29.6.2011 | 05:23
Afsökunarbeiðnir vegna (meintra) glæpa
Nú krefst stór hluti þjóðfélagsins afsökunarbeiðni frá kaþólsku kirkjunni á Íslandi, hér og nú. Þess er krafist, þótt ekki séu sannaðir þeir glæpir sem starfsmenn kirkjunnar eiga að hafa framið. Sumu fólki virðist nóg að heyra frásagnir, jafnvel nafnlausra einstaklinga, til að dæma og fordæma. Vitnisburður þolanda er hins vegar ekki, og verður aldrei, nein sönnun, nema að til komi staðfestingar og einhverjar sannanir. Sönnunarstaða í málinu er eins og sagt er í nútíma lagamáli afar veik. Framburð þeirra þolenda sem hafa haft þor og getu til að standa fram með sínar þjáningar, verður því að rannsaka líkt og sögu meintra brotamanna í málinu.
Biskup kaþólskra, Robert Bürcher, sem sjálfur hefur gengið of langt fyrir suma heilagleika í skoðun sinni á Íslam og ástandinu í Miðausturlöndum sem hann er sérfræðingur í, hefur með vísan til yfirmanns síns, Páfans í Róm, þegar gengið mjög langt (kannski of lang) með því að afsaka og biðjast fyrirgefningar á þeim glæpum sem kynnu að hafa verið framdir af vígðum þjónum kirkjunnar og starfsmönnum við stofnanir hennar. Biskup hefur boðað skipun nefndar sem á að vera hlutlaus og sem á að rannsaka málið ofan í kjölinn. Hann hefur valið Róbert Spanó prófessor í lögfræði til að leiða eða setja saman slíka rannsóknarnefnd. Málið er þá vonandi komið í eðlilegan farveg, þótt Spanó tali aðeins um að lögfræðingar, fólk úr heilbrigðisgeiranum og sálfræðingar geti skorið úr um sekt eða sakleysi í þessu máli. Legg ég til að hlutlaus sagnfræðingur verði líka tekinn í hópinn.
Þess ákvörðun biskups kemur, þegar stigin eru fram í sviðsljósið fórnarlömb meintra kaþólskra barnaníðinga á Íslandi, sem koma fram undir nafni. Reyndar voru það ekki þeir tveir menn (bræður), sem 17. júní settu fram ásakanir í Fréttatímanum, heldur tvær konur, Iðunn Angela Andrésdóttir og Rut Martine Unnarsdóttir, sem höfðu þor og burði til að segja sögur sínar.
Iðunn Angela Andrésdóttir (f. 1951), sem á alla virðingu skilið, hefur greint Fréttatímanum frá því að faðir hennar hafi farið á fund Frehens biskups kaþólskra árið 1963 (bls. 18 í Fréttablaðinu). Frehen kom þó fyrst til Íslands árið 1968 er hann varð biskup. Annars staðar í blaðinu er sagt að nafn Frehens í tengslum við þennan fund sé viðbót blaðamannsins. Blaðamaðurinn á Fréttatímanum, sem ekki hafði haft samband við mig, greindi einnig svo óskírt frá, að halda mætti að ég hefði verið í Landakoti og fórnarlamb kynferðisglæpa séra Georgs. Sá misskilningur hefur nú verið leiðréttur á vefsíðu blaðsins. Ég á aðeins góðar minningar um séra Georg (Ágúst George). Vandamálið í Riftúni þau tvö sumur sem ég varð þar var Margrét Müller.
