Leita í fréttum mbl.is

Sjúklega svćsinn gyđingahatari er vinsćll á Moggablogginu

Screenshot 2023-04-12 at 13-19-35 Antisemitism’s deep roots Horsey cartoon

Ţann 3. apríl sl. birti ég hér á ţessu bloggi, sem og á Moggabloginu Fornleifi, grein um bloggsíđu íslensk sálfrćđings, Arnars Sverrissonar, sem síendurtekur hatursrćđu af ţeirri gerđ sem varđar viđ íslensk hegningarlög. Í ţessu tilfelli var hatursrćđan gyđingahatur.

Ég hafđi samband viđ umsjónarmann bloggsins, sem ekki svarađi erindi mínu. Í ljós kom ađ nýr mađur sér nú um bloggiđ og virđist hafa ađrar áherslur en forverar hennar. Gagnrýni á blađamenn Morgunblađsins er t.d. ekki leyfđ án ákveđinna ađgerđa.

Síđan ég ritađi um hatursrćđu á bloggi Arnars Sverrissona, hafa ađrir lýst furđu sinni á hatri bloggs hans - og ađ ţađ sé yfirleitt mögulegt ađ dreifa gyđingahatri af verstu gerđ á blog.is. Ţeirra á međal var hinn dómharđi Egill Helgason. Já, jafnvel frjálslyndustu menn geta fengiđ nóg.

Blogg geta veriđ vandmeđfariđ verkfćri. Hins vegar er ţađ gífurlega gefandi, ef fólk heldur sig frá ađ nota ţennan ágćta vettvang sem frjáls fjölmiđill á Íslandi veitir fólki, til ađ tjá hatursfullar skođanir sínar. Fáir eru sammála um alla hluti, en hatur er ekki umrćđa. Hatur er andleg uppgjöf.

Sumt fólk getur ţó greinilega ekki tjáđ sig nema međ hatri og ofstćki. Slíkt fólk ţarf ađ ráđast á minnihlutahópa í ţjóđfélaginu, líkt og Arnar Helgason gerir, er hann svínar gyđinga til - eđa ţegar hann hraunar yfir fólk međ ađra kynímynd en ţessa gömlu góđu međ tveimur kynjum, sem lifa í ólýsanlegri lukku til ćviloka og nota ađeins eina stellingu - fyrir jólatréđ sitt.

Sem ábyrgđarmađur tveggja blogga á Moggablogginu, langar mig hér opinberlega og vinsamlegast ađ biđja umsjónarmann blog.is ađ kynna sér hatursrćđuna á bloggi Arnars Helgasonar. Arnar sér greinilega ekki, ađ hann geri nokkuđ rangt. Ég vona ađ umsjónamađurinn geri sér grein fyrir ţví ađ margt af ţví sem Arnar hefur skrifađ ađ undanförnu varđar örugglega viđ hegningarlög.

Kannski er gyđingahatriđ sem leyfist á Moggablogginu birtingarmynd einhvers, sem nú gerjast í íslensku ţjóđfélagi, en ég trúi ţví og treysti ađ lögbrot ţau, sem Arnar Sverrisson fćr ađ stunda á blogginu, séu ekki almennt talin vera eđlileg umrćđa á Morgunblađinu. Mćli ég međ ţví ađ umsjónarmađur bloggsins hafi samband viđ lögfrćđinga fjölmiđilsins og leiti ráđa hjá ţeim ef hún er í vafa um lagalegu hliđina.

Blog.is er vissulega litskrúđugur garđur sem flestir eru ţakklátir fyrir. En ţví miđur er fariđ ađ bera á ofvexti á hćgri öfgum og af og til á mikilli blómstrun á hatursrósum. Kannski er ţađ ţađ sem Morgunblađiđ óskar í ţjóđfélaginu á 21. öld?

Davíđ, ţú reddar ţessu.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband