Leita í fréttum mbl.is

Nakinn sannleikur

Calendar---Miriam-Rose 

 

Ég hlustađi í dag á Kastljós á veltalandi unga konu, Miriam Rose, sem kom til Íslands til ađ bjarga landinu međ ţví ađ klifra upp í krana. Hún féll sem betur fer ekki úr honum, en í stađ ţess fyrir einum af sonum landsins ţegar hún var ađ mótmćla virkjunum, og svo lenti hún í fangelsi. Ţegar Rose kom úr steininum hélt löggan sem fastast í vegabréf hennar, sem Miriam Rose ţurfti á ađ halda til ađ ganga frá sínum málum. Lögreglan hélt ekki bara vegabréfi hennar heldur hótađi ađ senda hana úr landi, ţar sem hún var talin hćttuleg íslensku ţjóđfélagi. Hún ógnađi grunngildum samfélagsins.

Ţetta er nú nćstum ţví eins og ţegar löggan var ađ senda gyđinga úr landi fyrir tćpum 70 árum síđan. Hvers konar rugludallar eru starfandi viđ löggćslu á Íslandi? En nú er Útlendingastofnun líka búin ađ sjá hver kyns er í löggćslunni og Rose er búin ađ fá vegabréf og leyfi til ađ vera í landinu hreina.

En svo skemmtilega vill til ađ alnafna konunnar í krananum, hennar Miriam Rose, hefur orđiđ frćg fyrir ţađ ađ hjóla nakin á hjólhesti um grösugar sveitir Sussex. Alnafnan í Sussex var Mrs. May Pinup á fyrsta nektaralamanaki háskólans ţar í sveit áriđ 2005. Nafna Rose í Sussex telur ađ vinnan viđ almanakiđ sé hiđ mesta success og sagđi: "It's been really, really rewarding. As a society we do a lot of serious campaigning, but this aimed to show how campaigning can be fun.".

Kannski fáum viđ svona fínt almanak frá nöfnu Rose í Sussex hér á Íslandi. Almanak međ tólf nöktum umhverfisverndunarsinnum sem koma til dyranna eins og ţeir voru klćddir í Paradís.  Miriam Rose á Íslandi, nú er ég búinn ađ gefa ţér hugmyndina. Mundu orđ nöfnu ţinnar í Sussex: "Campaigning can be fun".

Kannski var löggan hrćdd viđ ađ rósin í krananum vćri í raun rassbera rósin á hjólinu í Sussex. Hugsiđ ykkur umferđahnútana. Jú, vćntanlega er slík reiđmennska líka ógn viđ grunngildin!

Kranarósin gćti líka auđveldlega fariđ ađ hjóla nakin um miđjan vetur á Íslandi. Ég hef heyrt ađ ţađ sé orđiđ svo heitt í heiminum. Er ekki snjallrćđi ađ mótmćla ţví allsber á hjóli?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held ađ sú ađferđ ađ hjóla nakin myndi vekja miklu meiri lukku hér á landi en ađ klifra upp í krana, sérstaklega međal karlpeningsins. Líka hćttuminna, ţó ţađ sé allajafna ekki taliđ ráđlegt ađ dandalast ber úti í frosti, ja ekki nema hjá sumum finnum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sá dagatal međ nöktum konum og vinnuvélum um daginn. Ansi próvókerandi fyrir grunngildin í manni sjálfum.  Ekki slćm hugmynd ađ mynda Rósu á pjöllunni uppi í krana.  Hún myndi án efa endurheimta mannorđiđ og jafnvel verđa allra manna hugljúfi.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2007 kl. 23:43

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Miđađ viđ hvađ hćttuleg og hot hún ţykir međal lögfróđra manna međ kylfur, gćti hún hćglega orđiđ eina módeliđ á almanaki lögreglunnar 2008. Hćgt vćri ađ "skjóta" hana í krana, á hjóli, ađ sletta skyri, you name it. Ekkert ćsir eins og mótmćli og ekkert gleđur hana meira en serious campaigning. Líklega verđur ađ senda mynd af henni í áhćttumat allra virkjananna sem eru fyrirhugađar fram til 2030.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.10.2007 kl. 06:21

4 Smámynd: Kári Harđarson

Mađur verđur svo heitfengur af ţví ađ hjóla, ég sé ekkert ţví til fyrirstöđu ađ menn mótmćli naktir á hjóli um vetur .

Kári Harđarson, 19.10.2007 kl. 07:32

5 identicon

Sćlir.

Eg skil ekki alveg bođskapinn í ţessum skrifum ţínum, ég hélt ađ ţađ vćri klárt ađ ef fólk af erlendu bergi brotiđ kemst í kast viđ lögin ţá á ţađ á hćttu ađ verđa vísađ úr landi eftir ađ ţađ hefur hlotiđ dóm.

Ţú skrifar um ţetta eins og grín og gerir lítiđ úr ţessu, ţá hlítur ţú einnig ađ ađ hafa sömu skođanir á nauđgurum og morđingjum ţví sömu lög gilda um ţau óhćfuverk. EĐA ert ţú einn af ţeim sem vilja bara túlka lögin eftir ţví hvađ hentar ţér hverju sinni ?

Ćgir Ármannsson (IP-tala skráđ) 19.10.2007 kl. 13:51

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ćgir Ármannsson, ţú ferđ langt fram úr velsćmi hér.  Miriam Rose hefur hvorki stoliđ, nauđgađ né myrt.

Brottvísunarákvćđi laga um útlendinga eru vanhugsuđ, enda sett saman af afkomendum útlendingahatara aftur í 20 ćttliđi.    

Ţađ er hćgt ađ vísa manni úr landi ef "ţađ er nauđsynlegt vegna öryggis ríkisins eđa krefjandi ţjóđarhagsmuna" eđa" úr landi ef ţađ er nauđsynlegt međ skírskotun til allsherjarreglu og almannaöryggis". Ekkert stendur í lögunum um nauđgara eđa morđingja.

Löggan ćtlar svo ađ beita ţessum ákvćđum á unga konu frá Bretlandi, sem í hćsta lagi er exhibisjónisti. Mönnum hlýtur ađ líđa eitthvađ illa.

Ég er einn ađ ţessum mönnum sem ţykir lög ţess virđi ađ virđa ţau. Ţađ gerđi löggan í Reykjavík ekki međ óđagoti sínu í máli Miriams Rose. Mér er nćsta ađ halda ađ höfuđ ćttu ađ fjúka fyrir ţessa öfgakenndu lagatúlkun og ćtti Ríkissaksóknari ađ sjá sóma sinn í ađ rannsaka máliđ. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.10.2007 kl. 15:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband