Leita í fréttum mbl.is

Hér kemur rétt svar

Icelanders 

sigiđ músinni á myndina til ađ njóta hennar til fullnustu

Ţađ var enginn međ nógu mörg rétt svör til ađ kalla sig Mastermind í myndagetraun PostDocs. Ég verđ greinilega ađ hafa ţetta auđveldara nćst, ef ţađ verđur ţá eitthvađ nćst. En verđlaun verđa samt sem áđur veitt, fyrir hugmyndaríkasta svariđ. Sjá neđar.

Myndin var auđvitađ af Íslendingum og er ađ finna í bók eftir síra John Trusler, í 1. bindi af The Habitable World Descirbed; Or the Present State of the People in all Parts of the Globe, from North to South: Showing The Situation, Extent, Climate, Productions, Animals, &c. of the different Kingdoms and States; Including all the new Discoveries: etc. & etc. Part I., London 1788.

Trusler

Séra og dr. John Trusler var mikill frćđari. Ţessi mynd af honum er úr bók hans The Progress of Man and Society, London (1791).

Rétt svör í getrauninni voru ţví :

Íslendingar; (Árnesingar) (hjón)

Áriđ 1788 (18. öld).

Fólkiđ er ađ tala um Heklu (ţađ bendir á Heklu)

Hekla hafđi nýveriđ gosiđ, ţađ er ađ segja áriđ 1766. Telja fróđir menn ađ í ţví gosi hafi veriđ mesta hraunrennsli úr Heklu á sögulegum tíma. Koparstungan sýnir ţví hugsanlega fyrsta gosmökkinn, sem steig upp frá fjallinu í ţví gosi.

Myndin er eftir listamann, sem starfađi í London fyrir og eftir aldamótin 1800, og sem hét J. Thornthwaite (f. 1740). Sá hefur vćntanlega aldrei til Íslands komiđ, frekar en Trusler, og ristir hann einnig í koparinn ţessi afsakandi orđ: "Published as the Act directs, by the Author, March 1, 1788".Hann teiknađi ađra mynd af Íslendingum í bókina, sem sýnir fólk viđ útieldun viđ Geysi í Haukadal. Og ég held bara ađ Hekla sé ţar líka í bakgrunninum. Útieldun viđ hverina í Haukadal var víst afar vinsćl iđja, áđur en Íslendingar uppgötvuđu Weber grilliđ og gerđust aftur fullgildir hirđingjar.

Vegna ţess ađ ţađ er svo gaman ađ hafa sigurvegara, og vegna ţess ađ ţiđ svöruđu skemmtilega, verđa hér veitt verđlaun fyrir hugmyndaríkasta svariđ. Ţau hljóta: Loftur Altice Ţorsteinsson.

Meira um verđlaunin í nćstu fćrslu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Ţađ er alltaf gaman ađ vinna til verđlauna. Beztu ţakkir.

Hefur ţú hugmynd um, hver málađi fyrirmyndina ađ koparstungu THORNTHWAITEs ?

Mér ţykir ólíklegt ađ hann hafi gert ţađ sjálfur.

Kveđja.

Loftur Altice Ţorsteinsson, 14.7.2007 kl. 22:24

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekkert ađ ţakka, ánćgjan var mín. 

Ekki man ég hvort Frank Ponzi var međ fyrirmyndina af ţessari mynd í bók sinni um ferđamenn á 18. öld, ţví eintakiđ mitt er í kassa á Íslandi. Mig minnir ţó ekki ađ Banks eđa von Troil hafi haft svipađa mynd í bókum sínum. Snemma á 19. öldinni voru nokkrar franskar bćkur og enskar međ álíka ţema og myndin í getrauninni, en ţá var faldurinn horfinn af frúnni og umhverfiđ kringum Heklu orđiđ eins og eftir 100 ár međ Global Warming.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.7.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Ég ţakka aftur fyrir verđlaunin Vilhjálmur. Ţetta var skemmtilegt uppátćki hjá ţér.

Viđ skođun á myndinni af Geysi, kemur í ljós ađ karlarnir eru međ ţríhyrnur, eins og á gátu-myndinni. Ţó er merkilegra, ađ líta skó ţeirra. Ţeir eru í pólskum skóm (poulaine shoes), sem var furđulegt fyrirbćri. Poulaine er frönsk afbökun af Poland, ţar sem ţessi tegund af skóm virđist upprunin.

Eftirfarandi teksta fann ég á netinu um pólska skó:

More ridiculous than this, however, are the poulaine shoes that were fashionable for 300 (!) years, starting in the Middle Ages. These shoes had humongous points at the toes, stuffed with fabric to keep the points erect. They made for interesting games of footsie under the dinner table. A man might have even sewn bells on the end of his poulaines to advertise he was seeking sexual favours. The church saw the shoes as blasphemous and they blamed the Black Death on them, saying it was punishment for such extravagance. Eventually, laws were passed to restrict the length of the point of the shoe, and men’s shoes were castrated. No worries, the codpiece came into style soon after.

Kveđja.

Loftur Altice Ţorsteinsson, 22.7.2007 kl. 00:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband