Leita í fréttum mbl.is

Leikhús fáránleikans

Vonandi sjá stuðningsmenn Hamas á Íslandi hvað um er að vera. Hvernig þeir hafa verið dregnir á asnaeyrunum í áraraðir í þessu ósmekklega leikhúsi fáránleikans. Stuðningur við hryðjuverkamenn frá einfeldningum á Vesturlöndum er bjarnargreiði við Palestínuþjóðina. Þeir sem styðja villimennina sem stjórna Gaza styðja áframhaldandi ófrið.


mbl.is Segja lausn Johnston blekkingarleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Vonandi sjá stuðningsmenn hryðjuverkaríkisins Ísraels á Íslandi hvað um er að vera. Hvernig þeir hafa verið dregnir á asnaeyrunum í áraraðir í þessu ósmekklega leikhúsi fáránleikans. Stuðningur við hryðjuverkamenn frá einfeldningum á Vesturlöndum er bjarnargreiði við ísraelsku þjóðina. Þeir sem styðja villimennina sem stjórna í Jerúsalem styðja áframhaldandi ófrið.

Sigurður M Grétarsson, 4.7.2007 kl. 18:35

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður, ef þú hættir ekki þessum látum, verð ég að rukka þig um ritstuld, STEF-gjöld osfr.

Johnston var ekki í haldi í Jerúsalem. Það er frjáls fjölmiðlun í Ísrael.

En þar sem þú beist á, hlýtur þú að vera stuðningsmaður Hamas á Íslandi.

Þú veist afar lítið um Ísrael og enn minna um Hamastan. Þannig eru oft bestu meðmælendur og -reiðarsveinar Hamas.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2007 kl. 19:37

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég var nú bara að vera jafn (lítið) málefnanlegur og þú. Þú ert að vitna í frétt um áróðursbrellu og ferð strax að tala um hryðjuverk. Reyndar eru það einmitt Ísraelar, sem eru meirstarar áróðursbrellanna í Miðausturlöndum og er það ástæðan fyrir því að margir auðtrúa Vesturlandabúar halda að vandamálið varðandi ofbeldi í Miðausturlönsum sé fyrst og fremst ofbeldi Palestínumanna gangvart Ísraelum og að Ísraelar séu að verja hendur sínar þegar staðreyndin er sú að þessu er öfugt farið.

Stuðningur við málstað kúgaðrar palestínsku þjóðarinnar og gagnrýni á stríðsglæpi/hryðjuverk Ísrela er ekki stuðningur við Hamas eða önnur hryðjuverkasamtök. Ef svo væri hvað væri þá hægt að segja um þá, sem styðja Ísreal, sem reka grimmustu og blóðþyrstustu hryðkuverkasamtök Miðausturlanda, ísraelska herinn.

Sigurður M Grétarsson, 5.7.2007 kl. 09:22

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ísraelski herinn er að verja land, lýðræðisríki, þar sem lífsgæði og þróun er komin lengra en víðast hvar í Miðausturlöndum, þó svo að landið þurfi að nota stærsta hluta þjóðatekna í varnir til að lifa af.

Þú getur greinilega ekki skilið þetta Sigurður. Það stærsta sem hefur verið sprengt í námunda við þig er líklega "Kínverji" og það rignir ekki beint sprengjum yfir ykkur Kópavogsbúa. Ísrael er vagga friðar og frelsis í Miðausturlöndum. Ég veit að með kommáróðri, er búið að gera Ísrael af Nasistaríki.  En það er líka margt líkt með vinstrimönnum og nasistum. Það hjóta allir að sjá.

Palestínumenn hafa ekki notið frelsis. Það er ekki Ísraelsríki að kenna. Þegar P. fengu loks kosningar kusu þeir yfir sig hryðjuverkamenn. Palestínumenn hafa setið uppi með spillta leiðtoga, sem hafa hlunnfarið þá og stolið frá þeim. Bankabók Arafats er eitt versta níðingsverkið gagnvart börnum, öldnum, sjúkum og þurfandi. Karlinn stal öllu steini léttara, sem hann notaði í vopn, til að greiða óyndismönnum og til að setja á bankareikninga í Sviss. Þetta styður þú. Þú ert í slæmum málum og málstaðurinn er lélegur. Góðar stundir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.7.2007 kl. 12:02

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rétt að Ísrael er aðverja land. Þeir eru að vernda ránsfeng sinn. Þeir eru að verja hernám sitt og berja niður alla andpyrnu við ólöglegt hernám sitt af mikilli grimmd. Ástæða þess að þeir þurfa að verja um þriðjungi ríkisfjármuna til landvarna er sú að þeir eru búnir að skapa sér marga óvini með framferði sínu.

Það er einnig rétt hjá þér að það stærsta, sem hefur sprungið í námunda við mig eru flugeldar. Það er því miður ekki svo með íbúa Palestínu, sem mega á hverri stundu eiga von á því að vera sprengdir í tætlur með ísraelsku flugskeyti eða skoti úr ísraelskum skriðdreka. Ástæða þess að ég styð Palestínumenn er sú að ég vil gera mitt til að frelsa þá undan grimmilegu hernámi Ísraela.

Það er kjaftæði að Ísrael sé vagga friðar og frelsis í Miðausturlöndum. Þeir eru hernámsvelið á þessum slóðum. Þeir eru árásaraðilinn í deilu sinni við Palestínumann og þeir hafa átt upphafið að stríðum sínum við nágrannaríki sín.

Meginástæða þess að Palestínumenn hafa ekki notið frelsis er hernám Ísraela. Það er því Ísrael að kenna. Það að þeir kusu spillta menn yfir sig réttlætir ekki villimennsku Ísraela. Það er reyndar svo að þegar stríðsástand varir hugsa kjósendur minna um spillingu meðal frabjóðenda heldur er aðalatriðið hverjum er best treystandi til að leiða þjóðinna til sigurs í stríðinu og hverjum er best treystandi til að ganga ekki að afarkostum í friðarsamningum. Ég held að ástæað þess að Palestínumenn kusu Hamas hafi verið sú að þeir óttuðust að Fatha gæfi of mikið eftir í friðarsamningum og myndi ganga að niðurlægjandi uppgjafarskilmálum til að koma á friði.

Það er ekkert í skrifum mínum, sem gefur til kynna að ég hafi stutt spillingu ráðamanna í Palestínu og þar með rán Arafats á fjárstuðningi til Palestínsku þjóðarinnar. Fullyrðing þín um slíkt er aðeins ein af mörgum leiðum þínum til að gera lítið úr mér persónulega vegna þess að þú hefur ekki rök á móti því, sem ég er að segja einfaldlega vegna þess að þú styður málstað, sem er ekki verjanlegur. Það ert þú, sem ert að styðja lélegan málstað.

Þú hefur til dæmis ekki enn svarað þessari spurningu minni. Hvað er það, sem gerir hernám Ísraela á Palestínu svo sérstakt að íbúar hernámssvæðis þeirra hafi ekki sama rétt og aðrir íbúar hernámssvæða til vopnaðrar andspyrnu gagn hernáminu í samræmi við alþjóðasáttmála þar um? Hvernig væri að hætta að snúa út úr því, sem ég segi og að kalla mig óverðskulduðum uppnefnum og fara að svaraq fyrir þig með rökum þar á meðal að svara þessari spurningu?

Sigurður M Grétarsson, 21.7.2007 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband