Leita í fréttum mbl.is

Afsökunarbeiđnir vegna (meintra) glćpa

51TPHX3SGHL__SS500_

Nú krefst stór hluti ţjóđfélagsins afsökunarbeiđni frá kaţólsku kirkjunni á Íslandi, hér og nú. Ţess er krafist, ţótt ekki séu sannađir ţeir glćpir sem starfsmenn kirkjunnar eiga ađ hafa framiđ. Sumu fólki virđist nóg ađ heyra frásagnir, jafnvel nafnlausra einstaklinga, til ađ dćma og fordćma. Vitnisburđur ţolanda er hins vegar ekki, og verđur aldrei, nein sönnun, nema ađ til komi stađfestingar og einhverjar sannanir. Sönnunarstađa í málinu er eins og sagt er í nútíma lagamáli afar veik. Framburđ ţeirra ţolenda sem hafa haft ţor og getu til ađ standa fram međ sínar ţjáningar, verđur ţví ađ rannsaka líkt og sögu meintra brotamanna í málinu.

Biskup kaţólskra, Robert Bürcher, sem sjálfur hefur gengiđ of langt fyrir suma heilagleika í skođun sinni á Íslam og ástandinu í Miđausturlöndum sem hann er sérfrćđingur í, hefur međ vísan til yfirmanns síns, Páfans í Róm, ţegar gengiđ mjög langt (kannski of lang) međ ţví ađ afsaka og biđjast fyrirgefningar á ţeim glćpum sem kynnu ađ hafa veriđ framdir af vígđum ţjónum kirkjunnar og starfsmönnum viđ stofnanir hennar. Biskup hefur bođađ skipun nefndar sem á ađ vera hlutlaus og sem á ađ rannsaka máliđ ofan í kjölinn. Hann hefur valiđ Róbert Spanó prófessor í lögfrćđi til ađ leiđa eđa setja saman slíka rannsóknarnefnd. Máliđ er ţá vonandi komiđ í eđlilegan farveg, ţótt Spanó tali ađeins um ađ lögfrćđingar, fólk úr heilbrigđisgeiranum og sálfrćđingar geti skoriđ úr um sekt eđa sakleysi í ţessu máli. Legg ég til ađ hlutlaus sagnfrćđingur verđi líka tekinn í hópinn.

Ţess ákvörđun biskups kemur, ţegar stigin eru fram í sviđsljósiđ fórnarlömb meintra kaţólskra barnaníđinga á Íslandi, sem koma fram undir nafni. Reyndar voru ţađ ekki ţeir tveir menn (brćđur), sem 17. júní settu fram ásakanir í Fréttatímanum, heldur tvćr konur, Iđunn Angela Andrésdóttir og Rut Martine Unnarsdóttir, sem höfđu ţor og burđi til ađ segja sögur sínar.

Iđunn Angela Andrésdóttir (f. 1951), sem á alla virđingu skiliđ, hefur greint Fréttatímanum frá ţví ađ fađir hennar hafi fariđ á fund Frehens biskups kaţólskra áriđ 1963 (bls. 18 í Fréttablađinu). Frehen kom ţó fyrst til Íslands áriđ 1968 er hann varđ biskup. Annars stađar í blađinu er sagt ađ nafn Frehens í tengslum viđ ţennan fund sé viđbót blađamannsins. Blađamađurinn á Fréttatímanum, sem ekki hafđi haft samband viđ mig, greindi einnig svo óskírt frá, ađ halda mćtti ađ ég hefđi veriđ í Landakoti og fórnarlamb kynferđisglćpa séra Georgs. Sá misskilningur hefur nú veriđ leiđréttur á vefsíđu blađsins. Ég á ađeins góđar minningar um séra Georg (Ágúst George). Vandamáliđ í Riftúni ţau tvö sumur sem ég varđ ţar var Margrét Müller.

Ţegar ég las frásögn Iđunnar í fyrrnefndum miđli, lćrđi ég líka ýmislegt nýtt, svo fáfróđur um perversjónir sem ég er. Sumum barnaníđingum er greinilega alveg sama hvort ţeir leggjast á stúlkur eđa drengi.  Ţeir eru ekki eins og Ólafur biskup var í ţeim efnum, ef viđ trúum ţví sem sagt er í rannsóknarskýrslu um hann. Ekki vissi ég ţetta og hélt ađ barnanýđingar gerđu kynjamun. En nú veit ég ađ ţeir geta veriđ „bí" eins ţeir sem virđa lögaldur, og einnig veriđ í ástarsambandi viđ eina ófrýnilegustu konu á Íslandi, Margréti Müller. Séra Georg hefđi líklega veriđ heillandi verkefni fyrir sálfrćđing, ef ţađ sem um hann er sagt er satt. Einnig lćrđi ég ađ 10-12 ára stúlka á Íslandi á árunum 1960-63 vissi hvađ prestur var ađ gera á bak viđ hurđ, án ţess ađ sjá hann. Stúlkan vissi ađ hann var ađ fróa sér og sagđi föđur sínum ţađ. Ćtli fađir hennar hafi sagt ţađ viđ ţann biskup sem hann rćddi viđ? Rannsókn á teikningum af vistarverum séra Georgs miđađ viđ lýsingar fórnarlambsins er nauđsynleg.

Ég vissi heldur ekki ađ séra Georg hefđi rakađ af sér líkamshárin. Ţegar hann misnotađi börn  í Landakoti, var hann mjög lođinn á bringu, eins og viđ getum lesiđ í frásögn Iđunnar Angelu í Fréttatímanum? Ég man vel eftir honum ţegar hann fór međ okkur í sund í Hveragerđi úr Riftúni (ekkert kynferđislegt fór ţar fram, áđur en fantasía blađamanna hleypur međ ţá í gönur). Ég hafđi aldrei séđ eins óhćrđan mann og innfallinn brjóstkassa. En kannski misminnir mig, enda var hann ekki ađ kássast upp á mig. Ég hef líklegast ekki veriđ í hćttuhópnum og ekki hans týpa. Hann var fyrir ljóshćrđ og börn sem voru „illa gefin" ađ hans mati og sögn, hef ég lesiđ. En minnsta mál vćri ađ athuga ţetta međ lođnu bringu prestsins, ţví örugglega eru til myndir af Séra Georg í sundi í Hveragerđi. Ég trúi ekki öđru. Iđunn Angela man ţó alveg rétt hvernig fingurnir á séra Georg voru. Hann var međ gulustu reykingafingur sem ég hef séđ og kartneglur á nokkrum fingrum. Ţađ gátu allir séđ.

Ein kvennanna ćtlar ađ kćra máliđ til lögreglu. Ţá verđur lögreglan ađ rannsaka allt, jafnvel lođna bringu sr. Georg. Ţađ er ekki hćgt ađ vísa öllum rökum frá, ţótt mađur vilji afsökun frá kirkjunni.

 

Barinn biskup

Pétur Bürcher, biskup Kaţólskra manna á Íslandi

 

Skal afsökunarbeiđni sett fram, ef sök er ekki sönnuđ?

Mikiđ hefur veriđ um ţađ ađ forystumenn ţjóđa biđjist afsökunar fyrir glćpi forvera sinna og fyrri kynslóđa. Ţegar ţađ hefur gerst hefur glćpurinn í flestum tilvikum ţótt fullsannađur. Ţjóđarmorđ, fjöldamorđ, nauđganir eđa ađrir höfuđglćpir, sem hefur veriđ hćgt ađ sanna á menn, eru forsćtisráđherrar, ţjóđarleiđtogar og ađrir á síđari áratugum tilbúnir ađ biđjast afsökunar á, til ađ skapa sćttir og endalok mála.

Krafa um afsökunarbeiđni kirkjunnar í máli sem er fyrnt, ţar sem meintur gerandi er látinn, er út í hött - nema ađ ítarleg rannsókn fari fram á ţví sem ţolandinn segir. Mér er alveg sama hvađ Ögmundi Jónssyni og Guđrúnu Ögmundsdóttur finnst. Ţeim ber ađ láta rannsaka máliđ, ekki fyrirskipa kirkjunni ađ biđjast afsökunar á gerđum einstakra embćttismanna hennar, ţegar ţćr gerđir og saga fórnarlambsins hafa hvorugt veriđ rannsakađ.

Sami Ögmundur og sama Guđrún ćttu í raun ađ vera sammála mér, ef ţau vćru hiđ minnsta samkvćm sjálfum sér. Ţví ég er ađ beita nákvćmlega sömu ađferđum og ţau hafa oft notađ. Muniđ hann Saddam og gereyđingavopn hans? Ögmundur og Guđrún eru međal ţess fólks sem hrópađ hafa á sönnunargögn varđandi gereyđingarvopn Saddams. Sannanir á tilveru ţeirra hafa veriđ af skornum skammti, og ţess vegna telja Ögmundur og Guđrún ađ stríđ í Írak hafi veriđ óréttmćtt og jafnvel glćpur. Ögmundi og Guđrúnu stendur greinilega á sama um glćpi Saddams gegn ţjóđ sinni eđa um óskir Íraka sjálfra, sem hafa einnig veriđ ástćđa fyrir hernađi og veru herja fjölda landa í Írak. En samkvćmt fólki á sömu bylgjulengd og móralistarnir Ögmundur og Gúđrún, ţá eru glćpamennirnir í Írak ţeir sem veltu Saddam. Ekki held ég ađ Ö og G séu neinir vinir fórnalambanna í Írak. Ţau eru miklu frekar vinir vísifingursins á sjálfum sér, sem notađur er óspart til fordćminga. Sjálfsrannsökun er hins vegar ekki á dagsskránni.

Ţegar biskup kaţólikka setur nú fram afsökunarbeiđni fyrir hönd Kaţólsku kirkjunni á Íslandi fyrir glćpi sem ekki eru sannađir, gerir hann ţađ án nokkurs vafa međ miklum fyrirvara. Hann talar um glćpi sem kynnu ađ hafa átt sér stađ. Hann getur ekki dćmt séra Georg. Líf og ćvi ţolenda, sem í ţessu tilfelli eru ekki horfnir af sjónarsviđinu, verđur líka ađ rannsaka líkt og líf og ćvi meintra gerenda. Ađeins ţannig verđur hćgt ađ finna sannleikann, ţví meintir gerendur eru hér ekki til ađ verja sig, og engin rituđ gögn eđa önnur sönnunargögn hafa enn komiđ fram, ađ ţví er ég best veit, sem sýna ađ ţeir sem ásakađir eru séu sekir.

Eins mikla virđingu og ég ber fyrir fólki sem ţorir ađ standa fram nćrri 50 árum eftir ódćđi sem var framiđ gegn ţeim, eins viss er ég í minni sök, um ađ ţađ sé í ţeirra bestu ţágu ef ţeirra saga sé einnig rannsökuđ ađ fullu. Ţađ er ekki nóg ađ ćtlast til ađ kaţólska kirkjan bukki sig og biđjist afsökunar án ţess ađ vita hvađ gerđist. Vona ég ađ ţađ sé einnig útgangspunktur ţeirrar nefndar sem nú á ađ setja saman. Hún verđur ađ leita liđa til ađ yfirheyra fórnarlömbin.

DV1114~1
Hann er greinilega alvörugefinn mađur hann Spano, en hann er ekki í hlutverki Tómasar Torquemadas. Kaţólska kirkjan var ţegar komin fyrir rannssóknarrétt Innanríkisráđherra áđur en nefnd Spanós var sett á laggirnar. Vonandi eyđir Spano ýmsum misskilningi um lögfrćđi, rétt og skyldur hjá Ögmundi Jónassyni.

 

Ég tel víst ađ kaţólska kirkjan á Íslandi hafi vćnst ţess ađ lögreglan gerđi eitthvađ, eftir ađ Ögmundur Jónasson vísađi málinu til hennar. Ţess vegna hljómađi ţađ mjög einkennilega, ţegar ráđherra hélt ţví fram ađ ekki vćru nei fyrirleggjandi gögn úr rannsókn lögreglu í málinu. Hann bjóst greinilega viđ ţví ađ kirkjan bćđist afsökunar án ţess ađ fá rannsókn á framburđi meintra fórnarlamba. Var ţađ kannski ađferđin í rannsókninni Ólafi biskup?

Ég hef skođađ sögu séra Georgs og sömuleiđis einnar konu sem segist fórnarlamb hans, eins og sú saga verđur steypt saman úr upplýsingum í opinberum og ađgengilegum heimildum. Sjá meira um ţađ í nćstu fćrslu minni á morgun.

Mig langar ađ ljúka ţessum langa pistli á vísum orđum biskups kaţólsku kirkjunnar á Íslandi, sem sýnir ađ hann er mađur sem stendur međ hćlana nokkrum metrum framar en Ögmundur Jónsson og Gúđrún Ögmunds hafa tćrnar:

The most fervent believer, whether they be Christian, Jew or Muslim, will never attain perfection and we are on a similar path when it comes to inter-cultural and inter-religious relations. The human being has its limits; unfortunately we are not perfect and neither are our societies.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Í fréttum sjónvarps í gćr, um hiđ hrćđilega mál sem komiđ er upp í Vestmannaeyjum, tók ég eftir röksemdafćrslu tveggja manna.

Sýslumađurinn á Selfossi var ađ sögn međ sannanir um sekt barnaníđings í höndunum, og lét barnaníđing ganga lausan í ár án ţess ađ gera nokkuđ annađ en ađ benda í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála SŢ um ađ mađur sé saklaus ţangađ til ađ sekt hans sé sönnuđ. Sönnunin var í höndum hans segja fjölmiđlar.

Yfirmađur kynferđisafbrotadeildar lögreglunnar í  Reykjavík, Björgvin Björgvinsson, gagnrýndi náttúrulega sýslumanninn, en virđist sjálfur fangelsa fólk grunađ um kynferđisafbrot fyrir "kröfu almennings um ađ hćttan sé fjarlćgđ".

Eru menn yfirleitt hćfir til ađ sinna ţessum alvarlegu og sorglegu málum á Íslandi? Björgvin sem situr í nefnd Guđrúnar Ögmundsdóttur um kynferđisafbrot, starfar greinilega á kolólöglegan hátt ef hann hefur svipt menn frelsi fyrir "kröfu almennings" áđur en ađ sekt ţeirra var sönnuđ.  En samkvćmt honum er ţetta gert fyrir kröfu og ţrýstin frá almenningi.

Er ţađ ţannig sem lögregluyfirvöld starfa, fyrir kröfur mannsins á götunni og ef til vill međ ćsifréttir ađ leiđarljósi. Hvenćr var sú krafa, sem greinilega stangast á viđ íslensk lög, sett fram og samţykkt á Alţingi?

Eru menn eins og Björgvin og sýslumađuinn á Selfossi yfirleitt hćfir til ađ sinna störfum sínum? Einn situr međ sönnun í höndunum og hinn fangelsar fólk án ţess ađ hafa sönnun. Hvar hafa ţessir menn lćrt lög?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.6.2011 kl. 06:43

2 identicon

Ţađ á einfaldlega ađ henda gervallri kaţólsku kirkjunni úr landi. Ţetta er viđbjóđsleg stofnun sem gerir lítiđ annađ en ađ arđrćna fólk og fjöldaframleiđa barnaníđinga sem hún síđan eyđir gríđarlegum peningum og tíma í ađ halda verndarhendi yfir.

Viđbjóđslegt apparat sem á ađ gera allar eignir upptćkar hjá og reka kaţólska hyskiđ úr landi.

Ólafur Helgi, sýslumansskoffín, ţann mann á einfaldlega ađ grilla á teini fyrir allar hans syndir í gegnum árin. Ţessi mađur er ógeđslegur drullusokkur sem hefur í árin veriđ ţekktur fyrir ađ halda hlífskildi yfir vinum sínum, jafnvel ţeim sem eru barnanauđgarar.

Ţetta land er á leiđinni til andskotans, enda löngu orđiđ siđferđislega gjaldţrota.

Baldur (IP-tala skráđ) 29.6.2011 kl. 08:43

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sćll Vilhjálmur.

Ég vil byrja á ađ ţakka ţér fyrir pistilinn og önnur innlegg í ţessari umrćđu bćđi hér og á kirkju.net.

Skilyrt afsökunarbeiđni eins og sú sem Pétur biskup setur fram er ađ mínu mati sjálfsögđ ţví kirkjan sem stofnun naut mikils trausts og fólk virti ţađ traust. Ţađ var í skjóli ţess trausts sem meint glćpaverk eiga ađ hafa átt sér stađ og ţađ var líka án efa ađ hluta til vegna ţess trausts ađ svo lítill gaumur var gefinn ađ umkcörtunarefnum barnanna í Landakotsskóla. 

Í ţessu ljósi er skilyrt afsökunarbeiđni sjálfsögđ ásamt  ákveđnum og formföstum viđbrögđum strax frá degi 1. Sjá nýjan pistil sem ég skrifađi á kirkju.net.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 29.6.2011 kl. 10:30

4 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Mig langar ađ bćta viđ varđandi ívitnuđ orđ Péturs biskups. Vissulega er ţetta rétt honum en ţar sem viđ búum í heimi sem sýnilega og greinilega er enn í ţróun og höfum međvitund um Guđ og getum reynt ađ starfa í ţágu hans góđa og skapandi vilja ţá verđum viđ ađ draga ţá ályktun ađ Guđ geti notađ okkur til góđra verka og til ađ skapa betri heim. Ţađ gerum viđ t.d. međ ţví ađ taka ţátt í umrćđum og stuđla ađ ţví ađ setja reglur og viđmiđ sem fyrirbyggja augljós mistök fortíđarinnar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 29.6.2011 kl. 10:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband