Leita í fréttum mbl.is

Sćnskur banki reisir hús á beinum gyđinga

 

Snipishok

Svenska Enskilda Banken, SEK, sem er víst enn stćrri en flestir íslenskir bankar, ţótt hann haldi ekki eins góđar veislur, er í vondum málum í Vilníus í Litháen. Ţar hefur bankinn fjármagnađ byggingar lúxusíbúđa á uppsprengdu verđi á ţeim stađ sem áđur var helsti grafreitur gyđinga í Vilníus, sem gyđingar kölluđu Vilnu. Gyđingum var, eins og víđast annars stađar, ekki leyft ađ hafa grafreit sinn innan borgarmarkanna. Ţess vegna var honum fundinn stađur norđur árinnar Neris, sem rennur norđan Vilnu. Fyrir löngu hefur borgin innlimađ sveitaţorpiđ Snipishok, Grísatrýnisţorp, ţar sem grafreiturinn var.

Grafreitur ţessi hýsir, líkt og ađrir grafreitir gyđinga, jarđneskar leifar til eilífđarnóns.  Vilna var á sínum tíma háborg gyđingsdóms í Austur-Evrópu.

Fyrst myrtu nasistar og handlangarar ţeirra gyđinga í tugţúsundatali í Litháen. Svo komu Sovétrússar međ sinn isma og hafa líkast til ekki vitađ neitt um gyđinga, ţegar ţeir rifu ţúsundir grafsteina úr grafreitnum í Snipishok og notuđu ţá í undurstöđur og tröppu Íţróttarhallar sem ţeir byggđu á ţví svćđi sem grafreiturinn var og nýrri götu var gefiđ nafn Ólympíu (Olimpiečių skyrius). Bein frćgra lćrifeđra, helgra manna og menningarfrömuđa hinnar jiddísku menningar austurevrópska gyđingdómsins voru rifin upp og kastađ hauga mannfyrirlitningarinnar Sovétsins.

Nú rćđur annar ismi i Vilníus. Sá sem kenndur hefur veriđ viđ kapítal, og virđast bođorđ hans heldur ekki hlífa gyđingum. Nú er búiđ ađ bćta fleiri glerhöllum ofan á ţađ svćđi sem selt var gyđingum til ćvarandi eignar.

 

SEB on the Jews

Sćnski Bankinn, SEB, er međ útibú á jarđhćđ ţessarar byggingar og reynir ađ selja og leigja út íbúđir á efri hćđunum. Í kjallaranum er hins vegar reimt og mun gangur mála ţar ekki verđa SEB til framdráttar.

Svenska Enskilda Banken og litháískir samstarfsmenn ţeirra bjóđa nú íbúđir til sölu eđa til leigu á landi sem er ekki ţeirra eign. Litháísk yfirvöld hafa ekkert gert til ađ hindra enn eitt rániđ á arfleifđ gyđinga í Vilnu. Bankinn SEB og fólskuflón í stjórnmálastétt Litháens leyfa sér ađ tala um fyrrverandi grafreit gyđinga í Vilníus. Ţađ er ekkert til sem heitir fyrrverandi grafreitur gyđinga.

SEB varđ til úr tveimur bönkum áriđ 1972 og einn ţeirra banka var alfariđ í eigu Wallenberg ćttarinnar. Sú ćtt átti mikil og góđ viđskipti viđ Ţriđja ríki nasista og keyptu illa fengiđ gull af ţeim. Eru menn ađ halda áfram ţar sem frá var horfiđ?

Hurra Sverige!

 

Ghetto Bak
Mér ţótti viđeigandi ađ sýna hér mynd listamannsins Samuel Bak (f. 1933) sem lifđi af ofsóknir í  gettóinu í Vilnu. Ég var viđstaddur opnun myndlistasýningu hans í Vilnu áriđ 2001.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ţađ er skömm ađ ţessu framferđi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.12.2007 kl. 02:11

2 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Vilhjálmur, ţú ert greinilega međ einhveja dellu fyrir giđingum. Ert ţú giđingur?

Sigurđur Ţórđarson, 3.12.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurđur Ţ. ég sendi ţér hér međ tvö y: y y og lćt ţađ nćgja.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2007 kl. 06:25

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband