Leita í fréttum mbl.is

Danir voru hræddir við PFLP

Yessir and Daysir 

 

Brátt kemur út annað bindið í sögu blaðamannsins Peter Øvig Knudsens um Blekingegade bófana sem árið 1988 frömdu vopnað rán við pósthúsið í Købmagergade í miðbæ Kaupmannahafnar og myrtu þar ungan lögreglumann. Bófarnir voru öfgafullir vinstrimenn, sem höfðu tengsl við svokallaða palestínska frelsisbaráttu. Þó mér hafi fundist fyrsta bindi bókar Knudsens, sem kom út fyrr í ár, vanta margar spurningar og svör, slær hann því föstu í viðtali á forsíðu 2. hluta dagblaðsins Politiken í dag, að dönsk yfirvöld hafi verið hrædd við Palestínska hryðjuverkamenn og þess vegna stöðvað rannsókn á meintum glæpum þessa hóps vitleysinga árið 1984.

Knudsen segir frá því, hvernig lögreglan í Lyngby var komin á sporið eftir bófana árið 1983, þegar þeim var bannað að halda áfram rannsókn á bankaráni sem Blekingegade bófarnir frömdu í Den Danske Bank árið 1983. Skjalagrúsk Peter Øvig Knudsens leiddi í ljós að Dómsmálaráðuneytið danska er nú búið að eyða skjölum um málið!, sem er glæpsamlegt athæfi. Dómsmálaráðherra þess tíma, Erik Ninn-Hansen, ber við minnisleysi, enda orðin elliær, og aðrir eru annaðhvort dauðir eða skindauðir.

Knudsen tókst þó að finna svarið við spurningu sinni um Lyngby ránið í skjölum Utanríkisráðuneytisins. Stjórnvöld vissu að slóði úr bankaráninu í Lyngby teygði sig til Frakklands og að það spor sýndi sambönd við PFLP, palestínska hryðjuverkasamtök. Eftir að frönsk yfirvöld höfðu haft samband við þau dönsku, bárust lögreglunni í Lyngby skipun að ofan (Dómsmálaráðuneytinu) um að stöðva rannsókn málsins.

Árið 1988 var lögreglumaður myrtur af sama genginu sem framdi ránið í Lyngby árið 1983. Þegar gengið hafði ekki verið að ræna og drepa í nafni frelsis Palestínu, söfnuðu liðsmennirnir nöfnum á gyðingum og velunnurum Ísraels i Danmörku og bjuggu til spjaldskrá yfir þá. Ég á marga vini sem voru á þeirri skrá. Hvað átti að gera við þessa spjaldskrá hefur Peter Øvig Knudsen enn ekki sagt okkur sem bara fylgjumst með. Ef lögreglumaður hefði ekki verið myrtur árið 1988, hefði líklega ekkert stöðvað þetta lið í því að fremja hryðjuverk gagnvart saklausu fólki í Danmörku vegna ástar bófanna á ofbeldi þjóðar sem varð til vegna færslu landamæra á korti breskra nýlenduskrumara. 

PFLP varð hluti af PLO árið 1968.

Yessir and Nosir

Aðstoðin þökkuð? Poul Nyrup Rasmussen og Arafat

Á efri myndinni stendur fyrrum utanríkisráðherra Dana, Niels Helveg Petersen, fyrir aftan rassinn á Arafat heitnum. Helveg Petersen hafnaði árið 1994 ósk Human Right Watch um að Danmörk tæki þátt í réttarhöldum við Alþjóðadómstólinn í Haag gegn Saddam Hussein og ríkisstjórn Írak fyrir fjöldamorð á Kúrdum og aðra glæpi.  Hann var hræddur, en hann hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir stríð ef hann hefði sýnt kjark. Í bréfi til Kenneth Roths dags. 21.12. 1994, sem ég fékk frá danska Utanríkisráðuneytinu árið 2004, er Petersen hræddur um að málið gegn Saddam gæti tapast við Alþjóðadómstólinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

PFLP koma Arafat ekkert við, enda gengu þeir í Rejectionist Front árið 1974 og voru eftir það aðeins hluti af PLO að nafninu til.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég sé af myndinni af þér að þú ert greinilega genginn í PFLP Abu Gunnar. Ógæfumaður ertu. En PFLP gekk reyndar aftur í PLO árið 1981 og hefur liðið ágætlega þar síðan. Þetta getur þú lesið á http://en.wikipedia.org/wiki/Popular_Front_for_the_Liberation_of_Palestine

og er PFLP nú á sömu línu og PLO varðandi viðræður við Ísrael. Við sjáum líka hvernig þær fara fram.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.10.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband