Leita í fréttum mbl.is

Kumlarask

uppgröfur í Hringsdal

Kuml voru rannsökuð í Hringsdal í sumar og fyrrasumar.  Alltaf þykir merkilegt þegar kuml finnast á Íslandi og vildu allir Lilju kveðið hafa, þ.e.a.s. allir fornleifafræðingar vildu hafa grafið kuml. Það langaði mig líka að gera hér um árið er ég vann sem sérfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands. Þá var aftur kominn til starfa Þjóðminjavörður sem hafi verið í löngu fríi. Hann tjáði mér að ég mætti ekki grafa kuml, en vildi þó ólmur vita hvar kumlið var. Ég var með doktorsgráðu í greininni, en mátti ekki grafa kuml. Þjóðminjavörður þóttist verðugari til þeirrar iðju en ég.

Sem betur fer hefur verið slakað á slíkum kröfum, enda þjóðminjavörður þessi fjarri góðu gamni, og kuml hafa nú verið rannsökuð á nýjan leik og meira að segja af fornleifafræðingum sem ekki hafa neitt doktorsskírteini í farteskinu.

Ég veit ekki hvort að við kumlrannsóknir eigi að sýna meiri varúð en við aðrar fornleifarannsóknir, en þjóðminjalög eru þó mjög skýr hvað varðar frágang allra staða þar sem fornleifarannsóknir fara fram. Þar sem fornleifafræðingar stunda árstíðabundnar rannsóknir og rask, sem ekki er björgunaruppgröftur vegna yfirstandandi framkvæmda, og ætla sér að snúa aftur til frekari rannsókna, verða að skilja þokkalega við svæði þau sem þeir hafa rannsakað. Ég hélt að það væri venjan og hafði aldrei grunað kollega mína um annað, eða þangað til að ég kom í Hringsdal hér um daginn og sá frekar ljóta hluti.

Þar hefur Adolf Friðriksson hjá Fornleifastofnun Íslands, sem er einkarekið fyrirtæki, grafið merkileg kuml. Þarna er líklega kumlateigur og fleiri kuml í vændum. En svona skildi hann við fornminjarnar fyrir veturinn. Kumlin eru opin eins og gapandi augntótt í landslaginu og rúst, sem er yngri en kumlin, er óvarin. Ljóst er að hleðslur munu springa og eyðileggjast í vetrarveðrum.

Hringsdalur 2

Hringsdalur

Nordurveggur

Þetta þykir mér illa að verki staðið, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að Fornleifastofnun, sem tekið hefur hefur nafn landsins okkar, svo halda mætti að þetta sé ríkisapparat en ekki sjálfseignarstofnun, hefur öll tök á því að gera betur.

Rannsóknin fór síðast fram í júlí í ár, en ekki er búið að verja rúst og kumlin á fullnægjandi hátt. Ábyrgðarmenn rannsóknarinnar í Hringsdal, sem vissulega er merkileg rannsókn, verða að fara á stað í dag og ganga frá fornleifunum fyrir veturinn. Það geta, eins og kunnugt er, verið mikil frost á Vestfjörðum. Minjarnar eru galopnar fyrir hafi og válegum veðrum. Rannsóknarmenn í Hringsdal eiga vart innistæðu fyrir áframhaldandi rannsóknum á þessum stað ef ekkert verður gert til að verja minjarnar betur en nú er gert - nema að menn vilji láta vind og veður sjá um uppgröftinn á órannsökuðum minjum á þessum stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll.

Ég tek heils hugar undir þennan pistil þinn dr. Vilhjálmur Örn. Það er með öllu óverjandi að menn komist upp með svona subbuskap og virðingarleysi í umgengni sinni um menningarverðmæti okkar. Þetta ber auk þess vott um lítinn (engan ? ) faglegan metnað viðkomandi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.10.2007 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband