Leita í fréttum mbl.is

Vanţekking

Alexander Nevsky Tallinn

Viđbrögđ viđ frétt Mbl. um uppţotin í Tallinn, sem ég lýsti í fćrslu minni hér á undan, sýna ađ söguţekking ungs fólks á Ísland ristir ekki sérstaklega djúpt. Tómas Gunnarsson á Bjórá lýsir eftir meiri ţekkingu á sögu Eistlands og tengir lesendur sína í http://www.estonica.org/eng/teema.html?kateg=43 til ađ kenna ţeim söguna. Ţetta er mjög óheppilegt, ţar sem saga landsins er ţarna mjög niđursođin, sérstaklega styrjaldarárin. Ekki orđ um ţátttöku Eistlendinga í SS og ţýska hernum. Og eins og skrattinn úr sauđaleggnum er sagt ađ Ţjóđverjar hafi drepiđ ţá gyđinga og sígauna sem ekki hafđi tekist ađ flýja landiđ áđur en ţeir komu. En ekkert er ađ finna um dráp eistneskra morđsveita á gyđingum áđur en Ţjóđverjar hertóku landiđ allt. Ekkert um Eđvald Hinriksson (Evald Mikson) og félaga hans.

Ţrymur Sveinsson gleymir ţví ađ Eistlendingar voru ekki bara sakleysingar. Ţrymur vill reyndar alltaf sjá ţađ besta í fólki og er ţađ vel.  En margir Eistlendinga sćttu sig ágćtlega viđ Sovjétokiđ og nýttu sér ţađ persónulega m.a. til ađ senda fjendur sína til Síberíu; margir ţeirra voru ţar á undan grimmustu bandamen nasista, böđlar sem luku ćtlunarverki Ţjóđverja áđur en Ţjóđverjar voru komnir međ tána inn í landiđ. Grimmd eistneskra skćruliđa viđ gyđinga var ólýsanleg. Ég hef skrifađ um máliđ á annan hátt en ţeir Tómas á Bjórá heimildamenn hans og Ţrymur Sveinsson, enda tel ég ađ minnismerki um hermenn bandamanna, sem féllu í stćrstu styrjöld okkar heimsálfu viđ nasismann, eigi ekki ađ eyđileggja eđa vanvirđa. Mađur trampar ekki á minningu fólks. 

Öfgafullir Eistlendingar vilja meira en ţetta, ţeir vilja reka allt fólk af rússneskum ćttum úr landi og ţeir tala um fólk af rússneskum ćttum, eins og talađ var um gyđinga í herferđinni gegn ţeim. Hvađ kemur nćst? Megum viđ búast viđ útskúfun annarra minnihlutahópa, Tatara og múslima (sem lengi hafa veriđ í Eistlandi). Ţrymur og Tómas, ćtti ekki bara líka ađ fjarlćga Alexander Nevsky Dómkirkju rússnesku rétttrúnađarkirkjunnar í Eistlandi (sem var byggđ áriđ 1900)? Fer hún ekki líka í taugarnar á Eistlendingum? Ummćli forseta Eistlands um mótmćlendurna valda ţví, ađ ég er í vafa um ađ lýđrćđi í landinu standi undir nafni.

Nei, Eistlendingar verđa ađ fara sćtta sig viđ ađ ţeir eru blanda af ţjóđarbrotum. Heitasta ósk öfgafullra eistneskra ţjóđernisafla er ađ mega teljast til Norđurlandaţjóđanna. Ég held ađ ţađ sé alveg hćgt og fólk af rússneskum ćttum, 25 % íbúa landsins, ćtti líka ađ vera velkomiđ.


mbl.is Áframhaldandi óeirđir í Tallinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Ţú gleymir reyndar ađ minnast á ađ einn helsti ferđamannastađurinn í Tallinn, f.u. gamla torgiđ, er Rússneskur... ţ.e. Kadriorg garđurinn međ höllu Katrínar og heimili Péturs Mikla rússakeisara. En hann bjó í Tallinn áđur (og á međan) hann byggđi Vetrargarđinn í St. Pétursborg.

Hallgrímur Egilsson, 28.4.2007 kl. 09:47

2 Smámynd: Guđmundur Auđunsson

Bravó Vilhjálmur fyrir mjög gott innlegg. Ţetta er vanvirđa viđ her bandamanna sem frelsuđu Evrópu úr klóm nasista međ blóđi sínu. Svo verđa eistlendingar ađ átta sig á ţví ađ landiđ er fjölţjóđa međ stórum rússneskum minnihluta sem flestir eru fćddir og uppaldir í landinu. Ţađ voru líka rússar á svćđinu fyrir Sovéttímabiliđ, ţannig ađ ţeir hafa jafn mikinn rétt á ađ búa ţarna og eistlendingar.

Guđmundur Auđunsson, 28.4.2007 kl. 11:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband