Leita í fréttum mbl.is

Hvað rímar við Gaza? Asza?

Krummi og Asza
 

Blaðamaðurinn Agnes Valdimarsdóttir kallar sig Asza. Hún vann einu sinni fyrir RÚV, en nú er hún „Currently a stringer for an International (undisclosed) News Agency in Iceland". Maður getur nú spurt sig af hverju hún Agnes, fyrirgefiðið Asza, vill ekki gefa upp nafnið á þeirri fréttastofu sem hún vinnur fyrir? Það hefur þó líklega ekkert upp á sig að skilja það, frekar en skilning Öszu á ástandinu á Gaza, sem er furðulega takmarkaður og fordómafullur í garð Ísraels.

Eftir að Krummi litli, (best þekktur sem stjúpsonur Jóhönnu Sig.), hafði loks krunkað því út úr sér í Kastljósi í gær, (19.11.2012) að markmið Hamas væri að útrýma Ísrael, (og það held ég bara að sé í fyrsta skipti að Gunnar Hrafn hefur látið það út úr gogginum á sér), þá tók Agnes Valdimarsdóttir upp á því að lýsa Gaza sem fangelsi og fangabúðum, þaðan sem enginn kæmist eða færi. Hún notaði þó ekki orðið útrýmingarbúðir eins og æsta fólkið fyrir framan bandaríska sendiráðið gerði í gær.

Ávaxtasalar á Gaza kvörtuðu nýlega (mánuði fyrir átökin) sáran yfir því að þeir mættu ekki lengur selja ísraelska ávexti. Það hlýtur auðvitað að vera lygi því sannmálugur utanríkisráðherra Íslendinga heldur því fram, að íbúar Gaza svelti. 

Sumir ávaxtasalanna fóru á hausinn, því þeir gátu ekki fengið að flytja inn ísraelska ávexti á Gaza. Hamas minnkaði innflutninginn um 50% því samtökin leggja nefnilega meiri áherslu á hernað en ræktun. Þess vegna brutu þeir og brömluðu gróðurhúsin sem Ísraelsmenn skildu eftir árið 2005.

Svo lokaðar eru „fangabúðirnar" á Gaza. Ef Íslendingar skilja ekki af hverju að landsvæði, sem stjórnað er af hryðjuverkasamtökum sem kallar á útrýmingu Ísraelsríkis og gyðinga, er sett í herkví, þá er það líkast til gamalt gott íslenskt gyðingahatur sem blokkerar rökhugsun þess fólks.

Hún Asza litla veit kannski hve margir Gaza búar leituðu lækninga í Ísrael árið 2011 - og sem snéru aftur? Já meira að segja ættingjar yfirmanns hryðjuverkasamtakanna Hamas fengu læknishjálp í Ísrael. Ísraelsríki veitti árið 2011 yfir 100.000 Palestínumönnum frá Vesturbakkanum og Gaza læknisþjónustu. Bæði systir og mágur Ismails Hanyeh, foringja Hamas á Gaza, sóttu sér t.d. lækningu á sjúkrahúsi í Petah Tikva í Ísrael fyrr í ár.

Annað hvort eru fréttamenn RÚV viðvaningar, sem eru illa að sér, eða að þeir taka þátt í skipulegri herferð gegn Ísraelsríki í íslenskum fjölmiðlum. Ég held að vandamálið sé blanda af báðu.

Gaza rímar við Asza. Aza var reyndar nafnið á Gaza þegar múhameðstrúarmenn frömdu fjöldamorð á gyðingum sem bjuggu þar á miðöldum, því þeir vildu ekki beygja sig undir Íslam. Mennirnir voru hálshöggnir og konunum var nauðgað og þær gerðar að ambáttum múslíma. Sumir Gazabúar, sem ekki eru upphaflega Egyptar að uppruna, eru komnir af því fólki og þeirri þjóð sem það vill útrýma.

Hún Asza upplýsir á WWW, að þetta gælunafn hennar szhé borið fram 'ah-sha', en það er malaísísk afbökun á nafni barnungrar konu Múhameðs, sem hét  Aisha. Asza litla, þ.e. Agnes, ólst upp í Malasíu og þar hata menn líka gyðinga, en ekki eins mikið og sumt fólk í Passíusálmabeltinu við heimskautabaug, sem springur af heift án sprengjubeltis.

"Börn og saklausir borgarar". Það er kannski þess vegna að við lesum fréttir eins og þessa og Hamas notar myndir af barni sem myrt var á Sýrlandi og segja það vera barn fallið á Gaza.

Hamas Child Molestors

Trúir þú Hamas?

Þeir sem hata USA gera það:

Steingrímur Helgrímur Che Arni og Tamimi

Steingrímur, Helgrímur, Árni Che Sigurðsson og Tamimi með Hamas-húfu hata allir Bandaríkin en Ísrael vilja þeir útrýma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn æstur Vilhjálmur.  Þegar þér líka illa við einhvern grípur þú alltaf til þess að uppnefna.  Þetta er alltaf soldið kjánalegt.  Og svo það að grípa til þess að segja hinn og þennan vera gyðingahatara, líka kjánalegt og ótrúverðugt.  Lélegast af öllu er þó þegar þú lokar á athugasemdir fólks hér, vegna þess að það er ekki sammála skoðunum þínum.

Sveinn (IP-tala skráð) 20.11.2012 kl. 11:03

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvern var ég að uppnefna, Svenni? Krummi, hefur verið gælunafn Gunnars Hrafns frá því að hann var lítill. Asza fékk gælunafnið "AH Sha" þegar hún var ung, og Árni Che Sigurðsson hefur gengið mikið upp í þessu millinafni sínu. Hann fékk sér einu sinni húfu til að undirstrika það. Svo hver var að uppnefna?

crop_260x
Þeir sem eru ekki sammála skoðunum Össurar, þinna og Árna þórs eru sagðir styðja "útrýmingarbúðir Ísraelsmanna". Er nema vona að þið séuð kallaðir gyðingahatarar?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.11.2012 kl. 11:21

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vinstri menn, hvar sem er i heiminum, hafa alltaf verið tilbúnir til að stiga upp a vagn ofbeldis. Nú ganga þeir erinda islamista rétt eins og þeir studdu ohugnaðinn i Kambodiu, Rússlandi og Kína. Busahaldabyltingunni var handstyrt af handbendum vinstrimanna sem nú notfæra sér aðstöðu sína til að styðja við hryðjuverkasamtök Hamas. Allt i nafni mannúðar. Manni flökrar við hræsninni.

Ragnhildur Kolka, 20.11.2012 kl. 12:13

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ég varð alltaf svo glaður þegar ég les lýsingar Villa á ástandinu á Gaza. Þar er engin neyð og fátt til að bölsótast yfir. Hann hefur sýnt okkur myndir af fínum kjörbúðum, glæsihótelum og fólki sem virðist falla í götuna erftir sprengjuársir en gengur heilt nokkrum augnablikum síðar. Og hann sér strax - eða finnur lyktina - af gyðingahatursfólki og afhjúpar það jafnan sem kvikindi og hálfvita. Og svo kemur auðvitað Ragnhildur Kolka og samgleðst vitanlega. Heimurinn er góður.

Hjálmtýr V Heiðdal, 20.11.2012 kl. 13:23

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjálmtýr, hvernig stendur á því að þú fórst út í kvikmyndabransann, þegar þú trúir engu sem þú sérð á myndum, nema það sé falsað?

Pol Pot áhangandi og gyðingahatari eins og þú ert lifandi dæmi um það sem Ragnheiður var að skrifa um.

þakka þér fyrir komuna og að sanna orð Ragnhildar, þótt þess hafi nú ekki verið þörf.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.11.2012 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband