15.7.2012 | 13:08
Heilmikið að gerast á litningi 21
Er karlinn orðinn elliær hugsaði ég, er ég heyrði og las um umbreytinguna á Alzheimersgeni Kára Stefánssonar, eða er ég kominn með Alzheimer á heilann eins og hann?
Að sögn voru 1795 Íslendingar raðgreindir vegna þessarar nýjustu rannsóknar Íslenskrar Erfðagreiningar, sem er sögð staðfesta að APP (Amyloid peptíð) valdi Alzheimer (þó mér sýnist að íslenska rannsóknin gefi sér það) og að umbreyting, sem kölluð er A673T, á geni nokkru á litningi 21 valdi því að sumt fólk fái alls ekki Alzheimer.
Ef Íslendingar eru 320.000 erum við að tala um ágætt úrtak eða um hálft prósent þjóðarinnar. deCODE upplýsir, að út frá raðgreiningunni á þessum 1795 einstaklingum sé tölfræðilegur grunnur til að álykta að 750 núlifandi Íslendingar séu með breytileika sem veldur því að þeir geti svo að segja ekki fengið Alzheimer.
Það er að segja ef maður gengur út frá því að FAD-Alzheimer orsakist fyrst og fremst af Amyloid peptíði, eða amyloid-β precursor protein (APP) sem veldur „elliskellum" eða taugafrumusiggi í heila þeirra sem fá sjúkdóminn.
Breytileikinn finnst að sögn Kára og Co í 1% Íslendinga (sjá hér) en tímaritið Nature upplýsir hins vegar í frétt með greininni, að 0,5 % Íslendinga hafi þessa erfðabreytingu í litningi 21, þannig að þeir séu í lítilli hættu á því að fá Alzheimer. 750 Íslendingar eru hins vegar hvorki 0.5% eða 1% þjóðarinnar?
Þeir sem ekki voru með erfðabreytileikann sem varnar Alzheimer hafa líklega sumir hverjir verið skilgreindir sem Alzheimer sjúklingar af íslenskum læknum. Gaman væri að vita, hvort það hafi verið gert með rannsókn á heila þeirra allra eftir krufningu. Var gengið úr skugga um að þeir væru með „elliskelli" vegna APP? Eins og við vitum er ekki langt síðan menn fóru að nota skilgreininguna Alzheimer á Íslandi, og síðast er ég vissi voru læknisfræði eða erfðafræði ekki orðin absólút fræði.
Leitið í öllum ritum að Alzheimer á www.timarit.is frá 1900 til 1985 og upp koma 25 skipti þar sem sjúkdómurinn er ræddur í rituðum miðlum. Í öll skipti eftir 1980. Alzheimur sjúkdómurinn var samt skilgreindur og gefið nafn í byrjun 20. aldar. Áhrif APP á heilafrumur uppgötvaðist síðan ekki fyrr en fyrir 25 árum. Hvenær var fyrst sagt frá þeim áhrifum í tímaritum á Íslandi?
Ég vona að elliskellur eða Elli kerlin sé ekki farin að hrjá starfsemina hjá Íslenskri Erfðagreiningu, en ekki myndi ég kaupa þessa rannsókn og óska eftir samstarfi við deCODE ef ég ætti stórt lyfjafyrirtæki. Það eru framsetning eins og þessi:„Extending this work further, the team investigated cognitive function using a seven-category test in carriers of the mutation and non-carriers in the age range of 80 to 100 years old. The research team found a statistically significant difference between carriers and non-carriers, with the carriers of the mutation having a score indicative of better-conserved cognition. After removing known AD [Alzheimer disease] cases, the team again found that carriers had better cognitive function, suggesting that the mutation extends its protective effect to the elderly in general" (sjá hér í stórkallalegri grein Kára), sem fær mig til að sjá rautt.
Hlutlægt mat á vitsmunalegri getu gamalmenna, með eða án meintrar umbreytingar í geni á litningi 21, fær mig til að minnast gagnrýni eins og þeirrar sem greint er frá hér: Hve margir einstaklingar hafa t.d. tekið þátt í þessari rannsókn á 80-100 ára gamalmennum? Er virkilega rétt, að maður þurfi að kaupa aðgang að niðurstöðum Kára og Co í Nature til að geta séð það (ef það er þá upplýst)? Maður þarf að leggja í meiri kostnað en Kári, sem hefur fengið sýni sín að kostnaðarlausu frá blessuðum gamlingjunum og úr íslenska heilbrigðiskerfinu, sem er óspart á að gera menn að Alzheimer-sjúklingum. Hlutabréfin í deCODE eru vonandi aftur farin að dafna eftir fréttatilkynninguna frá krómósómi 21?
En nú er að bíða og sjá og vona að maður verði ekki orðinn vitstola áður en Kári kemur með kúrinn. Margir hafa verið að bíða síðan 2000, þegar Hoffmann-la Roche spýtti í kassann er Íslensk erfðagreining lýsti því þá yfir að hún væri að leita að lausnum varðandi Alzheimer. Gafst ekki F. Hoffmann-la Roche upp á deCODE? Það er eins og mig rámi í það. En Kári vonar auðvitað að Íslendingar séu allir að farast af Alzheimer eða naflaskoðun, svo þeir séu búnir að gleyma ævintýrum ársins 2000, sjá um þau hér.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Viðreisnarklappstýran
- Tapað-fundið á DV
- Ekki fleiri sokka frá Íslandi, TAKK.
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 1354587
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Eins og þú hlýtur að vita komst ekki í tísku að tala um Alzheimer fyrr en fyrir nokkrum áratugum. Fram að því og allt síðan í fornöld, t.d. hjá Cicero var talað um „elliglöp“ eða einfaldlega „kölkun“. Því er út í hött að leita að „Alzheimer“, nema í nýlegum ritum.
Vilhjálmur Eyþórsson, 15.7.2012 kl. 14:23
Veit ek vel nafni. Minnið er ekki langt í þessum bransa. Árið 2000 spýtti F. Hoffmann-la Roche dágóðri upphæð í rannsóknir Íslenskrar Erfðargreiningar á Alzheimer. Hvað kom út úr því? Fólk virðist hafa gleymt því, þótt tæp 12. ár séu liðin.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.7.2012 kl. 14:59
Merkilegt þetta með 21. litninginn. Downs-heilkenni er vegna þrístæðu 21. litningsins og Alzheimer er algengara hjá fólki með Downs.
Jóhannes (IP-tala skráð) 15.7.2012 kl. 16:40
Er að koma eitthvað "breakthrough"hjá ÍE ? Fyrir rúmum áratug var "eina vitið " að sögn " sérfræðinga " að setja peningana í hlutabréf ÍE ,því það var eitthvað stórt í pípunum þar . Aldrei að segja aldrei. Kannski kemur "breakthrough-ið "
Hörður Halldórsson, 15.7.2012 kl. 19:02
Nú verða einstaklingar með Downs-heilkenni ekki 80-100 ára, Jóhannes, og ekki eru sömu einkenni á AD hjá fólki med DS, eins og hjá okkur hinum sem ekki erum með galla á litningi 21.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.7.2012 kl. 21:50
Hvað hafa menn fengið út úr bréfum sínum hjá ÍE, Hörður?
Ef ég ætti pening, myndi ég ekki setja hann þangað til ávöxtunar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.7.2012 kl. 23:32
Upp með góða skapið:http://www.youtube.com/watch?v=VmJsjdmuirs
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2012 kl. 00:44
http://www.youtube.com/watch?v=VmJsjdmuirs
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.7.2012 kl. 00:45
Er góða skapið nú líka komið til vegna erfðabreytinga á krómósómi 21, Sigurður?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.7.2012 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.