30.11.2012 | 11:42
Össur reddar heimsfriðinum, enn einu sinni
Óska ber Palestínumönnum til hamingju með að vera orðnir fullgildir áheyrnarfulltrúar hjá SÞ. Óska ber Íslendingum til hamingju með að tilheyra einu minnsta þjóðríki heims með stærsta og öfgafyllsta hjartað, minnsta heilann og stærsta sjálfsálitið, sem berst fyrir réttinum til að brjóta niður viðkvæman frið í fjarlægum heimshluta.
Þessi nýja staða Palestínu þýðir m.a., að hægt verður að ákæra Palestínumenn fyrir stríðsglæpi, hryðjuverkaglæpi, og t.d. óvirðingu fyrir lífi barna sinna sem kennt er hatur og þjóðarmorðsáróður frá blautu barnsbeini. Sömuleiðis verður hægt að lögsækja Palestínumenn sem hafa í frammi afneitun á helför Gyðinga, sem og alla þá sem hvetja til útrýmingar Ísraelsríkis. Einnig verður á alþjóðarvettvangi hægt að skipta sér að gífurlegum brotum á almennum mannréttindum sem og spillingu af völdum Fatah, sömuleiðis á Gaza, þar sem spilling hefur aldrei verið eins rótgróin hjá Hamas eins og hjá Fatahstjórninni. En samvinna þeirra á milli hefur þó aldrei verið sterkari en nú.
Síðast en ekki síst, nú verður auðveldara að lögsækja öfgafullt stuðningsfólk hryðjuverka Palestínumanna, t.d. á Vesturlöndum, og ekki síst á Íslandi þar sem fjöldi fólks hvatti til þess á bloggum sínum og á síðum fjölmiðla fyrir nokkrum dögum síðan, að Ísraelsríki ætti að útrýma og "flytja ætti Ísraelsmenn til heimalanda foreldra þeirra". Vanþekking á sögu og mannfyrirlitning stuðningsmanna Palestínugæluverkefnisins kunna sér engin landamæri. En lögsókn á slíku fólki færir okkur kannski frið.
Hvatning til þjóðernishreinsana og þjóðarmorða eins og sést hafa á meðal margra Íslendinga á síðari árum, sem og áróður og yfirlýsingar um að Ísraelsríki fremji þjóðarmorð, meðan sama fólk sem svo talar, segir ekkert við þeim fjölda- og þjóðarmorðum sem eiga sér stað í heimi Öfgaíslams, þ.e. í flestum ríkjum umhverfis Ísraelsríki, er brot á alþjóðlegum reglugerðum og samþykktum sem Íslendingar hafa skuldbundið sig til að fylgja.
Íslenskum yfirvöldum ber að ákæra og lögsækja fólk sem hvetur til þjóðernishreinsana. Það er ljóst af íslenskum lögum, en ekkert er aðhafst. Ef íslensk yfirvöld gera það ekki, er hægt að kæra þau til SÞ og ÞAÐ VERÐUR GERT! Fyrsta verk Össurar Skarphéðinssonar, ef honum og ólýðræðislegri ríkisstjórn hans tekst að svíkja íslensku þjóðina inn í ESB, verður að svara fyrir kærur um gyðingahatur og þjóðernishreinsunaráróður gegn erlendu ríki og borgurum þess á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:59 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 14
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 189
- Frá upphafi: 1353110
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 158
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Góð greining a þjóðarsalinn um þessar mundir, Vilhjálmur.
Ragnhildur Kolka, 30.11.2012 kl. 14:11
Ísraelsstjórn óvirðir saklaust fólk sem lét lífið í helförinni og aðstandendur þeirra og annað fólk sem lét örlög þeirra sig varða.
Þýska þjóðin lærði af helförinni og óhæfuverkum sem unnin voru í hennar nafni eins og framganga hennar síðan í seinni heimsstyrjöldinni ber vitni um.
Andstaða við óhæfuverk Ísraelsstjórnar gegn varnarlausu fólki á ekkert skylt við gyðingahatur og er hreint siðleysi að halda slíku fram.
Sverrir Hjaltason (IP-tala skráð) 30.11.2012 kl. 23:29
Verður þá ekki hægt að lögsækja þig líka Vilhjálmur, þar sem þú stefnir á að Gyðingaþjóð fái yfirráð yfir því landi sem sumir telja að hafi tilheyrt henni fyrir rúmlega 2000 árum og einnig fyrir það að þú berst fyrir að þjóðflokkur Gyðinga megi reka þá sem henni þóknast og fyrir eru á þessu landsvæði, í burt?
Þar sem þú segist vera Zionisti þá er skv. skilgreininum á því hugtaki http://en.wikipedia.org/wiki/Zionismvarla annað hægt en að telja að þú hafir þessar skoðanir þrátt fyrir ýmsar aðrar mótsagnakendar yfirlýsingar þínar um Ísrael og íbúa þess.
Öfgamenn eru jú þekktir fyrir flest annað en að vera lausir við mótsagnir í sínum málflutningi en þetta geta ekki kallast annað en öfgaskoðanir og kanski þætti einhverjum ástæða til að fá úr því skorið hvort þær brjóti í bága við alþóðalög og mannréttindi! Kanski Evu Hauks?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.12.2012 kl. 00:36
Já Ragnheiður, hér duttu t.d. inn tvö dæmi:
Þýska þjóðin lærði af helförinni og óhæfuverkum sem unnin voru í hennar nafni eins og framganga hennar síðan í seinni heimsstyrjöldinni ber vitni um.
Sverrir Hjaltason, segðu Grikkjum það í dag. Misstir þú einhvern í helförinni Sverrir? Gyðingar lærðu líka mikið af síðari heimsstyrjöld. Helst það að láta ekki þjóðir og öfgastefnur sem lýsa því yfir að útrýma beri Gyðingum komast upp með það. Þjóðverjar hafa lært ýmislegt en tiltölulega fáir Þjóðverjar hafa samt "fyrirgefið" gyðingum það sem þeir "þeir (gyðingar) gerðu" . Þeir líta enn of á sjálfa sig sem fórnarlömbin.
Hvaða sakleysi sérð þú í því að kenna börnum sínum að myrða heilu þjóðirnar? Kalla þá apa og svín? Og veistu, börn treysta foreldrum sínum.
Bjarni Gunnlaugsson, Öfgaíslam er hættulegasta öfgastefnan í heiminum í dag. Hættulegri en öll trúarbrögð sem þú hatar og allar helstefnurnar sem eyðulögðu 20. öldina. Hundruð manna, jafnvel þúsundir þurfa á hverjum degi að missa lífið vegna þessara öfga. Þessar öfgar drífa áfram þann vilja Hamas og margra annarra múslíma, og Íslendinga í hrönnum, að útrýma lýðræðisríki og þjóð sem fólk hefur öfundast út í og hatað síðan á villimannastigi sínu. Þú ert örugglega einn af þeim sem helgislepjan rennur af í stríðum straumi, Félagi Handhafa Réttra og Viðurkenndra Skoðana. Auðvitað eru engar mótsagnir í því sem þú skrifar, jafn háheilagur og þú segist vera. Þú hefur alltaf á réttu að standa, og ert að mínu mati meiri öfgamaður en aumingja Eva Hauks, því þú stígur örlítið í vitið, en þú nýtir í staðinn greind þína til að styðja öfgafólk og illan málstað manna sem notar trú sýna til að lýsa yfir vilja til þjóðarmorða og stundar kvenfyrirlitningu og alls kyns níðingshátt sem ekki telst til eðlilegs framferðis á okkar breiddargráðum á okkar tímum. Endalausar samlíkingar þínar á Ísraelsríki við Hitler-Þýskaland eru sjúkar og sýna að hatur virðist vera þitt leiðarljós. Þú ert enginn stuðningur við Ísrael í belgingi þínum fyrir hönd Hamas og barnanna sem þeir sjá til þess að séu deydd á Gaza.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.12.2012 kl. 06:18
Það er ekki oft að ég sé sammála þér nafni, en verð þó að vera það í þetta sinn.
Vilhjálmur Eyþórsson, 2.12.2012 kl. 07:48
Bara af því ég rakst inn á færsluna um Arafat of seint. Nú veist þú vafalaust allt um geislakolsmælingar og helmingun geislavirkra efna. Þá veistu það líka að þótt einn ísótópur pólons sé 210 með örstuttan helmingunartíma þá er annar, 209, með meira en 100 ára helmingunartíma. Og að þegar 210 helmingast breytist það í blýísótópinn 210. Það þarf því ekki að finna pólon í hræinu af Ara heldur dugir að finna blýið til að sanna tilvist pólonsins. Og sú röksemd að rannsóknarmennirnir hafi sjálfir komið henni fyrir dugir eingöngu sannfærðum trúmönnum og sæmir ekki gagnmenntuðum vísindamönnum.
En kannski finnst bara ekkert í Ara og þá er abupp.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 8.12.2012 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.