Leita í fréttum mbl.is

Ţoka á kosningamiđnćtti

 Framtíđin er óljós

Allt frekar óljóst - enn.

En ţađ ér ţó nokkuđ ljóst ađ austur-Evrópu áhrifin í Júróvissjóninu hafa teygt arma sína til Íslands.  Nú fáum viđ 4 ár međ allt á reiki. Ţreyta fólksins og óţolinmćđi var greinilega farin ađ segja til sín, ţó svo ađ aldrei hafi fólk haft ţađ betra í ţessu landi á síđustu 1140 árum. En ţegar utanríksiráđherra stingur upp á stjórnmálasambandi viđ Hamas er ekki nema vona ađ fólk kvái. Framsókn er tímaskekkja.  

Basl- , biđrađa- og spillingarflokkurinn úr sveitinni (B) hefur greinilega veriđ dćmdur úr leik og dregur kannski međ sér gćđinga Geirs Haarde (D), sem ekki virđast hafa misst traust - né aukiđ.  En í stađinn hefst ađ öllum líkindum nokkurra ára stjórn ćvintýra- og rómantíkera á sauđsinnsskóm, sem vilja lifa af landinu og sölu myndbanda Ómars Ragnarssonar. Eiginlega ekki svo mikiđ öđruvísi en Framsókn. Ţađ er bara búiđ ađ sparsla og mála framhliđina. 

Einu sinni hefđi ég kosiđ svona rauđgrćnt. Ţá var ég borgarskćruliđi, fyrir ca. 25 árum. Nú er ég orđinn gamall og veit ađ ţađ sem er bođiđ upp á eru innistćđulausir tékkar.  Áfram munu flokksgćđingar reisa sumarbústađi sína á friđuđum stöđum, og enn sem áđur verđur vađiđ út í botnlaust skuldafen vegna hégóma og vitleysu. Helluţjófar eru til í öllum flokkum og allir vilja tvíbreiđa vegi í stađ hrađatakmarkanna. Ţađ er ekki hćgt ađ strika í burtu.  

Mér sýndist rétt í ţessu ađ litla handtaskan hennar Ingibjargar Sólrúnar á Grand Hotel hefđi veriđ nokkuđ Gucci. Handtöskur eru gífurlega mikilvćgar. Vonandi verđur létt á einhverjum aurum úr töskunni fyrir ţá sem minna mega sín á nćstu 4 árum. Annars er auđvitađ hćgt ađ fella ríkisstjórnina hvenćr sem er.

Ég sá líka Jón Baldvin Hannibalsson í viđtali á kosningavöku, ţar sem hann minnti menn á ţađ ađ ný ríkisstjórn ţćđi umbođ sitt frá fólkinu í landinu, en ekki frá Bessastöđum.  Ţađ er greinilega enn straumur á tengigrindinni í Jóni. Ekki er víst ađ svo sé í yngri gerđum stjórnmálamanna.

Nú verđum viđ ađ bíđa og sjá. Sumir af bestu vinum mínum eru í Samfylkingunni..... En talningu er enn ekki lokiđ. 

Nú nenni ég ekki ađ vaka lengur. Klukkan orđin 2 ađ nóttu í Danmörku. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband