Leita í fréttum mbl.is

Kumlarask

uppgröfur í Hringsdal

Kuml voru rannsökuđ í Hringsdal í sumar og fyrrasumar.  Alltaf ţykir merkilegt ţegar kuml finnast á Íslandi og vildu allir Lilju kveđiđ hafa, ţ.e.a.s. allir fornleifafrćđingar vildu hafa grafiđ kuml. Ţađ langađi mig líka ađ gera hér um áriđ er ég vann sem sérfrćđingur á Ţjóđminjasafni Íslands. Ţá var aftur kominn til starfa Ţjóđminjavörđur sem hafi veriđ í löngu fríi. Hann tjáđi mér ađ ég mćtti ekki grafa kuml, en vildi ţó ólmur vita hvar kumliđ var. Ég var međ doktorsgráđu í greininni, en mátti ekki grafa kuml. Ţjóđminjavörđur ţóttist verđugari til ţeirrar iđju en ég.

Sem betur fer hefur veriđ slakađ á slíkum kröfum, enda ţjóđminjavörđur ţessi fjarri góđu gamni, og kuml hafa nú veriđ rannsökuđ á nýjan leik og meira ađ segja af fornleifafrćđingum sem ekki hafa neitt doktorsskírteini í farteskinu.

Ég veit ekki hvort ađ viđ kumlrannsóknir eigi ađ sýna meiri varúđ en viđ ađrar fornleifarannsóknir, en ţjóđminjalög eru ţó mjög skýr hvađ varđar frágang allra stađa ţar sem fornleifarannsóknir fara fram. Ţar sem fornleifafrćđingar stunda árstíđabundnar rannsóknir og rask, sem ekki er björgunaruppgröftur vegna yfirstandandi framkvćmda, og ćtla sér ađ snúa aftur til frekari rannsókna, verđa ađ skilja ţokkalega viđ svćđi ţau sem ţeir hafa rannsakađ. Ég hélt ađ ţađ vćri venjan og hafđi aldrei grunađ kollega mína um annađ, eđa ţangađ til ađ ég kom í Hringsdal hér um daginn og sá frekar ljóta hluti.

Ţar hefur Adolf Friđriksson hjá Fornleifastofnun Íslands, sem er einkarekiđ fyrirtćki, grafiđ merkileg kuml. Ţarna er líklega kumlateigur og fleiri kuml í vćndum. En svona skildi hann viđ fornminjarnar fyrir veturinn. Kumlin eru opin eins og gapandi augntótt í landslaginu og rúst, sem er yngri en kumlin, er óvarin. Ljóst er ađ hleđslur munu springa og eyđileggjast í vetrarveđrum.

Hringsdalur 2

Hringsdalur

Nordurveggur

Ţetta ţykir mér illa ađ verki stađiđ, sérstaklega ef tekiđ er tillit til ţess ađ Fornleifastofnun, sem tekiđ hefur hefur nafn landsins okkar, svo halda mćtti ađ ţetta sé ríkisapparat en ekki sjálfseignarstofnun, hefur öll tök á ţví ađ gera betur.

Rannsóknin fór síđast fram í júlí í ár, en ekki er búiđ ađ verja rúst og kumlin á fullnćgjandi hátt. Ábyrgđarmenn rannsóknarinnar í Hringsdal, sem vissulega er merkileg rannsókn, verđa ađ fara á stađ í dag og ganga frá fornleifunum fyrir veturinn. Ţađ geta, eins og kunnugt er, veriđ mikil frost á Vestfjörđum. Minjarnar eru galopnar fyrir hafi og válegum veđrum. Rannsóknarmenn í Hringsdal eiga vart innistćđu fyrir áframhaldandi rannsóknum á ţessum stađ ef ekkert verđur gert til ađ verja minjarnar betur en nú er gert - nema ađ menn vilji láta vind og veđur sjá um uppgröftinn á órannsökuđum minjum á ţessum stađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sćll.

Ég tek heils hugar undir ţennan pistil ţinn dr. Vilhjálmur Örn. Ţađ er međ öllu óverjandi ađ menn komist upp međ svona subbuskap og virđingarleysi í umgengni sinni um menningarverđmćti okkar. Ţetta ber auk ţess vott um lítinn (engan ? ) faglegan metnađ viđkomandi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.10.2007 kl. 08:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband