Leita í fréttum mbl.is

Sænsk móðir hýðir geimveru

Alien

Sænsk móðir tapaði sönsum nýlega, þegar sonur hennar 4 ára kom grátandi i heim. Eitthvert hrekkjusvín í nágrenninu hafði verið að hrekkja snáðann. Hrekkjusvínið, sem er níu ára, hafði borið geimverugrímu og hrætt líftóruna úr yngri drengnum.

Þegar sænska mamman heyrði hvað gerðist, hljóp hún út og elti geimveruhrekkjusvínið uppi. Þegar hún fann geimveruna, voru sumar senurnar i "Men in Black" barnaleikur einn hjá því sem þessi Ulla Britt (rétt nafn konunnar er annað) gerði við hrekkjusvínið. Nágrannakonur sáu barsmíðar móðurinnar á hrekkjusvíninu. Í Svíþjóð má sem betur fer ekki berja börn (né geimverur, né stríðglæpamenn, né morðingja forsætisráðherra). Svíar eru ekki ofbeldisþjóð (þó að þeir selji vopn).

Nú hefur sænska mamman verið dæmd í 9.600 sænskra króna sekt.

Hér langar mig nú að koma því að, að sonur minn fann grímu eins þá sem þið sjáið á myndinni hér að ofan. Hann fann hana í kassa á markaði, sem haldinn er hér í nægrenninu á sumri hverju, þar sem börn geta selt gömul gull sín og keypt gull annarra barna. Sonur minn var tæplega 3ja ára og vildi ólmur fá geimverugrímuna. Hann fékk hana fyrir 2 krónur með í kaupunum á hríðskotariffli, sem hann keypti af dreng, sem var komin á æðra stig í hryllingsleikföngum. Ég verð oft hræddur, þegar sonur minn setur á sig grímuna og baunar á mig með hríðskotarifflinum.

Ég skil alveg hvað Ulla Britt fór í gegnum, þegar sonur hennar kom heim eftir árás geimverunnar. 9.600 sænskar krónur er ef til vill allt of há sekt fyrir að berja á litlum hrekkjusvínum. En þótt Svíar hafi frá blautu barnsbeini séð Emil frá Kattholti barinn á hverjum sunnudegi, er enginn ástæða til þess berja börn nágrannanna nú á 21. öld. En stundum springur ventillinn líka í velferðarparadísinni. Gott að Ulla Britt átti ekki Husquarna riffil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband