Leita í fréttum mbl.is

Mjög athyglisverđ ályktun

ritskođun
 

Ég rakst á neđanstćđa ályktun (sjá einnig hér) sem mér lýst einstaklega vel á, ţótt hún sé enn nokkuđ útópísk.

ÁLYKTUN UM VELFERĐ GAGNRÝNNA ÍSLENDINGA 

Stjórnir Hagţenkis, Rithöfundasambands Íslands, Bandalags ţýđenda og túlka, Reykjavíkur Akademíunnar, Blađamannafélags Íslands og PEN á Íslandi vilja af gefnu tilefni minna á eftirfarandi:

Einn af hornsteinum stjórnarskrár Íslands er óskorađur réttur borgaranna til ţátttöku í opinni samfélagsumrćđu á fundum, í dagblöđum, á netsíđum, ljósvakamiđlum eđa í bókum.

Allar tilraunir flokka, stofnanna, fyrirtćkja eđa einstaklinga til ţess ađ ţagga niđur í höfundum texta sem birta skođanir sem ţeim eru eru andstćđar - t.d. međ skipulögđum atlögum ađ velferđ höfundar, lögsóknum, hótunum um atvinnumissi eđa mannorđsmeiđingum sem grafa undan öryggi hans -  eru jafnframt ađför ađ sjálfu tjáningarfrelsinu.

Ţyki hópum eđa einstaklingum ađ sér vegiđ í rćđu eđa riti, ţá stendur ţeim til bođa, nú sem fyrr, ađ svara fyrir sig međ sama hćtti. Ţađ kallast skođanaskipti - jafnvel ritdeilur - og er siđađra manna háttur í löndum ţar sem lýđréttindi ríkja.

Sjón - Sigurjón Birgir Sigurđsson formađur PEN á Íslandi, sjonorama@gmail.com Ţetta tölvupóstfang er variđ gegn ruslpósts ţjörkum, Ţú verđur ađ hafa JavaScript virkt til ađ sjá ţađ.

Kristín Steinsdóttir formađur Rithöfundasambands Íslands, 568 3190, 861 9509

Jón Yngvi Jóhannsson formađur Hagţenkis, 820 0871

Sölvi Björn Sigurđsson formađur Bandalags ţýđenda og túlka, 695 1235

Hjálmar Jónsson formađur Blađamannafélags Íslands, 553 9155/568 3155

Sólveig Ólafsdóttir framkvćmdastjóri Reykjavíkur Akademíunnar, 562 856/892 1215

_ _ _ 

Mér líst, sem sagt, vel á ţessa ályktun, ţví ég er sjálfur í ţeirri stöđu ađ ég var á síđasta ári rekinn sem ólaunađur yfirritstjóri frćđilegs tímarits Sögufélags Gyđinga í Danmörku, Selskabet for Dansk Jřdisk Historie. Rekinn var ég fyrir ađ hafa skođun og vilja skrifa grein um ákveđiđ málefni.

Brottrekstur minn úr starfinu viđ útgáfu tímaritsins RAMBAM, sem var töluverđ vinna hjá mér í frístundum atvinnuleysisins, kom til vegna ţess ađ ég og heiđursfélagi í sögufélaginu, sem gefur út tímaritiđ, vildum skrifa um ýmislegt sem miđur hafđi fariđ í rekstri og fjármálum safns um sögu gyđinga í Danmörku, Dansk Jřdisk Museum, sem engin tengsl hefur viđ Sögufélag gyđinga í Danmörku. Viđ máttum greinilega ekki skrifa um efniđ fyrir formanni félagsins. Ţegar hann heyrđi ađ ég var búinn ađ sanka ađ mér gögnum um máliđ frá yfirvöldum, sem sýndu ađ ţađ var mikil fjármálaóreiđa á safninu, ţá var ég einfaldlega rekinn úr ólaunuđu starfi. Formađur sögufélagsins, góđvinur minn til langs tíma sem hefur stađiđ međ nafni undir greinum sem ég hef skrifađ, er nefnilega betri vinur stjórnarmanns á safninu sem einnig er veraldlegur leiđtogi stóra gyđingasafnađarins í Danmörku.

Mikiđ vildi ég hafa hafa haft yfirlýsingu eins og ţessa fyrir neđan hér í Danmörku, ţar sem litla hjálp er hćgt ađ fá nema fara dómstólaleiđina međ mál eins og mitt, en ţađ hefur ekkert upp sig.

Öll brot á rit- og tjáningarfrelsi er ađ mínu mati mannréttindabrot, sama hvers eđlis ţađ er, ef menn eru ekki međ dylgjur, fordóma gegn kynţáttum og trú og dónaskap í máli sínu. Málfrelsi á ekki ađ vernda slíkt.

SpinozaSpinozaSpinozaSpinoza

Í málinum um fjármálaóreiđu safnsins, sem gyđingar í Danmörku hafa reyndar minnst manna um ađ segja, mun sannleikurinn koma upp á yfirborđiđ ađ lokum, svo ég er svo sem ekkert fórnarlamb og verđ ekki drepinn, nema mannorđiđ fyrir skođanir ţćr sem ég hef. 

En mikiđ er ţađ gott ađ SJÓN hjá PEN á Íslandi hafi meiri áhuga á velferđ gagnrýnna Íslendinga en t.d. kollega hans í Danmörku, Anders Jerichow, en PEN í Danmörku virđast eingöngu vera uppteknir af fótum trođnu fólki annars stađar en í Danmörku.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband