Leita í fréttum mbl.is

Api falsar Ţorvald Skúlason

Álfhildur og Ţorvaldur

Gallerí Borg er víst vafasamur stađur, ef mađur er vel stćđur hjartalćknir á Íslandi, sem vill veggfóđra heima hjá sér međ málverkum í fermetratali eftir helstu snillinga íslenskrar myndlistar. Ríkir lćknar kaupa nú málverk sín annars stađar en hjá Borg. Nú ţegar innanbúđardrengurinn Jón Ásgeir og hinir li(y)strćningjarnir, eru hćttir ađ kaupa sér menningalega virđingu, er gott ađ sjá ađ einhverjir hafi ráđ á ţeirri list sem dýrkuđ er á Íslandi.

Forvörđurinn, sem hefur úrskurđađ málverk nýríka lćknisins falsađ, kom fram í Sjónvarpinu um daginn og greindi frá ţví galvaskur, ađ úrskurđur hans vćri ađ málverkiđ vćri falsađ eđa ađ minnsta kosti grunsamlegt. Viđ getur ađeins tekiđ orđ hans trúanleg ef viđ eru á ţeim buxunum, ţví ekki er til skýrsla um ţessa rannsókn hans, svo vitađ sé til. Mig langar í hard facts, en ekki yfirlýsingar í fréttatímum RÚV.

Ólafur forvörđur er vel ţekktur fyrir málverkarannsóknir sínar, en ţar sem hann hefur veriđ málsađili ađ fyrri ásökunum í garđ eiganda Gallerí Borgar, og vitni í sakamáli sem var gegn eiganda ţessa gallerís sem lćknarnir forđast nú, ţá vaknar spurning um hćfi Ólafs. Hćfnina dreg ég ekki í efa,  og sjálfum finnst mér málverkiđ of „stíft" til ađ geta veriđ eftir Ţorvald Skúlason.  Lćknirinn fann olíulykt ţegar hann var kominn heim í stofu međ menningaraukann. Ţađ eru auđvitađ sterk rök, en gćti málverkiđ ekki hafa fengiđ fernis eđa hreinsun nýlega?

Međ vísan til ţess ađ fyrir 15 árum var skipuđ nefnd til ađ rannsaka álit fremsta sérfrćđings Breta í silfri Víkingaaldar, sem taldi ađ silfursjóđur einn austur á landi, sem fannst óáfallinn í jörđu, vćri ađ hluta til falsađur, sýnist mér viđ hćfi ađ yfirvöld leiti međ svipađri nefnd óhćfra ađila, til erlendra ađila um aldursgreiningu á verki Ţorvalds, eins og gert var 1994. Ţangađ til vćri skýrsla Ólafs forvarđar vel ţegin, svo ég, ţú og ríku lćknarnir getum lesiđ um hvađ viđ eigum ađ forđast, annađ en Gallerí Borg og eiganda ţess fyrirtćkis, sem er litríkur karakter, en saklaus áđur en sekt er sönnuđ.

Sérfrćđingum eins og Ólafi forverđi, sem lćrđi sín frćđi á Ítalíu, getur skjátlast. En ég leyfi mér nú ađ veđja á, ađ Óli forvörđur hafi rétt fyrir sér í ţessu máli.  En hann verđur ađ styđja mál sitt. Yfirlýsing í sjónvarpsfréttum er ekki nóg.

viđskiptavinirnir
Listamađurinn og kaupendurnir
Listaverkafalsarinn Álfheiđur og apinn hennar, Ţorvaldur S á efri myndinni

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

vilhjalmur@mailme.dk

Bćkur

Kynning á nokkrum fćrslum, greinum og bókum PostDocs


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband