23.10.2007 | 12:34
Danir voru hræddir við PFLP
Brátt kemur út annað bindið í sögu blaðamannsins Peter Øvig Knudsens um Blekingegade bófana sem árið 1988 frömdu vopnað rán við pósthúsið í Købmagergade í miðbæ Kaupmannahafnar og myrtu þar ungan lögreglumann. Bófarnir voru öfgafullir vinstrimenn, sem höfðu tengsl við svokallaða palestínska frelsisbaráttu. Þó mér hafi fundist fyrsta bindi bókar Knudsens, sem kom út fyrr í ár, vanta margar spurningar og svör, slær hann því föstu í viðtali á forsíðu 2. hluta dagblaðsins Politiken í dag, að dönsk yfirvöld hafi verið hrædd við Palestínska hryðjuverkamenn og þess vegna stöðvað rannsókn á meintum glæpum þessa hóps vitleysinga árið 1984.
Knudsen segir frá því, hvernig lögreglan í Lyngby var komin á sporið eftir bófana árið 1983, þegar þeim var bannað að halda áfram rannsókn á bankaráni sem Blekingegade bófarnir frömdu í Den Danske Bank árið 1983. Skjalagrúsk Peter Øvig Knudsens leiddi í ljós að Dómsmálaráðuneytið danska er nú búið að eyða skjölum um málið!, sem er glæpsamlegt athæfi. Dómsmálaráðherra þess tíma, Erik Ninn-Hansen, ber við minnisleysi, enda orðin elliær, og aðrir eru annaðhvort dauðir eða skindauðir.
Knudsen tókst þó að finna svarið við spurningu sinni um Lyngby ránið í skjölum Utanríkisráðuneytisins. Stjórnvöld vissu að slóði úr bankaráninu í Lyngby teygði sig til Frakklands og að það spor sýndi sambönd við PFLP, palestínska hryðjuverkasamtök. Eftir að frönsk yfirvöld höfðu haft samband við þau dönsku, bárust lögreglunni í Lyngby skipun að ofan (Dómsmálaráðuneytinu) um að stöðva rannsókn málsins.
Árið 1988 var lögreglumaður myrtur af sama genginu sem framdi ránið í Lyngby árið 1983. Þegar gengið hafði ekki verið að ræna og drepa í nafni frelsis Palestínu, söfnuðu liðsmennirnir nöfnum á gyðingum og velunnurum Ísraels i Danmörku og bjuggu til spjaldskrá yfir þá. Ég á marga vini sem voru á þeirri skrá. Hvað átti að gera við þessa spjaldskrá hefur Peter Øvig Knudsen enn ekki sagt okkur sem bara fylgjumst með. Ef lögreglumaður hefði ekki verið myrtur árið 1988, hefði líklega ekkert stöðvað þetta lið í því að fremja hryðjuverk gagnvart saklausu fólki í Danmörku vegna ástar bófanna á ofbeldi þjóðar sem varð til vegna færslu landamæra á korti breskra nýlenduskrumara.
PFLP varð hluti af PLO árið 1968.
Aðstoðin þökkuð? Poul Nyrup Rasmussen og Arafat
Á efri myndinni stendur fyrrum utanríkisráðherra Dana, Niels Helveg Petersen, fyrir aftan rassinn á Arafat heitnum. Helveg Petersen hafnaði árið 1994 ósk Human Right Watch um að Danmörk tæki þátt í réttarhöldum við Alþjóðadómstólinn í Haag gegn Saddam Hussein og ríkisstjórn Írak fyrir fjöldamorð á Kúrdum og aðra glæpi. Hann var hræddur, en hann hefði hugsanlega getað komið í veg fyrir stríð ef hann hefði sýnt kjark. Í bréfi til Kenneth Roths dags. 21.12. 1994, sem ég fékk frá danska Utanríkisráðuneytinu árið 2004, er Petersen hræddur um að málið gegn Saddam gæti tapast við Alþjóðadómstólinn.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Kynning | Breytt s.d. kl. 19:35 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 44
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 271
- Frá upphafi: 1353091
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 210
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
PFLP koma Arafat ekkert við, enda gengu þeir í Rejectionist Front árið 1974 og voru eftir það aðeins hluti af PLO að nafninu til.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:46
Ég sé af myndinni af þér að þú ert greinilega genginn í PFLP Abu Gunnar. Ógæfumaður ertu. En PFLP gekk reyndar aftur í PLO árið 1981 og hefur liðið ágætlega þar síðan. Þetta getur þú lesið á http://en.wikipedia.org/wiki/Popular_Front_for_the_Liberation_of_Palestine
og er PFLP nú á sömu línu og PLO varðandi viðræður við Ísrael. Við sjáum líka hvernig þær fara fram.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.10.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.