Leita í fréttum mbl.is

Islands udenrigsminister, Fru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Islandsk økonomi - Solid og fleksibel

Good old Days

The Blaming Game er um þessar mundir mjög vinsæll samkvæmisleikur meðal íslenskra stjórnmálamanna. Í honum kenna menn hvorum öðrum um allt milli himins og jarðar - meðan íslenska þjóðin fær enga lausn sinna mála.  Það er að upplagi eðli stjórnmálamanna að kenna öðrum um. Þetta eru eins og illa siðaðir krakkar í sandkassa. Vita upp á sig skömmina, og benda á hina með horið hangandi úr nös.  Það eru hins vegar borgarar þessa lands sem munu dæma þetta fólk. Það gerum best í næstu kosningum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skilur alls ekki af hverju hún á sök í því hvernig fór á Íslandi. Hún gerir sér alls ekki grein fyrir ábyrgð sinni, enda er hún aðeins með BA próf í sagnfræði (og það frá HÍ). Vera má að hún hafi ekki leynt Björgvini mikilvægum upplýsingum, og allt sé Össuri að kenna (sem er nú afar líklegt). En hún er sek, ekkert síður en Össur og Björgvin - Ekki fyrir að baka pönnukökur í New York, þegar hún vildi komast í Öryggisráðið fyrir stórfé úr vasa íslenskra borgaranna, eftir að hún hafði gengið á línuna hjá helstu hryðjuverkaleiðtogum heimsins til að fá stuðning. Heldur ekki vegna þess að hún hefur logið svo oft að íslensku þjóðinni.

Ég held því fram að Ingigjörg hafi verið einn ötulasti talsmaður og verjandi ósómans í fjármálaumhverfinu á Íslandi. Í mars 2008 kom Ingibjörg Sólrún til Kaupmannahafnar og sat fund á Hotel Radison, og þar var líka mættur fjármálasnillingurinn Sigurður Einarsson og t.d. Sigurjón Sighvatsson. Efnið var Islands økonomi i fortidigt og fremtidigt perspektiv. Frú Ingibjörg er kannski búinn að gleyma því sem hún sagði þann dag. Dagsetningin var 11. mars 2008, kl. 15.30 til 18.00. Hún getur skoðað í vasabókina ef skammtímaminnið er farið. Þar var ekkert krepputal eða nokkur vafi í huga utanríkisráðherrans og hjartans vini hennar honum Sigurði Einarssyni Esq. of London. Heiti erindis Ingibjargar var: Islandsk økonomi - Solid og fleksibelEkki brothætt, heldur stöðugt og sveigjanlegt. Þetta sagðir þú sjálf, frú Ingibjörg Sólrún.

Rúmu árið fyrr, nánar tiltekið 8. - 9. janúar 2007, lét hún Valgerður heillin Sverrisdóttir, besta vinkona Ingibjargar, Svavar Gestsson halda ráðstefnu í Kaupmannahöfn í Industriens Hus i hjarta Kaupmannahafnar. Þar sátu í forsæti íslenskir fjárglæframenn og bandítar. Nefna má Sigurð Einarsson og Hannes Smárason. Íslandsvinurinn og stórmennið Uffe Ellemann-Jensen var fenginn til að stjórna sjóvinu fyrir einn laxveiðitúr til Íslands. Ólafur Ragnar, forseti vor, opnaði ráðstefnuna. Ekki vantaði nú lofið á íslenskt efnahagslíf. Það var "best", "heilbrigt", "frábært", "einstakt" og þar fram eftir götunum. Gagnrýni, sem heyrst hafði í Danmörku, "var út í hött".  Ráðstefnann bar yfirskriftina: Hvorfor er islandske firmaer så innovative, og giver det anledning til forundring? Forsetinn auglýsti hana á vefsíðu embættis sínsog sömuleiðis Viðsiptaráð Íslands.

Jú, frú Ingibjörg Sólrún þú ert sek, sek um einfeldni, hroka, lygar, fordóma, ólýðræðisleg vinnubrögð og valdníðslu. Allt gallar sem einkenndu flesta stjórnarliða á Íslandi síðustu 15 árin. Dæmi: Þegar skútan skökk á Íslandi, sast þú með klappstýrum þínum á Rauðarárstígnum á gamlárskvöld 2008 og skrifaðir bréf til að skamma kollega þinn í Ísrael og það í nafni ESB. Nei, áramótaskaupið þitt árið 2008 sýnir að þú ert því líka sek um firringu.

Sagan verður dómur Þinn. Íslendingar dæma hina pólitíkusana í næstu kosningum. Við dæmum nýtt fólk inn, sem ekki ber með sér skítaarfleifðina og hrokann frá fyrri árum. Það ætla ég að minnsta kosti að vona!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Er það nú allveg rétt af þér að ráðast á heilaskemmda konu, illagefna, ljóta og guðlausa?? Hún var engum til gleði né ánægju. Þú veist vel að vinstrimenn hatast við Ísrael.

Guð lætur ekki hæða að sér, hvernig fór fyrir Ariel Sharon þegar hann gaf byggðir Ísrael manna eftir til glæpamannanna?? Hann er í dái. Össur mun hljóta sinn dóm og að endingu mun hann gleypa tungu sína og kafna, nógu mikið er hann búinn að ljúga.

Það getur stundum verið gaman að ráðast á aumingja en það er ljótt.

Þetta eru allt saman aumingjar, þeir geta ekkert gert að því, þeir eru fæddir svona. Guð blessi þig og þína í Jesú nafni. Amen.

Aðalbjörn Leifsson, 26.9.2010 kl. 09:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ekki veit ég hvert þú villt með þessum dómi þínum, Aðalbjörn. Ingibjörg er ekki heilaskemmd, svo ég viti til, og ekki telst hún nú til ljótra kvenna. Útlit manna er, eins og þú sjálfur ætti að vita, eitthvað sem Guð gefur þeim.

Guðleysið er svo hennar eigið vandamál, en að hún er illa gefin stjórnunarlega séð, er náttúrulega eftir að draga dilk á eftir sér. En það virðast fleiri vera á Ísland, því að þeir trúa að sakleysi hennar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.9.2010 kl. 09:49

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Jú, þú ert í mati þínu ansi nærri því ástandi sem hér ríkti og þar tók ISG virkan þátt. Mér finnst þú hins vegar full bjartsýnn varðandi getu kjósenda til að greina stöðuna. Vísvitandi viðhalda stjórnvöld áfallaástandi og Besti flokkurinn er talandi dæmi um afleiðingar þess.

Hvaða erindi átti Sighvatsson á þessa samkundu?

Ragnhildur Kolka, 26.9.2010 kl. 09:53

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ragnhildur, Sigurjón Sighvatsson keypti SCANBOX, danskt kvikmyndadreifingarfyrirtæki og var staddur í Kaupmannahöfn, þegar hann var drifinn á þessa ráðstefnu. Hann átti líka eitthvað í SD-Karreen A/S í Kaupmannahöfn, sem var fasteignafyrirtæki.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.9.2010 kl. 10:10

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sem sagt, útrásarvíkingur. 

Veistu hvort sú útrás hafi verið á kostnað íslenskra skattgreiðenda? 

Ragnhildur Kolka, 26.9.2010 kl. 10:17

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Útrásarvíkingur, en ég þekki afar lítið til viðskipta hans eða strandhöggs.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.9.2010 kl. 12:22

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hann var í för með berserkjum frá Íslandsbanka (Glitni) fyrir einum fimm vetrum, þegar hann/þeir keypti fyrirtæki hér í Danmörku.

Hefur hann ekkert verið nefndur í hruninu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.9.2010 kl. 12:29

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kannast ekki við að hans nafn hafi komið upp varðandi hrunið, en aðkoma hans að uppbyggingu Eiðaskólaeignanna er öll í skötulíki.

Ragnhildur Kolka, 26.9.2010 kl. 14:36

9 Smámynd: Halla Rut

Þú segir hlutina eins og þeir eru, það þora ekki allir. Þú gerir það faglega þótt þú sért harður í orðum þínum.

Sjálfri mér, ofbauð er ISG sagði NEI er hún var spurð að því strax eftir hrunin hvort hún ætlaði ekki að lá af þráhyggju sinni með að koma okkur í Öryggisráðið. Henni var slétt sama þótt við værum á vonarvöl, í stólinn ætlaði HÚN.

Velgengni hennar í stjórnmálum steig henni svo til höfuðs að hún laug sig inn í borgarstjórastólinn í seinna skiptið en þá ætlaði hún sér allan tíman í landsmálin á miðju kjörtímabili (ein af mörgum lygum Ingibjargar). Það misheppnaðist og ekki fékk hún ráðherrastólinn (forsætisráherra) sem hún ætlaði sér þá. Hrokin var svo mikill að hún hélt fólkið sætta sig við lygar sínar. Hún fékk slíkt áfall við þetta að hún fór, sem Gísli Marteinn síðar, til Bretlands á kostnað borgarbúa til náms og til að jafna sig á andlega og persónulega fallinu. Margur skildi ætla að þegar hún kæmi til baka að hún hefði lært eitthvað. Svo var þó ekki. Hrokinn, vanvirðingin við allt og alla var allsráðandi. Sek? já hún er sek. Sek eins og margir aðrir en sekt hennar er engu minni þótt aðrir beri hana líka. Það sér hún ekki.

Því ver og miður Vilhjálmur þá er ég ansi hrædd um að fólkið muni kjósa þetta allt yfir sig aftur. Við erum svo lítt refsiglöð, við eigum svo auðvelt með að nenna ekki að spá í hlutina og svo auðvelt með að fyrirgefa og gleyma. Sjáðu bara réttarkerfi okkar. Á endanum er það kannski einmitt ástæðan fyrir að fór sem fór.

Halla Rut , 26.9.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband