24.2.2014 | 16:05
Füle vill Úkraínu í stað Íslands
Iðulega sér maður andstæðingum ESB á Íslandi líkt við öfgamenn. Þeim sem það gera þykir hins vegar alls ekki öfgafullt eða öfugsnúið að hleypa upp þingstörfum, jafnvel þó að fyrrverandi ríkisstjórn hafi komið á aðildarviðræðum við ESB og jafnframt hætt þeim.
Þeir sem ásaka alla, sem slá hinn minnsta varnagla gagnvart ESB-aðild Íslands, æsa nú til torgfunda og byltingar, þótt ljóst megi vera, eftir óteljandi skoðanakannanir, að meirihluti þjóðarinnar vilji ekkert hafa með ESB að gera. Sumir eru greinilega afar seinir til skilnings.
Pawel Bartoszek, sjálfstæðismaður af pólskum ættum, sem látið hefur bera nokkuð á sér í frekar lýðskrumslegum skrifum á visir.is, líkti nýlega andstæðingum ESB á Íslandi við öfgamenn og við verstu andstæðinga ESB í Úkraínu (sjá hér). Honum tókst einnig að blanda Ólympíuleikunum, Pussy Riot, hommahöturum og ÓRG forseta í málið. Ekki er óalgengt að ESB andstæðingum á Íslandi sé líkt við fasista, nasista eða jafnvel hryðjuverkamenn. Svo málefnaleg er nú sú umræða hjá ESB-sinnum.
Systurflokkur íslenskra stuðningsmanna ESB er Svoboda-flokkurinn í Úkraínu. Í þeim flokki vilja menn berja á gyðingum og komast í ESB.
Þó svo að forsætisráðherra landsins sýni gamla Framsóknartakta frá liðinni öld, er engin ástæða til að ærast. Vitaskuld er sjálfsagt að leyfa þjóðinni að kjósa sig út úr ESB aðildarviðræðum fyrir fullt og allt svo áhangendur Brussells á Íslandi sannfærist um að meirihluti þjóðarinnar, sá sem losaði sig við fyrrverandi ríkisstjórn í síðustu Alþingiskosningum, hafi gert upp hug sinn.
Sá gífuryrðaflaumur hjá þeim sem geta ekki lifað án evru beint í æð, eða þeirra sem dreymir um að börn þeirra verði embættismenn í Brussell og skaffi betlifé til Íslands um ókominn ár í stað auðlegðar okkar í sjónum sem ESB ætlar sér að gleypa, gera sér ekki grein fyrir því að mestu öfgarnar eru oft meðal ofstækisfullra stuðningsmanna ESB og sérlega í löndum sem sækjast eftir því að verða ESB-þjóðir. Tek ég mér það bessaleyfi, eins og sjálfstæðismaðurinn Pawel Bartoszek, að sækja samlíkinguna til einnar af næstu aðildarþjóðunum í ESB, Úkraínu.
Sömuleiðis vita allir, að ég mæli siðferði og lýðræðisást þjóða og manna með því hve mikið gyðingahatrið er meðal þeirra. Þið hljótið öll að vita hvernig sá mælir virkar. Menn sem eru gyðingahatarar eru ekki siðmenntaðir.
Füle stækkunarstjóri stækkar ekki bara ESB með íslenskum krötum og pírötum, heldur einnig með fasistum frá Úkraínu.
Oleh Tyahnybok heillar bandaríska kjána upp úr skónum. Ætli öldungardeildarþingmaðurinn viti hvaða mann Oleh geymir?
Árið 1991 skaust upp á yfirborðið flokkur í Úkraínu sem kallast Svoboda. Það þýðir "Sjálfstæði" á úkraínsku. Þetta er þó ekki neinn "Sjálfstæðisflokkur" eins sá sem á Íslandi er. Flokkur þessi er nú öfgafullur stuðningsflokkur ESB aðildar Úkraínu, og hafa liðsmenn hans verið framarlega í Euromaidan/ Torgbyltingu ESB-sinna. Svoboda fékk mikið fylgi í síðustu kosningum til úkraínska þingsins.
Jafnframt því að Svoboda-limir eru sólgnir í ESB, þá er að finna þeirra á meðal verstu gyðingahatara okkar tíma. Formaður flokksins, íþróttalæknirinn Oleh Tyahnybok, hefur iðulega látið hafa eftir sér hatursfullar yfirlýsingar í garð gyðinga. Er sverta á andstæðinginn eða stuðningsmenn Moskvu-línunnar í úkraínskum stjórnmálum er myndmálið í pólitískri umræðu í Úkraínu litað með svæsnu gyðingahatri.
Líkt og öfgafullir vinstrimenn á Vesturlöndum, íslamistar og nýnasistar nota gyðingahatur í áróðri sínum, nota meðlimir Svoboda og annarra flokka í Úkraínu gyðingahatur til að fremja stuðning sinn við ESB-aðild. Það er fínn passi inn í samkunduna í Brussel, og ESB gerir afar lítið, ef þá nokkuð, til að fordæma þessar frumstæðu kenndir ESB-sinna í Úkraínu.
"Frelsi" og ESB-draumar, sem kynt er undir með gyðingahatri, er vitanlega mjög sjúklegt fyrirbæri. Ég vona að Pawelek hinn pólskættaði ESB-útvörður Sjálfstæðisflokksins geri sér grein fyrir því, að þó Sigmundur Davíð boði ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-viðræður, þá séu ekki réttmætt að nota öfgafullar samlíkingar milli ESB-andstæðinga og Moskvu-línunnar í stjórnmálum Úkraínu, sér í lagi þegar helstu stuðningsmenn ESB-baráttunnar í Úkraínu hylla Hitler, Göbbels og náið samræði Úkraínumanna við 3. ríkið í Síðari heimsstyrjöld. Slíkar samlíkingar á ungur Framsóknarmaður ekki skilið. Það er einfaldlega of rætið.
Oleh fasistaforingi í Svoboda, sem ólmur vill ganga í ESB, og sem beitir fyrir sér hinu sívinsæla gyðingahatri, var eitt sinn trúr og tryggur Moskvudrengur, alveg eins og Stefan Füle. En ef sjálfstæðismaðurinn Pawel Bartoszek hefði skrifað um það, hefði hann auðvitað líkt Oleh Tyahnybok við þá Íslendinga sem ólmir vilja ganga í ESB . Margir þeirra sýna gyðingahatur sitt í hatri á Ísraelsríki. Í dag er Tyahnybok gjarnara að heilsa eins og Hitler.
Ef "sjálfstæðismaðurinn" Pawel Bartoszek heldur þessu kjánalega myndmáli sínu áfram, gæti hann átt á hættu að verða sjálfur settur í bás með óbótamönnum Svobodaflokksins, jafnvel þó svo að hann sé ekki gyðingahatari eins og þeir.
En það er einmitt aðferð Pawels: Að væna menn um að vera Pútínsinnar og hatursmenn stúlknanna í Pussy Riot, eða þaðan að verra, bara vegna þess að þeir fara á Ólympíuleika og eru á móti ESB-aðild. Fyrst og síðast verður Pawel þó að gera sér grein fyrir því í þessu einkennilega lýðveldi sem hann hefur sest að í, að Ísland er ekki staðsett á landmærum Rússlands og Póllands og að lýðskrum nær ekki eins háum hæðum meðal Norðurlandaþjóða sem það gerir hjá sumum nágrönnum fyrrverandi heimalands Pawels.
Pawel Bartoszek á ekkert með að vera að ófegra menn með ógeðfelldum samlíkingum við ástand í landi, þar sem öfgamenn til hægri vilja ólmir ganga í ESB og gerast iðnaðarmenn í Danmörku og á Íslandi meðan hinn helmingur þjóðarinnar er ekki alveg eins viss í sinni sök. Það er hins vegar meirihluti Íslendinga. Meirihlutinn á Íslandi vill ekki í ESB. Látum endilega kjósa um það.
Óska ég hér með nýnasistum og gyðingahöturum í Úkraínu til hamingju með komandi aðild í ESB um leið og ég þakka Sigmundi Davíð fyrir að koma svo rögglega í veg fyrir að Íslendingar verði borðfélagar slíkra illfygla í Brussel.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2014 kl. 07:27 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 1352301
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Polverjar standa í þeirri trú eftir lágfreyðandi heilaþvott í Brusselmatic þvottavélinni að lífsgæði hafi batnað þar eitthvað og frelsi aukist vegna ESB, en virðast gleyma því að um svipað leyti losnuðu þeir undan oki kommúnismans sem bjo þeim helvíti á jörð.
Þrátt fyrir þessar meintu framfarir er Pólland eitt mesta láglaunaland álfunnar og stór hluti þjóðarinnar á flottamannastatus hist og her til að komast undan nýfengnu frelsinu og gæðunum heima í mannlegri samfélög. Ekki endilega innan ESB. Kannski síst þar, því þar er ekki lengur neina atvinnu að hafa.
Pólverjar eru þakklátt viðmið um lífskjör hjá elítunni í Brussel og hafa sett launakjör evrópulanda á uppboð og gengisfellt þau meira en nokkur evrópsk flóttamannaþjóð.
Fyrir þeim er frelsið að vinna fyrir aðeins meira en skítalaun, landlausir flottamenn sæluríkisins, búandi i 10fm skonsum með 10 öðrum og éta dósamat fjarri ættingjum og vinum. Framlag þeirra m.a. lækkandi launa og verri kjara í nágrannalöndunum er ESB ómetanlegt. Corporativismanum í fimmtíuárarikinu klígjar ekki við því.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 18:06
Annars er allt þetta upphlaup aðeins til heimabrúks. Ef komið hefði fram ályktun um að setja þetta í þjóðaratkvæði nú, þá hefði Samfylkingarklíkan líka motmælt, vitandi fyrirfram hver niðurstaðan yrði. Á hvorn veginn sem er þá eru þeir búnir að vera. Málefnið eina horfið. Flokkurinn tilgangslaus og málefnalaus.
Og það meinfyndna er að þeir eiga klúðrið algerlega skuldlaust af því að þeir neituðu þjóðinni í tvígang um að kjósa um málið, örátt fyrir að tæp 80% lístu eindregnum vilja til þess.
Svo tala þeir um svik. Ó, ég hlæ og eg hlæ.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 18:26
Ég held að þú sért kjáni.
Þú verður alveg æfur ef einhver setur út á Gyðingana, en svo kallarðu mann sem er í framvarðasveit Repúblikana kjána en eins og allir vita þá eru Rebublikar í Bandaríkjunum helstu vinir Ísraels manna meðan að Demókratinn Obama hefur margoft sett þeim stólinn fyrir dyrnar.
John McCain er víðsýnn maður og hefur reynt ýmislegt á sinni löngu ævi. T.d var hann skotinn niður yfir Víetnam árið 1967 og var handtekinn og settur í fangelsi þar sem hann mátti þola pyntingar . Honum var svo sleppt 1973. Maður mætti nú halda að maður með svona reynslu væri bitur og hefnigjarn, en það er nú öðru nær, hann var settur seinna í það að betrumbæta sambandið við Víetnam. Skoðaðu þetta Hanoi Hilton
Ef vinirnir eru kjánar, hvað eru þá óvinirnir?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.2.2014 kl. 18:29
Rafn, það geta ekki allið verið fullkomnir. Það þarf greinilega miklu meira en að vera skotinn í Nam til að varast öfgar Evrópu. Ef vinirnir eru eins og hann...eru það þá vinir? McCain sýnir gífurlegt ábyrgðarleysi að umgangast menn eins og Oleh Tyahnybok.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.2.2014 kl. 18:51
Jón Steinar, ég teiknaði einu sinni skrípó um stærð Samfó. Ég er enn ánægður með verkið:
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.2.2014 kl. 18:57
Brusselmatic þvottavélinni - hvar kaupirðu svona frasa?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.2.2014 kl. 19:05
Verkið er snilldargott, enda raunsæiskistaverk af hæsta klassa. Maður þekkir þá báða Fornleif og þig. Þarna hafið þið fundið eitthvað sjaldgæfara en grænlenska holdsveikisjúklinga á austfjörðum. Leyfar Sandkastalafylkingarinnar sem margir höfðu haldið vera þjóðsögu. ;)
Jón Steinar Ragnarsson, 24.2.2014 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.