Þegar ég las frásögn Iðunnar í fyrrnefndum miðli, lærði ég líka ýmislegt nýtt, svo fáfróður um perversjónir sem ég er. Sumum barnaníðingum er greinilega alveg sama hvort þeir leggjast á stúlkur eða drengi. Þeir eru ekki eins og Ólafur biskup var í þeim efnum, ef við trúum því sem sagt er í rannsóknarskýrslu um hann. Ekki vissi ég þetta og hélt að barnanýðingar gerðu kynjamun. En nú veit ég að þeir geta verið bí" eins þeir sem virða lögaldur, og einnig verið í ástarsambandi við eina ófrýnilegustu konu á Íslandi, Margréti Müller. Séra Georg hefði líklega verið heillandi verkefni fyrir sálfræðing, ef það sem um hann er sagt er satt. Einnig lærði ég að 10-12 ára stúlka á Íslandi á árunum 1960-63 vissi hvað prestur var að gera á bak við hurð, án þess að sjá hann. Stúlkan vissi að hann var að fróa sér og sagði föður sínum það. Ætli faðir hennar hafi sagt það við þann biskup sem hann ræddi við? Rannsókn á teikningum af vistarverum séra Georgs miðað við lýsingar fórnarlambsins er nauðsynleg.
Ég vissi heldur ekki að séra Georg hefði rakað af sér líkamshárin. Þegar hann misnotaði börn í Landakoti, var hann mjög loðinn á bringu, eins og við getum lesið í frásögn Iðunnar Angelu í Fréttatímanum? Ég man vel eftir honum þegar hann fór með okkur í sund í Hveragerði úr Riftúni (ekkert kynferðislegt fór þar fram, áður en fantasía blaðamanna hleypur með þá í gönur). Ég hafði aldrei séð eins óhærðan mann og innfallinn brjóstkassa. En kannski misminnir mig, enda var hann ekki að kássast upp á mig. Ég hef líklegast ekki verið í hættuhópnum og ekki hans týpa. Hann var fyrir ljóshærð og börn sem voru illa gefin" að hans mati og sögn, hef ég lesið. En minnsta mál væri að athuga þetta með loðnu bringu prestsins, því örugglega eru til myndir af Séra Georg í sundi í Hveragerði. Ég trúi ekki öðru. Iðunn Angela man þó alveg rétt hvernig fingurnir á séra Georg voru. Hann var með gulustu reykingafingur sem ég hef séð og kartneglur á nokkrum fingrum. Það gátu allir séð.
Ein kvennanna ætlar að kæra málið til lögreglu. Þá verður lögreglan að rannsaka allt, jafnvel loðna bringu sr. Georg. Það er ekki hægt að vísa öllum rökum frá, þótt maður vilji afsökun frá kirkjunni.
Pétur Bürcher, biskup Kaþólskra manna á Íslandi
Skal afsökunarbeiðni sett fram, ef sök er ekki sönnuð?
Mikið hefur verið um það að forystumenn þjóða biðjist afsökunar fyrir glæpi forvera sinna og fyrri kynslóða. Þegar það hefur gerst hefur glæpurinn í flestum tilvikum þótt fullsannaður. Þjóðarmorð, fjöldamorð, nauðganir eða aðrir höfuðglæpir, sem hefur verið hægt að sanna á menn, eru forsætisráðherrar, þjóðarleiðtogar og aðrir á síðari áratugum tilbúnir að biðjast afsökunar á, til að skapa sættir og endalok mála.
Krafa um afsökunarbeiðni kirkjunnar í máli sem er fyrnt, þar sem meintur gerandi er látinn, er út í hött - nema að ítarleg rannsókn fari fram á því sem þolandinn segir. Mér er alveg sama hvað Ögmundi Jónssyni og Guðrúnu Ögmundsdóttur finnst. Þeim ber að láta rannsaka málið, ekki fyrirskipa kirkjunni að biðjast afsökunar á gerðum einstakra embættismanna hennar, þegar þær gerðir og saga fórnarlambsins hafa hvorugt verið rannsakað.
Sami Ögmundur og sama Guðrún ættu í raun að vera sammála mér, ef þau væru hið minnsta samkvæm sjálfum sér. Því ég er að beita nákvæmlega sömu aðferðum og þau hafa oft notað. Munið hann Saddam og gereyðingavopn hans? Ögmundur og Guðrún eru meðal þess fólks sem hrópað hafa á sönnunargögn varðandi gereyðingarvopn Saddams. Sannanir á tilveru þeirra hafa verið af skornum skammti, og þess vegna telja Ögmundur og Guðrún að stríð í Írak hafi verið óréttmætt og jafnvel glæpur. Ögmundi og Guðrúnu stendur greinilega á sama um glæpi Saddams gegn þjóð sinni eða um óskir Íraka sjálfra, sem hafa einnig verið ástæða fyrir hernaði og veru herja fjölda landa í Írak. En samkvæmt fólki á sömu bylgjulengd og móralistarnir Ögmundur og Gúðrún, þá eru glæpamennirnir í Írak þeir sem veltu Saddam. Ekki held ég að Ö og G séu neinir vinir fórnalambanna í Írak. Þau eru miklu frekar vinir vísifingursins á sjálfum sér, sem notaður er óspart til fordæminga. Sjálfsrannsökun er hins vegar ekki á dagsskránni.
Þegar biskup kaþólikka setur nú fram afsökunarbeiðni fyrir hönd Kaþólsku kirkjunni á Íslandi fyrir glæpi sem ekki eru sannaðir, gerir hann það án nokkurs vafa með miklum fyrirvara. Hann talar um glæpi sem kynnu að hafa átt sér stað. Hann getur ekki dæmt séra Georg. Líf og ævi þolenda, sem í þessu tilfelli eru ekki horfnir af sjónarsviðinu, verður líka að rannsaka líkt og líf og ævi meintra gerenda. Aðeins þannig verður hægt að finna sannleikann, því meintir gerendur eru hér ekki til að verja sig, og engin rituð gögn eða önnur sönnunargögn hafa enn komið fram, að því er ég best veit, sem sýna að þeir sem ásakaðir eru séu sekir.
Eins mikla virðingu og ég ber fyrir fólki sem þorir að standa fram nærri 50 árum eftir ódæði sem var framið gegn þeim, eins viss er ég í minni sök, um að það sé í þeirra bestu þágu ef þeirra saga sé einnig rannsökuð að fullu. Það er ekki nóg að ætlast til að kaþólska kirkjan bukki sig og biðjist afsökunar án þess að vita hvað gerðist. Vona ég að það sé einnig útgangspunktur þeirrar nefndar sem nú á að setja saman. Hún verður að leita liða til að yfirheyra fórnarlömbin.
Ég tel víst að kaþólska kirkjan á Íslandi hafi vænst þess að lögreglan gerði eitthvað, eftir að Ögmundur Jónasson vísaði málinu til hennar. Þess vegna hljómaði það mjög einkennilega, þegar ráðherra hélt því fram að ekki væru nei fyrirleggjandi gögn úr rannsókn lögreglu í málinu. Hann bjóst greinilega við því að kirkjan bæðist afsökunar án þess að fá rannsókn á framburði meintra fórnarlamba. Var það kannski aðferðin í rannsókninni Ólafi biskup?
Ég hef skoðað sögu séra Georgs og sömuleiðis einnar konu sem segist fórnarlamb hans, eins og sú saga verður steypt saman úr upplýsingum í opinberum og aðgengilegum heimildum. Sjá meira um það í næstu færslu minni á morgun.
Mig langar að ljúka þessum langa pistli á vísum orðum biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, sem sýnir að hann er maður sem stendur með hælana nokkrum metrum framar en Ögmundur Jónsson og Gúðrún Ögmunds hafa tærnar:
The most fervent believer, whether they be Christian, Jew or Muslim, will never attain perfection and we are on a similar path when it comes to inter-cultural and inter-religious relations. The human being has its limits; unfortunately we are not perfect and neither are our societies.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 4.7.2011 kl. 14:00 | Facebook
Bækur
Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs
-
Nýtt blogg um fornleifafræði
FORNLEIFUR -
Þrælasalar í Norðurhöfum
Grein í Lesbók Mbl. 1999 -
: Ritaskrá 1972-2013 -
Fyrri færsla
Jakki Kiljans Laxness -
Bein Páls Biskups
Kveðskapur -
: Flóttamaðurinn Alfred Kempner -
Pepsi var á Ströndum
Gosdrykkjasaga -
Mótmælum Durban II
Meira -
Ved Helvedes Port
Grein mín í SKALK. Nr.4,1994. -
: Gyðingar á Grænlandi
Fyrri færsla og tenging við grein eftir mig á dönsku um gyðinga á Grænlandi -
Flogið hátt
Grein mín um fyrsta flug flugbels á Íslandi -
Fyrri færsla
Líkþráir Íslendingar -
: Lesið hér (ISBN: 978-965-218-066-7)
Behind the Humanitarian Mask; The Nordic Countries, Israel and the Jews. Edited by Manfred Gerstenfeld. -
Fyrri færsla
Vinir útlendinganna -
Fyrri færsla
Nakinn sannleikur -
Ungr var ek forðum
Færsla um óeirðir og læti í æsku minni -
Fyrri færsla
Þegar Gúttó varð samkunduhús gyðinga -
Fyrri færsla
Vive l'(Gr)islande -
Fyrri Færsla
Nifalt húrra -
Íslenskar frúr í Andvörpum
Um ferðir útrásar-Íslendinga á 16. öld. Lesbók Morgunblaðsins 28.águst 1999. -
Fyrri færsla
Berlínarboogie Laxness -
Fyrri færsla
Pabbi Þórs var myrtur í Auschwitz -
Falskir Íslendingar
Grein um þjóðarstolt -
En dansk krigsforbryder
Grein í Weekendavisen um versta stríðsglæpa- mann Dana, sem dönsk yfirvöld vildu helst gleyma. -
Anti-Semitism in Iceland. Is that possible? -
Iceland, the Jews, and Anti-Semitism, 1625-2004
Grein á ensku um gyðinga á Íslandi -
Ich weiss, was ich zu tun habe
Grein mín um Georg F. Duckwitz, nasistann sem á að hafa verið potturinn og pannan við björgun gyðinga í Danmörku. Í greininni sem birtist í tímaritinu Rambam 15:2006 er gerð grein fyrir fjölmörgu sem danskir sagnfræðingar hafa gleymt að rannsaka. Hlutverk Duckwitz verður nú að endurskoða. -
Grein
The King and the Star í: Denmark and the Holocaust (2003) (ISBN: ISBN 87-989305-1-6) -
: Rescue, Expulsion, and Collaboration: Denmark's Difficulties with its World War II Past
Jewish Political Studies Review 18:3-4 (Fall 2006; Tímarit sem ég hef skrifað töluvert í -
: 20 Begivenheder der skabte Danmark (ISBN: 87-02-0516-7)
Ég er meðhöfundur að einum af köflum bókarinnar. -
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson: Medaljens Bagside - Jødiske flygtningeskæbner i Danmark 1933-1945 (ISBN: 87-91393-60-4 ) Forlaget Vandkunsten 2005. Bók mín um meðferð danskra yfirvalda á flóttafólki á 4. og 5. áratugi 20. aldar.
Meira
Nýjustu færslur
- Á mér stendur ..... Bjarni Ben
- Minnislaus síðan í síðustu ESB-kosningu
- Gamlir dónar sem fokka sér - Meet the Fockers II
- Icelandic Police Bared
- Niðurstaðan: KiSS or Bæjarins beztu
- Zelenskij fór í ranga flugvél - verður í Færeyjum næstu dagana
- Sjúklega svæsinn gyðingahatari er vinsæll á Moggablogginu
- Valdemar á svölunum er látinn
- Svæsnir fordómar eru ekki hluti af málfrelsi og tjáningu
- Ástráður eins og lús á feldi
- Utanríkisráðherra eyðir um efni fram í útlöndum
- Ódýrasta Laxness-bókin er enn til
- Geimöldin hafin á Íslandi
- Mannvinurinn Johnny Gun
- Jón hinn óboðlegi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 1352297
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Desember 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Ágúst 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Júlí 2021
- Maí 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- Ágúst 2020
- Maí 2020
- Nóvember 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Nóvember 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Í fréttum sjónvarps í gær, um hið hræðilega mál sem komið er upp í Vestmannaeyjum, tók ég eftir röksemdafærslu tveggja manna.
Sýslumaðurinn á Selfossi var að sögn með sannanir um sekt barnaníðings í höndunum, og lét barnaníðing ganga lausan í ár án þess að gera nokkuð annað en að benda í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála SÞ um að maður sé saklaus þangað til að sekt hans sé sönnuð. Sönnunin var í höndum hans segja fjölmiðlar.
Yfirmaður kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar í Reykjavík, Björgvin Björgvinsson, gagnrýndi náttúrulega sýslumanninn, en virðist sjálfur fangelsa fólk grunað um kynferðisafbrot fyrir "kröfu almennings um að hættan sé fjarlægð".
Eru menn yfirleitt hæfir til að sinna þessum alvarlegu og sorglegu málum á Íslandi? Björgvin sem situr í nefnd Guðrúnar Ögmundsdóttur um kynferðisafbrot, starfar greinilega á kolólöglegan hátt ef hann hefur svipt menn frelsi fyrir "kröfu almennings" áður en að sekt þeirra var sönnuð. En samkvæmt honum er þetta gert fyrir kröfu og þrýstin frá almenningi.
Er það þannig sem lögregluyfirvöld starfa, fyrir kröfur mannsins á götunni og ef til vill með æsifréttir að leiðarljósi. Hvenær var sú krafa, sem greinilega stangast á við íslensk lög, sett fram og samþykkt á Alþingi?
Eru menn eins og Björgvin og sýslumaðuinn á Selfossi yfirleitt hæfir til að sinna störfum sínum? Einn situr með sönnun í höndunum og hinn fangelsar fólk án þess að hafa sönnun. Hvar hafa þessir menn lært lög?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.6.2011 kl. 06:43
Það á einfaldlega að henda gervallri kaþólsku kirkjunni úr landi. Þetta er viðbjóðsleg stofnun sem gerir lítið annað en að arðræna fólk og fjöldaframleiða barnaníðinga sem hún síðan eyðir gríðarlegum peningum og tíma í að halda verndarhendi yfir.
Viðbjóðslegt apparat sem á að gera allar eignir upptækar hjá og reka kaþólska hyskið úr landi.
Ólafur Helgi, sýslumansskoffín, þann mann á einfaldlega að grilla á teini fyrir allar hans syndir í gegnum árin. Þessi maður er ógeðslegur drullusokkur sem hefur í árin verið þekktur fyrir að halda hlífskildi yfir vinum sínum, jafnvel þeim sem eru barnanauðgarar.
Þetta land er á leiðinni til andskotans, enda löngu orðið siðferðislega gjaldþrota.
Baldur (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 08:43
Sæll Vilhjálmur.
Ég vil byrja á að þakka þér fyrir pistilinn og önnur innlegg í þessari umræðu bæði hér og á kirkju.net.
Skilyrt afsökunarbeiðni eins og sú sem Pétur biskup setur fram er að mínu mati sjálfsögð því kirkjan sem stofnun naut mikils trausts og fólk virti það traust. Það var í skjóli þess trausts sem meint glæpaverk eiga að hafa átt sér stað og það var líka án efa að hluta til vegna þess trausts að svo lítill gaumur var gefinn að umkcörtunarefnum barnanna í Landakotsskóla.
Í þessu ljósi er skilyrt afsökunarbeiðni sjálfsögð ásamt ákveðnum og formföstum viðbrögðum strax frá degi 1. Sjá nýjan pistil sem ég skrifaði á kirkju.net.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 29.6.2011 kl. 10:30
Mig langar að bæta við varðandi ívitnuð orð Péturs biskups. Vissulega er þetta rétt honum en þar sem við búum í heimi sem sýnilega og greinilega er enn í þróun og höfum meðvitund um Guð og getum reynt að starfa í þágu hans góða og skapandi vilja þá verðum við að draga þá ályktun að Guð geti notað okkur til góðra verka og til að skapa betri heim. Það gerum við t.d. með því að taka þátt í umræðum og stuðla að því að setja reglur og viðmið sem fyrirbyggja augljós mistök fortíðarinnar.
Ragnar Geir Brynjólfsson, 29.6.2011 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.