Leita í fréttum mbl.is

Styðjum Guðbjörn Jónsson

Guðbjartur Jónsson
 

Guðbjörn Jónsson fer í dag í Heilbrigðisráðuneytið til að leita sér aðstoðar. Hann er með Parkinsonveiki og hefur ekki ráð á lyfjum þeim sem eru honum lífsnauðsynleg - vegna nýrra lyfjalaga sem "velferðarríkisstjórnin" fyrrverandi kom á, sem eru gölluð.

Lesið um baráttu Guðbjarnar hér.

Ég hvet fólk, sem ekki þarf að sinna vinnu, og jafnvel það sem er í vinnu, sem hefur snefil af samkennd og sem er í sömu stöðu og Guðbjörn, að mæta með Guðbirni, honum til stuðnings í ráðuneytinu. Hann ætlar að mæta þar við opnun í dag á Vegmúla 3 í Reykjavík. Þeir sem komast ekki geta einnig ritað stuðningsyfirlýsingar hér eða á blogg Guðbjarts.

Ég kemst ekki frá Kaupmannahöfn, en verð með í anda, og geng út frá því að nýr ráðherra velti vitleysu fyrri ríkisstjórnar, eða geri tilheyrilegar breytingar svo þeir sem minnst mega sín þurfi ekki að líða undir ófullnægjandi og ómannsæmandi lögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég kemst heldur ekki en verð bara að læka þetta á Facebook og vera svo með í andanum eins og þú.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.5.2013 kl. 10:13

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ég á sjálfur ekki ferðafært í dag en kæmi ef ég gæti. Ég styð þig heilshugar í baráttu þinni sem og alla þá sem berjast fyrir raunlýðræði svo sem ljóst má vera þeim sem lesið hafa umfjöllun mína um Endurreist Þjóðveldi.

Guðjón E. Hreinberg, 31.5.2013 kl. 14:26

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þið eruð góðir herramenn, en menn hafa kannski almennt meiri áhuga á að hjálpa fólki með gjaldeyrisverðtryggðu bílalánin. Ég vona að Guðbjörn hafi komist í ráðuneytið.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.5.2013 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband