Leita í fréttum mbl.is

Konungskoman 1921

Konungssýningin 1921 ÍR.little

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Konungskoman 1921 hefur alltaf leikiđ stórt hlutverk í lífi mínu. Ţá stökk afi minn yfir hest og lék listir á ţverslá fyrir hans hátign Kristján X. Ţetta var á Konungssýningunni 3. júlí. Afi var í  ÍR  og fékk medalíu fyrir. Hana hef ég erft og geymi međ öđrum gersemum. Ţađ er danskur silfurpeningur sem hefur veriđ slípađur niđur á bakhliđinni og ţar hefur veriđ grafiđ Konungssýningin 1921. Á framhliđ er vangamynd Kristjáns X. Kóngsi mun sjálfur hafa nćlt medalíuna á afa og félaga hans. Stór dagur í lífi hans, sem ég heyrđi oft um ţegar ég var lítill. Myndin hékk líka alltaf á vel völdum stađ í íbúđinni hans.

Afi minn, Vilhelm Kristinsson, er 4. frá vinstri í aftari röđ á myndinni, sem ég geymi fyrir komandi kynslóđir. Afi bjó lengi ađ ţeirri fimi, sem han ţjálfađi í ÍR. Ţótt hann vćri í góđum holdum síđar á ćvinni, gat hann stađiđ og gengiđ á höndum á sjötugsaldri og reyndi ađ kenna mér ţađ. Ţađ tókst aldrei ađ lćra, enda hef ég ekki erft líkamlegt atgervi móđurafa míns á neinn hátt.

Ýmsir heiđursmenn voru í fimleikum međ afa. Ţar á međal Benedikt G. Waage, Björn Ólafsson í Coca Cola, Ósvaldur Knudsen, Tryggvi Magnússon, Harald Aspelund, og ţjálfari ţeirra var ađ sjálfsögđu kempan Björn Jakobsson.

Og já, ÍR á 100 ára afmćli í ár. Til hamingju! Ţví miđur er ekki lengur fimleikadeild í ÍR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nei ekki hef ég gerst svo frćgur, enda stunda ég heldur ekki veđurathuganir á ringingarslóđum. En ég gróf eina misheppnađa holu í Reynishverfi í september 1982. Ţá ringdi ekki í Mýrdalnum. Ţú hlýtur ađ vera ađ rugla mér viđ einhvern annan skalla, einhvern rigningarskalla.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.4.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vona ađ hinn kollótti sauđurinn, sem jarmar listalega upp á dönsku, sé ekki búinn ađ kaupa sér hárkollu og komi senn í leitirnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.4.2007 kl. 02:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband