Leita í fréttum mbl.is

Komum og skoðum í kistuna hans Fischers

Dauðinn mátar alla

Hinn filippseyski lögfræðingur, sem segist gæta hagsmuna Jinky Young, hefur fullan rétt á því að draga atburði  tengda sýnatöku úr gröf Bobby Fischers í vafa.

Gengið hefur verið svo klaufalega frá málinu, að það virðist auðvelt að gera lögmætar athugasemdir við framkvæmd sýnatökunnar úr gröf Fischers.

Exhumation, er þekkt aðferð yfirvalda um allan heim til að ná sýnum eða sönnunargögnum. Eins og orðið ber með sér, er um að ræða aðgerð þar sem líkið og kistan eru grafin upp úr gröfinni og færð til rannsóknar í viðeigandi umhverfi. Á Íslandi fara menn hins vegar að nóttu til, lyfta loki kistunnar og taka sýni úr líkinu in situ. Annars staðar er aðferðin þessi. En eins og allir vita, þá er Ísland alltaf með undanþágu. Íslendingar gera allt öðruvísi enn allir aðrir.

Þegar Þórður Bogason, lögmaður Jinky Young, tala um exhumation á líki Fischers, held ég að enskukunnáttan bregðist honum. Það sem fór fram í kirkjugarðinum að Laugardælum snemma morguns þann 5. júlí 2010 var ekki exhumation, heldur bölvað krukk.

Það er sárbroslegt til þess að hugsa, að miklu almannafé er eytt í þetta mál og það að óþörfu, fyrir afglöp manns, sem ekki greiddi skatta á Íslandi, meðan hann var hér ríkisborgari.

Eftir stendur að Fischer giftist aldrei japanskri konu! Þó að því sé haldið fram að menn hafi orðið vitni að brúðkaupi hans og Watai árið 2004, töluðu sömu aðilar og sögðust verða vitni að brúðkaupi hans um Watai sem unnustu hans árið 2005.

Ég var þegar í janúar árið 2008 búinn að greina frá því hvernig meint brúkaup Fishcers og Watai árið 2004 stangaðist á við það að nánustu vinir Fischers og hann sjálfur töluðu um Watai sem unnustu hans árið 2005.

Það verður gaman að fylgjast með því hvernig Árni lögmaður Vilhjálmsson ætlar sér að sanna hvernig Watai giftist Robert J. Fischer árið 2004, þegar hún var enn unnusta Fischers árið 2005. Vonandi þarf Árni ekki að stunda líkkrukk til að sýna fram á það.

Eftir stendur, að ef lífsýnin úr gröf Fischers innihalda DNA, sem sannar að Targ-bræður séu blóðskyldir honum, Þá eru Targ-bræður einir réttmætir erfingjar hans. En aðeins ef DNA samanburðurinn við Jinky er áreiðanlegur. Það kemur í ljós ef óháðir aðilar rannsaka DNA Fischers og bera það saman við Targ bræður og lífsýni úr Jinky Young. Óháðir aðilar voru greinilega ekki til staðar við líkkrukkið 5. júlí 2005. 

Verðum við sömuleiðis að vona, að sérfræðingarnir á Íslandi hafi ekki verið að greina DNA úr regnormi úr Ölfussi.

Sjáið athugasemdir mínar á vef New York Times hér og hér.

En hernig væri nú að gera vel við Jinky eins og hér er stungið upp á?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Já, satt segirðu. Íslenzkir lögfræðingar hafa aldrei verið upp á marga fiska, ekki frekar en sumar aðrar starfsstéttir hér á landi.

Vendetta, 20.8.2010 kl. 10:39

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þeir eru sleipir þegar þeir draga stórfiska eins og Sigga Einars.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.8.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bækur

Kynning á nokkrum færslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband