Leita í fréttum mbl.is

Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu

Screenshot 2023-04-12 at 13-19-35 Antisemitism’s deep roots Horsey cartoon

Þann 3. apríl sl. birti ég hér á þessu bloggi, sem og á Moggabloginu Fornleifi, grein um bloggsíðu íslensk sálfræðings, Arnars Sverrissonar, sem síendurtekur hatursræðu af þeirri gerð sem varðar við íslensk hegningarlög. Í þessu tilfelli var hatursræðan gyðingahatur.

Ég hafði samband við umsjónarmann bloggsins, sem ekki svaraði erindi mínu. Í ljós kom að nýr maður sér nú um bloggið og virðist hafa aðrar áherslur en forverar hennar. Gagnrýni á blaðamenn Morgunblaðsins er t.d. ekki leyfð án ákveðinna aðgerða.

Síðan ég ritaði um hatursræðu á bloggi Arnars Sverrissona, hafa aðrir lýst furðu sinni á hatri bloggs hans - og að það sé yfirleitt mögulegt að dreifa gyðingahatri af verstu gerð á blog.is. Þeirra á meðal var hinn dómharði Egill Helgason. Já, jafnvel frjálslyndustu menn geta fengið nóg.

Blogg geta verið vandmeðfarið verkfæri. Hins vegar er það gífurlega gefandi, ef fólk heldur sig frá að nota þennan ágæta vettvang sem frjáls fjölmiðill á Íslandi veitir fólki, til að tjá hatursfullar skoðanir sínar. Fáir eru sammála um alla hluti, en hatur er ekki umræða. Hatur er andleg uppgjöf.

Sumt fólk getur þó greinilega ekki tjáð sig nema með hatri og ofstæki. Slíkt fólk þarf að ráðast á minnihlutahópa í þjóðfélaginu, líkt og Arnar Helgason gerir, er hann svínar gyðinga til - eða þegar hann hraunar yfir fólk með aðra kynímynd en þessa gömlu góðu með tveimur kynjum, sem lifa í ólýsanlegri lukku til æviloka og nota aðeins eina stellingu - fyrir jólatréð sitt.

Sem ábyrgðarmaður tveggja blogga á Moggablogginu, langar mig hér opinberlega og vinsamlegast að biðja umsjónarmann blog.is að kynna sér hatursræðuna á bloggi Arnars Helgasonar. Arnar sér greinilega ekki, að hann geri nokkuð rangt. Ég vona að umsjónamaðurinn geri sér grein fyrir því að margt af því sem Arnar hefur skrifað að undanförnu varðar örugglega við hegningarlög.

Kannski er gyðingahatrið sem leyfist á Moggablogginu birtingarmynd einhvers, sem nú gerjast í íslensku þjóðfélagi, en ég trúi því og treysti að lögbrot þau, sem Arnar Sverrisson fær að stunda á blogginu, séu ekki almennt talin vera eðlileg umræða á Morgunblaðinu. Mæli ég með því að umsjónarmaður bloggsins hafi samband við lögfræðinga fjölmiðilsins og leiti ráða hjá þeim ef hún er í vafa um lagalegu hliðina.

Blog.is er vissulega litskrúðugur garður sem flestir eru þakklátir fyrir. En því miður er farið að bera á ofvexti á hægri öfgum og af og til á mikilli blómstrun á hatursrósum. Kannski er það það sem Morgunblaðið óskar í þjóðfélaginu á 21. öld?

Davíð, þú reddar þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband