Leita í fréttum mbl.is

Góð íþrótt gulli betri?

glima.jpg

Fjölmiðlar tala öðru hvoru um barnaníðingskortið sem hægt er að finna á netinu. Síðast var frétt um þetta kort á RÚV í gær.  Ég skoðaði þetta kort, sem ég tel vera frekar þunnan þrettánda, meðan að fólk sem setur það út á netið gerið það ekki undir nafni. Hvað eru aðstandendur kortsins hræddir við? Líklegast óttast þeir að almenningur komist að því, hvers konar fólk stendur á bak við síðuna.

Vitaskuld eru upplýsingar á þessu korti og listar yfir missjúka, dæmda ólánsmenn, sem nýst gæti fólki sem er hrætt um börnin sín.  En þegar maður les hæstaréttardóm við mynd eins mannsins sem negldur hefur verið á kortið fær maður nú frekast þá tilfinningu að á Íslandi sé einnig kynferðislegt móðursýkiskast í gangi. Persónulega tel ég dóminn furðulegan og Hæstarétti til lítils sóma.

A var brotaþoli, þar sem hún varð fyrir kynferðislegu aðkasti þar sem hún lá drukkin á dýnu með þeim dæmda, sem einnig var drukkinn. Þetta var í Svíþjóð og þeir drukknu voru á ferðalagi í Svíþjóð að sýna glímu á Norðurlöndunum. Sá dæmdi var þjálfari og fararstjóri:

"A gaf skýrslu hjá lögreglu hinn 4. júní 2010. Hún sagðist hafa farið með hópi ungmenna sem æfðu [...] í [...]ferð til Danmerkur og Svíþjóðar í lok ágúst 2007, en hún hafi þá verið 16 ára gömul. Ákærði og C hafi verið fararstjórar í ferðinni. Í Svíþjóð hafi þau gist í íþróttahúsi og kvöldið sem um ræðir hafi þau öll verið búin að neyta áfengis. Þau hafi sofið á hörðum frjálsíþróttadýnum, en ákærði hafi hins vegar verið með betri dýnu, sem hafi rúmað tvo. Hann hafi boðið þeim að sofa hjá sér á dýnunni og sagðist A hafa þegið boðið og lagst við hlið hans. Hún hafi síðan orðið þess vör að ákærði fór með hönd inn á hana og hafi hann káfað á kynfærum hennar og brjóstum. A sagðist hafa reynt að færa sig frá ákærða, en hann hafi alltaf komið nær. Hún hafi þá snúið sér á magann og hliðina, en ákærði ekki látið af háttseminni. Síðan hafi virst sem ákærði sofnaði áfengisdauða. Hann hafi vaknað aftur og haldið áfram að káfa á henni, en síðan sofnað með höndina yfir hana. A sagðist hafa farið inn í búningsklefa og hringt til D, frænku sinnar, og rætt þetta við hana. Hún hafi verið grátandi og hafi piltur að nafni E  komið að henni og spurt hvort ekki væri allt í lagi. Hún hafi öskrað á hann og sagt honum að koma sér í burtu. A sagðist síðan hafa sent C sms-skilaboð og beðið hana um að koma og tala við sig. C hafi hins vegar verið sofnuð og því ekki svarað. A  sagðist hafa verið svo hrædd að hún hafi ekki þorað annað en að leggjast aftur á dýnuna við hlið ákærða. Morguninn eftir hafi hún svo sagt C hvað hefði gerst.

Þá skýrði A frá öðru tilviki sem hefði átt sér stað á heimili foreldra hennar [...]  í janúar 2008. Hún hafi haldið þar teiti í tengslum við [...]mót, sem haldið var fyrir austan. Hafi ákærði komið í samkvæmið og þau orðið tvö ein eftir í húsinu eftir að samkvæminu lauk. Ákærði hafi þá leitað á hana, þrýst henni upp að vegg og byrjað að kyssa hana. Hann hafi kastað henni upp í rúm, afklætt þau bæði, legið ofan á henni og káfað á henni eins og í fyrra skiptið. Hann hafi síðan spurt hana hvort hún væri „hrein mey" og hún svarað því játandi. Hann hafi þá klætt sig og farið."

Þess ber að geta að frásögn af þessu máli er mjög öðruvísi í fjölmiðlum en í yfirheyrslugögnum lögreglu og dómsorði Hæstaréttar. Á Bleikt.is er grein nemanda í kynjafræði við Verkmenntaskóla Íslands, sem greinilega hefur ekki getað lesið dómsgögn sér til gagns. Lýsing á því sem gerðist í teiti á heimili brotaþola er alls ekki eins og í dómsorði. Hópurinn á bak við barnaníðingskortið notar grein verkmenntaskólanemans sem heimild. Þetta sýnir að mínu mati tilgangsleysi slíkrar kortagerðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það fer fram dauðaleit að fórnarlömbum á Íslandi um þessar mundir og langt seilst til að búa þau til.

Ragnhildur Kolka, 1.5.2014 kl. 09:45

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er hárrétt athugað hjá þér kæri dr. Vilhjálmur Örn.

Langt er seilst i slúðurblaðamennskunni, sem tröllríður allt of mörgum fjölmiðlum. Síðan nærir slík fréttamennska böðla göturæsisins í athugasemdakerfunum á netmiðlunum og fara þeir böðlar mikinn eins og við þekkjum. Með ólíkindum er að vefstjórar eins og til dæmis á dv.is eyða einungis út þeim sem til dæmis benda á að ósönnuð sé sekt skólastjórans í Landakotsskóla en leyfa böðlunum sem bera á hann liðugt sakir og nota orðfæri sem væri tilefni til að höfða meiðyrðamál væri maðurinn lifandi. Athugasemdir slíkra böðla fá að standa óhreyfðar á meðan þeir sem ekki eru með „rétta sýn“ á málefnin þeirra athugasemdum er miskunnarlaust eytt út.

Miklir réttlætispostular sem búa á þessu Íslandi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.5.2014 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband