Leita í fréttum mbl.is

Norsk víkingaskip í Kaupmannahöfn

Storm og Steil 2013 Copenhagen

Í gær var ég staddur inni í miðborg Kaupmannahafnar þar sem ég átti eitt sinni heima. Ég átti erindi nærri Amalienborg. Áður hjólaði ég aðeins meðfram höfninni og kom að þessum stríðmaskínum norska sjóhersins sem bera nafnið Storm og Steil, sem voru í heimsókn. Það er næstum því að maður segi hæl, þegar maður sér slík nöfn.

Þessi hraðskreiðu fley eru flugskeytakorvettur og tilheyra skipum sem flokkast undir svo kallaðan Skjold-klasse. Eiginlega eru þetta risastórir spíttbátar. Norðmenn eiga fleiri svona stríðsskektur, sem bera heitin Skjold, Skudd, Glimt og Gnist.

Ég hef sjaldan upplifað eins mikla mengun frá skipi eins og þegar Storm lagði úr höfn.

Storm
 
Storm og Steil closeup
Stækkið myndina með því að klikka á hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband