta ábendingu um óviðjafnanlega þröngsýni og heimsku þína.

Atli Már Egilsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:00

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Atli Már, ég er bara alls ekki þinn. Við eigum enga forsögu saman.

Ég vona að réttir aðilar í Bandaríkjunum hafi fljótlega samband við þig, áður en fallhraði þinn verður of mikill. Með allar þessar vísindalegu staðreyndir, sem þú ræður yfir, er engin ástæða að vera að að rífast við nöldrara eins og mig sem ekkert veit.

Annars flokkast þú nú til marhnúta í aflatölum mínum.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 13:20

16 identicon

Hehe, leitt að sjá að þú hefur ekki þroskast mikið af þessari umræðu.

Það hefur lengi auðkennt málefnabaráttu þeirra greindaskertu að koma með persónulegar árásir frekar en að halda sig við málefnið. Þú fellur vel inn í þann hóp :)

Mér finnst alltaf jafn gaman þegar viðmælandi minn niðurlægir sjálfan sig eins og þú ert að gera, því þú ert strax búinn að sanna mitt mál :)

Atli Már Egilsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 13:31

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Kínverskur vinur minn kenndi mér eitt sinn gott trikk. Maður á að vera vingjarnlegur við dóna. Þakka þér fyrir ábendingarnar Atli, og gangi þér allt í haginn. Ertu kannski líka með mikilvægar leyniupplýsingar og sannanir varðandi Helförina?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 13:44

18 identicon

Ég hef vissulega mínar skoðanir á Helförinni eins og flestir aðrir, en engar leyniupplýsingar því miður.

Þakka þér sömuleiðis fyrir áhugaverða umræðu og eigðu góða helgi :)

Atli Már Egilsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 15:46

19 identicon

Það er enginn að kenna neinum gyðing um það að hafa staðið á bakvið árásirnar þann 11. september. Það er eru alfarið þín orð en ekki mín. Sú staðreynd að Larry Silverstein sé gyðingur er hrein tilviljun. Það sem ég hinsvegar er að sýna fram á er það að mér þykir það einkennileg tilviljun að hann hafi sérstaklega tryggt byggingarnar fyrir hryðjuverkaárásum nokkrum vikum fyrir árásirnar.

Það er einnig einkennileg staðreynd að yfirmaður öryggismála í World Trade Center var enginn annar en bróðir forsetans, Marvin Bush. Það er líka einkennileg staðreynd að í byggingu 7 sem hrundi án nokkurar sjáanlegrar ástæðu, enda stóð hún langt frá tvíburaturnunum og engin flugvél flaug inn í hana, voru höfuðstöðvar SEC (Securities & Excange Commission) en það er bandaríska verð- og hlutabréfaeftirlitið. Hjá þeim var bróðir Marvins, forsetinn sjálfur í rannsókn vegna tengsla hans við gjaldþrot Enron. Einnig var Richard „Dick“ Ceney í rannsókn vegna fjármálamisferlis sem CEO hjá Halliburton.


PNAC, (Poject for a New American Century) var nefnd sem var skipuð neo-conservatískum pólitíkusum sem hafði þann tilgang að koma með tillögur að mótun utanríkisstefnu Bandaríkjanna á nýrri öld. Þessi nefnd skilaði af sér skýrslu sem þú getur lesið hérna:

http://www.newamericancentury.org/


og hérna:
http://en.wikipedia.org/wiki/Project_for_the_New_American_Century


Í skýrslu sem þessi nefnd gaf út árið 1997: Rebuilding America's Defenses, eru talin upp líkleg markmið bandaríkjanna á nýrri öld og hernaðar- og efnahagslegt mikilvægi þess að ná völdum í Evrasíu. Í lok skýrslunnar segir eftirfarandi um vandamálin sem því fylgja að sveigja almenningsálitið með þessum markmiðum, að það þurfi nýja árás á boð við Pearl Harbour til þess að ná sínu fram:


"Further, the process of transformation, even if it brings revolutionary change, is likely to be a long one, absent some catastrophic and catalyzing event––like a new Pearl Harbor"


Þann 11. September fengu þeir sína langþráðu árás í líkingu við Pearl Harbour, Þeir réðust inn í Evrasíu og hófu stríð sem enginn hefur enn séð fyrir endann á. Stríð sem hafa valdið dauða tug ef ekki hundruð þúsunda manna og þjáningum milljóna. Er það réttlætanlegt fyrir þau 3000 líf sem týndust þennann dag fyrir rúmum sex árum síðan?

Fyrst að þú ert að saka okkur sem notum á okkur hausinn til þess að hugsa með honum um að vera gyðingahatarar, þá held ég að þú ættir að kynna þér aðeins forsögu Bush ættarinnar og hvaðan sú fjölskylda byggði auð sinn. Sjáðu til, uppáhalds stjórnmálamaður afa gamla, Prescott Bush var nefnilega enginn annar en Adolf Hitler. Prescott þessi seldi þjóðverjum næstum helming alls þess stáls sem notað var í stríðsmaskínu nasista, ásamt því að vera aðalmaðurinn í því að fjármagna nasistaflokkinn í gegnum Union Bank í New York og Brown Brothers Harriman ásamt besta vini sínum, Averell Harriman. Þetta gerði hann í gegnum öll stríðsárin, þrátt fyrir að landar hans væru að berjast við þessa viðskiptafélaga hans.

Seinna eftir stríðið voru allar eigur Bush fjölskyldunnar frystar og var sá úrskurður byggður á „trading with the enemy act“ viðaukanum við stjórnarskránna. En þegar menn eiga vini á háum stöðum, þá sleppa þeir gjarnan betur en aðrir.

Thinktank (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 16:12

20 Smámynd: Mofi

Vilhjálmur: Mofi, segðu frekar ættingjum þeirra sem myrtir voru 11.9. 2001 upp í opið geðið hvað þér finns og gerðu það endilega eins kristilega og þú getur.

Það er hið minnsta mál að segja þeim hvað mér finnst um þetta. Þú aftur á móti ert að gefa eitthvað mjög sterklega í skyn en endilega segðu það beint út.  Þú hefur síðan tækifæri hérna til að hrekja það sem sumir telja merkilegt varðandi þessa atburði, svara þeim spurningum sem settar eru fram og sömuleiðis til að sýna fram á sannleiksgildi þinnar skoðunar. Afhverju gerir þú það ekki á málefnalegann hátt frekar en að beita svona óbeinum móðgunum með því að kalla þá sem hafa aðrar skoðanir en þú "þorska". Fer auðvitað eftir viðhorfi manna til þorska hvort þetta er móðgun eða ekki.

Mofi, 7.12.2007 kl. 16:17

21 Smámynd: Linda

Fólk sem telur BNA menn hafa skipulagt 9.11 þekkja ekki kanann, ég hinsvegar geri það enda expat(svona á ská bjó þar í nær 20 ár) og mér er t.d. rosalega illa við Bush, en, aldrei, aldrei, get ég seð BNA stjórnina fórna sínu fólki til þess að koma á stríði.  Hefur Bush gengið of langt í framhaldi af Afganistan, já, þá má alvega skoða það, en að myrða sína þegna fráleitt. (veit þó um fólk sem trúir því að Ike hafi vitað fyrirfram um árásin Japana á Pearl Harbor á sínum tíma)

Þeir sem afneita helförinni eru því miður ekki réttlátir, þeir ættu að skammast sín, manni ofbiður að þannig fólk skuli vera til, eins og manni bíður við ku klux klan og öðrum rasista hópum, en, ég er óssammála þér með eitt þó, ég vil meina að samsæringaland heims er ekki BNA heldur vil ég meina að M.Au lönd séu þar meistarar, þeir elska að lesa um samsæriskenningar enda eru heilu blöðin gefin út fyrir þá sem elska slík ævintýri 

Linda, 7.12.2007 kl. 16:23

22 identicon

Linda, þú ættir þá að vita það að NSA (National Security Agency) vissi af því að það ætti að ráðast á Pearl Harbour nokkrum dögum áður en það var gert. Þetta er ekkert leyndarmál, enda státar NSA sig af því að hafa haft upplýsingar um þetta. Ástæðan sem þeir gefa fyrir því að ekki hafi verið komið í veg fyrir árásina er sú að það hafi ekki verið tími til þess að koma þessum upplýsingum á staðinn áður en hörmungarnar dundu yfir.

Innanríkisráðherrra Bandaríkjanna á þessum tíma, Harold LeClair Ickes sagði þó að hann hefði lengi talið að besta leiðin fyrir bandaríkjamenn til þess að verða þátttakendur í seinni heimstyrjöldinni hefði verið í gegnum Japan, eða í hans eigin orðum: "For a long time I have believed that our best entrance into the war would be by way of Japan."

Það að þú skulir kalla samsæriskenningar ævintýri er nokkuð sniðugt í ljósi þess að opinbera kenningin um það sem gerðist þann 11. September er jú ekkert annað en samsæriskenning. Ekkert hefur verið rannsakað, ekkert hefur verið sannað og það stendur heldur ekki steinn yfir steini í þeirri samsæriskenningu. Hún er sennilega sú allra slappasta af þeim öllum sem fjallað hafa um þetta málefni. Það er hinsvegar svo að þegar áróðursvélar þeirra sem fylgjandi eru stefnu hins opinbera, þeirra misgjörðum og almennum sóðaskap eru settar í gang, fyrirbæri eins og Fox News, CNN, ABC og hvað þetta nú heitir, þá er ekki skrýtið að almenningur smitist af þeim heilaþvætti sem þar á sér stað.


Það hefur verið mjög í tísku hjá pólitísku rétttrúnaðarkirkjunni að stimpla alla, sem ekki lúta höfði og trúa í blindni því sem ríkistjórnir landa sem vinveitt eru vesturlöndum halda fram, sem samsæriskenningasmiði. Orðið í sjálfu sér er orðið einhverskonar „tabú“ orð og allir sem við það eru kenndir ættu helst að fara á geðsjúkrahæli.


Gerðu sjálfri þér greiða, og þú um leið Vilhjálmur, láttu hæðnina eiga sig þegar kemur að því að gagnrýna þá sem vilja standa vörð um þitt frelsi sem og annara, þá sem þora að gagnrýna yfirvöld. Það er aðeins eitt ævintýri sem ég sé í stöðunni, það er ævintýri þar sem stjórnvöld bera alltaf hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti, og breyta alltaf rétt gegn henni. Ég vil benda ykkur á að kíkja aðeins í sögubækurnar. Því þar sjáið þið að það hefur aldrei verið þannig. Ríkisstjórnir hafa því miður einhvert náttúrulegt eðli til þess að snúast gegn þegnum sínum í annarlegum tilgangi alltof mörgum tilfellum. Þið sáuð hvað ríkisstjórn nasista í seinni heimstyrjöldinni gerði til þess að fá sitt fólk til að rísa upp gegn gyðingum, fötluðum, lituðum, samkynhneigðum og þar fram eftir götunum. Afhverju er það svo fráleitt að slíkt geti gerst á nýjann leik? Afhverju er það svona fráleitt að slíkt geti gerst á vesturlöndum? Ég veit ekki betur en að þýskaland hafi talist til vesturlanda fyrir upprisu nasista þar í landi.
Það hafa lengi verið teikn á lofti um nýja tíma hér á vesturlöndum. Okkur er tjáð og við trúum því flest að við búum við lýðræði. Þú Linda ættir nú að vita það manna best fyrst að þú bjóst svona lengi í USA að það er bannað að stofna til stjórnmálaflokks þar í landi. Þar eru aðeins leyfðir tveir flokkar. Annar er hægrisinnaður mjög og hinn er ennþá meira hægrisinnaður. Hvurslags valkostir eru það? Hvurslags lýðræði er það?


Munið bara að málfrelsi er einungis við lýði þegar það er fyrir alla. Nýlega var haldin ráðstefna um málfrelsi í Oxford háskóla í Bretlandi. Þessir miklu höfðingjar ákváðu að banna ákveðnum aðilum að tala á þessari ráðstefnu, vegna þess að þeirra skoðanir voru ekki „politically correct“. Þ.e.a.s. þeir voru öfgahægrimenn. Hver á að taka mark á ráðstefnu um málfrelsi þar sem ekki er einusinni málfrelsi á ráðstefnunni? Málfrelsi er ekki einungis fyrir mig eða þig. Ef að þú þaggar niður í þeim sem ekki eru sammála þér, eins og þeim sem draga helförina í efa, (reyndar eru mjög margir gyðingar sem gera það) öfgahægrimenn og þar fram eftir götunum, þá er ekkert mál eða skoðanafrelsi.

Þá erum við komin í svipaða stöðu og þýskur almenningur á stríðsárunum.

Thinktank (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:43

23 identicon

Ég heimsótti "Ground Zero" í New York nú í október. Þótt að þar hafi í raun ekki verið mikið að sjá þá var það samt dálítið upplifun. Núna er þetta risavaxið byggingarsvæði þar sem reisa á m.a. "Freedom Tower" og stórt minnismerki um fórnarlömb 9/11.

Þessi hryðjuverk eru New York-búum enn ofarlega í huga þótt sex ár séu liðin frá atburðunum. Maður sem vinnur við það að slá grasflötina á Liberty Island fyrir framan Frelsistyttuna sagði okkur frá því þegar hann var við sláttinn 11. september 2001 og sá báðar þoturnar fljúga á WTC. Kannski var þessi sláttumaður hluti af samsærinu ógurlega, það virðist teygja anga sína víða samkvæmt kenningasmiðunum. 

Einhver sem kallar sig Thinktank kemur með hefðbundinn lista yfir það sem honum finnst orka tvímælis í þessu máli. Ég get ekki svarað þessu öllu en ég sé alltaf sama misskilninginn í sambandi við burðarþol stálsins. Það er ekki svo að það þurft að bráðna gjörsamlega til að byggingarnar hafi getað hrunið. Stál sem er hitað mikið tapar töluverðum hluta burðarþolsins sem er nóg til þess að bitarnir hafi á endanum gefið sig. 

Vefur sem kallast Snopes.com er góð samantekt á alls konar nútíma flökkusögum og þar má finna margar færslur í sambandi við 9/11

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 18:56

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér eru margir sem í dag hafa ekki komið fram undir réttu nafni. Ég er venjulega fyrir frjálsa óhefta umræðu og langar ekki að gera mannamun.

Mig langar vinsamlegast að biðja samsærisfiskana að koma fram undir réttu roði í þessari umræðu, ellegar verð ég að fjarlæga það sem þeir hafa fram að færa hér í framhaldinu. 

Það sem þeir hafa lagt til málanna hingað til er ekkert nýtt. Sama, gamla ofsóknarbrjálæðið sem er tekið ógagnrýnið af lygasíðum ofstækismannanna á Veraldarvefnum. 

"Thinktank" og "Jurgen" sýnið ykkar réttu andlit! Þið getið ekki ætlast til þess að heilvita fólk sé að rökræða við nafnleysingja. Gaman væri líka að vita hvers konar karlar þið eruð.

Ein athugasemd til "Jurgens". Flestar vefsíður sem velta sér upp úr ógeði eins og Helfararafneitun, eru einnig með tilvísun, í meiri eða minni mæli, til sæmsæriskenninga varðandi 9/11.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 19:08

25 identicon

Ég tek nú öllu með fyrirvara, ég efast ekki um helförina... tunglferðin ég verð 100% sannfærður þegar Kína sýnir okkur bandaríska fánan sem var skilin eftir.. ásamt einhverjum græjum.
9/11... ég get vel trúað því að usa hafi vitað hvað stæði til en ekkert aðhafst til þess að fá góða ástæðu til þess að fara í stríð, ég er ekki að segja að ég sé viss en þeir(Bush) eru vísir til þess; það er ekki eins og þeir hafi aldrei logið.. td Írak tortímingarvopnin þar.

Ég held einmitt að mannskepnan eigi mjög létt með að trúa, kannski einum of

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 21:23

26 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég vissi þetta alltaf DoctorE, alias ..... , er trúmaður mikill og dálítið í vafa. Holl blanda. Langsóttar samsæriskenningar gera menn bara veika, ef þeir eru það ekki fyrir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2007 kl. 21:55

27 identicon

Langar að taka fram að ég hef ekkert á móti trúuðu fólk en ég hef mikið á móti skipulögðum trúarbröðgum þar sem fólk tekur forkólfana sem guði og lætur þá leiða sig á ótrúlegustu brautir og mata í sig þeirra skilning á málum.
Ég viðurkenni alveg að stundum læt ég gamminn geysa í hita augnabliksins og oft er ég með móral yfir því
Varð bara að segja þetta því þú talar um "venjulegt trúað fólk" sem ég tel flest vera í góðu lagi en það lætur aðra hugsa fyrir sig rétt eins og samsærisliðið, lykilatriði er að hugsa sjálfstætt.
En hvað segir þú um þetta, samsærisdæmi eða the real thing
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/383427/

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 22:52

28 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Kæri Vilhjálmur takk fyrir skemmtilega bloggsíðu, ég held nú reyndar að þú ættir að hafa samband við Skt. Hans Hospital heldur en frystihús. Guð blessi þig í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 7.12.2007 kl. 23:58

29 identicon

Þú kemur með nokkuð margar fjarstæðukenndar staðhæfingar þarna Erlingur... hefur þú eitthvað alvöru til þess að bakka þetta upp eins og að guð eða Jesú komi í viðtal

DoctorE (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 00:48

30 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þakka þér hlý orð Aðalbjörn og vona að þú mælir með Skt. Hans spítala fyrir þorskana en ekki mig.

Erlingur Þorsteinsson, þú hefur heldur betur roðflett sjálfan þig hér í dag og má alþjóð vera kunnugt um þínar pervertsjónir og mögnuðu söguskoðun, sem eru engu líkari en svæsnu öfundsýkiskasti í garð gyðinga. Gangi þér allt í haginn og þinni útvöldu þjóð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.12.2007 kl. 00:59

31 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ha ha já Vilhjálmur fyrir þorskana, þetta er eiginlega ódráttur. En takk fyrir skemmtunina, hafðu það sem best.

Aðalbjörn Leifsson, 8.12.2007 kl. 10:37

32 identicon

Lárus Viðar Lárusson:

Vissi NSA(National Security Agency) af Pearl Harbour árásinni áður en hún var gerð? Hvernig vissi stofnun sem var stofnuð 1952 af einhverju sem gerðist 1941. Áður en það sem gerðist '41 gerðist?

Óli (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 13:57

33 Smámynd: Mofi

Vilhjálmur, ég mæli með því að þú skrifir góða blogg grein sem útskýrir afhverju samsærisgaurarnir hérna hafa rangt fyrir sér og notir ekki ad hominem persónulegar móðganir til þess. Hvernig væri að kíkja upp úr forapittinum og koma með eitthvað málefnalegt því ég sé ekkert hérna frá þér nema skítkast með vingjarnlegum kveðjum eftir á. Hafði miklu meira álit á þér áður en ég rakst á þessa umræðu.

Mofi, 8.12.2007 kl. 14:21

34 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Halldór/Mofi, ég held að þú sért jafnvel sjálfur kominn með skýringuna á því sem gerðist 11. september 2001. Risaeðlan Godzilla var á lóðaríi í New York. http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/383362/

Þú heldur fram staðlausum stöfum þegar þú skrifar á bloggi þínu, (orðrétt):"Gyðingar trúa því að þeir vöru útvalin þjóð til að vera prestar fyrir restin af heiminum og til að vera sú þjóð sem Messías myndi fæðast í og frelsa þá."

Þetta http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/385481/ er bara kolrangt hjá þér  eins og margt annað á bloggi þínu. Reyndar hef ég sýnt fram á að félagsmenn Vantrúar hafi sömu ranghugmyndir um Gyðingdóm og þú, þannig að oft er ekki langt á milli öfganna.

En ég vissi ekki að aðventistar gætu verið svona orðljótir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.12.2007 kl. 14:42

35 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hér hafið þið það.

“Rökhugsun á háu stigi” og “haldbær vísindi”, you name it, valda því að sumir karlkyns Íslendingar telja sig vita hvað gerðist í New York þann 11.9. 2001. Eins og ég var búinn að spá, var þetta karlkyns kvilli, hugsanlega eitthvað tengt sjúkdómi eins og Asbergers á vægu stigi. Dellur hjá körlum eru líklega eitthvað svoleiðis.

Sumir af hinum miklu hugsuðum og hugvitsmönnum, sem hafa fengið að brillera hér (sumur undir huliðshatti), sem blanda saman trú og auðtrú, telja sig þar að auki vita hvað varð um hina “réttu gyðinga” í Helförinni. Þeir voru greinilega ekki myrtir í Heimsstyrjöldinni samkvæmt spekingum þessum. Kæru Íslendingar, þið eruð því hinir sönnu gyðingar - nei fyrirgefið Gyðingar, því þetta fjallar ekki um trú heldur rökhugsun á háu stigi – og hin svokallaða útvalda þjóð.

Ástandið var verra en ég hélt. Það eru ekki bara Ameríkanar sem eru ímyndunarveikir og fullir af samsæriskenningum, hatri og vantrú. Það gerist líka í landinu hreina. Ekki er því furðulegt að einn af gestum mínum trúir einnig á lifandi risaeðlur á tímum Homo sapiens.

Það versta er að svona lagað þrífst  um leið og menn eru að deila á heilbrigða trúarþörf manna og kennslu á trúarbrögðum í skólum. Hindurvitna- og samsærisleit er ekki trú heldur afleiðing þess að trú er á undanhaldi. Einlæg haturslaus trú, getur oft stangast á við rökhugsun vísindanna, en það eru engin vísindi í því að afneita og rangtúlka ódæðisverk manna og gera úr heilagan sannleika og jafnvel heilu trúarbrögðin úr samsæriskenningum.

Það eru heldur enginn stór vísindi þegar trúleysingjar ráðast á hefðbundin trúarbrögð með því að hengja sig í og gera gys af fornum ákvæðum trúarbragðanna, heldur skortur á umbyrðalyndi, sem ég get því miður ekki gefið vísindahyggjumönnum formúluna á.

Kannski er best fyrir mig að benda á orð hokna mannsins með litla skiltið hér fyrir ofan. Hann er kannski að leita að því sem auðtrúa fylgjendur samsæriskenninga eru búnir að tína.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.12.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband