3.4.2023 | 12:33
Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
Sálfræðingur með einhvers konar samsærisheilabilun (mín greining) bloggar á Mogganum. Því miður brýtur hann alveg örugglega lög með skrifum sínum, t.d. með svæsnum gyðingafordómum.
Ekkert er gert, hvorki á Morgunblaðinu, sem ég hef beðið um að hafa hömlur á gyðingahatri bloggarans. Enn spýr sálfræðingurinn hatri og misnotar Moggabloggið til þess. En kannski eru starfsmenn Moggans sammála sálfræðingnum?
Íslensk yfirvöld hafa, þrátt fyrir ágæt lög, aldrei gripið í taumana og notað landslög til að koma í veg fyrir andlegan vanskapnað þann sem gyðingahatur er. Það er eins og gerður sé greinarmunur á hatri á hinum mismunandi minnihlutum sem verða fyrir hatri á Íslandi.
Arnar Sverrisson heitir maður sá sem ég nefni til sögunnar. Mér til mikillar undrunar er hann sálfræðingur og með próf upp á vasann frá sama háskóla Danmörku og ég. Miðað við þau málefni sem heltaka hann, held ég að hann hafi gleymt öllum grundvallasiðareglum sálfræðinga. Gyðingahatur af verstu gerð á Moggablogginu hefur ekkert með málfrelsi og tjáningarfrelsi að gera, svo því sé strax slegið föstu.
Arnar Sverrisson heldur úti bloggi á blog.is. Hann er ekki bara óður vegna þess að til er fólk sem ekki er gagnkynhneigt og að fjölbreytileiki mannverunnar sér meiri en áður var talið.
Honum hefur verið stefnt vegna ummæla sinna um kynsegin fólk. Hómófóbía Arnars og ásakanir varða oft fólk með aðra kynmeðvitund en heteró-meirihlutinn. Hann vill meina að þetta fólk sé að gera sér upp kynhneigð sína. Slík hegðun og afneitun er afar óeðlileg á okkar tímum. Arnar telur án nokkurra vitrænna raka að kynsegin fólk sé geðveikt. Frá að vera ofsótt og lítilsvirt, er nú farið að gera því skóna að fólk sé veikt af geði.
Arnari er einnig meinilla við flóttamenn og hefur því verið gestur á hatursmiðli þeim sem Margrét Friðriksdóttir tengist.
Þessa dagana hefur Arnar Sverrisson horn í síðu gyðinga og telur þá hafa undirbúið eitt allsherjar plott gegn heiminum í aldaraðir og það tilkynnti hann á Moggabloggi sínu. Sjá hér:
Það þarf ekki neina sálfræðigreiningu til að sjá að höfundurinn er hugsanlega lasinn á sálinni. Áður hefur hann skrifað blogg sem leikur með samlíkingar á gyðingum og nasistum og setur hann jöfnunarmerki á milli gyðinga og Hitlers í samsærisskrifum um ímyndaða heimsyfirráðatilburði gyðinga.
Svo það sé ekki nóg, eru alls kyns samsæriskenningar um Covid-pestina að grassera í höfði sálfræðingsins, sumar þeirra eru einnig gegnsósa af gyðingahatri Arnars.
Moggabloggið á vitaskuld að koma í veg fyrir fyrir svæsið gyðingahatur. Það stangast á við hegningarlög í landinu. En skoðanasori Arnars Sverrissonar stendur enn. Ég vona að þeir sem stýra blogginu fjarlægi svæsið hatur Arnars Sverrissonar í stað þess að loka á fólk sem segir óþægilega hluti um Sjálfstæðisflokkinn, þegar ærin ástæða er til þess.
Það er grábroslegt, að mágur Arnars Sverrissonar er gyðingur ættaður frá Bandaríkjunum. Hann heitir Michael Levin. Levin getur vitaskuld ekki gert að því að mágur hans sé hugsanlega bilaður. Michael Levin er einstakur heiðursmaður sem ég þekki aðeins af góðu einu. Michael er maður kurteis og prúður í allri viðkynningu og hið mesta gæðablóð. Honum einum er það fyrst og fremst að þakka, að það var smávegis trúarleg samvera meðal gyðinga á Íslandi, áður en samtökin Chabad fengu augastað á Íslandi og opnuðu hér gyðinglega miðstöð fyrir þá sem þurfa á trúarlegri næringu að halda á okkar köldu eyju.
Reynið að ímynda ykkur, hvernig ætli það sé fyrir trúaðan gyðing að flytja til lands með íslenskri konu sinni, til að verða fyrir mannréttindabroti sem felst í því að mágur hans fer níðingsorðum um trú hans og uppruna úti í samfélaginu, og í þessu tilfelli á Moggablogginu.
Ég bað í síðuastliðinni viku Moggabloggið að líta á hatrið á bloggsíðu Arnars, en mér sýnist að hatrið sé þar enn. Ekki er hægt að verja þá hatursræði með málfrelsi eða tjáningarfrelsi. Arnar gengur út fyrir allan þjófabálk.
Til hatursræðunnar gefur Moggabloggið Arnari Sverrissyni vettvang á vegum Morgunblaðsins? Í stað þess að vinsa "hættulega komma" af blogginu ætti Mogginn ef til vill að líta á flóru hægriöfgamanna sem nú bloggar á blog.is.
"Gamalgróinn áhugamaður um samfélagmál á grundvelli mannúðlegrar jafnréttishyggju og frjálslyndis."
Þannig lýsir Arnar Sverrisson sjálfum sér á Moggablogginu
Sverrir ásamt Margréti Friðriksdóttur á góðru stundu.
Óska ég þess vinsamlegast að Morgunblaðið íhugi þann skaða sem bloggarinn og sálfræðingurinn Arnar Sverrisson gæti valdið Morgunblaðinu. Sálfræðingar geta, líkt og allir vita, verið sjúkir eins og allir aðrir. Ég ræð Arnari að leita sér sérfræðings sér til aðstoðar og að Morgunblaðið biðji hann um að fjarlægja það gyðingahatur sem hann hefur dreift á blogginu, ellegar verði því lokað neiti hann að verða við þeirri ósk.
Arnar sálfræðingur heldur því fram í hatri sínu að ekki hafi tekist að sýna fram á að Samsærisáætlunin mikla - Siðareglur Zionsöldunga sé falsrit. Arnar hefur trúlega ekki burði til þess að afla sér gagna enda virðast fordómar hans hindra því. En þegar hatrið er svo heiftarlegt líkt og hjá Arnari, þá blindast menn. Langar mig að biðja Arnar um að lesa upplýsingar um falsritið sem hann vitnar sem óður og auðtrúa í:
Þess má geta að fyrrgreint rit var gefið út á Íslensku af flokksbundnum krata, Jónasi Guðmundssyni, svo seint sem árið 1953. Sjúkdómurinn gyðingahatur getur vissulega skotið upp kollinum (sjá meira um hatur Jónasar Guðmundssonar)
Þegar hatur og fordómar blinda mönnum sýn, sjá flestir heilvita menn hvað er að gerjast, en ég bíð eftir því að Morgunblaðið geri það líka og treysti því að þeir sem sjái um bloggið grípi til nauðsynlegra ráðstafana svo að gyðingahatur Arnars sé ekki dreift á þeirri ágætu veitu til skoðanaskipta sem bloggið er. Þar fara sumir mikinn, en oftast á sæmilegum nótunum. Þeir sem banna umræðu um skrif sín vita að það sem þeir skrifa getur valdið deilum. En þeir óska ekki málefnalega umræðu eins og góðir bloggarar (með nægan tíma) gera. Ef maður skrifar aðeins til að heyra sjálfan sig, telja höfundar sig líklega hafna fyrir alla gagnrýni. Það getur líka sýnt ákveðin geðveilu fóbíu og einnig geðhvörf hjá höfundinum sem þeir vilja halda í skefjum á sínum betri dögum svo allur heimur þeirra sé ekki brotinn niður er þeir eru í lægð. Kannski vita þeir sem ógagnrýndir skrifa, að málstaður þeirra er veikburða og í sumum tilfellum er jafnvel hægt að hugsa sér létt mikilmennskuæði þegar menn vilja ekki ræða rökstudda gagnrýni. Fólk getur eytt ummælum dóna og durga því af þeim er líka nóg. En undirbyggð gagnrýni er öllum holl - einnig Morgunblaðinu.
Og í anda Cató gamla, sem á sinn forna hátt lagði til að Karthagóborg yrði eytt (Ceterum censeo Carthaginem esse delendam), þá legg ég til að til að félag eða félög Sálfræðinga á Íslandi sýni, að félögin lýði ekki að sálsjúkir fordómar um minnihluta sé dreift í þjóðfélaginu af félagsmönnum, og að félagar sem það gera sé úthýst, þegar opinberar skoðanir þeirra eru einvörðungu öfgar og hatur.
Í stétt sálfræðinga er, sem betur fer, mestmegnis heilvita fólk. Ég bjóst ekki við öðru. Ég athugaði félagaskrá Sálfræðingafélagsins og þar er af einhverjum ástæðum ekki hægt að finna sálfræðinginn Arnar Sverrisson. Vonandi eiga ekki margir í stétt sálfræðinga samleið og skoðanafylgni með Arnari. Þessi grein er hugsuð sem forvarnarstarf.
Virðingarfyllst
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
P.s. Til frekari upplýsingar:
Meira um gyðingahatur á Íslandi: Fyrir lesendur með áhuga á sögu gyðingafordóma á Íslandi leyfi ég mér að benda á eigin skrif í grein um Ísland í ritinu Antisemitism in the North. Allt ritið er aðgengileg þökk sé rannsóknarráði Svíþjóðar. Hefði Arnar Sverrisson verið farinn að skrifa, líkt og hann gerir nú, er ég skrifaði grein mína, þá hefði ég ugglaust eytt klausu í hann, þó ég viti að hugsanlega sé ég að rita um andlega sjúkan mann - En fólk býst venjulega ekki við því að sálfræðingar séu veikir, það gefur ekki mikla von fyrir þá sem eiga við sálrænan vanda að stríða.
Eins langar mig að benda á grein um sálfræðinga og geðlækna í þjónustu nasista. Suma þeirra var hægt að nota í útrýmingarherferð nasista á hendur fötluðu fólki. Heil kynslóð fólks sem hefur fengið stimpilinn Asperger-heilkenni, vita aldrei að Hans Asperger (1906-1980) sem skilgreindi þann sjúkdóm, var svæsinn nasisti og hann sá fyrir sér útrýmingu á því fólk sem hann stimplaði með greiningu sinni (lesið vinsamlegast hér) .
Fyrir nokkrum árum síðan ritaði danskur læknir grein ásamt öðrum, þar sem hann hélt því fram að tengsl væru milli aukinnar tíðni innhverfu (autisma) og umskurðar á drengjum múslíma og gyðinga. Morten Frisch, sem enn vinnur fyrir opinbera stofnun í Danmörku, þegar hann er ekki að dreifa undarlegum boðskap sínum gegn umskurði, er í dag ekki tekin sérstaklega alvarlega vegna greinar sinnar um samhengi á milli Aspergers og umskurðar í frumæsku. Hún hefur verið tætt niður fyrir tölfræðilega galla og fordóma af öðrum sérfræðingum í Danmörku og víðar. - En hún hentar vel þeim sem enn atast út í gyðinga og múslíma á 23. öld. Læknar og sálfræðingar sem gefa færi á sér til níðingsverka ganga að mínu mati ekki heilir til skógar.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 12.4.2023 kl. 08:09 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 230
- Frá upphafi: 1353050
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þessi bloggfærsla birtist einnig á Fornleifi. Fornleifur var tekinn af matseðli bloggsins í furðulegri aðgerð innan Morgunblaðsins. Postdoc.blog.is er enn á matseðlinum - en hve lengi??
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.4.2023 kl. 12:46
Af hverju er ótakmarkað kristhatur enn leyft á öllum fjölmiðlum í dag.
Og af hverju segir enginn neitt um kalergi plan ?
Loncexter, 3.4.2023 kl. 17:43
Zionismi og Gyðingdómur er tvennt ólíkt því aðeins annað þeirra eru trúarbrögð. Ásælni zíonista til heimsvalda er ekki samsæriskenning heldur staðreynd.
Mér sýnist sá sem skrifað er um gera sömu mistök og fleiri, að rugla þessu tvennu saman. Það kann að mega rekja til þess að margir zíonistar eru Gyðingar en þó alls ekki allir.
Tek það fram að ég hef enga andúð á neinum vegna trúarbragða svo lengi sem iðkun þeirra veldur engum skaða.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.4.2023 kl. 20:09
"Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu"
Ef þú getur ekki tjáð fordóma, svæsna eða annarskonar, þá hefur þú ekki tjáningarfrelsi.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.4.2023 kl. 21:38
Loncexter Kristshatur er ljótt, þó fólk sé ekki barið eða myrt í milljónatali vegna þess, eða því lofað að þjóðríki þeirra verði rutt í sjó fram. Kristhatur er hins vegar hatur gegn "persónu", gyðingi, sem enginn veit hvort var til, meðan að gyðingahatri er beitt gegn lifandi fólki. Svo hættu að gráta.
Guðmundur Ásgeirsson, ég skrifa hvergi að Gyðingdómur sé það sama og síonismi. Gyðingahatarar hata hvortveggja og líkja síonisma við nasisma. Þú fellur hins vegar undir mína skilgreiningu á gyðingahatara, þar sem þú skrifaðir að "ásælni zíonista til heimsvalda sé ekki samsæriskenning heldur staðreynd". Þeim hefur greinilega orðið lítið ágengt. Tveir bjánar, einn í BNA og annar í Rússlandi stjórna heiminum. Þakka þér fyrir að sýna lesendum mínum að flóran af gyðingahöturum er stærri en Sverrir sálfræðingur. Það vissi ég nú fyrir.
Ásgrímur Hartmannsson, svæsnir fordómar sem áður hafa valdið morðum á 6 milljónum manna á 20. öld milljónum annarra í gegnum aldirnar eru svæsnir fordómar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.4.2023 kl. 05:42
Ritskoðun lagar enga fordóma, býr þá frekar til eða gerir þá verri.
Ritskoðun er bara enn eitt skref í átt að gasklefanum/gúlaginu.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.4.2023 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.