26.3.2014 | 10:24
Próf seðlabankastjóra, alþingismanns og nasista
Davíð Ólafsson seðlabankastjóri stundaði nám í Þýskalandi 1935-1939. Samkvæmt Hagfræðingatali hlotnaðist honum prófráðan Bac. sc. oecon. eða "bac[calaureus] sc[ientiæ] oecon[omicæ]. Það er bara einn galli á gjöf Njarðar við þessa upplýsingu, og heldur stór, og hann er sá að ekki voru gefnar bakkalaureus gráður í Þýskalandi eftir 1820 (þið lesið rétt: Átjánhundruð og tuttugu). (sjá hér og hér).
Á vefsíðu Alþingis er upplýst, að Davíð Ólafsson hafi verið hagfræðingur og stundað nám við háskólana í München og í Kiel. Á síðastliðnu ári hafði ég samband við Landesarchiv í Schleswig, sem upplýsti mig að engin göng fyndust um nám eða próf Davíðs Ólafssonar við háskólann í Kiel. Gat þetta verið vegna þessa að mikið magn ganga eyðilagðist í stríðinu, en skjalavörður sem rannsakaði málið fann heldur ekki nafn Davíðs á varðveittum lista yfir erlenda námsmenn við háskólann á þeim tíma sem Davíð á að hafa stundað nám við skólann.
Fánaliði nasista á Íslandi á Hamrinum í Hafnafirði sumarið 1935, sumarið sem Davíð Ólafsson hélt til náms í Þýskalandi nasismans. Myndin efst er tekin á góðri stundu. Maðurinn í miðið er Jón Þ. Árnason einn fremsti foringi íslenskra nasista. Í lautarferð nasistanna var Bakkus gamli álíka mikið lofsunginn og Adolf Hitler, og það er Davíð Ólafsson sem teygir sig þarna í viskípelann. Ljósmyndirnar eru úr öndvegisverki Illuga og Hrafns Jökulssona, Íslenskir Nasistar (1988).
Davíð Ólafsson, var fánaliði nasista á Íslandi á 4. áratugnum. Þýskaland var líklega eðlilegur staður að fara í nám fyrir ungmenni með slíkar öfgaskoðanir. Menn dreymdi einnig um stóra og sameinaða Evrópu þá, líkt og fasista og gyðingahatara í Úkraínu dreymir ESB-drauminn í dag. Með námi við þýskan háskóla var hægt að marséra ein og maður gerði heima á Íslandi.
Mig langar að komast til botns í þessu undarlega máli varðandi menntun fyrrverandi seðlabankastjóra, alþingismanns, nasista og sjálfstæðismanns. Kannski á Seðlabankinn skjöl sem varpað geta ljósi á menntun Davíðs eða ef til vill á fjölskylda Davíðs einhver prófgögn. Fékk Davíð kannski einhvern sérstakan titil sem nasistar gáfu erlendum námsmönnum sem aðhylltust hugmyndafræði nasismans? Hafa ritstjórar Hagfræðingatals gert skyssu eða háskólinn í Kiel? Allar upplýsingar væru vel þegnar til að koma þessari óvissu á hreint.
Ég minni einnig á leit mína að upplýsingum um sendiherra ESB á Íslandi Matthias Brinkmann. Ég hef spurst fyrir um nokkur atriði í sendiráðinu vegna alvarlegra mótsagna í ferilskrá dr. Brinkmanns, en ég fæ engin svör. (Sjá hér).
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 60
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Á Davíð Ólafsson að gjalda fyrir það, að hafa hvorki verið Gyðingur né samkynhneigður.
Sigurgeir Jónsson, 26.3.2014 kl. 22:46
Sigurgeir, ég spyr eins og Elvis gerði forðum: "Are you lonesome tonite?"
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.3.2014 kl. 22:48
Höfum það bara á hreinu, Davíð Ólafsson var ekkert fórnarlamb.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.3.2014 kl. 22:49
Sæll kæri dr. Vilhjálmur Örn.
Þeta er verðugt rannsóknarefni !
Það virðist vera sem doktorsgráða Ingimars sem hann fékk fyrir hina stórkostlegu ritgerð um íþróttir í háskóla í Leipzig að mig minnir á tímum Sovéskra yfirráða þar, sé þá merkilegri en gráða Davíðs ? Ingimar skrifaði þó fáein vísdómsorð á pappír !
Einhver „velunnari“ hans þýddi stórvirkið yfir á ástkæra ylhýra og setti á stand í fjölriti í Eymundsson, að mig minnir, handa hverjum sem hafa vildi ókeypis.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.3.2014 kl. 23:47
Dr. Ingimar :
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=976994
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.3.2014 kl. 00:10
Grundzüge der Geschichte des Sports in Island in der ersten Hälfte des 20. Jahrhunderts frá Deutsche Hochschule für Körperkultur zu Leipzig (1968) var nær 250 bls. ritgerð (fjölrit), svo já, Ingimar þurfti að hafa fyrir hlutunum. Gervigráður voru algengari undir nasismanum en í DDR. Menn rugla líklega sumum styttri fræðigreinum Ingimars við sjálfa doktorsritgerðina, og vera kann að einhverjar þeirra hafi verið þýddar yfir á íslensku og seldar í Eymundsson. En svo minnir mig að út hafi komið bók á íslensku skömmu eftir 1980, sem byggði á doktorsritgerðinni.
Eiður Kvaran, nasisti, sem ekkert má skrifa um, nema að eiga í hættu að Kvaranarnir komi eftir manni með lögsókn, skrifaði afar ómerkilegan bleðil um það sem hann taldi vera kynþáttaval til forna á Íslandi. Tómt rugl. En hann skreytti sig með doktorsnafnbót frá háskólanum í Greifswald fyrir það áður en hann dó úr berklum árið 1939.
Bara að ég vissi hvað "bakkalá"-ritgerðin hans Davíðs Ólafssonar í Kíl hafi verið kölluð. Ef einhver á hana heyri ég frá viðkomandi. En auðvitað var það engin doktorsritgerð, sem manni þætti nú að fleiri ættu að hafa upp á vasann sem gegna háum stöðum a Íslandi. En svo er nú ekki.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.3.2014 kl. 05:35
Já kæri dr. Vilhjálmur Ön.
Sjálfur las ég ekki fjölritið sem um var að ræða í bóksölunni. Mér var sagt að það hefði verið maður sem átti leið um Leipzig sem hafi gert sér ferð í skólann til að fá eintak af doktorsriti Ingimars og hafi þýtt það og fjölritað Ingimari til háðungar því það hafi, samkvæmt heimildarmanni mínum, þótt svo ómerkilegur snepill eins og það var orðað. Hann hafi lagt þetta fram eins og nú er gert með eins og til dæmis Bændablaðið, sem liggur víða frammi ókeypis, svo allir gætu séð að gráðan hafi nánast verið hluti innihalds í morgunkornspakka Ingimars eins og stundum er sagt. En þessa sögu heyrði ég á nokkrum stöðum á þennan veg frá mönnum sem ég hef ekki þekkta af því að segja rangt frá. Hitt er annað að ég man ekki hvort þessir sömu hafi sagt að þeir hefðu sjálfir lesið fjölritið þannig að ég vil ekki fjölyrða um hversu góð ritgerðin hafi verið. Gaman væri kannski að heyra um þetta frá einhverjum sem hefur raunverulega lesið rit hans og er hlutlaus í skoðun sinni áIngimari sem einstaklingi, en ég hef heyrt að Ingimar sé alveg þokkalegur í að tefla.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.3.2014 kl. 12:17
Grundvallarreglan, maður á ekki að hlusta á slúður. Maður á að spyrja spurninga. Ritgerðina hans Ingimars er hægt að lesa í Þjóðarbókhlöðunni. 250 bls. á góðri þýsku getur oft verið seig tugga. En ef þú átt leið hjá Þjóðarbókhlöðunni gætir þú litið á hana og byrjað á 1. kafla. Ég þekki ekkert til Ingimars.
Ritgerðaleysi Davíðs Ólafssonar er hins vegar ekkert slúður. Hann var með titil sem ekki var til í Þýskalandi og engin gögn eru til um að hann hafi verið í Kílarháskóla. Hvað var hann að gera í Þýskalandi? Nýttist það í starfi hans síðar á ævinni?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.3.2014 kl. 07:16
Já kæri dr. Vilhjálmur Örn, ég er sammála þér með slúðrið, en í þessu tilfelli var slúðrið haft eftir 2-3 mönnum sem ég treysti vel og þekktu til Ingimars eitthvað, en það þýðir ekki að þetta sé rétt. Þess vegna setti ég eigin fyrirvara um þetta en vitnaði i að þetta væri álit manna sem þekktu til Ingimars. Ég þekki enn einn sem þekkir vel til skákmennsku hans og segir hann ágætan að tefla, en sá sem ég hef þetta eftir er verulega mikill skákjöfur.
Þetta með Davíð finnst mér að þurfi að skoða betur og það væri gaman ef einhver veit eitthvað um málið. Mér finnst það nauðsynlegt að komast til botns í þessu, því hafi Davíð verið að flagga upplognum titlum þá er það verulega alvarlegt mál að mínum dómi.
Það á ekki síður við um tóma möppuna merkt Svavari Gestssyni í skjalasafni STASI. En einhverjum mánuðum áður, en rétt eftir að hægt var að komast í skjalasafnið, var Svavar ásamt konu sinni og hópi samlanda okkar í rútuferðalagi um Pólland meðal annars. Þegar áð var við landamæri Þýskalands hvars Svavar úr hópnum og birtist þremur dögum síðar eftir því sem fólk úr hópnum hefur upplýst.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.3.2014 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.