28.10.2007 | 09:46
Hötum Lomborg
Ég er einn fárra í Danmörku sem frá byrjun hef haft mikla trú á dr. Birni Lomborg, dönskum stjórnmálafræðingi, sem leyft hefur sér að vera efins gagnvart nýju heimstrúarbrögðunum. Þau trúarbrögð boða allsherjarbráðnun og hraðferð til helvítis. Fylgjendur eru margir og mjög heittrúa. En eins og oft hjá heittrúarfólki, virðist vera sía í heila þess þar sem almenn skynsemi og rökhugsun er skilin frá heilbrigðri skynsemi.
Í dag er Lomborg með áhugaverða grein í Politiken, Før vi panikker, sem ég mæli með því að fólk lesi. Ég set tenginu við hana þegar hún kemur á netið síðar í dag eða á morgun.
Ég krefst þess ekki að neinn trúi, falli fram á hnén og tilbiðji Lomborg og hans skoðanir. En fæstir þeirra sem ég hef rætt við í Danmörku um Lomborg hafa lesið stafkrók eftir hann, aðeins gagnrýni annarra, og ég hef meira að segja hitt fyrir menn sem höfðu "ógeð á manninum, vegna þess að hann er hommi".
Politiken hefur undanfarna daga birt röð af greinum um heim á heljarþröm og loftlagsbreytingar og hefur leyft Lomborg að svara.
Á sömu síðu og grein Lomborgs í Politiken í dag er bréf til blaðsins frá aldraðri konu, sem ég hef einu sinni hitt. Hún heitir Ulla Jessing og er gyðingur sem fæddist í Þýskalandi. Hún skrifar reið: "Ég skil ekki maður vilji leyfa loddara eins og Lomborg að ganga lausum í fjölmiðlaheiminum með yfirlýsingar um að "gróðurhúsaáhrifin séu mjög vafasöm". Og það hefur gerst eftir að loftlagssérfræðingar frá öllum heiminum hafa fengið Nóbelsverðlaunin fyrir vísindalegar rannsóknir sínar á sönnu ásigkomulagi jarðarkringlunnar. Yfirlýsingar Lomborgs eru á sama stigi og yfirlýsingar bandarískra öfgatrúarmanna, sem halda að kenningar Darwins orki tvímælis".
Þessi stutta greining Ullu Jessings lýsir hatri hópæsingarinnar í hnotskurn. Ulla Jessing, sem flýði Þýskalands nasismans og kom ung til Englands, flutti síðar til DDR sem heillaði hana eins og Stalín. Þar giftist hún og settist loks að í Danmörku. Ef hún hefur ekki verið á mála hjá Stazi er ég illa svikinn, og ég sel það ekki dýrara en þegar hún skrifar að Björn Lomborg sé loddari. Konan hefur alla ævi verið handbendi öfgafullrar skoðana og ógagnrýninn borgari í ráðstjórnarríki. Hún vill láta banna Birni Lomborg að tjá skoðanir sínar. Greinilega eru sömu gildin í gangi og þegar hún var Kammerad Ulla i DDR.
Umræðan um loftslagbreytingar er orðið nýja byltingarslagorðið. Í byltingum og öfgastefnubrjálæði virðist heilinn í sumu fólki fara algjörlega úr sambandi og bráðnar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Kynning, Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt 29.10.2007 kl. 10:51 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 1352813
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Sannleikanum verður hver reiðastur. Vandamálið með Lomborg er að hann er mjög vandvirkur í sínum skrifum, vísar alltaf í þær rannsóknir sem eru viðurkenndastar á hverju svið þannig að það er mjög erfitt að hrekja það sem hann heldur fram.
Ástandið er lítið skárra á Íslandi heldur en þú ert að lýsa frá Danmörku. Af og til les maður t.d. eitthvað bull í Lesbók Morgunblaðsins á svipuðum nótum.
Það eina sem ég skrifa ekki undir hjá Lomborg er að hann dregur ekki í efa manngerða hlýnun af mannavöldum. En það er í sjálfu sér í samræmi við vinnubrögð Lomborg sem byggir sína afstöðu á virtustu rannsóknaniðurstöðum á hverju sviði, sem í tilviki manngerðrar hlýnunar eru því miður rannsóknir IPCC loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna.
Finnur Hrafn Jónsson, 28.10.2007 kl. 12:41
Ég sé ekker vandamál við það að Lomborg sé vandvirkur. Ég er hins vegar heldur ekki sammála Lomborg í öllu, en ég er hins vegar opinn fyrir frjálsri umræðu.
Þegar menn deyða umræðu og reyna að vanvirða þá sem þeir eru ekki sammála í vísindunum, jafnvel á vinnustað sínum, eru menn orðnir að kommísörum. DDR-kerfi geta skapast alls staðar ef mannskepnan er nógu vond. Á Íslandi hefur það lengi verið stundað hjá vísindamönnum að eyða tilvist þeirra sem þeir hata eða keppa um stöður við. Einstaka menn eru einfaldlega ekki nefndir á nafn og þeir þurrkaðir út úr kennsluefni og stúdentum kennt að hlæja í kór af fræðum þeirra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.10.2007 kl. 13:58
Kannski er málið bara að vísindamenn eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Þeir geta verið þröngsýnir, hégómlegir, vanhæfir, öfundsjúkir, hópsálir, fégráðugir og siðblindir. Þeim tekst þó stundum betur en öðrum að fela þessa vankanta sína í krafti menntunnar sinnar.
Mér finnst einnig sorglegt að horfa upp á það hversu margir vísindamenn eru ófærir um að greina á milli pólitískra skoðana sinna og vísindalegra niðurstaðna. Sérstaklega finnst mér þetta áberandi í umræðunni um loftslagsmál. Orwelsk skoðanakúgun er mjög áberandi.
Finnur Hrafn Jónsson, 28.10.2007 kl. 15:52
Þetta er góð umfjöllun hjá þér Vilhjálmur og áhugavert verður að fylgjast með umræðunni í Politiken. Það kemur mér á óvart að Björn Lomborg er stjórnmálafræðingur, en ég reiknaði fastlega með að hann væri vísindamaður af einhverju tagi. Sama er þó hvaðan gott kemur og eins og þú veizt er heldsti andófsmaður á Íslandi, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, einnig stjórnmálfræðingur.
Ég er oft spurður að því, hvers vegna vísindamenn hafi sig ekki meira í frammi í opinberri umræðu. Svarið er einfalt, því að opinber umræða er "skítkast" og vegna menntunar sinnar og þess heiðarleika sem vísindum verður að fylgir, velja vísindamenn gjarnan að stíga til hliðar. Þetta er miður, því að opinber umræða verður aldreigi til gagns, ef heittrúar-fólki er falin túlkun á sannleikanum. Þú kemur þessari staðreynd vel til skila, með frásögninni af félaga Ullu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2007 kl. 17:54
Þótt menn deili um þessi mál og önnur er óþarfi að draga alltaf fram þröngsýnustu og heimskulegustu rök andstæðinganna. Einhvern veginn held ég ekki að Ulla sé fulltrúi neinnar upplýstrar umræðu og því varla viðeigandi að gera hana að samnefnara þeirra sem halda að menn geti átt einhverja sök á þessari þróun loftslagsmála.
Þú segir: Fylgjendur eru margir og mjög heittrúa. Það á nú við um mörg trúarbrögð og það er ekki alltaf víst að þau standist öll nána skoðun
Nú verður erfitt að fullyrða hvernig þessari umræðu lýkur því skoðanir eru margar og misjafnar og oft ýmsar duldar ástæður fyrir þeim, á alla vegu. Ég fyrir mitt leyti hallast að því að hlusta á þá sem eiga allt sitt undir réttri greiningu á þróun mála og vísa t.d. á umræðu hjá stærsta endurtryggingafélagi heims, Swiss Re.
Matthías
Ár & síð, 28.10.2007 kl. 17:55
Góður punktur , Matthías. Hér er ein vefsíða hjá endurtryggingafyrirtækinu Swiss Re um gróðurhúsaáhrifin.
Morten Lange, 28.10.2007 kl. 22:35
Matthíasi virðist einhvern vegin hafa tekist að misskilja umræðuna. Um framlag hans, vil ég segja eftirfarandi:
Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2007 kl. 23:57
Nú eru SÞ búnar að gefa út skýrslu um að allt sé að fara til fjandans og er þar margt upptalið. Stundum finnst manni að sú ofurathygli sem loftsslagsmálin hljóta sé ekkert nema afneitun á öllu hinu sem ástæða væri til að gera eitthvað í.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.10.2007 kl. 00:06
Lofti Altice hefur einhvern veginn tekist að misskilja mig - eða er hann þar kannski bara í hlutverki Ullu? Ég hef lesið Lomborg og tel hann einmitt rökfastan og hafa góða punkta þótt eflaust verði honum á mistök eins om ýmsum öðrum sem ekki eru að vinna með sitt sérsvið. Ég var að reyna að benda á að allur ofstækisfullur rétttrúnaður í þessu máli þvælist fyrir vitrænni umræðu.
En þótt við Loftur verðum ekki sammála um hvað upplýst umræða er skiptir það engu, þessi mál eru í höndum annarra en okkar.
Matthías
Ár & síð, 29.10.2007 kl. 08:32
Nú talar Matthías tungumál sem ég skil. Ég endurtek það sem hann segir:
Þótt ég hafi ekki lesið mikið eftir Lomborg, er ég samt sammála þessum orðum Matthíasar og fagna því, að samhljómur virðist ríkja okkar á milli.
Eru þá allir lesendur sammála Vilhjálmi ? Hvert hafa umhverfis-flónin flúið ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 29.10.2007 kl. 09:19
Flúin í hellana! -- En ég þakka Vilhjálmi þessa grein hans og minni um leið á aðra eftir nafna hans, sem komin er á bloggvef Moggans: Gróðurhúsaáhrif væru góð. Höfundurinn Vilhjálmur Eyþórsson, sem ég mæli með á minni síðu í kvöld.
Jón Valur Jensson, 29.10.2007 kl. 23:12
Ég reyni að forðast eins og heitan eld að rökræða við menn eins og Loft sem nota fúkyrði um þá sem ekki eru sammála, talar um umhverfisflón o.s.frv. Ég hef svo sannarlega ekkert á móti því að tala tæpitungulaust en það er ekki það sama og órökstuddar fullyrðingar og fúkyrðaflaumur.
Það sem mér finnst þó merkilegt í þessari umræðu er sú tilhneiging til að vera tilbúinn til að varpa fyrir róða öllum ráðleggingum sérfróðra manna, og á sama tíma vera tilbúnir til að tala umrúarbrögð þegar um er að ræða skýrslur eins og IPCC sem eru hlaðnar heimildum og röksemdarfærslum. Við verðum að muna að það eru ekki einvörðungu ályktanir IPCC sem benda til að fræðasamfélagið sé nokkuð sammála í aðalatriðum og myndast hafi consensus um það sem stendur í skýrslum IPCC. Þarna eru einnig ályktanir allra helstu fræðisamtaka austan hafs og vestan.
Nú kann að vera að sumir vilji ekki treysta fræðasamfélaginu - en þá erum við komnir í algera blindgötu. Fyrir stjórnvöldum liggja skýrslur fræðasamfélagsins (ekki bara IPCC, heldur óvenju samdóma álit allra helstu fræðasamtaka). Á hvaða grunni eiga stjórnvöld að hundsa slíkar skýrslur? Það liggja engin álit neinna fræðisamtaka sem einhvern status hafa sem mæla á móti skýrslum IPCC. Það er næsta ómögulegt að hugsa sér að vísindasamfélagið hafi ákveðið að skella skollaeyrum við þeim sem annað vita.
Ég er að sjálfsögðu ekki að leggja til að við hlustum ekki á Lomborg eða aðra "efasemdarmenn", en það sem ég er að segja er að á sama tíma og við hlustum á með og mótrök í málinu þá virðist blasa við mér að samfélag fræðimanna séu að mestu á sama máli í þessu stóra viðfangsefni. Slíkt eigum við að taka alvarlega og fara að ráðum þeirra sem best þekkja.
Þeir sem hæst blása hér um trúarbrögð IPCC bið ég allra náðarsamlegast að benda mér á hvar IPCC hefur farið villur vegar í nýjustu skýrslu sinni og hvernig sú hugsanlega villa kollvarpi þeirra ályktunum. Án slíkra haldbærra útskýringa tek ég ekkert mark á þessum úthrópunum sem hér fara fram. Ég trúi því að afstæðiskenningin eigi við rök að styrðjast - ekki vegna þess að ég skilji hana heldur vegna þess að ég treysti á aðalatriðum á vísindasamfélagið (ekki það sama og að treysta í blindni). Á sama hátt treysti ég fræðasamfélaginu í loftlagsrannsóknum (fjölmörg mismunandi fræðasamfélög - veðurfræðingar, jarðfræðingar, jarðeðlisfræðingar o.s.frv.). Við erum illa stödd ef að fræðasmafélagið er að bregðast okkur svo gersamlega sem hér er gefið í skyn af mörgum.
Magnús Karl Magnússon, 30.10.2007 kl. 14:00
Ég skil vel, að Magnúsi líði illa að vera nefndur flón, því að væntanlega er hann það nú ekki, en hann hefur greinilega tekið til sín auknefnið. Hins vegar benda allir hans pistlar, sem ég hef séð, einmitt til þess að hann sé umhverfis-flón. Með öðrum orðum þá neitar hann að viðurkenna staðreyndir, en heldur sig við "Biblíu-túlkun" frá IPCC. Ég nenni ekki að eyða mörgum orðum í viðræður við Magnús, það hef ég gert áður, en vil þó benda á eftirfarandi tvö atriði.
Loftur Altice Þorsteinsson, 30.10.2007 kl. 20:39
Þegar menn segja eins og Magnús Karl : "Það er næsta ómögulegt að hugsa sér að vísindasamfélagið hafi ákveðið að skella skollaeyrum við þeim sem annað vita", þá er eins og menn gleymi Galile Galileo, sem meðal annars hélt því fram að jörðin væri hnöttótt, þótt allir málsvitandi menn og fræðiheimurinn allur vissi það að jörðin væri að sjálfsögðu flöt. Sama með að jörðin og reikistjörnurnar snérust í kringum sólina, en ekki að jörðin væri miðpunktur alls.
Þetta á alveg eins við í dag og þá, þegar vísindamenn hafa myndað sér skoðun á einhverju risastóru máli, eins og loftlagsbreytingum þeim sem við nú stöndum frammi fyrir, þá eiga þeir margir, ef ekki vel flestir, mjög erfitt með að bakka með þá skoðun. Tala nú ekki um þegar það er kominn einhver "consensus" með eina algilda skýringu.
Ívar Jón Arnarson, 3.11.2007 kl. 17:58
Ágæti Ívar:Mér finnst dæmi þitt um Galileo heldur lélegt. Galileo stóð svo sannarlega ekki einn uppi gegn vísindasamfélaginu. Þú virðist eitthvað hafa misskilið þær deilur. Hann stóð uppi í hárinu á kirkjunnar mönnum sem byggðu heimsmynd sína á dogma (kennisetningu) ekki gögnum. Galileo beitti vísindalegri aðferðafræði og komst að annarri niðurstöðu, setti fram kenningu sem var í andstöðu við kennisteningar (dogma) þess tíma og hlaut bágt fyrir. Hver er “Galileo” í þessari sérkennilegu og útþvældu samlíkingu þinni? Þessi samlíking virðist alltaf notuð þegar menn vilja ekki hlusta á ráðleggingar vísindamanna. Væri ekki nær að nota hana þegar kirkjunnar menn mótmæla vísindalegri þekkingu frekar enn þegar hagsmunaaðilar vilja ekki beygja sig undir óþægilegar vísindalegar ályktanir. Ég bara spyr?Þú virðist líka algerlega misskilja hugtakið consensus. Vísindalegur consensus snýst um að skilgreina hvað það er innan viðkomandi fræðasviðs sem fræðileg samstaða er um. IPCC er gott dæmi um slíkan consensus. Þú getur lesið skýrslurnar fjórar og séð að þær breytast (þróast) frá einni til annarrar. Menn eru stöðugt að bæta við gögnum og þannig hafa menn breytt sínum consensus. Til dæmis hafa ályktanirnar um hvort þær breytingar á hitastigi sem við sjáum nú þegar séu af mannavöldum eða ekki þróast. Í síðustu skýrslu IPCC var tekið djúpt í árinni. "It is very likely that a significant part of temperature variability in the Northern hemisphere during the past seven centuries prior to 1950 is due to volcanic eruptions and changes in the intensity of solar radiation. However, most of the observed increase in global temperature since then is very likely due to the observed increase in atmospheric greenhouse gas concentrations due to human activities. Human activities now clearly affect other aspects of climate, including ocean warming, continental-average temperatures, temperature extremes and wind patterns."Sem sagt, vísindalegur consensus er ekki algild skýring. Hún er nákvæm skilgreining á stöðu þekkingarinnar eins og fræðasamfélagið sér hana á hverjum tíma. Þannig myndast ekki consensus um þann hluta fræðanna sem enn er umdeildur eða nýr. Nýjar vísindagreinar koma stöðugt fram og leggja fram ný gögn og ályktanir. Vísindaheimurinn gleypir ekki hverja nýja vísindagrein hráa heldur bíður eftir frekari gögnum sem styðja eða veikja ályktanir. Þannig þróast þekkingin og consensus myndast síðan smátt og smátt um þær ályktanir sem standast tímans tönn og studdar eru af mismunandi gögnum og mismunandi vísindagreinum. Þegar við sem þjóðfélag stöndum frammi fyrir því að taka ákvarðanir byggðar á flóknum gögnum þá er grundvallaratriði að byrja á að leita til fræðasamfélagsins og fá þaðan skýrslur um stöðu þekkingarinnar (svokallaðar consensus skýrslur). Síðan tökum við upplýstar ákvarðanir. Þetta er það sem ég kalla góð vinnubrögð. Ég geld varhug við því að skella skollaeyrum við slíkum vönduðum vinnbrögðum. Þeir sem vilja annars konar vinnubrögð verða að gera svo vel að útskýra fyrir okkur hinum, "hvernig eiga stjórnvöld að ákveða hvað skuli til bragðs taka í loftlagsmálum". Eiga þeir að leita tilvísindamanna eða ekki? Ef að þeir leita til þeirra, hvers á að spyrja, ef ekki um einhvers konar consensus? Þegar álit vísindamannanna er komið eigum við þá að skella skollaeyrum ef að niðurstöður eru ekki í samræmi við okkar fyrifram gefnu "kennisetningar".... Mér finnast skýrslur IPCC einkennast af ákaflega vandaðri og vísindalegri vinnu. Þetta endurspeglast í því að engin samtök fræðimanna hafa ályktað gegn þessum skýrslum á síðustu árum. Ívar segir "þegar vísindamenn hafa myndað sér skoðun á einhverju risastóru máli, eins og loftlagsbreytingum þeim sem við nú stöndum frammi fyrir, þá eiga þeir margir, ef ekki vel flestir, mjög erfitt með að bakka með þá skoðun." Hvaða gögn hefur hann. Ég kannast ekki við þetta. Ég held aftur á móti að vel flestir styðji þá varfærnu ályktanir sem settar eru fram í IPCC. Það er ósköp einfladlega stórlega ýkt að fræðasamfélagið sé klofið í þessu máli, þ.e. varfærnum álytkunum IPCC. Ef að Ívar telur annað þá bið ég hann að nefna haldbær dæmi. Í guðanna bænum ekki nefna það sem Loftur vitnaði í hér að ofan sem er ekki annað en skrumskæling að 60 "fremstu vísindamenn heims á sviði veðurfars" hafi ályktað annað. Hér má lesa um bakgrunn þessara "60 fremstu vísindamanna" á sviðinu ( http://www.desmogblog.com/node/1056 ). Það er næstum enginn af 60-menningunum sem hefur lagt stund á loftlagsvísindi sem heitið getur á síðustu árum eða áratugum!! Varðandi 19000 þús vísindamennina þá er það annað fjölmiðla "stunt" sem hefur ekkert með vísindalega þekkingu að gera (villandi skoðanakönnun gerð árið 1999-2000 þar sem þátttakendur voru blekktir með svívirðilegum hætti - og munið þetta voru ekki vísindamenn á sviði lotlagsvísinda). Sjá m.a. hér: http://www.realclimate.org/index.php/archives/2007/10/oregon-institute-of-science-and-malarkey/#more-480
Þeir sem telja að gróðurhúsalofttegundir séu stórt vandamál hafa á bak við sig mikið af gögnum, vísindalegum ályktunum og vönduðum skýrslum. Þið sem eruð á öndverðum meiði verðið að vinna ykkar heimavinnu. Gagnrýnið efnislega ályktanir enn ekki koma með frasa um Galileo.... Leggið fram vísindalegar skýrslur sem hrekja ályktanir en ekki skrumskælingu svipað og að 60-menningarnir séu "fremstu vísindamenn".
Magnús Karl Magnússon, 4.11.2007 kl. 13:15
PS: Biðst afsökunar á að í síðasta innleggi mínu duttu út öll greinarskil... Þessi langi texti átti ekki að vera án greinarskila!!
Magnús Karl Magnússon, 4.11.2007 kl. 13:17
Það vantar eitt grundvallaratriði í alla þessa umræðu og það er þetta: Það þarf ekki að deila um hvað gerist, ef loftslag hlýnar aftur um tvær- fjórar gráður , eins og talað er um. Aðeins þarf að rekja mannkynssöguna (ekki jarðsöguna) fáeinar aldir, í mesta lagi fáeinar árþúsundir aftur í tímann. Allar þessar pælingar og tölvumódel eru út í hött. Loftslag hefur, þrátt fyrir allar sveiflur, farið hægt kólnandi í 6-7 þúsund ár. Jöklar munu aftur minnka og eyðimerkur aftur gróa upp. Yfirborð sjávar mun sáralítið breyast.
Vilhjálmur Eyþórsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 00:17
Það vekur furðu manna, að Magnús skuli enn halda fram hlut IPCC. Honum finnst greinilega skárra að veifa röngu tré en öngu, því að flest sem hann hefur um málið að segja er rangt !
Það virðist algjörlega hafa farið fram hjá Magnúsi, að sú mikla gagnrýni sem beinist að IPCC snertir einmitt hina trúarlegu hlið IPCC. Fjöldi manna hefur bent á, að umhverfis-flónin líta á boðskap IPCC sem trúarlegan boðskap og það í heitari kantinum. Samlíking Ívars Jóns Arnarsonar er því fullkomlega réttmæt.
Galileo Galilei (1564 - 1642) barðist gegn þeirri áköfu nauðhyggju kirkjunnar, að Jörðin væri miðja alheimsins. Hann var ekki einn um þessa skoðun, sérstaklega eftir að bókin De revolutionibus orbium coelestium (Umfjöllun um snúning hvolfa himinsins) eftir Nikolaus (Mikolaj) Kopernikus (1473 - 1543) hafði verið gefin út, að honum látnum 1543.Það er líklega ekki almennt vitað og Magnús hefur örugglega ekki hugmynd um það, að Katólska kirkjan bannaði Sólmiðju-kenninguna vegna þess að kenningin ljóstraði upp þeirri staðreynd að Jörðin er hnöttur !
Þetta þröng-stræti kirkjunnar má rekja til Lucius Caecilius Firmianus Lactantius (250 - 325), sem var áhrifamikill fræðimaður á sviði Kristinnar trúar. Málflutningur Lactantiusar var fremur einfeldingslegur, en nafn hans lifir einmitt þess vegna, því að hann hélt því fram að Jörðin væri flöt. Rökfærsla hans minnir mjög á málflutning umhverfis-flónanna.
Forsendur Lactantiusar fyrir flatri Jörð var að finna í Biblíunni og Grikkneskri náttúruspeki. Þar sem Biblían var heimild fyrir því, að allir menn Jarðar væru afkomendur Adams og Evu, þorði "enginn" að neita slíkri ættfærslu. Náttúru-spekin hafði komist að þeirri niðurstöðu, að ef Jörðin var hnöttur, hlutu að vera "neðan" á henni andstæð lönd (antipodes) með fólki, andfætlingum. Jafnframt, að ef andfætlingar (antipodeans) voru til gætu þeir ekki haft neitt með hinn þekkta heim að gera. Fyrir þessu voru þær tvær ástæður: að hafið var of víðfeðmt og miðbaugurinn of heitur til að mögulegt væri að sigla þarna á milli. Niðurstaðan var sú, að andfætlingar gætu ekki verið til og Jörðin gæti ekki verið hnöttur.
Lactantius og Katólska kirkjan hafði því "góðar" ástæður til að hafna hugmyndum um hnöttótta Jörð og á sama hátt hafa umhverfis-flónin "góða" ástæðu til að hafna náttúrulegum sveiflum í veðurfari Jarðar.
Nikulás Kópernikus tileinkaði Páli III (1468 - 1549) verk sitt um hvolf himinsins, en í ávarpi sínu til páfans gerði hann mikið grín að Lactantíusi og hans nótum. Meðal annars sagði hann:
Þetta er frábær ádrepa og hún á jafn vel við umhverfis-flónin og IPCC í dag, eins og fávísa kirkjuþjóna fyrir nærstum 500 árum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.11.2007 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.