15.1.2012 | 13:06
Saltað og spæjað
Mik Schack, öðru nafni Michael Hans greve Schack, sem afsalaði sér greifadæminu Schackenborg til dönsku krúnunnar, er danskur fyrrv. aðalsmaður, útvarpsmaður og matgæðingur, sem í mörg ár var með matreiðsluþætti í danska sjónvarpinu. Hann notaði ávallt uppþvottavélasalt í matargerð sína í þáttunum, því það "industrisalt" er og var nákvæmlega sama saltið og í matarsalt í pökkum undir heitinu Jozo, Salina o.s.fr.
Pakkasalt til neyslu inniheldur reyndar fleiri efni, eða önnur efni ,en natríumklóríð í stærri einingum en uppþvottavélasaltið, til dæmis joð. Menn hafa ákveðið að setja joð í neyslusalt til að koma í veg fyrir sjúkdóm í skjaldkyrtli (struma), sem oftast stafar af því að fólk fær ekki nóg joð í fæðu sinni vegna þess að það borðar ekki nógu hollan mat. Einnig eru sett í neyslusaltið E-efni sem geta verið hættuleg sumu fólki. Kögglavarnarefni (Anticaking agent) E555, öðru nafni potassium aluminium silicate og E536, eða potassium ferrocyanide, sem oftast er í ódýru matarsalti er einnig að finna í iðnaðarsaltinu sem allir eru að fárast yfir á Íslandi. Reyndar er líka "náttúrulegt" joð í flestu iðnaðarsalti, en í mjög litum mæli.
Á Íslandi er hins vegar í tísku að ærast út af engu. Nú er mál málanna salt. Nú er allt í einu ekki sama hvaða salti er stráð á grautinn. Fjölmiðlagúrú og salttunna ríkisstjórnarinnar Egill Helgason leiðir alla í saltbrjálæðinu og trekkir helstu sérfræðinga um salt inn í umræðuna á blogginu sínu á Eyjunni. Það eru greinilega fleiri saltsérfræðingar á Íslandi en maður hélt, en greinilega mest velsaltaðir vitleysingar.
Saltsérfræðingurinn Egill Helgason er frægur fyrir að hafa flutti inn undraefnið Joly sem helst má ekki taka í of stórum skömmtum. Nafni Bölgerðar Egils Helgasonar, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, mun hafa flutt inn svokallað industrisalt frá Danmörku og selt það áfram til aðila í matvælaframleiðslu. Þetta fer fyrir brjóstið á mönnum, þar sem sumir saltframleiðendur selja salt undir heitinu "fødevaresalt", þó engin munur sé á Industrisalt frá Akzo Nobel og slíku salti.
Það er rangt með farið að salt undir heitinu industrisalt frá Akzo Noben hafi verið framleitt í Danmörku, Það er framleitt og sett í poka í Hollandi.
Haldið hefur fram að Industrisalt fra Akzo Nobel sé ekki hæft til matvælaiðnaðar. Þetta er alrangt. Sumir saltframleiðendur selja líka salt undir heitinu fødevaresalt", en það bara ágætis leið til að selja svokallað iðnaðarsalt í öðrum pokum, undir öðru nafni og 10-20% dýrara tonnið.
Hér má lesa upplýsingablað um iðnaðarsaltið sem allir eru að fárast yfir. Saltið er hættulegt rottu ef hún fær 3000 mg/kg. Það þýðir að ef rotta étur 300 gr. af salti einu Kg. af fæðu, þá verður rottunni illt í maganum og fær líklegast háan blóðþrýsting. Óhófleg saltneysla er engum holl og mér sýnist að margir þeir sem ólmir vilja eitthvað til málanna leggja í núverandi saltæði þjóðarinnar, vera með of háan blóðþrýsting, en þar að auki meiri nöldurþörf en gengur og gerist, sem líklega er ekki hægt að kenna salti um.
Þetta saltmál á Íslandi er orðið svona álíka vitleysa og þegar aðvarað er við því að agnir af hnetum geti leynst í hnetusmjöri.
Er ekki nóg annað sem menn geta ærst yfir á Íslandi. Til dæmis ríkisstjórn pretta og svika, sem vegna eiginhagsmuna fámenns hóps í þjóðfélaginu vill leiða Íslendinga inn í þrælakistu ESB. Það er eftir að hafa miklu verri áhrif en salt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 1352110
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Mæltu manna heilastur. Svona fjöldamóðursýki kemur alltaf upp öðru hvoru, ekki síst þegar Bölgerðin Egill Helgason eða aðrir af hans tagi kynda undir. Síðasta uppákoman var út af einhverjum brota- brotabrotum úr milligrammi af kadmíum í áburði. Þetta var svo vitlaust, að meira að segja rugludallarnir í EB hafa engar áhyggjur af því og hafa aldrei þessu vant engar reglur sett um málið.
Vilhjálmur Eyþórsson, 15.1.2012 kl. 13:21
Sæll Vilhjálmur.
Ég held að krækjan á upplýsingablaðið sé ekki alveg að gera sig hjá þér. Það þarf að vera tilvísun sem byrjar á http://, eða að þú vistir blaðið á svæðið hjá þér og vísi í það þannig.
kveðja, Sveinn Ólafsson.
Sveinn Ólafsson, 15.1.2012 kl. 17:10
Sæll Sveinn, og velkominn, þetta er pdf skrá hjá dönsku fyrirtæki sem selur saltið og ætti að opnast frekar fljótt, ef tölvan hjá þér er í lagi.
Vonandi ertu ekki orðinn eins rauður í pólitíkinni eins og myndin af þér gæti fengið mann til að halda, en rauður ertu örugglega enn.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.1.2012 kl. 18:57
Hér er hlekkurinn líka
https://www.abenaonline.dk/DownloadFile.ashx?type=Sikkerhedsdatablad_16&item=6420.pdf
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.1.2012 kl. 18:59
Eitthvað ertu að misskilja fræðin. LD50 er mælieining á hvað er banvænt fyrir 50% einstaklinga innan 30 eða 60 daga.
Í þessu tilfelli er það 3g á hvert kíló einstaklingsins sem neytir efnisins.
300g af salti í kíló af fæðu myndi nú gera örlítið meira en að gefa rottunni magakveisu.
Jóhannes Reykdal, 15.1.2012 kl. 21:30
LD50 tölur segja akkúrat ekki neitt og hafa lengi verið gagnrýndar. Mig minnir að salt sé jafn lífshættulegt og höfuðverkjalyf.
Sjáðu þetta salt sem er selt til matvælagerðar í Danmörku:
http://scansalt.dk/produkter/7-foedevaresalt-/53-fint-raffineret-salt-25-kg-saekke---1225-kgpl/
hér er efnagreiningin: http://scansalt.dk/upload_dir/docs/Produktinformation/PDV%20Dec%2009%20with%20signature.pdf
Hvernig líst þér á?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.1.2012 kl. 21:53
Já eitt enn Reykdal meðan ég man, rottur eru ekki alvitlausar og láta ekki troða í sig hverju sem er, öfugt við Íslendinga sem trúa hvaða saltsögu sem er.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.1.2012 kl. 22:06
Sæll aftur.
Ég verð að kannast við að vera rauður - á myndinni - það sér hver maður.
Eitthvað hefur skolast til hjá löndum mínum hvað er hættulega efnið í iðnaðarsaltinu, það heitir natríumklóríð - salt - og mannskepna af meðalstærð á ekki að innbyrða meira en 6g á dag að jafnaði af því.
Þeir sem lifa á miklu af tilbúnum matvælum fá miklu meira en þennan skammt, því að framleiðendur tilbúinna rétta setja mikið salt í matinn til að hann sé gómsætari og geymist betur.
kveðja, Sveinn Ólafsson.
Sveinn Ólafsson, 15.1.2012 kl. 23:16
Sammála Sveinn, það er allt of mikið af salti og vondum sykri í öllu á Íslandi.
Hér í Danmörku fer þetta líka versnandi. Sykur sem hluti af kolvetni fer hríðhækkandi í fersku brauði. Brauð á Íslandi eru allt of sölt. Mönnum líður heldur ekki vel af þeir borða mikið af saltfiski og gleyma því að skola honum niður með nógu miklu af vatni. Iðnaðarpizzur eins og t.d. Dominos eru svo fullar af salti að maður finnur ekki bragð af neinu sem ofan á er kastað. Sumir íslendingar sem alist hafa upp á þeim andskota fúlsa yfir ekta pizzum og finnst þær saltlausar.
Hér um árið heyrði ég um Íslendinga sem létu senda sér íslenskt smjör vegna þess að þeir gátu ekki borðað það danska sem var 3-5% minna saltað.
Ofnotkun á salti og iðnaðarsykri og lélegri fitu og hreyfingarleysi eru helstu orsakir ýmissa sjúkdóma og kvilla sem hrjá í velmeguninni og jafnvel líka í kreppum.
Það er vonandi að verði vakning gegn ofnotkun á salti um heim allan.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2012 kl. 07:03
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt! Kannski þú getur frætt okkur um hvað "uppþvottavélasalt" er og af hverju þú heldur að það sé iðnaðasalt fremur en matarsalt?
Anna (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 10:13
Ef við tölum nógu mikið um inaðarsalt, gervibrjóst og túnáburð þarf enginn að komast að því að eftirlitsiðnaðurinn er aðeins spegilmynd af ríkisstjórninni = vanhæfur til allra verka og aðgerðalaus í ofanálag.
Ragnhildur Kolka, 16.1.2012 kl. 11:05
Jamm, lífið er eintómur lærdómur.
Uppþvottvélasalt er notað í löndum þar sem mikið kalk er í vatninu. Á Íslandi þurfa menn ekki að setja salt í vélina, enda lýsir vonandi aldrei rauða ljósið fyrir "salt" á Íslandi t.d. AEG vélum, sem ég þekki til. Hér í danmörku er ekki hægt að nota uppþvottavélar nema setja í þær salt.
Saltið sem selt er í þessar vélar, t.d. í 1 og 2 kg pokum frá Azko Nobel er hræódýrt miðað við borðsalt, t.d. Jozo, sem er selt á Íslandi og kemur einnig fra Azko Nobel.
Ef eitthvað er þá er saltið í uppþvottavélar hreinna en saltið borðsalt, því uppþvottavélasaltið inniheldur t.d. ekki joð. Saltið í uppþvottavélar er nákvæmlega sama saltið og Industrisalt. Það hefur bara annað nafn og er í öðrum verðflokki.
Þess vegna notaði og notar greifinn sem afsalaði sér "tign" sinni, Mik Schack, þetta ódýra salt, m.a. til að sýna okkur hinum aðalsmönnunum, að nafn og pakkningar geti skipt máli fyrir verð, en ekki innihald.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.1.2012 kl. 11:06
Sæll Vilhjálmur og þið öll.
Þetta mun vera snilldargrein hjá þér, og mun ég sammála flestu ef ekki öllu sem þar kemur fram.
Saltneysla Íslendinga hefur greynilega haft áhrif hér sem annarsstaðar, enda leynir sér ekki hái blóðþrýstingurinn. aftur á móti hef ég haft það fyrir vana að kasta ekki salti á neitt sem ég læt ofaní mig, framleiðandinn sér um það.
Mig hefur oft hryllt við að sjá þegar ég kem á matsölustaði og fæ ásamt öðrum samskonar fæðu, "hóflega" saltaða. Hinsvegar það sem margir gera er að byrja á því að strá yfir matinn helmingnum úr saltstauk þeim er á borði er. Samt er ég á því að fæðan sé aðeins of mikið söltuð ef eitthvað er.
En hvað um það. Ég er svolítið forvitinn um þennan fyrverandi greifa, af því hann afsalaði sér tigninni. Það þykir mér merkilegra en að eyða tímanum í að nöldra um salt og ekki salt, þó það sé sami hluturinn...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 16.1.2012 kl. 11:25
En ef saltið dofnar með hverju á þá að salta það? Það er hin mikilvæga spurning.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.1.2012 kl. 18:22
Takk fyrir frábærann pistil. Ég get als ekki sklið þessa umfjöllun. Í mínum huga er Natríum áfram salt og þegar það er 99.9x hluti af heildinni getur það ekki verið hættulegt. Og eins og ég hef skrifað undanfarna daga, hvað með saltfiskinn, sem var saltaður með salti, sem kom í lestum og var mokað á bíla og beint á gólfið í salthúsunum?
Hreggviður Jónsson (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.