23.7.2011 | 08:40
Brjálaður frímúrari ?
Kristinn, hægriöfgasinni, andstæðingur fjölmenningar, kratahatari, bóndi, múslímahatari, og svo framvegis.
Allt þetta munum við heyra um norska fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik, og mun það örugglega verða misnotað á ógeðfelldan hátt. Ég sé fyrir mér hvernig hatursfullir trúleysingjar segja á sinn faríseíska máta: Sjáið, hann er kristinn. Aðrir munu væla: Sjáið, hann er múslímahatari!
Þessi maður er geðbilaður. Mikilmennskubrjálaður ungur maður, sem einhvers staðar á lífsbrautinni hefur runnið út af hinni tiltölulega beinu braut, og aðeins getað bælt hatur sitt inni þangað til allt sprakk. Hótanir gegn þeim gildum sem hann er talinn hafa hafa haft, hefur auðvitað ýkt allt í huga hans og skapað sjúklegt hatur. Líklega myndi einhver á Íslandi springa á limminu, ef Íslandi væri hótað eldi og brennisteini af al-Quaeda annan hvern mánuð, eins og tilfellið hefur verið í Noregi.
Mikil sorg er í huga mínum að sjá, að 32 ára Norðmaður í ríkasta ríki heims, þangað sem Íslendingar sækja úrlausnar efnahagsvanda síns í stórum stíl, sé fær um að myrða 91 einstaklina vegna haturs. Þetta er hatur sjúks manns, en ekki maður sem gagnrýndi öfgar. Hann sagði afar lítið. Hann sprakk.
Við höfum auðvitað séð líka hluti um allan heim áður í sjálfsmorðssprengjumönnum, sem eru jafnan kallaðar frelsishetjur. Allir þeir öfgamenn sem grípa til fjöldamorða nærast á sjúklegu hatri, og þeir eru meðsekir sem styðja við hatrið. Þeir sem styðja hryðjuverkasamtök sem stunda sjálfsmorðssprengjuárásir ættu að líta í eigin barm áður en þeir nota Anders Behring Breivik, sjúkan, einmanna mann í nágrannalandi Íslands, til að halda uppi málstað sínum og stuðningi við öfgasamtök, sem eru fær um að framkvæma langtum grimmilegri árásir en einfarinn Behring Breivik.
Samúð mín öll fer til Noregs.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.7.2011 kl. 04:28 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 15
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 242
- Frá upphafi: 1353062
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 184
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Þetta er geggjaður ofurkrissi Villi; Trú hans á stóran hlut í því hvað hann gerði.
Ef þú reynir að snúa út úr því, þá sýnir þú öllum þeim sem lesa það að þú ert blindaður af eigin trúardellu
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 09:04
Hér kom fyrsti vandlætarinn, nafnleysinginn DoctorE, sem á það sameiginlegt með Behring Breivik, að hafa mikið af músíkvídeóum á síðu sinni. Ekki býst ég þó við að DoktorE sé frímúrari, þótt hann sé mjög leyndarómsfullur með margt.
DoktorE er bara öfgamaður í hatri sinni á trú og trúuðum meðan Behring Breivik er öfgamaður á öðru sviði og sjúklingur.
Þar sem ég veit að DoktorE er ekki brjálæðingur eins og þessi vesæli fjöldamorðingi í Noregi, heldu kverúlant á moggablogginu eins og ég, þá tek ég athugasemd þinni með ró og vona og trúi, að þú snúir hatri þínu á allri trú, nema þinni eigin ofurtrú, í betri farveg.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 09:16
Villi, trúarbrögð Abrahams; Gyðingdómur, kristni og íslam, þau eru sérstaklega hönnuð til að fá fólk í stríð, gera fólk viljugt til að deyja, til að aðskilkja okkur sem bræður og systur.
Það stendur í bókunum algerlega svart á hvítu, það er ekki undir rós.
Þú ert bara að sýna okkur að þú sjálfur ert algerlega heilaþveginn með þessu bulli, þú sérð það ekki í sjálfum þér, þú sérð það í múlímum, þeir sjá það í þér. Þeir sem eru ekki heilaþvegnir með þessu þvaðri sjá það í ykkur öllum.
Guð ykkar er stríðsguð.. hann er stríðstól búinn til af mönnum.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 09:23
DoktorE, hatur þitt í garð trúarbragða er næstu sjúkt. Ég er ekki sérlega trúaður DoktorE (það er bara eitthvað sem þú gefur þér), en ég ber virðingu fyrir þeim sem eru það. Hins vegar sé ég mörg líkindi með þeim sem hata trúarbrögð og þeim sem misnota þau til að myrða.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 09:31
Villi, menn misnota ekki trúarbrögð til að myrða, trúarbrögðin eru tól til að afsaka það að myrða, afsaka það að níðast á fólki, afsaka það að taka sér lönd. Það er það sem trúarbrögð eru; þú verður bara að skafa af hina örþunnu rjómahúð sem er sprautað yfir allan hroðan.
Ef þú virðir það að fólk sé heilaþvegið með þessu rugli, þá ert þú hluti af vandamálinu. Þeir sem virða truarbrögð, þeir vanvirða manneskjur.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 09:37
Já, þá vitum við það. DoktorE mesti hatursmaður trúar á Íslandi, telur trú vera ástæðuna fyrir hinum hræðilegu fjöldamorðum í Noregi.
Mér finnst DoctorE bera litla virðingu fyrir fórnarlömbunum í Noregi, sem líklega munu mörg verða borin til grafar frá kirkjum eða jarðsungin í grafreitum múslíma.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 09:46
Ég hata ekki trú Villi, hatur er sóun; Ég sé trú fyir hvað trú er.
Þú ert óskiljanlegur, telur þú það breyta einhverju, gera trúarbrögðin merkilegri við það að fórnarlömb verði jörðuð í kirkjum/blah;
Verða trúarbrögðin eitthvað merkilegri, eitthvað betri. Eitt er algerlega ljóst, ef trúarbrögðin væru ekki til staðar, þá værum við að jarða FÆRRA ungt fólk, það sjá allir... sem vilja, sem eru ekki blindaðir af þvi að telja sjálfa sig fá verðlaun eftir dauðan, verðlaun fyrir að vera auðtrúa sauðir.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 09:56
Norðmenn eiga samúð mína alla, hvort sem fórnarlömbin eru kristin eða múslimar og vil taka undir með Vilhjálmi í síðustu athugasemd hans og benda svo DoctorE á að, að í boðorðunum er skýrt tekið fram að eigi skuli mann deyða. Hann er kanski svo blindaður af hatri gegn Kristnidómi að augu hans megna ekki að sjá það.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 09:59
Nú eru kristnir og öll trúarbrögð búin að fá sinn skerf hér frá séra DoktorE og hér er einn sem vill kenna öllum frímúrurum um: http://hilhaf.blog.is/blog/hilhaf/#entry-1180777. Næst verður örugglega framkvæmdastjórum kennt um ófarir heimsins...
Mikið er hatur mannanna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 10:06
DoktorE, trú hjálpar fólki að höndla sorg. Þú vilt greinilega eyðileggja þá þörf manna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 10:08
Rafn er að opinbera að hann hefur ekki lesið biblíu, kann bara part, boðorðin 10.
Rafn farðu nú og lestu biblíu, komdu svo aftur.
Trú hjálpar fólki til að höndla sorg; Skipulögð trúarbrögð eru sníkjudýr á fólki í sorg; Þau nota sorg og ástvinamissir sem sína helstu markaðssetningu.
Sheesh, ferlega eruð þið einfaldir
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 10:21
"Líklega myndi einhver á Íslandi springa á limminu, ef Íslandi væri hótað eldi og brennisteini af al-Quaeda annan hvern mánuð"
-Þarna komstu upp um þig hræsnari
Örn (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 10:29
Örn, hvað meinar þú? Þetta er veruleikurinn hjá Norðmönnum. Er það hræsni að segja frá því. Ég veit ekki alveg hvert þú ert að fara, nema að þú hafir verið að springa á limminu.
DoktorE, einfaldur, það má vel vera, en þú ert illa samettur í þessu öfgafulla hatri þínu, sem ekki gerir þig sérlega merkilegan.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 10:43
Villi gerðu nú eitt: Ímyndaðu þér að þetta hefði verið múslimi sem gerði þetta; ímyndaðu þér hvernig þú myndir blogga um málið...
Þú værir ekki spar á að dæma ef svo væri, hvernig hinir illu múslimar væru blah bla blah.
Þegar þú ert búinn að þessu, farðu þá og horfðu í augun á sjálfum þér í spegli og játaðu: Ég er partur af vandamálinu, ég er eins og þeir sem ég dæmi, bara trúarbrögðin sem ég aðhyllist hafa blindað mig fyrir þessari staðreynd.
Ef þú getur þetta ekki, þá skaltu leita þér hjálpar.
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 10:50
Ef múslími hefði gert þetta, þá hefði skoðun mín verið sú sama. Öfgafullur maður/menn, sem misnotar trúarbrögð til að eyða lífi fyrir öfgafullan. og ekki nauðsynlega réttlátan eða réttlætanlegan málstað.
Hann hatar svo mikið og telur fjandmanninn svo vitlausan, að hann vill eyða honum. Þú ert sem betur fer ekki kominn á það stig séra DoktorE. En þú telur að allir trúaðir séu vitlausir bjánar? Það er einfaldlega ekki rétt hjá þér. Þú ert ekki búinn að uppgötva að fólk er sem betur fer mjög misjafnt.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 11:04
Nei ég tel ekki allt trúaða sorglega bjána; Trúaðir eru lanflestir ekkert nema forrituð fórnarlömb trúarbragða.
Það sjá allir sem vilja að trúarbrögð Abrahams eru ekkert nema ættbálkarugl; Ættbálkarugl sem lifir eingöngu vegna þess að börn eru tekin og innprentuð með þessari steypu.
Það getur verið mikil barátta fyrir fólk að losa sig undan því að hafa verið forrituð sem börn; Fólkið VEIT að það var forritað, það VEIT að trúin er vitleysa.. samt getur það tekið áralanga hugarbaráttu að losa sig.
Ég tala við svona fólk á hverjum degi, fyrrverandi krissa,múslíma,gyðinga,hindúa.. alla flóruna.
Það er ástæða fyrir því að í biblíu stendur: Leyfið börnunum að koma til mín, það er ástæða fyrir því að trúarbrögð gera allt til að ná til barna... þau er auðmótuð.. auðmótuð í að vera mindless sheeps, auðmótuð í að hata fólk í öðrum ættbálkum
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 11:34
Það er efni í eitthvað í hatri þínu doktore. Ég vona að ættbálkur þinn lifi það af, en nú ertu víst búinn að fylla kvótann á þessu bloggi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 14:56
Þótt sé sjálfur illa krisinn, er alveg ljóst, að framferði þessa manns kemur ekki aðeins kristindómi ekkert við, heldur er beinlínis andstætt öllu því sem kristni stendur fyrir. (eða svokölluð hægrimennska). Þessi maður er hvorki kristinn né hægrisinnaður, heldur einfaldlega alvarlega geðveikur.
Eins og ég hef bent á annars staðar er kjarni allrar vinstri mennsku hatur á eigin umhverfi og þjóðfélagi, sem oft er réttlætt með hugmyndafræði og fögrum orðum. Þetta hatur getur líka komið fram undir öðrum formerkjum, eins og hér er raunin á. Þessi maður á flest sameiginlegt með Che Guevara, heims- Ósóma Bin Ladin og öðrum slíkum. Kristindómur eða hægri mennska eru málinu óviðkomandi, þótt hann hafi reynt að réttlæta óra sína með slíku.
Vilhjálmur Eyþórsson, 23.7.2011 kl. 14:56
Ert að banna mig Villi, ertu að reisa vegg fyrir ættbálkinn þinn, svo þið þurfið ekki að heyra sannleikann.
Vilhjálmur, maðurinn er kristinn, biblían styður morð, biblian segir að menn eigi að taka óléttar konur óvinarins og skera þær á kvið, rífa börnin út og slá þeim við stein: Lestu bókina... Ekki segja að þetta sé bara GT, því NT er ekkert án GT, að auki sagði Sússi víst að GT væri fullkomið orð guðs, þar mætti ekki breyta einum staf.
Voðalega eru menn illa lesnir í þessu ha
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 15:40
Ég nefndi Che og heims- Ósóma áðan. Mér sýnist að DoctorE mundi sóma sér vel í slíkum félagsskap. Órar doktorsins mundu sæma vel svoleiðis mönnum. Ég endurtek, að ég er mjög illa kristinn, en það er yfirgengilegt að orða ódæði þessa geðveika Norðmanns við kristindóm. Til að gera slíkt þurfa menn sjálfir að vera geðbilaðir.
Vilhjálmur Eyþórsson, 23.7.2011 kl. 15:48
DoktorE, hver hefur bannað þig? Þú ert bara svo leiðinlegur þegar þú ferð á flg, svona án andlits. Allir vilja vita hvaða karl þú geymir á bak við þennan fína titling. Mig grunar nefnilega að þú sért prestur... sem fórst í rangt nám.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.7.2011 kl. 15:56
Vilhjálmur. Takk fyrir þennan pistil. Þú kannt að komast að kjarnanum hjá okkur.
Það er sannað að hluti af heila mannsins er með trúarhólf.
Það skiptir ekki nokkru máli hvað einstaklingar setja í þetta einka-skoðana-trúarhólf. Aðalatriðið er að þetta hólf sé nært, því trúarþörfin er til staðar.
Að tengja trúarbragða-heimsvalda-stjórnarpólitíkina inn á þetta svæði heilans hjá saklausum almenningi heimsins, eru alvarlegustu mannréttindabrot sem heimsmafían hefur framið, með hörmulegum stríðs-afleiðingum og óréttlæti um allan heim fyrr og síðar.
Ég er trúuð og er ekki hrædd við að viðurkenna það núorðið, kannski vegna þess að nú er ég búin að átta mig á hvað mér sjálfri finnst rétt að trúa á, af sanngirni. Ég er trúuð á það sem mín innsta sannfæring segir mér að sé rétt að trúa á, og hefur ekkert með jarðneska hræsni-gervi-guði, eða öfgatrúarbrögð að gera. Ég trúi á það góða í heiminum og það góða í sjálfri mér og öðrum. Og þá verð ég líka að tala fyrir því góða og réttláta, fyrir alla.
Heimsmafían hefur hertekið þennan trúar-part af heila mannskepnunnar í of mörgum tilfellum, og hrúgar inn hættulegum áróðri í þetta trúarhólf, í skólum og öðrum áhrifastöðum. Afleiðingarnar eru stríð, óréttlæti, stéttarskipting og alls kyns hörmungar, eins og gerðust í Noregi í gær.
Að sjálfsögðu er þessi norski fjöldamorða-afbrotamaður sjúklega innréttaður af svona heimsöfga-valdhöfum, og þar af leiðandi sjúklingur, sem á að hjálpa, af þeim heilbrigðu í kringum hann.
Það á að hjálpa þessum norska afbrotamanni til að hreinsa svikaáróður heimsmafíunnar úr þessum hluta síns heila, og fá hann til að segja okkur hverjir og hvernig honum var talin trú um, að þessi morð væru á einhvern hátt réttlætanleg í siðmenntuðum heimi?
Það er alltaf verið að hengja bakara fyrir smiði í þessum brjálaða heimi, en nú þarf að snúa þessu við, og stöðva sjúku valda-afbrota-heims-smiðs-höfunda allra svikaverkanna, og hlusta á og hjálpa öfgatrúar-þrælunum, sem eru í ístöðuleysi sínu, látnir fremja ódæðisverkin fyrir smiðshöfunda heims-mafíunnar siðlausu.
Að trúa á réttlætingu hefnda og hatursfullra aðgerða, er tortímandi þröngsýni, og á ekkert skylt við það góða og réttláta. Allir vita þetta innst inni.
Ég vona að einhverjir skilji eitthvað af því sem ég er að segja hér.
Ég bið alla góða vætti að hjálpa öllu breysku fólki, hvar sem það er á brenglunarbrautinni, og hjálpa fólki að trúa fyrst og fremst á það góða og réttláta í sjálfum sér og öðrum, og mátt góðra hugsana og verka í þessum heimi. Það hjálpar flestum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.7.2011 kl. 16:12
Alltaf jafn gaman ad lesa um "sannleikann" fra einstaklingum sem ekki hafa kjark til koma fram undir nafni. Takk fyrir god skrif Vilhjalmur. Eins og oft adur hefur pu hitt naglann a hofudid. pad verdur enginn skortur a naestu dogum og vikum a sjalfskipudum serfraedingum sem vilja nota petta hraedilega mal sem taekifaeri til ad koma sjalfum ser a framfaeri. Samud min er oll med Norsku pjodinni og serstaklega aettingjum peirra sem lifid tyndu. Kvedja fra Vesturheimi.
Jakob Valsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 17:05
Líklega myndi einhver á Íslandi springa á limminu, ef Íslandi væri hótað eldi og brennisteini af al-Quaeda annan hvern mánuð, eins og tilfellið hefur verið í Noregi.
Þú kemst ekkert undan þessu Vilhjálmur, þú ert að réttlæta gerðir þessa manns. Þetta er al-Quaeda að kenna vegna hótanna þeirra.
Einar Marel (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 18:01
Jakob... finnst þér það ekki hræsni að kalla eftir nafni mínu svo ég verði trúverðugur.. en kalla ekki eftir neinu í biblíu, biblía er ÖLL skrifuð undir alias; Menn segja að guð hafi sagt þeim hvað þeir áttu að skrifa; Að auki hafa ótal menn komið að því að skrifa biblíu, menn sem enginn veit hverjir voru.
Þegar Jakob kýs ríkisstjórn, forseta, þá kýs hann undir nafnleynd; Veistu hvers vegna það er Jakob..?
Trúarþörf er gerviþörf; Trú(arþörf) er innrætt, ekki meðfædd
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 18:30
Egill Óskarsson, 23.7.2011 kl. 18:50
DoctorE.
Rosalega ert þú steiktur maður! Heldur þú virkilega að ef engin væru trúarbrögðin, þá væri allt í lukkunar velstandi. Þú ert sennilega að tala um einhverja aðra tegund en Homo sapiens sapiens.
jkr (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 18:58
jkr... sagði ég það... NEI; Þú ert að leggja mér orð í munn. Og því verður þú að taka steikinguna algerlega á þig.
Það sem ég segi er að trúarbrögð, skipulögð trúarbrögð eru helsta meinsemd mannkyns; Þetta geta allir séð, þetta er augljóst.
Krissar ættu líka að gera sér grein fyrir því að kristni eru líkast til blóðugustu trúarbrögð sem mannkynið hefur kynnst.
Ekkert aðskilur okkur eins og trúarbrögð; EKKERT
DoctorE (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 19:02
Egill minn sæll! Það er alveg ljóst að þú veist ekki hvort þú ert að koma eða fara þegar ég er annars vegar. Fordómar hvað? Þú gætir kíkt á síðuna mína, vey.blog.is þar sem ýmislegt er skrifað um þessi mál, t.d. greinin „Eyja Sancho Panza“, http://vey.blog.is/blog/vey/entry/643708/ þar sem ég fjalla m.a. um „fordóma“ og hugsunarhátt pólitískt rétthugsandi einfeldninga af gerð Egils.
Vilhjálmur Eyþórsson, 23.7.2011 kl. 19:31
Frekari leiðbeiningar til Egils. Ef hann efast um að öll vinstri mennska byggir í kjarna sínum á hatri ætti hann líka að lesa greinarnar „Á að refsa þeim?“ http://vey.blog.is/blog/vey/entry/1070544/#comments , „Sagt skilið við skynsemina“ http://vey.blog.is/blog/vey/entry/1097662/#comments og „Heimspekingur ofbeldis“ http://vey.blog.is/blog/vey/entry/1165369/#comments. Hatur þessa Norðmanns á eigin umhverfi var af sama toga og hatur „aðgerðarsinna“ vinstri- kjána sem menn hafa horft upp á hér upp á síðkastið.
Vilhjálmur Eyþórsson, 23.7.2011 kl. 19:57
Jájá Vilhjálmur, ég hlýt að vera pólitískt rétthugsandi einfeldningur eins og aðrir sem benda þér á bullið í þér.
Jafnvel þó að það væri rétt hjá þér að vinstrimennska byggðist á hatri þýðir það ekki að allt hatur byggist á vinstrimennsku. Meira að segja einfeldningar eins og ég átta sig á því hversu vitlaus sú röksemdarfærsla er.
Egill Óskarsson, 23.7.2011 kl. 20:29
Röksemdafærsla þín er undarleg, svo sem við mátti búast. Þótt undirstaða allrar vinstri mennsku sé hatur á eigin umhverfi þýðir það að sjálfsögðu ekki að allt hatur sé vinstrimennska, eins og sést vel á uppátæki þessa geðveika Norðmanns. Annars get ég tekið undir allt sem nafni minn og síðuhöfundur segir í færslu sinni.
Vilhjálmur Eyþórsson, 23.7.2011 kl. 20:56
Kaeri DoctorE. pad er enginn ad tala um Bibliuna, nema pu. Mer kemur ekkert vid hvad per, eda odrum finnst um hana, en pad er po rett ad benda a ad pu att kannski meira heima par med odrum sem ekki koma fram undir rettu nafni. Kannski pjaist pu af somu bokstaktruarveikinni (i pinu tilfelli bokstaksvantruarveiki) og peir hinir truudu (geidveiku, fafrodu, heimsku, etc) sem pu ert alltaf ad tala um. Kannski pegar ollu er a botninn hvolft pa erud pid bara two sides of the same coin eins og menn segja herna Vestra. Thanks for a good strawman though. Lifdu Heill.
Jakob Valsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 21:38
Fínt innlegg Villi.
Steingrímur Helgason, 23.7.2011 kl. 23:37
Orðið "gildi" er ekki skrifað með ypsiloni.
Rebekka, 24.7.2011 kl. 00:00
Já Villi, garnið í spunann er marglitt og fjölbreitt hérna. Það er þegar farið að nýta það í pólitískum spunaverksmiðjum. Ósmekklegheitin og tilfinningaleysið lætur ekki að sér hæða.
Þetta er bara stjörnugeðveikur einstaklingur, sem hefur ætlað sér þetta í fjölda ára og skipulagt það. Það er hrein skilgreining á geðbilun.
Ef menn ætla að fara að beyta þessu í áróðurskyni og drulla yfir minningu hinna látnu sér til uppdráttar, þá hefur pólitísk vitfirring náð hæstu hæðum. Europol hefur troðið fram og vill nú fara að hlera og fylgjast með fólki með óæskilegar skoðanir. Einhvern veginn var það fyrsta sem mér datt í hug, þegar þessir atburðir gerðust.
Þetta eru kaldrifjuð fjöldamorð og búið mál. Að baki eru engin samtök eða hreyfingar. Aðeins fucked up haus.
Ekkert af þessu meikar nokkurn sens. Frímúrari, fudamentalisti og nýnasisti, sem á andspyrnumanninn Max Manus að átrúnaðargoði. Kannski er hann líka í fljúgandi furðuhlutum, Illuminati og Cosa nostra. Who the fuck cares?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2011 kl. 01:15
Þessi morðingji var zionisti eins og þú Vilhjálmur.
Arnar (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 14:17
Jon Steinar,
Eg las petta komment pitt i gaer og gaeti ekki verid meira sammala per. Og svo til pess ad stadfesta ord pin skrifar Arnar sitt innlegg her ad ofan. Nu skal sko slegid til riddara i eigin nafni a kostnad annara, po ser i lagi saklausra fornarlamba pessa skrimslis, pvi ekki getur Breivik madur talist. Arnar synir her med skrifum sinum ad hann er litid annad en "mini" utgafa af Breivik. Kvedja fra Vesturheimi.
Jakob Valsson (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 19:19
Ég mini útaf af Breivík þú þekkir mig ekki neitt hálfviti ég er ekki öfuga kristinn fuck off fíflið þitt.
Arnar (IP-tala skráð) 24.7.2011 kl. 21:12
Margt til í þessari færslu þinni, Vilhjálmur, verndari trúaðra. Anders hefði allt eins getað verið öfgafullur trúleysingi.
En hvað er til ráða? Hvernig getum við komið í veg fyrir þessa hryðjuverkaþróun? Þennan stöðuga ágreining milli manna um hvað sé rétt og hvað sé rangt?
Er lausnin ekki fólgin í því að við komum okkur saman um sama siðinn?
Ekki þetta fjölmenningarsull sem einungis veldur endalausum árekstrum milli einstaklinga, fjölskyldna, trúarhópa og þjóðfélagshópa.
Abraham, sem Gyðingar, kristnir og múslimir telja einn af frumkvöðlum trúar þeirra, trúarsiða og viðhorfa, var í raun jafn "klikkaður" og Anders Behring Breivik, ef marka má sannleiksgildi lýsinga á honum í Mósebókum.
Abraham kom á þeim sið að umskera drengi. Síðan hafa múslimir útfært þennan sið með því að umskera stúlkur.
Hvaða vit er í því að lofsyngja þennan forna brjálæðing, Abraham?
Sigurður Rósant, 25.7.2011 kl. 11:17
Sigurður Rósant, ekki vissi ég að Breivik væri umskorinn. En veistu hver marga umskorna gyðinga, rómverjar,kristnir, múslímar, kommúnistar hafa drepið í tímans rás, án tillits til forhúðar? Það gæti kannski skýrt ýmislegt.
Gæti verið að óþol þitt sé vegna of þröngrar forhúðar, sem herðir að flæði blóðs til heilans? Gaman til hilðar...
Lausnin er minna hatur, þar sem menn hætta að kalla Abraham brjálæðing og hætta að öfundast út í straumlínuformið á limi nágrannans.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 25.7.2011 kl. 23:40
Alltaf gaman að lesa pistlana þína Vilhjálmur. Ég undrast þó hve tíðrætt þér er um hatur í þessum skrifum og þann einfalda skilning sem þú virðist leggja í það orð. Þessi pistill er einfaldur startari fyrir umræðu sem þú þykist vera að "spá" fyrir um en ert í raun að hefja. Þetta er eins og pólitískt upplegg og koma svo á hliðarlínuna og hrópa "sagði ég ekki "
Ég þakka Önnu Sigríði fyrir hennar innlegg sem er eins og talað út úr mínu hjarta og hvetja doktorE til að halda nafnleynd sinni sem lengst. Sjálf er ég langoftast á sama máli og hann.
Trúarkenningar eru það sem ég óttast mest þar sem þær eru of oft farvegur hins illa í manninum og gerðar til að stýra fólki. Sama má segja um þjóðarrembu sem misnotar föðurlandsást fólks og flykkir því í stríð jafnvel langt utan eigin álfu.
Elskum friðinn og strjúkum kviðinn strákar mínir. Virðum réttinn til skoðana og tjáningarfrelsið. Ástin sigrar allt, þar með talið hatrið :) kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 27.7.2011 kl. 10:00
Vilhjálmur Örn, verndari trúaðra. Þú spyrð svona eins og út í hött; "En veistu hver marga umskorna gyðinga, rómverjar,kristnir, múslímar, kommúnistar hafa drepið í tímans rás, án tillits til forhúðar?"
Hve marga umskorna.... án tillits til forhúðar. Ég hef ekkert kafað niður í flökkusögur um þau meintu dráp. En miðað við hve Gyðingar, frumkristnir og múslimir ýkja sögusagnir sínar, má ýmist deila í þann fjölda með 100, 1000 eða jafnvel 100.000. Svo ég er ekkert að gera þér til geðs að nefna einhverjar tölur, enda skýra þær akkúrat ekki neitt.
Hvers vegna er það rangt Viljhjálmur að kalla Abraham "klikkaðan", miðað við þau gildi sem við þekkjum í dag?
Ef marka má sögusagnir Mósebóka (frá 11. kafla 1. Mósebókar), dröslaðist hann með föður sínum og nokkrum ættingjum, alla leið frá Úr í Kaldeu (eða Basra í Írak) um 1000 km leið upp eftir fljótunum Efrat og Tígris og settist að í Tyrklandi sem nefndist Harran. Að föður sínum látnum, flutti hann Þaðan til Kanaanslands og taldi Guð sinn hafa gefið sér það land. Hann tók, eða fékk gefins hálfsystur sína, Söru sem var 10 árum yngri en hann. Honum tókst ekki að barna hana fyrr en hann hafði umskorið sig, 99 ára gamall, ef marka má flökkusögur Mósebókanna. Skikkaði svo alla til að láta umskera sig og hótaði öllum óumskornum; - "En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."
Svona hótanir eru nú ekki til að auka friðinn milli Gyðinga og þeirra sem hafa aldrei kynnst þessum furðulega sið að skera undan drengjum. Þessi mál og önnur verður aldrei hægt að ræða við öfgatrúaða Gyðinga, kristna eða múslimi. En sem betur fer, leita margar ungar Gyðingastúlkur út fyrir þennan þröngsýna afturhaldshugsunarhátt og giftast nafnkristnum eða trúleysingjum, heiðingjum eins og öfgatrúaðir kalla fólk sem láta ekki trúarkenningar stjórna lífi sínu eða hugsun. Stúlkur kristinna leita líka út úr öfgahugsunarhætti foreldra sinna, en stúlkur múslima eiga takmarkaða möguleika. Þær eru hundeltar, þeim hótað og þær jafnvel drepnar fyrir að kasta rýrð á heiður fjölskyldusiðanna.
Múslimir rekja siði sína að miklu leyti til Abrahams og telja afkomendur sína frá Ísmael, á meðan Gyðingar telja sig komna frá Ísak. Lestu svolítið betur þessar flökkusögur 1. Mósebókar, Vilhjálmur og reyndu svo að viðurkenna fyrir sjálfum þér og öðrum að Abraham var að sönnu "klikkaður".
Sigurður Rósant, 28.7.2011 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.