Leita í fréttum mbl.is

Örlög í Oregon

Ragna Ester

Saga Rögnu Estherar Sigurðardóttur var talsvert í fréttum fyrr á árinu. Hér á blogginu var einnig áhugi á málinu. Ragna giftist snemma árs 1946 Emerson Lawrence Gavin, bandarískum dáta sem gegndi herþjónustu á Íslandi. Hún fluttist skömmu síðar með honum til Oregon í Bandaríkjunum. Nú hefur leit ættingja hennar og velunnara borið árangur og búið er að fylla út í mikið af eyðunum, sem fjölskyldan var skilin eftir með eftir að sambandið við Rögnu Esther slitnaði fyrir meira en 60 árum.

Frá því fyrr í ár hefur Lillý Valgerður Oddsdóttir sýnt málinu áhuga og fjölskyldu Rögnu samkennd, og leit hennar bar árangur. Nú eru örlög barna Rögnu og Emersons Gavins þekkt, eftir að sumir höfðu um tíma haldið að faðir þeirra hefði jafnvel myrt þau. Sonur hennar Raymond Leslie Gavin (er á örmum móður sinnar á myndinn efst) og systir Donita Gavin voru ættleidd árið 1953 og fengu ný nöfn: Robert Benson Allen og Debra Jeanne Allen. Donita/Debra Jeanne gekk aldrei heil til skógar og lést árið 1999. Robert er á lífi og býr í Oregon

Lesið frábæra frásögn Anne Saker á The Oregonian: The War Bride: The disappearance of Esther Gavin becomes a family legacy, sem meira að segja flækir Davíð Oddssyni aðeins inn í málið, en hann er bróðir Lillý Valgerðar, sem tókst að finna son Rögnu Estherear.

Enn er ekkert vitað um örlög Rögnu Esterar, en miðað við það sem er þekkt er um hvað Ragna Ester mátti þola í hjónabandi sínu með Emerson Gavin, og hvernig börn hans úr síðari hjónaböndum bera honum söguna, eru lítil ástæða til að ætla annað en að örlög hennar hefi borið að með óeðlilegum hætti.

Óska ég ættingjum Rögnu Estherar á Íslandi til hamingju með að finna meiri vissu um afdrif ættingja sinna, og að vera komin í samband við frænda sinn í Oregon. Það geta þau fyrst og fremst þakkað Lillý Valgerði Oddsdóttur, sem af einhverjum ástæðum var ekki nefnd í frétt Sjónvarps í gær.

Ragna

Ragna Esther Sigurðardóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekkert sannar þá dæmalausu ákæru sem RÚV heldur fram í fréttum sínum, þ.e.a.s. að Ragna Esther hafi verið myrt. Það eru vangaveltur þangað til að sönnun liggur fyrir.

En slíkar niðurstöður koma ekki á óvart þegar RÚV er annars vegar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.12.2011 kl. 16:50

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er þetta mál ekki Davíð Oddssyni alveg óviðkomandi?

Gústaf Níelsson, 2.1.2012 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband