Leita í fréttum mbl.is

Nú verður valsað með peningana

euroman.jpg

Dagur B. Eggertsson er greinilega lítilsigldur og lítt floginn kall. Hann líkir fyrirhuguðu Hlíðarendahverfi Valsara og annarra framkvæmdaaðila við evrópskar borgir, eða réttara sagt skipulagið í þeim. Ég get alveg upplýst Dag um, að evrópskar borgir eru ekki byggðar rétt við lendingarbrautir flugvalla, þótt sést hafi gras á þökum húsa á síðustu 30 árum og að sumar borganna í ESB-útópíunni hafi hjólastíga.

Ég sé að þarna er gert ráð fyrir litlum íbúðum og stúdentagörðum. Spurningin er, hvort þetta eru litlar íbúðir fyrir fólk sem hefur ekki ráð á stóru, eða hvort að þetta verða lúxusíbúðir fyrir fjársterkt fólk sem  ætlar að minnka við sig, og að "stúdentagarðurinn" sér fyrir börn velefnaðra foreldra sem eru Valsarar, stórhluthafar og fjárfestar.

valsa.jpg

Mikið er annars dásamlegt að heyra að einhver eigi 25-30 milljarða í handraðanum á Íslandi í dag. Ekki verða menn svo ríkir af fótbolta, er það? Ekki er langt síðan að Valsmenn hf. áttu aðeins 50 miljónir.  Þetta er mesta framkvæmd á Íslandi síðan í Hruni, en hún er líka greinilega í dæmigerðum hrunastíl.

Ég legg til að malbikið í nýja hverfinu hans Dags verði málað rautt og hvítt til heiðurs Degi og Valsmönnum og lánsfé þeirra, og að verslun í hverfinu verði kölluð Evran. Einnig legg ég til að forstjóri Valsmanna, Brynjar Harðarson, segi rétt til um á smettiskruddu sinni hvenær hann varð stúdent. Þar stendur, að það hafi hann orðið árið 1978, þegar Brynjar var 16 vetra. Ekki man ég eftir því að Brynjar hafi verið svo mikill námsmaður en kannski er hann eitt af þessum íslensku séníum? Vonandi er hann ekki svona ónákvæmur í tölunum í kostnaðaráætlunum fyrir Hlíðarendahverfið.


mbl.is Líkir Hlíðarenda við evrópskar borgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er hryllilegt hnoð þessi hugmynd. Gamli austurþýski ghetto arkitektúrinn og bauhaus kaldlyndið í lit. Svona hverfi er verið að rífa niður í lange baner í evrópu. Kannski evrópusinnarnor þessir hafi aldrei til meginlandsins komið, hvað þá opnað rit um arkitektúr.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 00:50

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Meðalverð íbúða samkvæmt þessu er 50.000.000 á íbúð að gefnu því að allar áætlanir standist. Þá er ekkert eftir. Fjárfestar ætla sér arð af þessu og einhverjir vextir eru á 30 milljörðum.

Gefum okkur að fjárfestar stilli avöxtunarkröfu í hóf og vonist eftir 15% arði. Þá er þetta komið í 34,5 milljarða. Gefum okkur að vextirnir séu líka hóflegir eða um 4% á ári, þá bætast 1.2 milljarðar við árlega sem útleggst kannski á 20 árum á 10,5 milljarða.

Það segir okkur að hver íbúðarhola í þessari býkúpu þurfi minnst að kosta 75 milljónir.

Good luck segi ég.

Ef einhver getur gefið bjartari mynd af fjárfestingunni með rökum, nú eða svartari, þá er ég allur augu og eyru.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 01:05

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er hægt að fara í svona framkvæmdir, án þess að gefa bæjaryfirvöldum upplýsingar um fjárhagslegt öryggi? Ef peningarnir eru ekki til, verður þarna ömurlega ljótt byggingasvæði um langt árabil. Þá verður líklega ekki vísað til Evrópu.

Eða er meiningin að byggingarkranar eigi að stefna flugsamgöngum í hættu.

Mér sýnist á öllu að stúdentagarðarnir verði ekki fyrir aðra stúdenta en þá sem þénað hafa þénað á bitcoin í spilum eða geta kallað Sigurð Einarsson pabba sinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.3.2014 kl. 06:43

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jah, þegar stórt er spurt....

Ef þeir myndu leigja þessar holur á meðaltalsvirði 200 þúsunda á mánuði, þá yrðu leigutekjur 1.4 milljarðar, á ári, sem dygðu fyrir vöxtum. Þá ættu þeir 240 millur eftir fyrir viðhaldi, rekstri og gjöldum. Arðurinn yrði þá ansi þunnt smurður. Ég ætla rétt að vona að hrifning Dags valdi því ekki að hann gangi í ábyrgð fyrir þetta og þurfi síðan að ættleiða krógann síðar. Fyrir slíku eru nokkur sorgleg og dýr fordæmi.

Mér synist þetta vera skólabókardæmi um skammsýnan íslenskan rassvasabusiness. Svona í anda togaraskipstjora sem fer að reka banka.

Þetta lyktar allavega langar leiðir af fyrirhyggjulausu braski sem lendir á öðrum en athafnaskáldunum að borga.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 07:37

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Reynslan af turnahverfinu í Skuggahverfinu er sú að þangað hópast stór hluti af ríkasta fólkinu en ekki fjölskyldufólk af "lægri stigum" enda er verð íbúða allt að milljón krónur á fermetra.

Það er svo sem lítið við það að athuga að þessum hluta þjóðarinnar sé gefinn kostur á að eiga heima þar sem fjárráð hans leyfa, en vandi venjulegs fjölskyldufólks og fólk sem verður að leigja húsnæði er áfram óleystur og vaxandi, -  að öðru leyti en því að það finnur sér þá bara húsnæði í úthverfunum.

Sem er alveg öfugt við þá ætlan sem átti að vera að baki byggðar í Vatnsmýrinni að þjappa fjölskyldufólki saman og búa til sem fjölbreyttast mannlíf sem næst gömlu miðborginni sem nú er orðin fjóra kílómetra fyrir vestan þyngdarpunkt byggðar á höfuðborgarsvæðinu.

Langholtshverfi, Árbæjarhverfi, Grensáshverfi, Mjóddin og meirihluti Kópavogs eru nær þessum þyngdarpunkti höfuðborgarbyggðarinnar heldur en Vatnsmýrin.  

Ómar Ragnarsson, 6.3.2014 kl. 09:35

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er annars viðeigandi hjá þér að setja þetta blogg undir flokkinn "Íþróttir."

Það skemmti mér. :D

Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2014 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband