29.6.2011 | 23:21
Saga meints níđings og eins fórnarlamba hans
Ég hef í fljótheitum tínt ţađ saman sem ég hef fundiđ í dagblöđum og öđrum heimildum um geranda og ţolanda í máli um misnotkun á börnum sem á ađ hafa átt sér stađ undir ţaki kaţólsku kirkjunnar á Íslandi. Öll ţau gögn sem ég vitna í eru ađgengileg á netinu eđa annars stađar. Ég set ţessar upplýsingar ekki fram til ađ leika einhvern rannsóknarblađamann. Ég hef skrifađ töluvert um máliđ og varđ sjálfur fyrir illmennsku Margrétar Müller í Riftúni er ég var barn. Ţví lýsti ég fyrst áriđ 2009, en ekki vegna ţess ađ ég ásaka kaţólsku kirkjuna um neitt. Minn kvalari var ekki kaţólska kirkjan, heldur kona sem aldrei hefđi átt ađ vinna međ umönnun barna. Ég held ađ margt af ţví sem ég greini frá hér ađ neđan hafi ekki veriđ ţekkt af ţeim fjölmiđlamönnum sem matreitt hafa ţetta mál frekar klunnalega ofan í gúrkusoltna Íslendinga.
Guus (August) George
Ţađ blasir strax viđ ađ séra Georg (upphaflega Guus George, f. 5.4.1928) var oft nefndur í fjölmiđlum áđur en hann dó, og aldrei nema af góđu einu. Erfitt hefur veriđ ađ fá upplýsingar um hann frá Hollandi. Hann var bara prestlingur úr sveitinni, fćddur í einhverju krummaskuđi í Limburg-sýslu sem heitir Wijlre, en ţar býr fólk sem er líklega meira belgískt en ţađ er hollenskt. Hann var einn sjö systkina og fjölskyldan var erkikaţólsk. Hann var óskrifađ blađ áđur en hann kom til Íslands. Sjálfur sagđi hann sögu sína í Degi áriđ 1998. Áriđ 1991 gerđi Sigmar B. Hauksson heimildarmynd um séra Georg sem ber heitiđ Perla í Vesturbćnum (í ţáttaröđinni Fólkiđ í landinu, "perlan" er vćntanlega Landakotsskóli). Sumir eiga jafnvel fallegar minningar úr Landakoti, sjá hér.
Er séra Georg andađist áriđ áriđ 2008 birtist ţessi minningargrein um séra George eftir frekar ţekktan bloggara á Moggablogginu. Í henni og annarri grein í Morgunblađinu er ekki hćgt ađ lesa neitt misjafnt um manninn. Ţannig vill ţađ verđa í minningargreinum. Ţćr eru ekki birtar til ađ ófrćgja fólk.
Séra Georg leit alls ekki út eins og skólabókadćmiđ um barnaníđing, sem venjulega er sagđur ósköp venjulegur og snyrtilegur međlimur eđa vinur fjölskyldu fórnarlambsins. Georg var ţvert á móti strangur og óađlađandi mađur, ellegar eins og Illugi Jökulsson lýsti ţví, međ flírubros [fleđurlegt] undir prestkraganum (hvernig sem ţađ er hćgt). Sömuleiđis var hann sköllóttur međ yfirgreiđslu, reykingafingur og kartneglur og hjólbeinóttur og jafnvel kaflođna bringu?
Sótti hann í viljalítil og veiklynd börn, sótti hann í börn útlendinga, sem ekki töluđu góđa íslensku, eđa börn foreldra sem sjálf voru viljalitlir, veikir og kúgađir? Ţessu er ekki hćgt ađ svara međ ţví ađ lesa minningargreinar sem mćra manninn. En ţessu geta fórnarlömbin hugsanlega svarađ, ţegar mál ţeirra og ţau sjálf verđa rannsökuđ.
Iđunn Angela Andrésdóttir
Iđunn er fćdd áriđ 1951, og ef eitthvađ lítur hún út fyrir ađ hafa yngst örlítiđ frekar en hitt, síđustu 13 árin. Sćmilega undómleg kona um sextugt gćti kannski ţakkađ detoxinu ţessa "gullhamra" mína, en ţađ hefur Iđunn fengiđ í tvígang hjá Jónínu Ben, og rómađi ţađ mjög í Vikunni í september áriđ 2010.
Fađir Iđunnar var útlendingur og hét Andrés Alexandersson (1900-1986), eftir ađ hann fékk íslenskan ríkisborgararétt áriđ 1954. Hann var Ungverji og hét áđur András Kecskés (ekki Kesckes eins og hann hefur veriđ tilgreindur á Íslandi; Kecskés ţýđir geitahirđir). Hann var kallađur Bandi. Andrés fćddist í ţáverandi Serbíu, sem varđ hluti af Ungverjalandi áriđ 1918. Enn býr í Serbíu stór minnihluti Ungverja og bjó amma Iđunnar í smábćnum Mohol (Mol) í Serbíu áriđ 1953. Ţeir sem hafa langt minni muna eftir Andrési viđ afgreiđslu í sjoppu Eymundsson og síđar í tóbakssjoppunni London í Austurstrćti. Hann var oft nefndur til sögunnar í sambandi viđ komu landsmanna sinna til Íslands áriđ 1957.
Móđir Iđunnar, Nanna Snćland (1912-1991), var frá Hafnarfirđi. Hún hét Nanna Snćland og var talin glćsilegust kvenna á sínum yngri árum. Hún giftist ung ungverskum manni dr. Denés (Dennis) Zakál (f. 1900 í bćnum Csáktornya), ţekktum tónlistarmanni, sem var međ hljómsveit sinni, Dr. D. Zakál og Ungverjunum, á Hótel Borg frá 1934-35, og fluttist Nanna Snćland til Ungverjalands og giftist dr. Zakál í Búdapest áriđ 1935. Denés Zakál, sem var lćrđur klassískur tónlistamađur, sem skildi eftir sig sinfóníur og píanóverk, sneri sér ađ dćgurlagatónlist um miđbik 4. áratugarins. Einn kennara hans í tónlistakademíunni var Jenő Zador, sem náđi miklum frama í Hollywood. Denés Zakál samdi m.a. kvikmyndatónlist fyrir 6 ungverskar kvikmyndir á árunum 1939-44. Međal annars fyrir kvikmyndina Ó, ţú hefur lagst svo lágt. Titillagiđ má heyra á tónlistaspilara mínum ofarlega í dálkinum til hćgri.
Zakál var greinilega frábćr tónlistarmađur. Samkvćmt kvikmyndasafninu í Búdapest var Zakál einnig frćgur fyrir ađ verk hans var fyrsta verk ungversks tónskálds sem var leikiđ í útvarpi. Ţađ gerđist í den Haag í Hollandi 26. Júní 1924, ţar sem Zakál vann um tíma.
Íslensk kona, og kaţólikki, Sólveig Guđmundsdóttir sem fór á kirkjuţing í Ungverjalandi áriđ 1938 og lýsti síđar ţeirri ferđ og kynnum sínum af Nönnu, sem 1938 kallađi sig Nancy von Zakal. Menn á Íslandi stóđu í ţeirri meiningu ađ Zakal hefđi veriđ barón. Denés Zakal dó áriđ 1943 í miđju stríđi. Nanna/Nancy ţjáđist af berklum og gekkst undir uppskurđ á lunga í miđju stríđi. Međan á bardögum á milli Ţjóđverja og Rússa stóđu sem hćst, hafđist hún fyrir í kjallara og giftist ţar í sprengjuregni András Kecskés, sem var 11 árum eldri en hún. Ţau fluttust til Íslands áriđ 1949. Komust út, međ ţví ađ segjast ćtla í ferđalag til ćttingja. Ţađ var ţví ekki furđulegt ađ borđađ hafi veriđ mikiđ gúllas heima hjá Iđunni.
Ung ađ aldri fór Iđunn til Ungverjalands og giftist 1968 ungverskum manni, hinum litríka Ivan Török (Szabó) (1941-2001), sem margir muna eftir úr leiklistar- og myndlistaheiminum, sem og frá fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Sagan segir ađ hann hafi átt ţar hengirúm um skeiđ. En ţađ var löngu eftir ađ Iđunn og Ivan skyldu (1973). Iđunn hefur sjálf sagt okkur frá ţví ađ eiginmenn hennar hafi veriđ ţrír.
Iđunn og Ivan 1969. Iđunn og Árni 2004
Fyrirtćkin sem hún hefur rekiđ hafa veriđ enn fleiri en eiginmennirnir. M.a. Boutique 1928, Fornsalan Fornleifur, 1928, Húseign á Fjölnisvegi 16 og jafnvel tómt hús á Freyjugötu 16.
Heimildir eru til um Iđunni, ţar sem hún er sögđ fyrir litla hunda og átti hún ađ minnsta kosti einn kjölturakka sem gekk undir nafninu Eros. Dóttir hennar varđ fegurđardís og ađ draumahúsiđ hennar er ungverskt, fyrir utan bćinn, međ rauđa veggi og hátt til lofts.
Fyrir utan hinn hrćđilega glćp sem Iđunn varđ fyrir í Landakoti, af hendi séra Águsts Georgs, sem hćgt var ađ lesa um í Fréttatímanum, ţá er saga hennar og foreldra hennar litríkari en gengur og gerist. Út ađ til virđist Iđunn ekki hafa vera ósćl og bćld manneskja, eins og fórnarlömbum barnaníđinga er oft lýst, ţegar ţau komast á fullorđinsár. Hún var í sviđsljósinu.
Flestar ofangreindar upplýsingar er hćgt ađ finna í íslenskum dagblöđum eđa á netinu. Ţetta eru ef til vill ekki upplýsingarnar sem ţarf til ađ ţekkja fórnarlambiđ, og sömuleiđis eru fyrirliggjandi upplýsingar um séra George ef til vill ekki upplýsingarnar til ađ komast ađ ţví sanna um meintan barnaníđing. Ég býst hins vegar viđ ţví ađ rannsóknarnefnd Kaţólsku kirkjunnar fari enn betur í saumana á sögu fórnarlambsins en ég geri, ţví sú saga er mikilvćgust í ţessu máli. Fórnalambiđ er á lífi og getur gefiđ upplýsingarnar. Gerendur eru hins vegar komnir undir grćna torfu, hafa ásökun yfir höfđinu, og geta ekki variđ orđstír sinn.
Eftirmáli
Međan ađ ţessi fćrsla var skrifuđ, braust mađur nokkur fram á sjónarsviđiđ. Hann heitir Valgarđur Bragason og segist hafa áttađ sig á ţví ađ séra Gerorg hafi einnig brotiđ á sér. Ţetta varđ honum ljóst eftir ađ hann las frásögn Iđunnar Angelu í Fréttatímanum. Hann fann sig ţess vegna til knúinn ađ fara og brjóta 21 rúđu í húsakynnum presta og biskups kaţólsku kirkjunnar. Ţađ virkar óneitanlega sem frekar óvenjuleg ađferđ til ađ sigrast á vanda sínum. Hann kynnir sig hér sjálfur, mjög svo frumlega, en er greininga ekki mađur margra orđa, enda gjörningalistamađur.
Einni mínútu og fjórtán sekúndum inn í myndina, fćr Valgarđur skitusting og spasma og segir "Fuck you". Ég hélt upphaflega ađ gluggaárás listamannsins Valgarđs Bragasonar vćri líka nýlist, en hann er ţormikill mađur, sem segir sögu sína alla međ grjótkasti og undir fullu nafni. Sá sem syndlaus er kastar grjóti...
Viđbót 1.7.2011
mig langar ađ vekja athygli á eftirfarandi punktum, sem valdiđ hafa mér heilabrotum:
- Iđunn Angela fćdd 1951
- Fađir hennar fer á fund biskupsins áriđ 1963 ("sumariđ áđur en Iđunn byrjađi í gagnfrćđaskóla") eftir ađ Iđunn segir frá hrćđilegri reynslu sinni (heimild Fréttatíminn)
- Riftún opnar fyrst áriđ 1964, (heimiliđ var vígt í snemma í júní 1964), og Iđunn Angela er samt send ţangađ af foreldrum sínum til ađ vera međ séra Georg.
Getur einhver skýrt ţetta ósamrćmi? Er ég ađ misskilja eitthvađ?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Sagnfrćđi, Trúmál og siđferđi | Breytt 1.7.2011 kl. 07:18 | Facebook
Bćkur
Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafrćđi
FORNLEIFUR -
Ţrćlasalar í Norđurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri fćrsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveđskapur -
: Flóttamađurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmćlum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyđingar á Grćnlandi
Fyrri fćrsla og tenging viđ grein eftir mig á dönsku um gyđinga á Grćnlandi -
Flogiđ hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri fćrsla
Líkţráir Íslendingar -
: Lesiđ hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri fćrsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri fćrsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forđum
Fćrsla um óeirđir og lćti í ćsku minni -
Fyrri fćrsla
Ţegar Gúttó varđ samkunduhús gyđinga -
Fyrri fćrsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Fćrsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferđir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblađsins 28.águst 1999. -
Fyrri fćrsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri fćrsla
Pabbi Ţórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um ţjóđarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríđsglćpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyđinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á ađ hafa veriđ potturinn og pannan viđ björgun gyđinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerđ grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfrćđingar hafa gleymt ađ rannsaka. Hlutverk Duckwitz verđur nú ađ endurskođa. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifađ töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er međhöfundur ađ einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jřdiske flygtningeskćbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um međferđ danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu fćrslur
- Trumpur Eyjajarl
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síđan í síđustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niđurstađan: KiSS or Bćjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verđur í Fćreyjum nćstu dagana
- Sjúklega svćsinn gyđingahatari er vinsćll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svćsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráđur eins og lús á feldi
- Utanríkisráđherra eyđir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 227
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 172
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Janúar 2025
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Nú tekurđu sérstaklega fram ađ ţú lítir ekki á ţessi skrif sem rannsóknarblađamennsku. Geturđu skýrt tilgang ţinn međ ţessum skrifum? Finnst ţér ćttarsaga Iđunnar, hundurinn hennar eđa dítoxmeđferđ varpa einhverju ljósi á Landakotsmáliđ? Eđa finnst ţér ćttarsaga Iđunnar bara svona áhugaverđ?
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráđ) 30.6.2011 kl. 09:11
Eva Hauks, ég hef mikinn áhuga á fólki og fórnarlömbum og hef skrifađ bók um fórnarlömb. Ćttarsaga Iđunnar er mjög áhugaverđ. Skrifa ég einhvers stađar ađ dítoxiđ hennar Jónínu geti varpađ ljósi á Landakotsmáliđ? NEI. Ég er ekki blađamađur, en mér blöskrar ađferđir margra íslenskra blađamanna.
Skođađu fyrri fćrslur mínar um máliđ, eđa síđan 17. júní, ţá skilur ţú kannski tilganginn. Kannski er ţađ sannleiksfíkn??
Hvernig gengur annars í kuklinu? Notarđu enn ţessa yfirskrift á blogginu ţínu:
Sápuópera: Hér segir frá hádramatískri ćvi og ástum nornar, skálds og eilífđarblóms. Ađ gefnu tilefni skal tekiđ fram ađ ţađ er einlćg sannfćring höfundar ađ góđ saga sé ekki verri ţótt hún sé login.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2011 kl. 10:12
Mér sýnist ţessi skrif ţín um ţessi mál snúast ađ mestu um ađ gera fórnarlömb ótrúverđug... Finnst ţetta frekar sorglegt hjá ţér..
DoctorE (IP-tala skráđ) 30.6.2011 kl. 16:33
Kćri DoctorE, fáđu ţér nafn áđur en ég svara ţessu rugli í ţér.
En látum ţađ flakka, hvađ skrifa ég sem gerir fórnarlömbin ótrúverđug? Ég hef ađeins tekiđ lýsingar af meintum níđingum og meintum fórnarlömbum og stillt ţeim saman. Er ţađ kannski ótrúverđugt ađ hafa veriđ gift Ivan Török eđa eiga ungverskan föđur? Hefurđu eitthvađ á móti Ungverjum? Ţví miđur, ég veit ekki hvert ţú ert ađ fara. Er ótrúverđugt ađ eiga glingurelskan hund sem heitir Eros? Ég get ekki gert ađ ţví ađ Valgarđur setur "fuckyou" list á YouTube.
Ţú ert sorglegur DoctorE, sem í árarađir hefur spottađ allt sem heitir trú og hćđst ađ öllum sem eru trúađir, vegna ţess ađ ţú telur ţig vera kominn á hćrra stig en ţeir. Ţađ ertu ekki, vćni!
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2011 kl. 17:44
Nú hefur sá mađur sem fyrst greindi frá sameiginlegri nauđgun séra Georgs og Margrétar Müller á sér endanlega komiđ fram á sjónarsviđiđ. Hann heitir Ísleifur Patrik Friđriksson (f. 1954). Hann vinnur hjá ÍTR í Nauthólsvík og bauđ sig nýlega fram til stjórnlagaţings. Ég fagna sinnaskiptum hans, sem valda ţví ađ ég tel ađ ţađ verđi mun auđveldara fyrir nefnd kaţólsku kirkjunnar ađ vinna ađ rannsókn sinni. Lenti bróđir hans ekki líka í G og M og kenndir íslenskum presti um kynferđisáreitni gegn sér á fullorđinsaldri?
Ef ég man rétt var Ísleifur ţessi međal eldri drengja í Riftúni ţegar ég var ţar.
Frásögur, sem birtast nú, af ţví hvernig drengir hafi veriđ fjarlćgđir frá svefnsal í Riftúni, finnst mér persónulega afar einkennilegar. Ég man eftir ţví ađ sumir héldu vöku fyrir öđrum međ kjökri vegna heimţrár. Ţađ gerđist einnig ţegar ég var í sumarbúđum Rauđa Krossins í Laugarási. Ég var eitt sinn sóttur í svefnsal vegna ţessa, og látinn sitja á salerninu til ađ ná sönsum. Ţađ gerđi ég alls ekki viđ ţá ađgerđ og ţá var mér vísađ aftur inn í svefnsalinn og róađist ég viđ ţađ. Ţađ voru hvorki G og M sem reyndu ađ minnka heimţrá mína međ ţví ađ taka mig úr svefnsalnum. Oft var náđ í stráka sem grétu eđa sem létu illa og ţeir látnir "kćla sig" á salerninu.
Ég man ekki eftir ţeim stökum rúmum sem áttu ađ hafa veriđ nćst dyrunum inn í svefnsalinn. Ţegar ég var í Riftúni (1969-70) voru ađeins kojur í svefnsalnum.
Sjá fćrslu mína http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1175282/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2011 kl. 23:35
hér má lesa smá lýsingu á Ísleifi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.6.2011 kl. 23:42
Áhugaverđ fćrsla sem fyllir út í annars mjög eintóna mynd. En í svona máli eins og ţessu Landakotsmáli gengur enginn af vígvellinum međ sigur. Og varla viđ ţví ađ búast ţar sem meintir gerendur eru fallnir frá og ţar af leiđandi ekki um neitt dialog ađ rćđa. Árásin beinist ađ kirkjunni enda safna nú fjandmenn hennar liđi. Ţađ er ţví ekki vel séđ ađ ţú sért ađ flćkja umrćđuna međ ţví ađ draga fram fleiri hliđar á málinu en ţćr sem fólk vill heyra.
Múgćsing ríđur hér húsum og eins og alltaf í slíkum kringumstćđum er kallađ eftir blóđi. Kristnu blóđi.
Ragnhildur Kolka, 30.6.2011 kl. 23:48
Ţess ber ađ geta ađ Riftún var ekki keypt af kaţólsku kirkjunni fyrr en 1963 og sett í stand veturinn 1963-64. Mér ţykir furđulegt ađ foreldrar Iđunnar Angelu hafi sent hana ţangađ, eins og fram kemur í Fréttatímanum í síđustu viku, ţegar fađir hennar gekk á fund biskups áriđ 1963 vegna kynferđisglćpa gegn henni. Ef hún hefur veriđ send ţangađ hefur ţađ vćntanlega veriđ áriđ 1964 Iđunn er fćdd 1951. Sumardvalarheimiliđ var vígt í júní 1964
Einhvers misrćmis virđist gćta.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2011 kl. 00:15
Já, ţetta er undarlegt misrćmi, Vilhjálmur. Hafi fađir Iđunnar veriđ ćfur yfir ţví, sem hún sagđi foreldrum sínum af kynferđisáníđslu af hendi sr. Georgs og krafizt ţess af biskupnum (Jóhannesi Gunnarssyni?), ađ hann sendi Georg til baka til Hollands (ađferđ sem ţykir reyndar silkihanzkaađferđ og bjóđa upp á framhald kynferđisglćpa á nýjum stađ), ţá vćri ţađ stórundarlegt, ađ hann sendi ţessa sömu dóttur sína sumariđ eftir (ef rétt er) í Riftún, til hins sama séra Georgs. Eitthvađ gengur hér ekki upp, og ţó geta mörg ţessi atriđi stađizt, en naumast öll, eins og ţau hafa veriđ kynnt.
Dćmiđ, sem ţú nefnir, gerir nauđsynlegra en ella ađ kanna fleiri vitnisburđi; ţađ gerir einnig ţađ, sem ţú áđur ritađir um hina meintu "lođnu bringu" sr. Georgs. En vitaskuld getur vitni misminnt um (smá)atriđi, ţótt heildarmynd sé ljós.
Ţađ er sjálfsagt mál fyrir ţig ađ rannsaka ţessi mál, og raunar er ţetta eins og spennandi frásögn af forvitnilegri og glćsilegri íslenzkri konu, sem lendir í ćvintýrum í öđru landi, - og hefur alveg lestrargildi sem slík. Ég hafđi einmitt nýlega lesiđ frásögn Sigurveigar af Ungverjalandsferđinni og hve yndislega ţessi Nanna Snćland/Nancy von Zakal hafđi reynzt henni.
PS. Hvar var ţađ, sem krakkar voru látnir "kćla sig" á salerninu, Vilhjálmur: í Laugarási eđa Riftúni?
Jón Valur Jensson, 1.7.2011 kl. 12:01
Jón Valur, salerniđ var í Riftúni í viđbyggingunni/innganginum (undir pílunni á myndinni) viđ svefnskálann. Ég sat ţarna og grét um miđja nótt vegna heimţrár, en ađallega vegna eineltis Müller gegn mér, og ég man ađ ţađ var nunna (ţýsk eđa hollensk) sem leiddi mig inn í svefnsalinn aftur. Mig dreymdi ţetta oft síđar í formi martrađa ţegar ég var yngri.
Mér finnst sjálfsagt mál ađ rannsaka ţetta, ţví ég var ţarna. Ég hef greint frá illsku einnar konu, en allt hitt slapp ég blessunarlega viđ. En ég á erfitt međ ađ trúa ţví. Georg var ekki vondur mađur ţegar ég sá til.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.7.2011 kl. 12:33
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.