Leita í fréttum mbl.is

Cirkus Dannebrog i Lorteland

dannebrog

Dagblaðið Politiken greinir í dag frá óförum og vandamálum hjóna í Kaupmannahöfn. Maðurinn er danskur en konan er frá Kenýu. Þau hafa verið gift í 18 ár og hafa búið saman i 21 ár. Sem ungur maður fór Bent Frederikssen með próf í vélaverkfræði til Kenýu og ílentist þar. Fyrir 18 árum giftist hann kenýanskri konu, Jane (sjá mynd), og á með henni uppkomna dóttur. Me Tarzan, you Jane. Hljómar eins og endalaus hamingja í hitabeltinu.

Jane 

En þegar Bent resktist langaði hann til Danmörku. Tarzan var ekki lengi í velferðarparadísinni Danmörku, áður en allt fór til helvítis. Þegar hjónin komu til Danmörku fyrir nokkrum árum, fékk Bent enga vinnu. Ungdómsdýrkendurnir, sem er verulega margir í Danmörku, höfðu engin not fyrir “gamlan” jálk eins og Bent. Hann fór þá að lokum á ríkisstyrk til að komast í gang aftur og svo vinnur hann sem lagermaður. Hjónin skrimta á lágmarkslaunum hans. Jane má ekki vinna í Danmörku, þar sem hún hefur ekki dvalarleyfi. Hér er  þó alltaf verið að tala um skort á t.d. hjúkrunarkonum, kennurum, bréfberum etc.  Á sama tíma má fólk á besta aldri ekki vinna. Nú verður Jane að fara til Kenýu vegna þess að hún er ekki danskur borgari og maður hennar hefur ekki haft vinnu í eitt ár samanlagt, eftir að þau fluttu frá Afríku. Þetta er afleiðing útlendingalaganna í Danmörku. Þetta er dönsk endaleysa í hnotskurn. Landið er á leið í eldinn vegna nýgræðlingadýrkunar og  útlendingahræðslu. 

Sjálfur er ég doktor frá dönskum háskóla, giftur danskri konu og hef búið hér í 26 ár. En ég vinn samt sem bréfberi, fæ ekkert annað. Ef staða fornleifafræðings er laus, er fyrr ráðinn danskur amlóði en útlendingur með meirapróf. Það liggur við að ég sé stundum spurður, hvort ég sé ekki brátt á förum til míns heima.

Á okkur, sem erum blettir á dönsku glansmyndinni, er litið eins og lýs í danska rósabeðinu. En rósagarðurinn er orðinn nokkuð úr sér genginn.  Reyndar gerðist það fyrir löngu. Það er ekki aðeins hægt að kenna núverandi stjórn landsins um ástandið. Það vantar nýjar tegundir í lundinn. Allt of mikið af náhvítum rósum sem skítafýla og náfnikur er af.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband