Leita í fréttum mbl.is

Hreinleikinn sigraði í dag

Mountain Mama

Fjallkonan við Hjalta: Hjalti litli, hættu nú að gráta litli drengurinn minn. Það koma engir vondir, útlenskir menn í Bændahöllina. Það verða ekki neinar konur með stór brjóst í Bláa Lóninu eða allsberir karlar á Þingvöllum. Þig dreymdi bara ljótan draum. Það eru engir súlnadansstaðir til í landinu okkar, aðeins Súlnasalurinn hinn bjarti. Það er ekkert klám í sjónvarpinu eða á veraldarvefnum og hvar lærðir þú eiginlega orðið vændi? Það er nefnilega ekki til á tungu vorri. Þetta hlýtur að hafa verið vondur draumur. Farðu nú aftur að sofa. Viltu mjólk, eða banana?

Hjalti við Fjallkonuna: Mér langar í Kókó Puffs

Fjallkonan við Hjalta: Það heitir MIG langar í Kókó Puffs, Hjalti minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband